Morgunblaðið - 04.11.1917, Side 3

Morgunblaðið - 04.11.1917, Side 3
4. nóv. 362. tbl. MORGUXBI.AÐIÐ 3 Margit Veszi, BlaSamerm hafa margar sögur að segja af erfiðleikum þeim, sem það er bundið að komast milli hersvæðanna. Og þá verður það eigi síður talið þrek- virki af konu, að gegna hinu torvelda starfi, sem fregnritari á vígstöðvunum. Margit Veszi heitir kona ein ung- verBk, gift leikritahöfundinum Molnár. Faðir hennar er ritstjóri í Buda-Pest. Er hún nú heimsfræg orðin fyrir fregn- ritarastarfsemi sína á vígstöðvunum. í viðtali við danskan blaðamann, Ancher Kirkeby, segist henni svo,frá um það, hvernig hún varð við blaðamensku riöin : Einu sinni er eg dvaldi í París heyrði eg getið um flugslys er orðiö hafði skamt, frá borginni. Eg fór þangað mest af forvitni og fekk ábyggilegar upplýsingar um slysið og símaði nafn- laust til blaðsins Ag Est í Buda-Pest. Sama daginn Bkrifaði eg fréttabróf um atburöinn og teiknaði mynd af staðn- um sem slysið skeði á. Þetta varð alveg ósjalfrátt án þess eg hugsaöl um það. Eg hafði aldrei skrifað neitt áð- ur, en viðburöurinn tók huga minn fanginn og gerði mig að blaðamanni. Svo gleymdi eg þessu, en nokkru seinna rakst eg á blaöið sem hafði fengið fregnina frá mór. Skeytið stóð á áber andi stað í blaöinu og yfirskriftin þessi: »Frá aðalfróttaritara vorum«. Upp frá því greip blaðamenskulöngunin mig °g eg lót blaðið vita hver eg væri. Eg var ráðin við blaðið, fekk verkefni °g fólki fanst til um mig. Einu sinni fekk eg skeyti um að útvega blaðinu stjórnmálafregnritara og eg tók það að mór sjálf. Seinna fluttist eg til Berlin. Þá stóð fyrri Balkanstyrjöldin yfir og allur heimurinn var forvitinn að heyra, hvort Þ/zkaland gengi í lið með Aust- urríkismönnum ef þeir lentu í ófriðn- um. Þegar menn höfðu deilt um þetta i nokkrar vikur gekk eg heim til ut- anríkisráðherrans og spurði hann spjör- unum úr. Já, svaraði hann, við látum eitt yfir okkur ganga með Austurrík- ismönnum. Þetta var fyrsta stjórn- málaviðtalið mitt og það var prentað i öllum blöðum heimsins. Það stóð f blaði mfnu í Buda-Pest kl. 3 og þ fór Evrópa að verða skelkuð. Kl. 1 um kveldið fekk eg bróf frá ritstjórr inni í Petrograd. Fór eg þangað næst morgun og heim til forsætisráðherran beint af járnbrautarstöðlnni. Svon flæktist eg víðsvegar um heim, þang að tll heimsstyrjöldin hófst. Þá gerð ist eg ófriðarfregnritari og hefi m komið á allar vfgstöðvar. Eg hei verið í Galizíu og langt austur í Rúss iandi, hefi komið í eldlfnuna f Alpa 'fjöllum og farið fram og aftur ue Belgíu. Eg hefi farið víða um hlut lausu löndin, þar á meðal Sviss. E| var í Róm áður en ítalir fóru í ófrið inn og hafði tal af páfanum. Eg va í Hollandi þegar deilan við Breta stó yfir. Eg hefl reynt allskonar hernað artæki. Eg hefi legið heilan sólar “ring á botnl Adríahafslns í kafbáti ??fi uppi yfir óvinaher í flugvól rle8t græddi eg á ferð minni ti Montenegro. Þaðan hafði ekkert frós hálft ár, því fregnriturum var ekk hleypt þangaö nó símskeytum þaðan Eg komst á vöruskipi framhjá flot; ovinanna og hólt beina leið til yflr hershöfðingjans < borginni. Hann gerð ’Ot handa mór bifreið, vólbát og flug vél og lóði mór til fylgdar fyrirlið ' herforingjaráðinu. En eg er orðii /v8tr<ðinu- 0g Þegar eg heyrt , h friðarfund ætti að halda í Stokk oimi, þá fór eg óðar þangað.