Morgunblaðið - 10.02.1918, Page 4

Morgunblaðið - 10.02.1918, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Sitt af hverju um lífshælti fiska. Eítir ‘Bjarva Sœmuvdsson. Lifshættir fiskanns eru oft mjög einkennilegir, og rannrókair siðari áratuga hafa leitt margt í ljós þar að lútandi, en fátt hefir verið birt á prenti um það á íslenzku. Ur þessu vil eg nú reyna að bæta nokkuð með því að flytja smágreinar um þetta efni, og einkum tina það til, sem segja má um hérlenda fiska, sumt af því eftir eiginathugunum eða þeim heimildum, sem eg verð að álíta góðar og gildar. i. Gleypigirni fiska. Svo nefni eg tilhneigingu þá, sem virðist vera mjög rík hjá ýmsum fiskum, til þess að gleypa hvað sem að kjafti kemur, án þess að það sé þeim til nokkurs gagns, gelur jafnvel verið þeim bráðhættulegt. Lítur út fyrir að þeir vilji reyna og prófa alla hluti, svo að ekkert sleppi ógleypt fram hjá þeim, ef vera kynni að það væri matur. Eg hefi oft gert þá tilraun á ufsa- seiðum (»varaseiðum«) við bryggjur, að kasta til þeirra alóætum hlutum, eins og t. d. vindlaösku, og hafa þau óðara þotið til og gleypt hana, en »spýtt« henni út úr sér aftur, þegar þau fundu ekkert matarbragð að henni. Á fiskisýningunni í Bergen 1898 sá eg safn af sýnishornum af því sem þorskurinn nærist yfirleitt á, og svo ýmsu því, sem fundist hafði í mögum þorska við Noregsstrendur. Mest þótti mér um vert að sjá þar blaðbreiðan flatningshníf með stórnm blýhólk, sem einn þorskurinn hafði gleypt, og hefir það sennilega verið strembinn biti. Það efi þó ekki eins dæmi, að fiskur gleypi hnífa, sem detta út- byiðis. Það kemur jafnvel fyrir hér við land og líklega ekki svo sjald- an. Eg veit um þrjú dæmi frá síð- ustu árum: Páll Bjarnason kennari á Stokks- eyri sendi mér í hitteðfyrra stóran (15 cm. langan) sjálfskeiðing, sem hafði fundist opinn í maga á þorski, er veiddist i Selvogssjó þá á vetrar- vertíðinni. Hnífurinn hefir auðsjáan- lega aðeins verið búinn að vera stutta stund í maga fisksins, þegar hann veiddist, þvi að blaðið var fagurt og ekki farið að etast af magasýrunni. Ekki hefi eg getað spurt uppi, hver átt hafi hnifinn, né hvenær hann hafi tapast. Hann var einblöðungur og með kinnar úr rádýrshorni (beinkinnar með örðum á) og er til sýnis á Náttúrugripa- safninu. Annar hnífur (saði Páll mér) hafði fundist i þorski í Stokks- eyrarsjó um sama leyti og hinn, tn um þann fund hefi eg ekki getað aflað mér frekari upplýsinga. Þriðja og merkasta dæmið er þetta, en sögumaður minn er Sveinbjörn Jónsson, stud. jur. frá Bildsfelli: Þorsteinn Jónsson frá Alviðru i Ölfusi misti út flatningshnif á skip- inu Albatros á Selvogsbanka, í miðj- um apríl 1916. Hnífurinn var með blýhólk og á hólkinn skorið fanga mark Þorsteins. Um vorverf’ðina var Þorsteinn háseti á hotnvörpungn- um Rán, og eitt sinn, seint í júni, þá er skipið var að veiðum vestur i Álsbrún (út af Aðalvík), bar það við að háseti einn er var að gerá að aflanum, kallar nndrandi upp: hver á hníf? og heldur á loít flatn- ingshnif, er hann þá hafði fundið í maga stórufsa, sem hann var að fara innan í. Þorsteinn sér hDÍfinn og ansar: eg á hann, og segir frá hnifmissi sinum um veturinn á Alba- tros. Skipstjóri tekur þá við hnífn- um og spyr Þorstein, hvort hann geti helgað sér hnifinn og segist hann geta það, þvi að fangamark sitt eigi að vera á honum, og stend- ur það heima; fékk þá Þorsteinn hnifinn sinn aftur eftir 8—9 vikna dvöl í ufsamaganum. — Var hnifur- inn (sem er 25 cm. langur) óbreytt- ur, nema að blaðið var orðið svart. Einhver þroti kvað hafa verið kom- inn i maga ufsans, sem annars leit út fyrir að hafi verið við sæmilega heilsu. — Þorsteinn