Morgunblaðið - 13.11.1917, Page 2

Morgunblaðið - 13.11.1917, Page 2
2 MORÖUNBLAÐIÐ Karlinn sómdi sér vel í leiknum og hlaut hvað eftir annað viður- kenningu áhorfenda. Að öðru leyti fór leikurinn prýðiiega fram, að því er virðist þá var meira fjör og Jíf í hon- um nú en siðast og veltust áhorf- endur um af hlátri hvað eftir annað. Leikstjórnin hafði auðsjá- anlega náð hér góðum tökum. Aðalhlutverkin er mest ríður á og þau leika Jens Waage og ungfrú Emilía, voru prýðisvel leikin. Af aukahlutverkunum má nefna vinnustúlkuna, sem féll með réttu mjög vel í geð áhorf- endanna. Sömuleiðis vakti skuld- heimtumaðurinn talsverðan hlátur. Eflaust verður mikil aðsókn að þessum gamanleik enda er hann fjörugur, fyndinn og vel þýddur. Dómsmálafréttir. Yfirdómar 12. uóv. Málið: A/s Em. Z. Switzers Bjergningsentreprise. gegn Axel Andersen f. h. eigenda og vátrygg- enda skipsvns »Asta* frá Frederikshavn. Árið 1915 rak skipið »Asta« á grunn nál. Hrísey á Eyjafirði. Björgunarskipið »Geir«, eign Switzers var þá statt á Eyjafirði og voru þá þegar gerðir samn- ingar við það um að bjarga skip- inu strandaða og skvldu björg- unarlaun vera 33l/3 % af verði skipsins eins og það yrði metið á eftir. Tókst »Geir« síðan að ná skipinu og dró það til Akureyrar, og kafari frá »Geir« skoðaði það einnig, hvort laskast hefði, sem reyndist mjög lítið. Hið bjargaða skip var metið á yflr 20. þús. kr., en yfirmat var heimtað og varð það rúm 27 þús. kr. Var siðan lagt löghald á það, þar sem hin umsömdu björgunarlaun eigi voru greidd. Switzer krafðist nú fyrir sjó- dómi kr. 9166,67 og var það 33 Vs °/0, og síðan 10 þús. kr., með því að gengið hefði verið inn á að greiða þá upphæð, en eigi gátu dómstólarnir viðurkent það sannað. En undirréttur (sjódómur) dæmdi honum kr. 7700 og máls- kostnað. Þeim dómi var svo á- frýjað, en A. A. gagnáfrýjaði. Yfirdómur tók nú til greina kröfu aðaláfrýjanda þannig, að eig- endur og vátryggjeudur hins bjargaða skips skyldu greiða honum Tcr. 9166,67 með vöxtum, og málslcostnað 300 lcr. fyrir und- irrétti, en 80 kr. fyrir yfirdómi. Þjófnaður. Fyrir nokkrum kvöldum var stolið saltkjötstunnu hjá húsum SláturféJags Suðurlands við Lind- argötu. Var það gert með tölu- vert öðrum hætti en venjulega er stolið hér í bæ og virðist sýna það, að málið hafi verið betur hugsað og undirbúið, en alment mun vera hér á landi. Þess vegna eru þjófar þessir hættulegir. Sláturfélagið hefir ráðið mann til þess að vaka yfir eignum fé- lagsins. Þessi næturvörður varð var við þrjá menn á slangri þar irmfrá, eina nóttina. Einn röanna þessara brá upp skyndilega skæru rafmagnsvasaljósi, beint í augu næturvarðarins, sem gerði það að verkum að hann sá ekkert í myrkrinu um stund. Nú skiftu mennirnir sér og næturvörðurinn elti einn þeirra, án þess þó að ná í hann. Þegar næturvörðurinn kom aft- ur á vettvang, höfðu hinir tveir stolið kjöttunnunni og flutt hana á burt. Málið var þegar kært fyrir lög- reglunni, en það hefir eigi enn telíist að ná í þjófana. Þjófnaður er rajög að magnast í bænum, Víða að heyrir maður að stolið sé úr húsum ýmsu smá- vegis. Væri óskandi að lögregl- unni tæliist að ná í þá sökudólga hið fyrsta. Getur t. d. enginn gefið lög- reglunni upplýsingar um hver stal 240 punda sykurtunnu í Veltusundi um daginn — um há- bjartan dag? Það er að komast stórborgar- bragur á okkar litla bæ. Um ofna cg eldsneyti. Ef menn vilja fara sparlega með eldsneyti sitt, þá mega þeir aldrei kynda ofnana svo að heit- ara verði inni en þægilegt er eða heilnæmt. Finnist manni að 19 stiga hiti eiga vel við sig, þá má þó aldrei verða heitara í herberg- inu, heldur dálítið kaldara. Meiri liiti er óhollur. Og með því að hafa heitara hafa menn eitt miklu eldsneyti til einkis og ver en til einkis. Það verður því að gæta vel súgspjaldanna í ofninum og loka þeim áður en hitinn verður of mikill. Það er mesta vitleysa að smákynda. Menn eiga að fylla ofnana af eldsneyti, en það á ekki að brenna hraðara en svo hæfilegur hiti haldist. Þeir sem hafa mó til eldneytis, verða að gæta þess, að ofnarnir séu altaf hreinir, engin aska má safnast fyrir í þeim, ristina verður að hreinsa vel á hverjum morgni og skafa alt sót úr ofninum og rör- unum. Ef menn' brenna mó ein- göngu mega ofnarnir eigi vera þykkir og góður dragsúgur þarf að vera í þeim. DAGBOK Kveikt á ljóskerum hjóla og bif- reiða kl. 5. Gangverð eriendrar iuyntar. Bankar Pósthús DolJ.U.S.A.