Morgunblaðið - 11.12.1917, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.12.1917, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 yðar jafnan hvitu sem snjó með því að nota ávailt Sunlight sápu. LeiftbeJnÍnpror viðvikjandi notkun sápunnar fylgja hverri sápustöng. DAGBOK Jóla- og Nýárs-kort, með íslenzk- um erindum íást hjá Friðfinni Guð- jónssyni Laugavegi 43 B. Cigarettur, margar ágætar tegundir nýkomnar í tóbaksverzlun R. P. Leví. Nýkomið: Epli, Appelsínur, Laukur. Yerzlnn Helga Zoéga. Sími 239. Kveikt á Ijóskerum hjóla og bif- reiða kl. 4. Gangverð erlendrar myntar. Bankar Pósthús Doll.U.S.A.&Canada 3,40 3,40 Frankl franskur 59,00 56,00 Ssensk króna ... 120,00 120,00 Norsk króna ... 102,50 103,00 Sterlingspund ... 15,50 15,00 Mark ........... 62 00 53,00 Holl. Elorin ................ 1.37 Austurr. króna.................. 0.29 Farþegar á Gullfossi voru John Fenger stórkaupm., Jón Bergsveins- son síldarmatsmaður, Friðrik Gunnars- son stórkaupm., Einar Hjaltested söngvari, Aðalsteinn Kristinsson kaupm., Friðnk þorsteinsson og hjón með dóttur frá Kanada. ,Elgin-úr kaupa allir þeir, sem eignast vilja gott úr. Fást hjá úrsmiðum. Steinolíu selur Kauplél. veíkamanna (Afgreidd að eins við dagsbirtu). Málverk er ágæt jólagjöf. Útsala á málverkum mínum hefst í dag kl. 10 á Hverfisgötu 50. Gisli Jönsson. Gerpúlver fæst í Verzl. V ON Allskonar Blómlaukar nýkomnir til Marie Han :en, Bankastr. 14. Epli, Ágæt teguud, 75 aura >/a kg. Verzl. Vísir. Islaud og Gullfoss liggja nú bæði við uppfyllinguna fyrsta sinn og er Verið að afferma þau. Umhleypingasamt er nú í meira lagi, I fyrramorgun var hér 10—12 stiga frost, í 'yrrakvöld var hrfð, en í gærmorgun var komin hláka með 3—4 stiga hita. Islands Falk fer héðan kl. 11 í kvöld. Eru það tilmæli yfirmanna í’álkans að farþegar, sem með skip- ‘Qu fara, láti flytja farangur sinn 'hn borð Bem fyrst í dag. Hkipið tekur póst til flntnings til ^estmannaeyja og Eæreyja, en ekki ^ Danmerkur. Farþegar eru þessir. Hannes Hafstein bankastjóri, dóttir l/kns þórunn, Jón Aðils docent, ^atthías þórðarson fornmenjavörður, r~aPt. Trolle, Kirk verkfræðingur, ebell forstjóri, bræðurnir Arni og ^chard Riis, Rich. Thors framkv.- ®tjóri. Stefán Jónasson framkv.stjóri, óh Norðmann pianoleikari, Guðjón amúeIsson byggingameistari, Hjörtur F^steinsson verkfræðingur og frú 0ftQs’ Gunnlaugur Blöndal, skipstjóri, 6 vélameistari (á iBorgt, Rostgaard kolanámumaður, útlendir menn úr hafnarvinnunni, stúdentarnir: Emil Thoroddsen, Óskar Borgþórsson, Lúð- vig Guðmundsson og Björn Sigur- bjarnason, frú Kristín Thunwald (f. Petersen), frú Nielsen frá Baldurs- haga með 5 börn, ungfrú Sigríður Sig- hvatsdóttir og ungfrú Tvedð hjúkr- unarkona. Söngskemtnn m. m. hélt Ingi- mundur Sveinsson í G.-T.húsinu á sunnudagskvöldið og kom þangað margt manna. þar hermdi Ingi- mundur eftir ótal fuglum, mjólkaði, skildi mjólkina og setti á stað mótor — alt á flðluna. Var krökkum skemt, en fæstir fullorðnir gátu setið nndir allri skemtaninni. Á morgnn verður afhjúpaður minn- isvarði Tryggva heit. Gunnarssonar bankastjóra, í Alþingishúsgarðinum. Minnisvarðann hefir verzlunarstéttin í Reykjavík gefið. Athöfnin hefst með því, að komið verður saman á Lækjartorgi á hádegi og þaðan geng- ið suður í Alþingishúsgarðinn, sbr. auglýsingn Kaupmannafélagsins hér í blaðinu. Ræningjaklær, hin ágæta skáld- saga eftir norska skáldið Övre Richter Frich, er nú komin út sérprentuð og fæst á afgreiðslu Morgunblaðsins. þeir, sem hafa pantað bókina, geri svo vel að vitja hennar sem fyrst. Upplagið var að eins lítið og má búast við, að bókin seljíst upp á Ék & f Maupsnapur Agæt rúmföt fást keypt á Berg- staðastræti 45. fáum dögnm, því að hún stendur eigi að baki hinum öðrum sögum þessa fræga höfundar. Maður horfinn. Síðastliðið miðvikudagskvöld hvarf maður hér i bænum, Pétur Sigurðs- son skipstjóri frá Stykkishólmi. Var hann með skip sitt hér á höfninni og gekk á land seint um kvöldið. Vita menn það siðast um hann, að hann sat á kaffihúsi eitthvað fram eftir — en síðan hefir ekkert til hans spurst. Eru menn hræddir um, að hann hafi gengið fram af upp- fyllingunni i myrkrinu. Tilraun hefir verið gerð til þess að slæða á höfninni, en það hefir komið fyrir ekki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.