Morgunblaðið - 19.01.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.01.1918, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Skrifstoía andbanningafélagsins, Ingólfðtræti 21, opin hvern virkan dag kl. 4—7 síðd. Allir þeir sem vilja koma áfengis- málinu í viðunandi horf, án þess að hnekkja persónufrelsi manna og al- mennum mannréttindum, eru beðnir að snúa sér þangað. Sími 544. Samþykt að láta Kristján Sæmunds- son salernahreinsara halda fullum mánaðarlaunum til loka febrúar. Hann hefir verið frá starfi um tíma, sökum þess að hann slasaðist er hann var við vinnu sína, við það að hestar fældust Samþykt að láta hvern taugaveikis sjúkling, sem einangraður var í franska spítalanum í sumar, greiða 3 kr. á dag. Hitt, kr. 4.40 af leigukostnað- inum á dag, greiðist úr bæjarsjóði. það til reglugerðar um lokunartíma sölubúða, er Kaupmannafélag Reykja- víkur hafi sent bæjarstjórninni, væri nokkuð á annan veg en við hefði verið búist og þyrfti það athugunar, áður samþykt værj og rétt að kjósa nefnd til þess, en þar sem lög því viðvíkjandi gætu ekki komið til fram- kvæmda fyr en í vor þyrfti ekkert að flýta málinu. Var því svo frestið. Fisksala. Erindi kom frá Páli Níelssyni um að fá lóð fyrir fisksölu. Kvaðst hann þegar hafa gert ráðstafanir til að fá fisk fluttan hingað á vertið, er hann ætlar að selja i bænum. Erindi hans var visað til hafnarnefndar. Hnísukjöt. Þá las forseti langt bréf frjá Kjart- ani Kjartanssyni frá Bakka í Olfusi, þar sem hann býðst til þess að út- vega bæjarmönnum hnísukjöt, gegn því að bærinn leggi til salt og sjái um flutning á því til Reykjavíkur, og að þar verði það að eins selt fyrir kostnaði þeim, er á það legðist við flutning og söltun, en kjötið gefið frá fyrstu hendi. Sömuleiðis vill hann útvega hnisuspik, er hafa megi að viðbiti. Sjilfur býðst hann *til þess að starfa að þessu án end- urgjalds. Frekari upplýsinga viðvíkj- andi þessu megi leita hjá Gísla Gislasyni silfursmið i Ilvik. DýrtíOarlán. Lesið var upp bréf, er stjórnarráð- ið hafði sent bæjarfógeta, þar sem að það tilkynnir, að það sjái sér ekki fært að veita dýrtiðarlán til bæjar- og sveitafélaga samkvæmt lögum, heldur að eins bráðabirgðalán gegn rentum og endurgreiðslu. Því vísað til dýrtíðarnefndar til athugunar. Mál utan dagskrár. Þá voru þessi mál tekin fyrir ut- an dagskrár: » Samþykt að hafna forkaupsrétti á landi því er Sveinn Pálssonhefir fest kaup á fyrir 16 þús. kr. Stækkun kirkjugarösins. Erindi frá stjórnarráðinu um kaup á spildu, til aukningar kirkjugarði Reykjavikur, að stærð 1386 Q mtr. og metin hefir verið 4851 kr. Vís- að til fasteignanefndar. Kærur yfir kjörskrá. Þá var lesið upp kæruskjal frá nokkrum bæjarbúum yfir því að alt að 1000 af kjósendum bæjarins höfðu verið strikaðir út af kjörskrá til bæj- arstjórnarkosningar, fyrir það eitt, að þeir hefðu ekki greitt að fullu gjöld sin í bæjarsjóð fyrir árið 1917. Um það mál urðu alllangar og snarpar umræður, svo að sumir full- trúarnir töluðu sig i hita og margir töluðu oftar en einu