Morgunblaðið - 11.12.1917, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 11.12.1917, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ + Arni Eiríksson, kaupmaður Fánamálið í dönskum blöðum. Hinn 8. nóvember flutti »Poli- tiken« simskeyti um stefnu blaðanna hér á íslandi í fánamálinu, að þau létu öll þá von í ljós að konungur mundi samþykkja fánatillöguna, en sæu að öðrum kosti eigi aðra leið út úr málinu heldur en skilnað. Danska blaðið »Köbennavn«, sem þykist sjálfkjörið til þess að túlka sjá fstæðismál íslands á réttan hátt 1 Danmörku og sýna fram á réttleysi íslendinga, bæði í tíma og ótíma, varð nú auðvitað að láta til sín heyra. Og það segir svo: — Þegar sambandsmál íslands og Danmerkur hefir hleypt hita i báða, hefir ógnunin um skilnað jafnan ver- ið síðasta vopn íslendinga. Þannig var það árið 1873. Þá hélt Þingvallafundur því fram, að ef konungur samþykti eigi stjórnar- skrárfrumvarp Alþingis, yrðu Islend- ingar að skilja við Dani. Þannig var það árið 1907, rétt áður en Friðrik 8. konungur kom til íslands. Þá krafðist Þingvalla- fundur þess að fá að eins konungs- samband, eða þá skilnað. í hvorugt skiftið stóðu þó íslend- ingar við orð sín, þegar til alvöru kom. Þegar fánamálið átti að berast fram i ríkisráði 1913 flutti »Politiken« fregnir frá íslandi, þar sem skilnað- arhótuninni var haldið fram, kröfu íslendinga til styrktar. Samkvæmt ummælum Zahles í ríkisráði 1913, geta íslendingar eigi fengið fullkominn siglingafána með konunglegri tilskipun. En fyrst það er ekki hægt, en á þó að gerast, er það í samræmi við stefnu stjórnar- innar í vandamálum, að skjóta þeim til konungs. í þessu máli hefir stjórn- in gengið fram hjá rikisráði. Og simskeytið frá Islandi bendir til þess, að stjórnin ætf^ekki að skifta sér af málinu. Eftir er þá konungur og íslendingar, sem vilja annaðhvort fá fánann eða skilja. Og fyrst málið kemur þannig eingöngu undir kon- ung, verður hann að taka ákvörðun, þ. e. a. s. viðurkenna fánann. Og næst stendur konungur ef til víll jafn glæsilega að vígi gagnvart Færeyingum I Slikt ástand sem þetta hlýtur að vera eins dæmi, frá rikisréttar-sjón- armiði. Og þótt reynsla fyrri tima sé eigi sem glæsilegust, þá ætti mað- ut þó að vona, að rikisþingið léti það ekki viðgangast alveg steinþegj- andi, að gengið væri fram hjá virð- ingu þess og landsins, þá er tekin er ákvörðun um islenzka fánann. Hann andaðist á Landakotsspitala í gærmorgun eftir all-ianga vanheilsu. Fyrir um tveim mánuðum fór að gera vart við sig illkynjaður maga- sjúkdómur, heknar gerðu á honum tilraunaskurð og síðan hefir hann legið á spítalanum þungt haldinn. Arni Eiríksson var með merkari borgurum þessa bæjar. Hann byrj- aði verzlun i Austurstræti 6 haustið 19x0, og naut hann þeirrar ánægju að sjá hana blómgast fyrir dugnað og hagsýni. Hafði hann áður um margra ára skeið stundað verzlunar- störf hjá N. Zimsen og siðan hjá Birni Kristjánssyni og gar sér þar bezta orð fyrir dugnað og lipurð. Arni heitinn 'Var áhugamaður um marga hluti og lét æfinlega töluvert til sin taka þar sem hann vildi beita Italir hjá Piave. Eftir herskýrslum Miðríkjanna höfðu þau handtekið 250.000 ítali frá þvT^er sóknin hófst á Bainsizza- hásléttunni og þangað til ítalir voru hraktir vestur fyrir ána Ptave. Við þessa tölu bætast svo allir þeir menn, sem