Morgunblaðið - 19.01.1918, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.01.1918, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 Veg vissi hann ekki, hafi beðið frú Bríet um blaðið en ekki fengið það, væri illgirnislegt og ósæmilegt að hafa þau orð um kjörstjórnina, sem þessi bæjarfulltrúi hefði haft og að hann ætti að fyrirverða sig fyrir að hafa slík ummæli um samverka- menn sína í áheyrn fjölda manns. Briet B. spurði hvort þessi orð borgarstjóra væru sæmileg, áleit það ekki, sagðist ekki ósæmilegt hafa sagt um kjörstjórn, heldur það sem fram hefði komið. En hún hefði tnætt fyrri ákúrum frá borgarstjóra en vonaði að það væri sprottið af umhyggju hans fyrir sér, og þar sannaðist er um annan væri mælt: að hvern hann elskar, þann agar hann og tiptarl lAgúst Jóseýsson sagðist ekki hafa svo á móti þessari ráðstöfun kjör- stjórnar, að öðru leyti en því, að hann vildi að hún hefði auglýst það í blöðunum svo kjósendum kæmi þetta ekki á óvart. Þá kvaðst hann þess viss, að allir mundu heldur vilja borga skuldjr sínar við bæjar- sjóð, heldur en missa kosningar- rétt sinn. Jör. Brynjóljsson sagðist álíta að um leið og kjörstjórn svifti menn kosn- ingarrétti fyrir að hafa ekki greitt gjöld sín, þi hafi hún tekið á sig ábyrgðina með greiðslu á þeim. Þvi menn mundu tregir að greiða þau á eftir þegar búið væri að svifta þá borgaralegum réttindum fyrir drátt á geiðslunni. Það mundi heldur hvergi í lögum standa að svifta ætti þá menn kosningarrétti, er ekki hefðu greitt útsvör sín að fullu, fyrir ákveðin gjalddaga. Sv. Björnsson sagði það fjarstæðu. Kjörstjórn tæki enga ábyrgð á sig þó hún færi eftir fyrirmælum laga, og hver sem vildi gæti fengið nafn sitt inn á kjörskrána með að greiða gjöld sin í bæjarsjóð. Það eitt or- sakaði það að hann stæði þar ekki. Kjörskráin væri ekki fullsamin enn. Menn hefðu að minsta kosti viku til stefnu, áður en það yrði gert, og þá yrðu þeir settir á hana, sem greitt hefðu gjöld sín. Þorv. Þorvarðarson mælti hart á móti þessari ákvörðun kjörstjórnar, sagði illa ára og erfiðar ástæður margra nú fremur veuju og sá tími sízt til þess fallinn að beita ákvörð- unum er ekki hafi áður verið fylgt, að skerða rétt manna fyrir fjárhags- legar kringumstæður. Vildi koma ftam með tillögu, að skora á kjör- stjórnina að láta semja kjörskrána ehs og venja hefði verið undan- farið. Hann kvaðst líka vita, að lög- h^ðingar væru tviskiftir í því í^ernig beri að skilja kosningarlög- ltl hvað þetta atriði snertir, þvi V*Ú heldur ekki að vita hvernig ^ið færi í dómi. Öðru máli væri gegna ef hér væru skýr lög fyr- ' Heillavænlegra að styðja að rétti ^tjoa, en að svifta þá réttindum. , f'ilaga Þorv. Þorvarðarsonar var » 1 borin upp, en tillaga frá Jóni tlákssyni um að málið eins og * l£egi fyrir heyrði undir úrskurð Skrifstofa okkar er flutt á Hótel Isiand, 1 hæð Gengið inn frá Aðalsfræti (áður skrifstofa Mr. G. Coplands). Clausensbræður. Skonnorf ca. 120 smálestir dw. viíl íaka farttt fjéðan tií Danmerkur. 2 íbiarMs á góðum stöðum í jbænum til sölu •-Aúj**W3SS nú þegar*ogíilaus til ibúðar 14. mai næstkomardi. Gisli Porbjarnarson. Mannslát. í fyrra kvöld andaðist á Akureyri Snorri Jónsson kaupm., einn af nýt- ustu borgurum „Akureyrar. Siðan um jól hafði hann legið rúmfastur, var fluttur á spítalann og skorinn þar upp. En hann fékk ekki bót meina sinna. Hann mun hafa dáið úr krabbameini. Rannsókn i Lerwick. Menn snúi sér til Emil Strand, skipamiðlara. DAGBOK Kveikt á Ijóskerum hjóla og blf- relða kl. 4. Uppboð verður haldið kl. 1 e. h. í dag norðan við hiis 0 Johnson & Kaabers, Hafnarstr. l, og þar seldar nokkrar tunnur af kartoflum. Borgnnarskilmálar verða birtir á nppboðsstaðnnm. Nýkomið: Morgunkjólatau, Flónel, Silki- og Bómullar-Lastingur, Gasléreft, Molskinn, S v u n t u r fyrir börn og fullorðna, allskonar Dömukragar, Matrosakragar (hvítir og bláir), Silki- hálskiútar, Vasaklútar (herra og dömu), Bróderingar, stórt úrval, Sokkar á börn og fullorðna — og margt fleira. Verzl. Gullfoss Hafnarstræti 15. kjörstjórnarinnar, vildi bæjarstjórnin ekki að svostöddn taka ákvörðun um málið, var samþykt með 5:3. Þrjár alftir frusu í kuldanum um daginn í vök á Skerjafirði, rétt við Iand. Krummi sá til þeirra, hann gerði öðrum hröfuum viðvart, og nokkru síðar höfðu þeir etið álftinar. Oangverð erlendrar myntar. Bank&r Doll. U.S.A.&Canada 3,50 Póathús 3,60 Franki franskur 59,00 60.00 Sæusk króna ... 112,00 110,00 Norsk króna ... 107,00 106,50 Sterlingspund ... 15,70 16,00 Mark 67 00 ... Holl. Florin ... ... ,,, ... 1.37 Austurr. króna .. ... ... ,, , Enginn messa í Fríkirkjunni á morgun. Útflntningsleyfi kvað ekki vera fengið í New York fyrir vörur, sem Francis Qyde á að taka. Og eigi heldur fyrir vörur f »ísland«. En eitthvað kvað vera af vörum liggj- andi í New York, sem kaupmenu hafa fengið útflutningsleyfi fyrir, svo vonandi verða skipin látin taka þær heldur en að tefjast lengi vestra. Veðrið í gær. 13,5 stiga frost kl. 6 að morgni, og sama á hádegi. Harða veturinn sama dag: 14 stiga næturfrost, 10 Btiga frost á há- degi. Eins langt og augað eygir er fsinu úti á sjó. Símfregnir. 90 höfrungar drepnir. Fréttaritari vor á Akureyri símaði oss í gær á þá leið, að Jón bóndi á Grimsnesi á Látraströnd við Eyja- íjörð hafi farið fram að sjó með 7 menn með sér. Gengu þeir þar að vök nokkurri, þar sem margir höfr- ungar voru fyrir, Ráku þeir alls 90 höfrunga á land og drápu þá. Jón gaf hverjum fylgdarmanna sinna 4 höfrunga í ómakslaun. Kjötið er selt á n aura pundið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.