&Canada 3,30 3,40 Fiaukl frauskur 55,00 53 00 Sænsk króua ... 120,00 122,00 Norsk króna 102,50 103,00 Starlingspund ... 15,00 15 00 Mark 43,00 46,00 Holl. Florin ... ... 1.29 Austurr. króna . ... 0.29 FyrirJestrar Háskóluns: I kvöld: Alexander Jóhannesaon dr. phil. Goetes Faust. Brezkt hjá parskip kom hingað í gærmorgun snemma. Ókunnuft um erindi þess. Syknrverðið. Frá Akureyri var oss símað í gær að eigi hefði sykur- verðið verið hælskað þar. Blaðið »Islendingur« ritaði grein um sykur- hækkunina og vítti mjög gerðir stjórn- arinnar Atti ritstjórinn skömmu síðar viðtal við bæjarfógetann þar, sem sagði að »þetta hiyti að vera misskilningur eða rangt, því að hann hefði enga tilkynningu fengið frá stjórnarráðinu um hækkun á sykur- verðinu*. Samkvæmt áreiðanlegri fregn, sem Morgunbl. fékk í gær, hefir sykur- verðið ekki verið hækkað enn í Hafn- arfirði. En lausafregn úr Borgarnesi hermir að þar sé hið sama verð á landsverzlunarsykri eins og hér. Eigi vita menn enn hvað stjórnin ætlar að gera í þessu efni. það er samt ótrúlegt að hún ekki þegar Iáti lækka verðið aftur eða þá komi fram með hinar sönnu ástæður fyrir hækk- uninni. því enginn trúir því lengur að það bóu innkaupin og flutnings- gjaldið á Islandi, sem er ástæðan fyrir hækkuninni. Fáninn. það heyrist ekkert frá forsætisráðherranum. Eru margir farnir að örvænta og eru hættir að búast við því að hann muni koma heim með fánann. Eigi vita menn heldur neitt um hvernig gengur að fá þessar 10 miljónir króna, sem for- sætisráðherra ætlaði að útvega í Danmörku eða Noregi. það getur þó tæpiega liðið á löngu áður eitt- hvað fréttist, því að sögn fer að líða að því að ráðherrann haldi heimleiðis. Mórinn. Til upphitunar í hinu nýja húsi þeirra Nathan & Olsen er eingöngu notaður mór. Er miðstöðvar- hitun f húsinu og hefir það gefist ali- vel að kynda upp með mónum. Sterling fer héðan í dag vestur um land og norður. Yerkamannaféiagið »Dagsbrún« samþykti á íundi í fyrradag að kaup verkamanna skyldi hér eftir vera 7ð aurar á kl. stund fyrir daginn en eina krónu fyrir nætur og helgidags- vinnu. I haust hefir verkafólki oft- ast verið borgað þetta kaup, enda er það ekkert ósanngjarnt eftir því sem nauðsynjar hafa hækkað í verði. Fudtrúi borgarstjóia. ÓJafi Lár- ursyni yfirdómslögmanni hefir verið veitt staðan, sem fulltrúi borgar- stjóra. Atvinnubæturnar. Stjórn Alþýðu- sambandsina og fuiltrúi alþýðuféiag- anna fóru á fund ráðherranna í gær til þess að ræða um atvinnubæturnar. Einhvern næstu daga verður byrjað að vinna að grjótvinnu, höggva og mylja grjðt og búa undir byggingu landsspítalans. Tengdapabbi. það var troðfult hús í Ióno í fyrrakvöld, er tengda- pabbi var sýndur. Skemtu menn sér ágætlega og yfirleitt þóttu leikendur leysa hlutverk sín vel af hendi. Ahorfendur klöppuðu mjög fyrir Eyóifi Jónssyni rakara. _ Vonarstræti er nú að verða ófært eins og það er einlægt á vetrum er hiákur ganga. Areiðanlega er engin gata f bænum verri yfirferðar en þessi, þvi að hér eru ekki einusinni steinar til að stikla á, hvað þá nokk- uð sem líkist gangstétt. petta er því bagalsgra, sem einmitt í þessari götu eru aðalsamkomuhús bæjarins, og þar að auki á fjöidi kirkjufólks leið þar um i báðar kirkjurnar. — Einhverju litlu broti af dýrtíðarvinnu yrði ekki öðruvísi betur varið en tíl þess að gera þarna færa gangstétt sem fyrst, og auðvitað má ekki Játa nokkra götu sitja fyrir þessari þegar farið verður að malbika aftur. .... ^ 9 --- Nordisk Fiims Co. Svo sem fyr hefir verið getið hér í blaðinu ætlaði Nordisk Films Co. aé hætta öllum myndatökum í haust og hafði sagt upp flestum leikendum sínum. En nú hefir eitthvað ræzt úr þessu, því að félagið hefir endurráðið alla skop- leikara sína, svo sem Lauritzen,- Carl Alstrup, Frederik Buch og Oscar Stribolt. Var félagið farið að »filma« aftur seint í september. Föt handa fátækum. Hr. ritstjóri! Viljið þér gera svo vel og leyfa eftirfarandi línum rúm í blaði yðar. Við undirritaðar, fyrir hönd fé- lagsins »Yngri deild Hvítabands* ins«, viljum hér með tilkynna al- menningi, að félagið hefir ákveðið að beina aðal-starfsemi sinni í vetur að því að bæta eftir mættí úr klæðleysí þeirra, er bágast-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.