fallið hafa af ítölum og þeir hermenn sem fiakka um í skógum og fjöllum og hafa orðið viðskila hernum. Það má þess vegna búast sér. Mest og bezt mun þó hafa borið á honum í Leikfélagi Reyja- vikur. Unni hann leiklist mjög, var lífið og sálin í leikfélögum bæjar- ins, enda þótti hann meðal beztu íslenzkra leikara. Hann var einn af stofnendum Leikfélags Reykjavikur, og formaður þess um margra ára skeið, starf, sem hann leysti af hendi með einstögum dugnaði. Arni var ljúfmenni og einstaklega lipur í allri umgengni. Vinsæll var hann með afbrigðum, og lét þó ekki hiut sinn fyrir neinum. Kaupmauuastéttinn hefir á bak að sjá eínum af, sínum beztu mönn- um og þessi bær verður tómlegri við fráfall hans. Árni Eiríksson varð 47 ára gamall. við því, að ítalir hafi mist % hluta hers þess, er þeir höfðu á Isonzo- vigstöðvunum, eða ef til vill alt að 2/5 hlutum. Og það er mjög alvar- legt tjón. Auk þess má ganga út frá sem vísu, að herinn, sem komst vestur yfir Piave hafi verið mjög i!la til reika og sundurlaus. Og það er lengi verið að endurskapa hann og bæta varaliðinu inn i skörðin. Miðrikin hafa og tekið ógrynnin öll af herfangi af ítölum. Undanhaldið frá Tagliamento til Piave var svo hratt, að engin regla gat á þvi verið. Fóru ítalir þi vegalengd á nokkr- um dögum, en hefðu þurft jafn- margar vikur til þess, ef nokkur regla hefði verið á. Þeir hafa þvi sérstaklega mist mikið af hin’jm stóru fallbyssum sínum, er þeir gátu alls eigi haft neinn tíma til að koma undan. Um þá hjálp, sem Frakkar og Bretar kunna að geta veitt þeim, er ekki mikið að segja. Þeir geta eigi, nú sem stendur mist mikið lið, enda þótt þeir væru fúsir á það að hjálpa ítölum. En á umrnælum franskra og enskra blaða er eigi svo að sjá sem þá langi mikið mikið til þess. Og það tekur líka langan tima að koma miklu herliði þangað suður- eftir. Það hefir orðið hlé á sókn Mið- rikjanna um sinn. Er það skiljanlegt að herir þeirra þurfi nokkra hvild og ráðrúm til þess aðundiibúa nýja sókn. En eftir siðustu simfregnum að dæma virðist svo, sem sú sókn muni nú hafin. Undirbúningur hennar bendir tl þess að ítalir muni eigi fá haldið stöðvum sínum hjá Piave. Miðríkin sendu fram sóknarher frá Tyrol og Kárnthen og stefndi hann niður fjöllin að upptökum Piave. Segja útlend blöð, að ef ítalir fái eigi varn- að Miðríkjahernum þess að komast niður úr fjöllunum, þá verði þeir að yfirgefa Piave-stöðvarnar. En Mið- rikjaherinn hefir líka seilzt lengra vestur. Seinast í nóvember hafði hann náð á sitt vald dölunum, sem þær ár renna um er falla í ána Brenta, sem er fyrir vestan Piave og er það enn hættulegra fyrir ítali. Samskot. Skilagrein fyrir gjöfum til veika mannsins: N. N. 3.00, N. N. 10.00, N. N, 100.00, H. Á. 30.00, N. N. 2.00, M. 10.00, G. S. 5.00, N. N. 2.00, N. N. 5.00, S. G. 5.00, G. O. 5.00, í. O. 10.00, Guðm. Bjarnason i.oo, G. E. 3.00, Áheit 2.00, Á. 25.00, M. M. 1.00, K. 2.00, N. N. 30.00, N. N. 5.00, J. S. 5.00, M. E. 5.00, N. N. 5.00, G. B. 10.00, N. N. 5.00, Bryn, B. Engey 5.00, N. N. 25.00, N. N. 4.00, N. N. 2,oo; N. N. i.oor N. N. 2.00, J. G. 2.00, H. 15.00, L. G. L. 10.00, N. N. 6.10, N. N. 2.00, K. J. 4.50, Þ. Þ. 2 kr. Samtals kr. 366.60. Samskotunum er hér með lokið. StLC Sigurjón Pjetursson Simi 137. Haf nar st *æ ti 13

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.