Morgunblaðið - 04.11.1917, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 04.11.1917, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Ijónhugaðir og frönsku fótgöngu- liðsmennirnir, en þeir eru »steady og resolute« eins og Roberts lá- varður sagði um þá rétt áður en hann dó. Og það er áreiðanlegt, að enginn þeirra hefði komið lif- andi aftur, ef indversku »hund- arnir« hefðu eigi komið þeim til hjálpar. Við sáum alt í einu hvar dökk- leit fylking læddist fram eins og köttur að bráð. Og þá sagði Reginald vinur minn við mig: »A11 right, nú hefir hundunum okkar verið slept lausum!« Þetta voru Gurkhar. Þeir höl'ðu eigi annað vopna, en hiría hræðilegu, bognu hnífa sína. Og rétt í þann mund er Hálendingar byrjuðu að hopa smeygðu hinir indversku hermenn sér inn á milli þeirra, og skriðu eins og höggormar und- ir gaddavírsgirðingar Þjóðverja. Og svo réðust þeir á óvinina, með hnífana á lofti. »Mada-------Mada!« grenjuðu þeir eins og óargadýr. »Mada — Mada!« Það þýðir: drepa, drepa. Gurkhar stukku niður í Bkotgraf- irnar. Þar varð hið hræðilegasta mannfall, sem hægt er að hugsa sér. Þjóðverjar börðust eins og þeir væru æðisgengnir og það voru eigi margir þeirra teknir höndum. »Sagði eg ekki satt?« mælti Reginald með mestu rósemi. — »Gurkhar eru öruggir til áræðis. . . . Þeir hafa að eins einn ókost: Það er eigi hægt að stöðva þá þegar þeim hefir verið slept lausum«. III. Vélbyssuskothríð Vélbyssurnar eru það vopnið^ sem einna mest, mun notað í éfriðnum. Með þeim geta fáeinir menn varist áhlaupi mörg hundr- uð manna. Þess vegna er það oft svo, að þótt ofurefli liðs sé öðru megin, þá getur það ekkert unnið á. Sem dæmi þess hvern usla má gera með vélbyssunum, má hér geta um kafla úr bréfi frá þýzk- um liðsforingja á austurvigstöðv- unum. Hann segir svo: Með tveimur vélbyssum og 14 her- mönnum hefi eg upprætt heilt rússneskt herfylki. Rússar gerðu áhlaup á okkur og þeir fremstu voru komnir i svo sem 80 skrefa færi. Voru þeir með handsprengj- ur að vopni. Þá hóf eg skothríð- ina með vélbyssunum. Við skut- 10 þúsund skotum á áhlaupsliðið. Voru Rússar brytjaðir niður sem hráviði og við handtókum þarna 370 menn, þótt við værum að eins 15 saman. En fyrir framan skotgraflr okkar lágu um 100 fallnir Rússar og í gær voru þeir allir jarðaðir í einni stórri gröf. Báru margir þeirra sár eftir 8—10 kúlur. — I Með pví að hlutafé pað, sem boðið var út 16, des, igió er nú ncerfelt fengið^ og með þvi að ekki er unt sem stendur að auka skipastól félagsins, höf- um vér dkveðið að taka eigi að svo stöddu við dskrift- um að nýju hlutafé og innborgunum lengm en til 1, desember 19Í7. Reykjavik, 3. nóv. 1917. Félagsstjörnin. Verjist kuldanum. — Sparið iíkamshitann! Menn halda að veturinn verði harður. Að minsta kosti skaðar ekki að búast við því. Auðvitað verður eldsneytisskorturinn þvi tilfinnanlegri sem kaldara er, og að sitja í kulda, triáske hreyfingatlitill, það veikir heilsuna og býður heim mörgum sjúkdómum. Sá hiti, sem fyrst af öllu ber að halda dauðahaldi í, er auðvitnð sjálfur líkamshitinn. Það er har.n sem alt stríðið stendur um i raun og veru. Menn leggja ekki í ofn- ana til þess að fá þaðan hita i lik- amann, heldur til þess að hita loftið í kringum sig svo mikið, að það steli ekki um of hita frá líkamanum. Ofnhitinn og lofthitinn eru þá að eins til þess að varna því að líkam- inn missi þann hita sem hann framleiðir sjálfur. Mest af afli því sem liggur bund- ið i fæðunni sem vér neytum, fer til þess að framleiða likamshitann. Því