Morgunblaðið - 23.01.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.01.1918, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐTÐ að ætla, að hér á landi geti fólk lif- að eins og engin styrjöld geisaði í heiminum. Ófriðurinn heflr gert vart við sig hér eins og annarsstaðar, og það eru engin þau stjórnarvöld til, sem geta borið byrðar almennings á tímum eins og þeim, sem nú standa yfir. tí Fréttaritari vor í Vestmannaeyjum simaði oss i gær á þá leið, að brot- ist hafi verið inn í búð Gunnars konsúls Olafssonar i fyrrinótt. Hafði þjófurinn, eða þjófarnir, reynt að komast inn um glugga á norðurhlið hússins og brotið þar eina rúðu. En járngrindur voru fyrir inn- an, svo þar varð ekki komist inn. Síðan mun stór gluggi á húsinu hafa verið brotinn og þar farið inn í búð- ina. — Eftir því sem séð verður við rann- sókn, sem fram fór þegar um morg- nninn, hefir verið stolið um 40— 45 pundum af súkkuiaði, nokkru aí silki og töluverðu af nærfatnaði. — Peninga raun þjófurinn ekki hafa náð i. Innbrot hefir einu sinni áður ver- ið framið i vetur í Eyjunum og þá stolið sprengiefni. Hefir eigi komist upp enn hver stal þá, en það er líklegt, að það muni takasi. að komast fyrir þetta hvorutveggja í ekki stærri bæ en Vestmannaeyj i~n Tveir smábrunar. Brunaliðið var tvisvar kallað í gær hér í bænum til þess að slökkva eld, sem hafði komið upp. Á öðrum staðnum, Lindargötu 14, hafði kvikn- að eldur í mókompu, en það tókst að slökkva hann mjög brátt, áður en nokkurt verulegt tjón hafði orð- ið af. — A hinum staðnum, Bræðraborgar- stíg 3 (húsið er við endann á Rán- argötu), var verið að þíða vatnspípu, og kviknaði þá í veggnum. Bruna- liðið kom þegar á vettvang og slökti eldinn. — Dömuklæði í peysuföt og alt til þeirra, selur Jíavœ/UmflmaMn *m Sterk Karlmannanœríöt ódfr.; Eínnig Ullarpeysur hneptar að framan. Nýkomið. Han^dm'^na^oh m 1 Hafisinn. Símfregn frá ísafirði í gær, herm- ir það, að hafísinn sé landfastur alla leið frá Melrakkasléttu að Geipi. Vopnafjörður fullur af ís. A Seyð- isfirði voru smájakar, en lagís svo mikill, að skip komast hvergi. Veður var lygnt, heiðskírt loft, og 22 stiga frost. Samverjinn. ------o------- Hann er nú tekinn til starfa og er auðséð að aðsóknin ætlar að verða miklu meiri heldur en undanfarna vetur. Fyrsta daginn komu hátt á annað hundrað gestir og er það helmingi meira heldur en fyrsta dag- inn í fyrra. Ennþá vantar Samverjann nokkr- ar stúlkur til þess að ganga um beina. Hefir það verið svo jafnan fyrst í stað, en sjálfboðaliðar hafa altaf gefið sig fram og vonandi að svo verði enn. Þær stúlkur, sem vildu leggja Samverjanum lið, eiga að gefa sig fram við forstöðukonuna, Guðlaugu Þórðardóttur. Hana er jafnan að finna í G. T. húsinu fyrri hluta dags. Siglingar til Vesturheims Það vakti að vonum óhug mik- inn hér, þegar fregn koro um það, að Bandaríkin leyfðu eigi framar vöruútflutning til hlutlausra landa. En í skeytum, sem um það bárust, var það þó eitt atriði sem benti til þess, að þetta mundi eigi nema stundar-ákvæði. Það var sagt, að þetta stæði í sambandi við flutninga með járnbtautum í landinu. Gaf það von um það, að ameríkska her- stjórnin hefði tekið allar járnbrautir landsins i sinar þarfir, og meðan á því stæði, væri eigi hægt að fá neinar vörur