Morgunblaðið - 16.01.1918, Síða 2

Morgunblaðið - 16.01.1918, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ eftir á undanhaldinu, fullnægja alger- lega þörfum hersveita vorra, að öllu leyti nema þá að lítið er þar um kol. • . Malvy-málið. Nii á þessu siðasta ári hafa kom- ið upp mörg hneikslismál i Frakk- landi. Má þar til nefna Ttirmel- málið, sem nú er fyrir dómstólun- nm, Bolo Pascha-málið, málið gegn Malvy innanríkisráðherra og málið gegn Cailloux, sem þó hjaðnaði nið- ur jafnharðan. Malvy krafðist þess sjálfur að mál hans kæmi fyrir dómstólana. Hann skoraði á þingið, að taka það fyrir, svo að hann gæti hreinsað heudur sínar af þeim ásökunum, sem þing- maðurinn Leon Daudet hafði borið á hann og eins blaðið »Aktion Fran- caise«. Malvy var mikið niðri fyrir, er hann bar þetta mál fram í þinginu: •Frakkland vill fá að vita«, hrópaði hann, »hvort fyrverandi innanríkis- ráðherra þess hefir svikið það og seit, eða hvort hann er hafður fyrir rangri sök. 1 nafni minnar góðu samvizku, i nafni barna minna, sem eg vil eftirláta óflekkað mannorð, bið eg þingið að gefa mér tækifæri til þess að hreinsa hendur minar af þessum viðurstyggilegu ásökunum*. Þingið varð við þessari beiðni og skipaði 33 manna nefnd til þess að dæma i málinu. Er það i fyrsta skifti síðan núverandi stjómarskrá Frakka gekk i gildi, að þingið hefir orðið að skipa nefnd til þess að dæma i sakamáli gegn fyrverandi ráðherra þar.------ Þegar Clemenceau tók við stjórn- artaumunum, hét hann þvi að gang- skör skyldi ger að því að setja af alla embættismenn, sem eigi hefðu staðið vel i stöðu sinni, eða grun- aðir væru um það að hafa unnið á mótihagsmunum Frakklands. Oghann hefir eigi látið lenda við orðin tóm. Fjöldamargir hátt settirembættismenn hafa verið reknir frá embætti sínu, einkum þeir, er eitthvað eru við- riðnir Bolo Pascha málin. Hertling greifi. Þýzkur friðarvinur, A. H. Fried að nafni, hefir nýlega komið fram með allmerkileg ummæli um Hertling, hinn nýja kanzlara Þýzkalands. Seg- ir Fried að Hertling hafi orðið fyrst- nr til þess allra þýzkra stjórnmála- manna að mæla i móti vigbúnaðin- um. Það gerði hann 29. nóvember 1913 i bajernska þinginu. Segir Fried enn fremur að það sé ótví- xæður vottur um stefnubreytingu í Þýzkalandi að Hertling er orðinn kanzlari, og sé það viðurkenning þjóðarinnar á því, að vopn séu ekki einhlít. í sambandi við þetta segir »SociaI Demokraten« frá því, að þýzkur mað- ur, bróðir hins kunna þýzka rithöf- undar og stjórnmálamanns Friedr. Naumanns, hafi verið á ferð í Kaup- mannahöfn fyrir rúmu ári og þá sagt: — Gefið gætur að Hertling greifa. Það verður hann sem kemur friði ál Skrítin dýrtíðaruppbót I bænum Nakskov í Danmörku fóru kennarar nýlega fram á að fá dýrtíðaruppbót á launum sínum. Bæj- arstjórnin tók málið til athugunar og samþykti að veita hverjum þeirra roo kr. launauppbót. En auk þess var samþykt tillaga um það að gefa kennurunum kost á því að viana sér inn alt að 300 kr. að auk með þvi að taka þá nemendur, sem latastir eru í skólunum, í aukatíma til þess að reyna að betra þá. Verður öllum letingjunum og trössunum safnað safnað saman í sérstakan bekk eða deild, og kensla þar látin fram fara á kvöldin. Það er ekki tekið íram hvernig kennurunum hefir líkað ráðstöfun bæj arst j órnarinnar. Lýöveldið Finnland. Samkvæmt ákvörðun finnska þings- ins verður komið á lýðveldisstjórn i Finnlandi. Forseta skal kjósa til 6 ára. Fyrsta forsetakosningin fer fram í dag — 15. jan. — samkæmt ákvörðun þingsins, en forsetinn tekur eigi við embættinu fyr en 13. april. Þangað til annast þingforsetinn störf rikisforsetans. 