sinni. Borqarstj sagði þessar ráðstafanir kjörstjórnar, að láta þá ekki standa Vér skulum sjálfir ekkert fullyrða um það, hvort dr. Jónassen land- læknir hefir notað Réaumur-mæli eða Celsius. Það verður ekki séð á hans bókum, því að hann mun aðallega og eingöngu hafa gert veð- urathuganir sjálfum sér til gamans, og það var honum nóg, að hann vissi sjálfur hvorn mælinn hann notaði, ef hann vildi gera saman- burð. En það er þó ýmislegt, sem bend- ir til þess að hann einmitt hafi not- að Celsius við mælingarnar, þótt ekkert verði hér fullyrt um það. Likurnar til þess eru miklu meiri. Til mælinganna notaði hann vélar, sem hann hafði fengið frá veður- athuganastöðigni í Kaupmannahöfn, en þar munu hafa verið notaðir Celsius-mælar. Allir þeir, sem ná- komnir voru landlækninum, hyggja að hann hafi notað Celsius-mæli — vita eigi til annars en að hann hafiæfin- Iega notað þann mæli. Og í því virðist vera töluverð trygging. Öllum eldri mönnum ber saman um það, að þessi vetur sé miklu harðari heldur en veturinn 1880— 1881. Frosthörkurnar miklu meiri enn sem komið er. Og gildir það jafnt hvort sem landlæknirinn hefir notað Celsius eða Réaumur. Skýrslurnar eru sérlega fróðlegar og skemtilegar, og viljum vér nota tækifærið til þess að ráða mönnum til þess að lesa þær á hverjum degi i Morgunbl. í þeim er og getið ýmsra viðburða, sem skeð hafa þann og þann daginn, svo sem lesend- urnir sjá á framhaldinu. En þeir, sem þrátt fyrir þessar upplýsingar, endilega vilja að dr. Jónassen landlæknir hafi notað Réau- mnr, geta þá hækkað stigatöluna um t/4 ef þeim sýnist svo. Frá bæjarstjórnarfundi 17 þ. m. Byggingarnefndargerð frá 15 þ. m. Gunnari Gunnarssyni kaupm. leyft að byggja vörugeymsluskúr á upp- fyllingunni undan Hafnarstræti 22,0 X9,i nur. að stærð. Tveim mönnum var synjað um leyfi til að byggja geymsluskúra við hús sin. FJárhagsnefndarfundarg. frá 15. þ. m. Samþykt að veita bæjargjaldkera- skrifara 500 kr. sem dýrtiðaruppbót við lauu hans siðastliðið ár. Hafnarnefndargerð is þ- m. Hafnarvitann við Vitatorg er ákveð- ið að færa skuli næsta sumar. Samkvæmt tillögu hafnarnefndar var frestað á þessum fundi að kjósa hafnarstjóra. Fátækranefndargerð frá 10 þ. m. lögð fram. Þar er þess getið að um 200 bæjarmanna hafi sótt um dýr- tíðarlán að upphæð 45 þús. kr. Þar af hafi verið veitt 9000 kr. um V* umsækjanda synjað. Dýrtiðarvinnu hjá bænum stunda 23 s menn og fylli- lega annað eins hjá landssjóði. J Bæjargjaldafrv. frh. (þriðja umr. Sv. Björnsson skýrði frá þeim breytingartillögum en gjaldanefndin hefði komið fram með við frumvaip- ið, er aðallega gengu út á að létta tekjugjöld lægstlaunaðra manna og taka tillit til þeirrar fjölskyldu, er þeir yrðu fyrir að sjá, og til að ná þeim tekjum er við það töpuðust aftur með því að hækka tekjuskatt á þeim, er hefðu yfir 15 þús. kr/tekjur, úr 8 °/o 1 I0°/o- Eftir nokkrar umræð- ur var frumv. samþykt með ýmsum breytingum með nafnakalli; sögðu allir viðstaddir »já« nema frú Briet kvaðst ekki greiða atkvæði. Mjólkursölubúðir. Umsóknir