Morgunblaðið - 13.12.1917, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
,Elgin‘-úr
kaupa allir þeir, sem eignast vilja
gott úr.
Fást hjá úrsmiðam.
Erí- stmfregttir
Opinber tilkynning frá brezku utan-
ríkisstjórninni í London.
London xi. des.
Jerúsalem gafst upp fyrir Bretum
hinn 9. desember. AlJenby hers-
höfðingi hélt hátíðlega innreið sína
1 borgina hinn xx. desember. Brezk-
ur stjórnarerindreki ásamt brezku,
frönsku, ítölsku, índversku og mú-
hamedstrúarmanna-varðliði, er á leið
þangað til þess að vernda borgina
og hina helgu staði.
Konungur hefir sent Allenby hers-
höfðingja samfagnaðarskeyti.
»Times< segir að uppgjöf Jerú-
salem sé minnisverðasti viðburðurinn
til sönnunar um það að kúgun Tyrkja
sé lokið fyrir fult og alt, harðstjórn
þeirra sé dauðadæmd og dagsbrún
nýs frelsis rísi nú yfir hjálendur
þeirra, og öllum þeim er þeir hafa
kúgað, sé það vonarvottur frelsunar.
Bonar Law skýrði frá því í neðri
deild brezka þingsins hinn 10. des.
að það hefði tafið fall borgarinnar,
að Bretar gættu þess vandlega að
valda eigi neinu tjóni á helgum
stöðum.
Brezkar hersveitir berjast nú á
vígstöðvum ítala. í Montello-héraði
réðnst 150 flugmenn bandamanna á
hersveitir óvinanna og samgöngu-
tæki.
Fréttaritari »Times« í Petrograd
hefir það eftir góðum heimildum,
að friðarskilmálar Þjóðverja muni
vera þeir, að Þjóðverjar nafi umsjá
með öllum hveitimarkaði Rússlands
í xj ár, Rússar kaupi að eins þýzk-
ar vörur, og Þjóðverjar láti engin
þau lönd af höndum er þeir hafa
tekið. Hinn n. desember kemur
fregn um það, að þessir afarkostir
hafi valdið því að flokkur Lenins
hafi veiið hætt kominn. Hið opin-
bera málgagn Bolshevika mótmælr
keisaraveldinu þýzka og segir, að ef
Þjóðverjar ætli að setja Rússum
afarkosti þá muni blossa upp stjórn-
byltingar-guðmóður í her Rússa.
Uppreist Kósakka undir forystu
Kaledins og Kornilofis er að skjóta
Bolshevikum skelk í bringu.
Brezki sendiherraan í Fetrograd
hefir lýst því yfir, að þó að banda-
menn séu mótmæltir því að taka
þátt í vopnahlés-samningum, þá séu
þeir fúsir til þess, undir eins og
regluleg stjórn er sezt að völdum i
Rússlandi, viðurkend af allri rúss-
pesku J)jóðinni,._að jrannsaka ásamt
þeirri stjórn ófriðaitakmarkið og skil-
mála fyrir réttlátum, varanlegum friði.
Rúmenía hefir verið neydd tit þess
að taka þátt í vopnahlés-samningum
vegna hins hættulega ástands, sem
Sðngfðlagið 17. júnf.
Samsöngvar í Bárubúð
fimtudag 13 og föstudag 14. desember.
Aðgöngumiðar á kr. x.jo í bókaverzlunum ísafoldar og Sigf. Ey-
mundssonar, frá því á miðvikudag.
í dag f< á kl. 1—3
sel eg fyrirtaks góðan breiðfirzkann
lúðurikling
Sel eg minst 2‘/2 bg. í einu.
Kiisfján 0 Skayfjöið.
AxxsturHtræti 3.
landið er komið í fyrir atferli Rússa,
en Rúmenar hafa lýst yfir því, að
þeir semdu ekki sérfrið.
Þing Bandaríkjanna hefir samþykt
að segja Austur iki Ungverjalandi
stríð á hendur og skrifaði forsetinn
undir ályktunina.
Equador hefir slitið stjórnmála-
sambandi við Þýzkaland.
Mikið slys hefir orðið í Halifax,
Nova Scotia. Sprenging varð í her-
gagnaskipi vi5 árekstur og töluverð-
ur hluti borgarinnar eyðilagðist.
Það er nú orðið kunnugt að spreng-
ingin í efnaverksmiðju Þjóðverja hjá
Frankfurt gereyðilagði eina af stærstu
verksmiðjum þeirra er framleiðe eitr-
að gas og skotfæri. Þetta mun hafa
jafnmikil áhrif á stríðið og mjög al-
varlegur ósigur á vígvellinum.