hefir nú gefið Náttúrugripasafninu hnífinn og er hann þar til sýnis. Oll þessi dæmi eru glöggur vott- ur þess, hve gjarnt fiskum er að gleypa það sem þeir hitta fyrir sér, hvað svo sem það er, og sennilega gleypa þeir svona hnif í sama augna- bliki og hann dettur i sjóinn, þ. e. rétt uppi við yfirborð, sjá hann líklega blika um leið og hann klýf- ur sjóinu og þá er gleypigirnin svo mikil, að fiskurinn heudir hnifinn »á lofti« án þess að gsra sér nokk- ura grein fyrir því, hvað það er, sem hann gín við. Síðasta dæmið af þessum þremur er lang-merkilegast; það sýnir í fyrsta lagi, að magi ufsans er ekki viðkvæmur, þar sem hann virðist ekki hafa haft neitt verulega ilt af því, að þessi stóri og klunnalegi hnífur, með þungum blýhólk (sem er eitur, ef hann leysist upp), var þar svo lengi. I öðru lagi gefur það mikilsverðar upplýsingar um ferðir þessa fisks á hinu umrædda timabili. Hann hefir verið á Sel- vogsbanka í miðjum apríl, gleypir þar hnífinn og er þegar að 8—9 vikum liðnum, og ef til vill fyr, kominn norður fyrir ísafjarðardjúp, hefir hann þá að minsta kosti farið 220 sjómílur frá staðnum, sem hníf- urinn mistist á. Nú et það kunn- ugt að ufsi veiðist unnvörpum á Selvogsbanka í byrjun vetrarvertíð- ar. af því að hann gýtur þar ein- mitt snemma i marz, nokkuru á undan þorskinum. Svo hættir hann mikið að veiðast þar, en veiðist aft- ur á móti mikið á bönkunum við Hornstrendur, t. d. í Álsbrúninni. Hafði eg látið mér detta í hug, að þessi ufsi, sem veiðist þar — út- gotinn er hann víst allur — væri ein- mitt fiskur, sem hefði gotið á bönk- unum við suðvesturströndina, en hefði að lokinni hrygningu haldið vestur og norður með landi, eftir því sem sjór bitnaði og fæða (eink- um ýmiskonar krabbadýr, svo sem kríli, ögn og augnasili) ykist þar. Þessi atburður virðis styðja þessa skoðun mína, jafnvel þótt hann sé að eins eitt dæ-ri. 2. Grœðqi fiska er mikii; fæstir þeirra kunna varla magamál sitt, pg sumir troða svo miklu í magann að firnum sætir og verður vikið að því s’ðar. Það er skamt á milli munns og maga í fiskinum, þvi að vélindið er svo sem ekki neitt; þegar kokið þrýtur tekur maginn (»munnamagi« er eísti hluti hans nefndui) við. Þegar hann er tómur, er hann sam- anskroppinn og mjór eins og görn, og getur þanist ákaflega mikið út og orðið líknabelgs þunnur. Af því að svo skamt er úr maganum og upp í munninn, þá gæti orðið hætta á því að dýr, sem fiskur gleypir lif- andi, gætu brotist út aftur áður en þau köfnuðu í maganum, en við þvi er oft séð með því, að á kokbein- unum eru hvassar tennur, margar og stórar og vita oddar þeirra inn og niður, og mundu óðar stingast í það sem út vildi leita. Hin áður umtalaða gleypigirni fisk- anna er í raun og veru vottur taum- lausrar græðgi, sem aldrei setur sig úr færi, tí eitthvað ber fyrir augun, jafnvel þótt það sé algerlega óætt. Skulu nú tekin nokkur dæmi. Fyrst skal frægan telja, hákarlinn. Þeir sem hafa kynst honum, munu lita svo á, sem hann sé öllum fisk- um gráðugri, enda fara margar sög- ur af græðgi hans, bæði hér við land og annarsstaðar, þar sem hann á heima1). Hann er líka stór fiskur og getur innbyrt mikið. Eitt sinn veiddist hákarl í Eyjafarði og voru i maga hans stór blöðruselur, nokkrir þorskar og nokkur hákarlsstykki. í öðrum hákarli norðanlands var selur á stærð við uxa, og 14 þorskar. Faber segist hafa fundið í einum 14 feta löngum, heilan látursel, 8 stóra þorska, 1 fjögurra feta löngu, 1 flyðru og nokkur hvalspiksstykki, (lagleg máltiðl). Við Noreg hefir eitt sinn fundist í hákarli heilt hrein- dýr (hornlaust þó), sem sennilega hefir hrapað fyrir björg, og í öðrum útselur á