meiri hita sem líkaminn missir út i loítið, því meiri næringu þarf hann. Einkum er það feitmetið sem framleiðir hita, þessvegna verða t. d. heimskautafarar afarsóignir i alla fitu. Þeir verða blátt áfram þyrstir i lýsi og þamba það eiqs og vatD. A þeim tinmm, þegar ekki voru til ofnar hér á landi^ og ekki tiðk- aðist að hita bústaði manna, þá þótti feitmetið hið mesta sælgæti, hver og einn varð að vera sinn eigi-n ofn, og i þann ofn varð að leggja dug- lega. Þá stýfðu menn úr hnefa tólkarskildina með græðgi, og ekki var hægt að stinga kærkomnari gjöf að soltnum flæking en tólkarmola. Nú langar flesta ekki i fitu strax fyrir það þótt þeim kólni, en það er vegna þess að likamanum er ekki að staðaldri ofboðið með kulda,, og þessvegna er hann óvanur því að breyta fitunni í hita fram yfir það sem venjulegt er — En sjáið þið til, ef kuldinn fer að sverfa að daglega, þá er feitmetið um leið orðið að nauðsyn og sælgæti! Það er til önnur aðferð til að halda líkamshitanum en sú að leggja i ofna. Hún er að dúða si% vel. Þessa aðferð nota ýmsar Asíuþjóðir sem búa i kaldari héruðunum. Því kaldara sem verður, þvi fleiri sloppa fara Kínverjar i og láta það duga. Ofna þekkja þeir ekki. Eldsneyti getur orðið svo dýrt til upphitunar að það sé ókaupandi og beinlinis skakt að brenna upp eigum sinum til þess að hita upp andrúmsloft sem sleppir hitanum samstundis út um rifur og gættir.— En þá er ekki annað ráð en ann- aðhvort að borða vel og hafa lík- amlega vinnu, eða dúða sig. Lik- amshitann megum vér ekki missa fyrir neinn mun. Það verða allir þeir að athuga, sem hafa ónógan herbergishita f vetur. Ef þeir verða að vera heima hreyfingarlitlir, þá er ekki um annað að gera en að dúða sig eða fara undir ábreiður eða sængur. Það, sem riður á þegar á að klæða af sér kulda, er það, að fötin þrengi hvergi að. Það er nærri því verra en ekkert, að klæða sig í þrönga flík við kulda. Það er mik- ils vert, ef menn verða að sitja i kulda, að búa vel um fæturna, og gæta þess vel, að vera ekki i rök- um sokkum eða með þrönga skó. Einnig eykur það fótakulda, að sitja á harðri brún á stól, bekk eðarúm- stokk; að minsta kosti verða menn Ferðamenn geta fengið að búa lengri eða skemmri tíma á Berg- staðaitig 9, uppi. Prjónamaskina óskast til kaups. Hverfisgötu 82, uppi. 2000 pund af hestaheyi óskast. Vald. Kr. Arnason, Vitastíg 9. $ -cTapað ^ Manchetthnappur tapaðist frá Kirkjugarðinum að Laugavegi 73. Skilist í Tungu við Laugaveg. Barnastígvél tapaðist frá Hverfis- götu 44 að Frakkastíg. Skilist á Hverfisgötu 44. Blágrár, ungur köttur tapaðist á fimtudaginn 1. þ. m. frá Tjarnarg. nr. 18. Skilist mót fundarlaunum. Tún til leigu. »Nýja túnið* fyrir vestan kirkjugarðinn fæst til Blægna næsta sumar. — Lysthafendur sendi tilboð til undirritaðs fyrir 15. þ. m. f. h. túneiganda Jl. c3. cSofínson, bankaritari. Njálsgötu 11. Sími 611. Pósthólf 274. Portvín °g Maltöl fæst í Langavegi 12. þá að hafa hátt undir fótunum, því að annars stöðvast blóðrásin að , nokkru leyti og limirnir kólna. Til þess að dúða sig með lfku móti og Kinverjar, þá eiga menn ekki alment til viða og hlýja sloppa. En þá er að nota teppi og sjöi óspart og yfirleitt tjalda öllu sem til er. Areiðanlega er mörgum kaldara en þyrfti að vera, aðeins vegna hugsunarleysis og úrræðaleys- is. Oft er til margfalt fleira til skjóls en notað er. Munið eftir, að nú i dýrtíðinni er hitinn dýrastur. Farið þess vegna ekki gálauslega með sjálfan Hkams- hitann I H.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.