Caison lýsti því yfir í ræðu 7.
des., að friður væri óhugsandi fyr
en réttindi Belgíu, Rúmeníu og
Serbiu hefðu verið trygð. Banda-
menn hugsuðu eigi til friðar fyr en
takmarkinu hefir verið náð.
Churchill sagði i ræðu 10. des.,
að það yrði enginn málamyndar
friður saminn, ófriðartakmark Breta
væri óbreytt siðan r ágúst 1914,
þegar Bretar gerðu heilaga skyldu
síaa. Vér ætíum að sigra hversu
langvinnur og erviður sem ófriður-
inn kann að verða.
Afhjúpun minnisvarða
Tryggva Gunnarssonan.
A hádegi í gær söfnuðust kaup-
menn og verzlunarmenn þessa bæjar
saman á Lækjártorgi og gengu þaðan
í fylkingu suður i Alþingishússgarð-
inn, þar sem afhjúpa átti bautastein,
J>ann er verzlunarstéttin hefir látið
reisa á haugi Tryggva Gunnarssonar.
Þegar þangað kom var fyrst sungið
kvæði það, er hér fer á efiir, og
orkt hafði Þo.steinn Gíslason:
Þér vaxi, ísland, vegur, dáðl
Þér vaxi táp og menning I
Og eflist, þjóð vor, alt þitt ráð
við ungra tima kenning I
Og lifi’ og vaxi lof hvers manns,
sem lyftir hug og glæðir,
og elskar mold vors ættarlands
og unga kvisti græðirl
Með heiðri’ og sæmd hjá lands vorslýð
þín lifi minning, Tryggvil
Og blessist alt þitt strit og stríð,
þú starfsins kappi dyggvil
Og sendi drottinn djarfa menn
með dug og vilja sterkum
og framtakshuga Fróni enn,
t.l (ramhalds þínum verkum.
Og þegar vorið vermir mörk
og vaknar líf i greinum,
og aftur lifna blöð á björk
og blóm í hlé af steinum,
— sem fyrrum enn þau fagni þér
með fyrstu brosum sínum.
Við æfidraum þinn undu hér
1 urtagarði þínum.
Síðan flutti Sighvatur Bjarnason
bankastjóri ræðu fyiir hönd gefenda
bautasteinsins. Sagði hann að það
hefði þótt vel hlýða að velja þennan
dag — afmælisdag Skúla Magnús-
sonar landfógeta, til sfhjdpunarsinnar,
D0> Vefnadarvörurnar
í
j AiMÉ 6
Ieru
J hentugustu
og
beztu
Tækifærisgjaflr!
tu— ip=ini!>
því að í mörgu hefðu þeir Tryggvi
og Skúli verið líkir, brautryðjendur
og framfaramenn sinnar samtiðar.
Síðan afhenti hann bautasteininn
forsetum Alþingis, en Asgeir konsúll
Sigurðsson svifti blæjunni af mynd-
inni.
Þá talafi Kristinn Daníelsson for-
seti sameinaðs þings og þakkaði i
nafni forseta og Alþingis fyrir þesSa
gjöf, en á eftir var sungið »EIdgamla
Isafold*.
Bautasteinninn stendur á haugi
Tryggva i sunnanverðum þinghúsgarð-
inum. Er það allhár steinstólpi á
fótstal'a, en ofan á honum er brjóst-
mynd af Tryggva úr eyri. Hefir
Ríkharður Jónsson gert hana. A
framhlið bautasteinsins er og mynd
eftir Ríkharð og á hún að tákna
æfistörf Tryggva.
Er minnisvarðinn gefendunnm til'
mikils sóma.
Útlendu
sjómennirnir
senda skjal til stjórnarráðsins
og
krefjast fars á Islands Falk.
í fyrrakvöld, nokkrum klukku--
stundum áður en Islands Falk átti
að fara héðan, komu þeir útlendir
sjómenn, sem hér eru staddir og
komast ekki heim, saman og gengu
í fylkingu upp í stjórnarráð. Fyrir
framan húsið staðnæmdist fylkingin,-
en tveir menn gengu inn og æsktu
viðtals við forsætisráðherra.
Fyrir hann lögðu þeir skjal all-
mikið, ritað á sænska tungu, þar
sem þeir beiðast fars með Islands
Falk til Danmerkur þá um kvöldið.
Þeir segjast vera peningalausir i
ókunnu landi og þeim sé meinað
að komast á buit heim til kvenna og
barna. F.r skjalið all-langt og ber-
ort, á sjómanDa vísu, og endar með
þvi að krefjast svars innan þriggí3
stunda.
Forsætisráðherra skýrði þeim frá
því, að það væri eigi unt að útveg3
þeim far með Fálkanum að þess»J
sinni, en að hann skyldi send3
skjalið til stjórnarskrifstofunnar *
Kaupmannahöfn og biðja hana utn
að tala máli þeirra í flotamálaráðu-'
neytinu danska.