stærð við uxa og 14 þorsk- ar. Eflaust mætti fá fleiri sögur og enn þá stórkostlegri um grægði há- karlsins frá gömlum hákarlamönnum hér1). Þessi dæmi, sem nú voru tilgreind, virðast bera vott um ótrúlega græðgi og mikið magarúm i hákarlinum, en þess ber þó að gæta, að hann er afar stór fiskur og efamál, hvort hann er í raun og veru gráðugri en margir aðrir, og nær er mér að halda -1---------- J) Heimkynni hans er Norðuris- hafið og Atlanzhaf suður að Færeyj- um og Bandarikjum (Cap. Cod). Sögur af hákarli úr höfum lengra suður eiga við aðra háfiska, sem í íslenzkum ritum eru tíðum ranglega nefndir hákarl. J) Væri gott ef einhverjir vel at- hugulir og óljúgfróðir menn kynnu þesskonar sögur, vildu senda »Ægi« þær til birtingar. að porskurinn geti boðið honum út í þessu tilliti, þegar tekið er tillit til þess, hve miklu minni fiskur hann er. Þegar hann kemst i »lífrétt* sinn, loðnuna, gleymir hann öllum boð- orðum um hófsemi og jafnvel maga- máli sínu með og þenur magann oft og tíðum svo mikið út, að hann verður þunnur eins og líknabelgur og alveg gagnsær, svo sjá má loðn- urnar í honum eins og glasi. Það hafa verið taldar i einum þorskmaga (á fiski sem veiddist við Langanes á »Beskýtterenc í júli 1903) 267 loðn-. ur, flestar c. 10 cm. langar 0: smá- loðna. Allar þessar loðnur voru nál. 680 tenings-sentimetrar að rúmmáli, og auk þess voru í þessum sama maga 80 tenings-sentimetrar af rauð- leitu mauki (krabbadýra-leifum?). — Sumarið 1898 fann eg í maga á stór- um þorski, sem veiddur var á Brim- nesi við Seyðisfjörð, haus af öðrum þorski, sem hafði verið litlu minni en hann og stóðu hryggjaliðatindarn- ir aftan við hausinn því sem næst í gegnum magann. Það er mér ekki vel skiljanlegt, hvernig þorskurinn hefir farið að því að gleypa þenna örðuga bita, og enn óskiljanlegra var það, að hann skildi þó hafa lyst á litlum síldarbita og vilja stofna sér i lífsháska með því að gleypa hann. Ekki virðist græðgin minka þó að ■ fiskarnir séu minni, og skal eg, til þess að færa orðum mínum stað, nefna marhnútinn. Fiestir munu kann- ast við að ekki vantar hann munn* inn. Skal eg segja dálitla sögu nm reyndan og ráðsettaD (d: fullvaxinn) * marhnút, sem eg athugaði eitt sinn við bryggju í Reykjavík. Þar höfðu menn verið með nýveidda sild og lá þar millisíld ein á botninum. Sé þá hvar »marsi« kemur, bægt og gætilega, eins og honum er títt, virðir fyrir sér síldina og hyggur hana góða til átu. Fer hann þá fram- an að henni, tekur um hausinn á henni, stingur honum upp I sig, þangað til að hún er komin aftur að gotrauf ofan i marhnútinn, en hann hafði ekki athugað það, að síld- in var jafnlöng og hann sjálfur, eða öllu lengri, og því ekki liklegt, að hann gæti innbyrt hana og nú stóð hún á botni í maga hans og gat ekki komist lengra. En þetta virtist ekki gera »marsa« neitt til, hann hafi auð- sjáanlega ekki annað þarfara að gera i svipinn en að leggjsta á meltuna og bíða rólegur þess tíma, að síldin meltist svo mikið, að hún kæmist öll viður í magann. En þá kom ann- að fyrir: Annar marhnútur hafði verið þar á vakki og séð hvað fratn fór, Hefir hann að líkindum hugsað áem svo, að ekki væri ósanngjarnt, að hann gæti fengið það af síldinni, sem stóð út úr félaga hans og fdf fram á eitthvað þess háttar við hann- En það var ekki nærri því komandi- Hann vildi engu miðla og ætlaði að synda burt. Það gekk reyndar iHa> því að síldin var stirðnuð og spofð' urinn beygður upp á við og gat naat' hnúturinn því ekki synt með botn- inum, síldin stýrði honum UPP - sjóinn. Kunningi hans fór þá a gerast áleitnari, reyndi að narta ísíl

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.