9639 miljónir. Fjármálaráðherra Frakka fór fram á það við þingið í nóvembermánuði að 5639 miljónir franka skyldu veitt- ar til hernaðarframkvæmda síðustu þrjá mánuði ársins 1917. Þó bjóst hann við þvi, að i desember mundi verða að bæta við að auki nokkrum miljónum franka, vegna þess að lið- sendingarnar til Ítalíu hefðu orðið dýrari heldur en við var búist. Nýtt kafbátabragð. Fyrir nokkru sökti þýzkur kafbát- ur norska skipinu Leander um 3 sjómilur undan Bretlandsströndum. Skipverjum var bjargað af brezku varðskipi, og var þeim sagt frá því, að brezka herskipið hafi verið að því komið að skjóta á Leander rétt áður. Bretar hugðu skipið vera þýzkan kafbát. Þeir biðu að eins eftir því að Leander kveikti bál, sem skip gera, er þau eru i háska. En það hafa, sögðu brezku sjómennirnir, þýzku kafbátarnir þráfaldlega gert upp á síðkastið, og svo skotið tund- skeyti á herskip það, sem keihur til hjálpar. Nýtt miljónafélag í Danmörku. í desembermánuði var myndað nýtt verzlunarfélag i Kaupmanna- höfn, sem nefnist A/s Det Syd- amerikanske Piantageselskab. Hygg- ur það að reka verzlun við Suður- Ameríku, flytja þaðan ýmsan varn- ing og hráefni til iðnaðar og selja aftur skandinaviskar afurðir í Suður- Ameriku, þar á meðal saltfisk. Hlutaféð var 2 miljónir króna. Dönsku blöðin spá félaginu góðs og likja því við Östasiatiskt Kom- pagni, sem orðið er eitt af öflug- ustu verzlunarfyrirtækjum Dana. Öskuhreinsun. Margir húseigendur kvarta sáran undan þvi, að erfitt sé að koma á burt ösku og öðru skrani frá hús- unum. Það eru vitanlega vissir menn sem aðallega eða eingöngu gera það að atvinnu sinni að flytja þessháttar frá húsum, en koma þeirra til hús- anna er mjög stopul, enda ber þeim engin skylda til þess að tæma ösku- kassanna í þeim húsum, þar sem þeir eru óánægðir með borgun hús- ráðenda. Þeir eru ekki »billegir« mennirnir, og þyki þeir eigi fá næga borgun einhversstaðar þá auðvitað ganga þeir fram hjá því húsi næst, þó öskukassinn þar sé barmafullur. Viða er mikill óþrifnaður af ösku- kössum í bænum og ber einkum mikið á því þegar kassarnir eru orðnir fullir og haldið er áfram að kasta ösku »hjá« kassanum. Er auð- vitað þvi um að kenna, að engin föst regla er höfð með tæmingu kassanna, alveg eins og á sér stað með hreinsun salerna. Bærinn hefir tekið hana að sér og gefist vel. Þar er farið eftir föstum reglum, sem allir sætta sig vel við. Eins ætti að vera með öíkuhreinsunina. Bærinn ætti að láta flytja skran og ösku á burt frá húsum og taka fyrir það ákveð.ð árgjald. Með þvi móti kæmist regla á þetta og húsráðendur þyrftu ekki að vera að leita að mönnum viðsvegar um bæinn til þess að fá þá til að flytja öskuna og skranið á burtu. Þrifnaður i bænum mundi aukast. Allir jafnir. Nýlega gaf Lenin út boðskap um það að öll flokkaskifting skyldi lógð' niður í Rússlandi og titlar afnumdir. Oll stéttanöfn, svo sem aðalsmaðurr bóndi, kaup.maður, borgari, furstir greifi og öll embættisnöfn, skulu af- numin og í þess stað koma einn sameiginlegur titill fyrir alla: Sam- borgari rússneska lýðveldisins. Eignir aðalsmanna og rikisins eiga þegar í stað að leggjast undir hér- aðsstjórnirnar (Semstvos), svo og allar eignir kaupmanna, borgara og féiaga.- Ríkið eitt á að eiga allar fasteignir. Hitt og* þetta. Sparnaður. I brezka þinginu var það nýlega tilkynt að stjórnin hefði gert þá ákvörðun að stigvélaleistar og hælar á kvenstígvélum skyldu lækka, til þess að spara leður. Einhver" þingmanna spurði þá hvort eigi ætti að gera pilsin tiltölulega síðari. Var því engu svarað, en þingheimur hló. Luxbur? qreifi, sentfiherra Þjóð- verja i Buenos Aires, er nú kominn frá Ameriku. Kom hann með norsks skipinu Bergensfjörð. DAGBOK Kveikt á Ijóskerum hjóla og blf reiSa kl. 4. Gangverð erlendrar myntar. Bankar Póstb^ Doll. U.S.A. & Ganada 3,50 3,60 Franki franskur 59,00 60 00 Sænsk króna ... 112,00 110 00 Norsk króna ... 107,00 106,ð0 Sterlingspund ... 15,70 16,00 Mark ........... 67 00 62,0° Holl. Florin ................. I 37 Austurr. króna.................. ° 20 Þorst Júl. Sveinsson biðar 080 að geta þeBS að hann sæki ekki o1® hafnarstjórastöðuna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.