---------- Skóyar Frakk’ands í vor og sumar var mikið um það rætt að Þjóðverjar legðu hina frjósömu skóga norður Frakklands i auðn að ástæðulatsu. Feldu þeir á- vaxtstrén unnvörpum á urdanhaldinu án þest að haf.i a? því nokkurn hernaðarlegan hagnað. Þjóðverjar hafa viðurkent það, að þeir hafi felt skógana, en það hafi verið af fullkominni hernaðarnauðsyn og hafa báðir málsaðilar gefið út opinberar skýrdur um þetta efni. Frönsku hermönnunum hefir eigi fallið neitt jafnsárr, eins og það að sjá skóga sína lagða í auðn á þennan hátt. En með dæmalausri ná- kvæmni og alúð hafa þeir þegar tekið sér fyrir he tdur að lífga skógana við aftu’-. Skal hér nú gerð nokkru nánari grein tyrir þvi hve:nig þeir fara að því. \ Venjulega stendur nokkur hluti stofnsms eftir og er þá sárið ská- skorið, svo að’það steypi af sér og vatn nái eigi að komast i rótina til að ?eygja hana (1. mynd). Slðan er 3—6 frjókvistum stungið niíur milli barkarins og viðarins og eru þeir í laginu eins og 2. og 3. mynd sýna. Bilið á milli þeirra fer eftir því, hvað trébolutinn er digur. Síðan eru frjókvistirnir buudnir fastir (4. myod) og að lokum er sárið, börkurinn og viðjarnar stnurt með frjókvoðu. Vona menn að tíminn, sem læknar öll sár, geti líka læknað trén, þegar mennirnir hjálpa til þess á þennan hátt. Sums staðar hefir Þjóðverjum ekki uunist iíni til þess að felia trén alveg, en hafa hlaupið frá þeirn hálf- höggnum. Höggsárin eru þá annað- hvort fylt með steinlimi eða gipsi (5. mynd). En ef sárin eru svo djúp að þau ná merguum í trénu, þá er bolurinn srgaður sundur á ská og siðan farið me(5 hann eins og áður er sagt. Sprengikúlur valda og óhemju skepidum á trjám þegar barist er í skógi. Þau tré sem brotna, eiu lækn- uð á sama hátt og fyr er sagt. Sum margrifna en standa þó og er þá fylt með írjókvoðu í rifurnar og sárin, og ná trén sér þá furðu fljótt aftar, Þar sem börkurinn er að eins skemd- u: þá er hann skorinn vandlega af (6. mynd) og siðan eru frjókvistir feldir iun í hann (7.—9. mynd) þannig að þeir mynda brýr yfir sárið, svo að frjóvökvinn í” trénu, »blóðrás« þess, geti haldið áfram hringferð sinni. Það verða áreiðanlega mörg ár þangað til úr því verður skorið hvoit þessar lækningatilraunir muni koma að verulegu gagni. Þó þykjast menn vita með vissu að þessar tilraunir verði til mikilla bóta. Að nota hita jarðarínnar. Eftir því sem framfarir allar í heiminum aukast, verður mönn- um betur og betur skiljanlegt, bæði þeim, sem þjóðmegunarfræði stunda, og leikmönnum, hve lé- leg, ófullkomin og gamaldags kola- brenslan er, sem nú á dögum er algengust. Vissulega er nú ekk- ert til, sem afkáralegra er en hún og vafalaust munu barnabörn vor hugsa með mikilli undrun til þesa svo nefnda mentaða og upplýsta fólks, sem þó viðhafði jafn léteg- an og kostbæran hlut, eins og kolin. Það er hægt að afsaka stálverk- smiðju eigandann, sem notar kol- in, er hann getur unnið úr nám- unni rétt við dyr sínar. En það er ómögulegt að afsaka verk- smiðjueigandann eða heimilis eig- andann, sem nota kol, er þeir verða að afla sér úr mörg þúsund mílna fjarlægð. Það er þekking- arskortur vor á nútíðinni og sár- grætileg ófullkomnun sem gerir slíkt mögulegt. Fyrst þurfum vér að vinna kolin úr námunum. Og að menn, sem unnið gætu við svo margt annað gagnlegra fyrir þjóðina, gangi til slikrar vinnu, séu grafnir beztu ár æfi sinnar niðri í iðrum jarðarinnar er eng- in glæsisaga af nútíðarmenningu. Svo þarf að handfjatla kolin marg oft eftir þetta áður en þau eru flutt á lestirnar. Flutt eru þau svo oft og einatt óralanga leið — og kolum brent á ferðalaginu! Saga kolanna er eftir þetta eilíf-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.