um löggildingu mjólkur. búða voru 5 til umræðu á fundinum. Þessar 3 vora samþyktar: Daviðs Ólafssonar bakara á Hver- fisgötu. Frú Kristínar Símonarson, Vallarstræti 4. og Sveins Hjartarson- ar bakara Bræðraborgarstíg 1. Einni var synjað á Vesturgötu 14, og frestað að taka ákvörðun um þá 3. á Skóla- vörðustig 31. í umræðum um þetta mál gat einn fulltrúanna þess, að mjög væri fjarri þvi að mjólursölubúðirnar full- nægðu þeim skilyrðum er krafist væri og efamál að sumum mjólkur- sölunum þætti tilvinnandi, að leggja mikið i kostnað við breytingar á búð- um sínum, væru óánægðar við Mjólk- urfélagið fyrir það, að það krafðist 2 % af öllum brauðura er þær seldu. Lokanartíml sðlubúOa. Erindi hafði bæjarst. borist frá Kaupmannafélagi Rvík. ásamt frum- varpi til reglugerðar um lokunartima sölubúða í Reykjavík. Einnig hafði henni verið sent erindi frá félaginu »Merkúrc, um að fresta að taka ákvörðun um erindi Kaumannafélags- ins fyr en þvi (þ. e. »Merkúr<) hafi gefist kostur á að athuga tillögur Kaupmannafél. Borgarst. kvað frumv. Saumur allar venjalegar tegnndir frá 1”—7”, Pappasaumur, Blásaumur Þaksaumur, Bátasaumur og Rær. Nýkomið i wi Hafnarfirði. á kjörskrá, sem ekkert hefðu greitt af gjöldum til bæjarsjóðs, væru lög- um samkvæmar. Jör. Br. áleit, að þó lög lægju til þessa, er hann kvaðst efa, því marg- ir skildu þau á annan veg, þá gæti ekki komið til mála að strika þá menn út af kjörskrá, sem þar hefðu staðið og gert væri enn að greiða gjöld í bæjarsjóð, fyrir það eitt að þeir væru ekki búnir að greiða út- svör sín, nema áður hefði farið fram lögtak er leitt hefði það i ljós að maðurinn gæti ekki borgað þau gjöld sem honum hefði verið gert að greiða. Sv. Bjórnsson: Lögin mæla svo fyrir, að til þess að maður fái að standa á kjörskrá, þá verði hann að greiða útsvar. Kjörstjórn barst fyrir bæjarstjórnarkosninga 1916, kæra yfir því að þá væru á kjörskrá menn, sem ekki hefðu greitt gjöld í bæjar- sjóð, en vegna þess hve sú kæra kom seint fram, þá þótti bæjarstjórn ekki rétt að fara eftir henni, en nú hafði kjörstjórninni komið saman um að reyna þessa aðferð, þó ekki væri til annars en þess að fá endan- lega ákvörðun um hvernig beri að skilja lögin. Bríet B. sagði að það hafi verið bent á það í einu blaði í haust, að kjörstjórn sú, sem nú sæti að völd- um í bæjarstjórn, hefði síðast er hún lét semja kjörskrá strikað heila stétt manna út af henni, vinnu- fólkið mætti því búast við að hún nú á ný mundi finna upp á ein- hverju nýju ef að gæzla væri eigi höfð á gerðum hennar og nú hafi hún (kjörstjórnin) fundið »púðrið< með því að strika alla þá er skuld- uðu bæjarsjóði út af kjörskrá. Borgarstjðri sagði að ástæðan fyrif því að kjörstjórnin hefði þá strikað vinnufólkið út af kjörskrá hefði ver- ið sú, að hún hefði farið eftir fyrif' mælum laga frá 1904, sem þ^ hefðu reynst vera ógild samkvænir lögum frá 1909. Kvaðst hafa heyrí að um þetta hefði eitthvað staðið Kvennablaðinu í haust en á bvero

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.