vestra. Hitt var iskyggilegra, hvað mikil kolavandræði voru i Bandarikjunum. Var svo sagt, að f jöldamörg hlutlaus skip hefðu legið timunum saman i höfnum þar vestra, og eigi getað fengið kol. Meðan svo var ástatt, var þýðingarlítið að fá útflutnings- leyfi á vörum. En nú kemur fregn nm það frá Kaupmannahöfn, í símskeyti, sem birtist hér í blaðinu, að hlutlaus skip hafi fengið kol í Bandaríkjun- um. Vænkast þá útlitið aftur. Gullfoss á nú að leggja af stað vestur um haf innan skams og er vonandi, að við heimtum hann fljótt heim aftur og að hin skipin okkar geti bráðlega sótt þangað vörur líka. Að minsta, kosti er enn of snemt að æðrast og örvænta um það, að við getum fengið vörum frá Ameríku. En þó ríður okkur nú meira á því en nokkru sinni fyr, að hafa þar duglega og nýta fulltrúa. Samband danskra blaða. í aprílmánuði 1917 stofnuða flest blöð í Danmörku með sér félag, í þeim tilgangi að koma á samningum um kaup á pappír og öðru sem nauðsynlegt er við blaðaútgáfu. I sarcbandið gengu nær öll blöð i Danmörku, nema jafnaðarmannablöð- in, og þykir það undarlegt, að þau skuli eigi vilja styrkja slíkan félagsskap. A aðalfundi sambandsins, sem haldinn var i desembermánuði, skýrði stjórnin frá árangrinum. Það kom í ljós að blöðin höfðu komist að miklu betri pappírskaupum, vegna þess að þau gátu keypt mikið í einu og sparnaður hafði því orðið mikill. Flug-póstferðir. ¦ ¦—? »in. Undirbúningi undir hinar fyrir- huguðu flug-póstferðir milli Dan- merkur-Noregs og Sviþjóðar miðar vel áfram. - Menn þeir, sem fyrir þessu hafa gengist, hafa nii útvegað nægilegt fé til fyrirtækisins. Akveðn- ir hafa verið lendingastaðir í borg- unum og byrjað hefir verið á smíði flugvélanna. Er ætlunin að þær, auk póstsins, geti flutt einn farþega. Gangi alt að óskum, verða komnar á fastar flugferðir með póstflutning að ári liðnu. Eldgos i Vesuvius* Brezk blöð flytja þá fregn fri Rómaborg hinn 28. desember, að ógurlegur eldur sé uppl, í Vesuvius. Segir fregnin að bráðið hraunflóð veltist niður snævi þaktar fjallshlíð- arnar. Bandarikin stöðva flatning til Msslands. Fregn kemur um það, að seint í desembermánuði hafi Bandaríkin stöðvað alla litflutninga til Rúss- lands. Amerikst gufuskip, er >Co- lumbiac heitir, lá þá í Vladivostock, með fullfermi af járnbrauta-efni, og var þvi skipað að fara til Tokio í fapan með farminn. Öllum skipum, sem voru á leið frá Ameríku til rússneskra hafna, var skipað að halda lil Japan, og skip, sem voru að taka farm í Bandarikjunum, voru kyrsett. Falleg gjef. Sá Norðmanna, sem talið er að grætt hafi mest á ófriðnum, er Hannevig útgerðarmaður. Það er sagt, að hann hafi grætt um 100 miljónir króna síðan ófriðurinn hófst. Hannevig þessi er að láta reisa stórt hús i miðri Kristjaníu. Ætlar hann að nota það fyrir skrifstofur. En í byggingunni ætlar hann einn- ig að láta gera operusönghús, sem rúmar 2000 áheyrendur. Þann hluta hússins hefir hann gefið Kristjaniu, gegn því að haldið verði uppi >operuc-sýningum framvegis. Hannevig er orðinn frægur mað- ur fyrir þessa gjöf. Jlhijur norðvestanstormur geisaði um norðurhluta Noregs 3. og 4. janúar. Fjöldi skipa fórst og mjög mörg hús skemdust, segja brezk blöð. Sokkar í góðu úrvali hjá jfanaMi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.