Morgunblaðið - 17.02.1918, Page 8

Morgunblaðið - 17.02.1918, Page 8
MORGUNBLAÐID 8 „Gazkafí Axels Thorsteinssonar. Menn segja að þessi nngi rithöf- nndur (A. Th.) sé bölsýnn í ritum sínum. — Eg hygg það vera mis- skilning. Því ber vitaskuld ekki að neita', að hann oft og tíðum sýnist lita nokkuð dökkum augum á mannlífið, en alstaðar virðist þó koma fram, skínandi fögur trú á sælurikt »sumar- land« fyrir handan gröf og dauða, — land þar sem þær vonir munu rætast er brugðust oss í þessu lífi. Og hann fléttar fegurstu, háleitustu og göfugustu kendir og tilfinningar mannanna í þessu lífi, saman við hinar skínandi bjöitu hugmyndir sínar um lifið eftir dauðann. En það er ekki meðfæri annara en hugsjóna- skálda. Og það verður ekki efast um að A. Th. sé hugsjónamaður. Enn þá er hann ekki orðinn »settur« rithöfundur. Hann nær sér ekki niðri á efninu til fulls, nema á sprettum. En það dylst engum, að hann er fyrirtaks efni í sagnaskáld. Mér hefir fundist honum takast bezt í sögunni »Gazka«, að tvinna sarnan þessa tvo gullþræði, sem eg gat um áðan: göfugustu kendir mannanna i þessu lifi og hugmynd- rnar um sæluna á ókunna landinu. Sagan er, að mínum dómi, hið bezta sem birst hefir eftir hann í óbundnu máli, og eg hefi lesið, — en það mun vera flest alt nema hin nýprentaða saga hans: »Börn dalanna*, sem ekki er komin á markaðinn nú, þegar þetta er ritað. Sagan ræðir um ástir milli pólskr- ar stúlku er Gazka heitir og islenzks manns, Gunnars Arnar, og eru þau bæði til heimilis á Hábæ á Suður- Jótlandi. EfDÍð er vitaskuld óislenzkt að mestu leyti, en auðvitað hefir sagan jafn mikið gildi fyrir því. Gazka er undurgóð stúlka. Rúdólf, unnusti hennar, sem farið hefir í stríðið hefir svikið hana, en þá, þegar hún fær uppsagnarbréfið .frá honum, er hún orðin ástfangin í Gunnari Arn- ar. Ástin milli þeirra er ofur heit. Ást hennar hefir megnað að kveikja fagra trú í brjósti hans. Svo verða þau að skilja. Hann ætlar til Englands, og taka sér far með skipi sem heitir »Úrania«, frá Kaupmannahöfn. Hann sendir símskeyti til Hábæjar um að hann fari með þessu skipi tiltekinn dag, en nóttina áður en það leggur af stað verður hann veikur og leggst á sjúkrahús. Hann liggur þar língi. En svo fréttist að skip þetta sem hann ætlaði með hafi verið kafskot- ið. Þegar Gazka fréttir það, verður henni afarmikið um það, því hún bjóst auðvitað við að Gunnar hefði farið með því; hún fær hjartaslag og liggur lengi fyrir dauðanum. En svo fréttist að Gunnar er lifandi. Það eru gerð boð eftir honum að koma til Gözku, og hún skrifar hon- nm m. a. þessi orð: o o SkíðaféL Reykjavíkur O efnir til boðhlaups fyrir meðlimi félagsins sunnudag 17. marz þ. á. ef veður og færð leyfir. Þátttakendum verður skift i flokka 3ja manna. Þátttakendur verða að vera búnir sem til fjallferöa á vetrardegi, og hafa með sér áttavita og mat til eins dags. Landabréf lætur félagið þátttákendum i té. Síðar mun verða tilkynt hvar þátttakendur eiga að mæta. Listi til áskriftar liggur frammi hjá L. H. Muller kaupmanni, sem gefur allar nánari upplýsingar. Menn verða að hafa skrifað sig á listann fyrir 10. marz. Rvik, 16. febr. 1918. Stjórnin. OE ]OBBOE 30 Atvinna við verzlnnarstarf, bókhald, umboðssölu eða annað, ó s k a s t sem fyrst. Menn eru beðnir að snúa sér til Carl Bender, Húsavík. JÍÚS fíí SÖÍií. Stórt og vandað íbúðarhús á góðum stað hér í bænum, er til sölu, 7 eða ef til vill fleiri herbergi í því laus til ibúðar 14. maí n. k. Semja má við Þorst. Þorsteinsson yfirdómslögm. Miðstræti 4. Simi 515. Venjulega heima kl. 4Va— S1/*- Kaffibrauð oj kex margar tegundir, þar á meðal ágætt rúgkex, sem er sérstaklega ódýrt hjá Jes Zimsen. »Komdu til min, hjartans vinur minn! Komdu til mín, — og kystu mig. Eg vil fara með koss- inn þinn á vörunum inn í eilifð- ina. — Komdu og kystu Gözku þína, sem elskar þig altaf — allar stundir.« Hann kemst til hennar áður áður en hún deyr. Og þegar hann er á gangi um veturinn, úti í fölnuðum skóginum, heyrir hann hana, sem var honum trú til dauðans, hvísla gegnum blæ- inn, þessum gullfögru orðum: »Vinur minn! Hlustaðu á rödd mína i blænum. Hún hvislar þvi í eyru þín að andi minn sveimar þar sem þú ert. Hlustaðu á rödd mína, og þú munt geta borið mótlæti lífsins. Hustaðu á rödd mina því eg elsk- aði þig, en guð talaði gegnurn ást mína. Elskaðu mig til hinnar hinstu stundar lífs þins, því gleði og hamingja lifsins, og guð sjálf- ur býr í ástinni. Láttu heiminn kasta steinum eftir þér, mættu hatri og fyrirlitningu með ró, því ástin — ást okkar — verndar þig þig frá öllu illu, — ástin okkar sem bjó þögul í hjartanu mínu og þínu, til dauða míns, ástin okkar sem nær út yfir gröf og dauða. Vinur minnl Trúðu! Trúðu á ástina, sem guð skapaði til þess að sameina hjörtun; trúðu á sak- leysið og trygðina. Vertu tryggur í sál þinni, þvi ,Trygðin er kóróna lífsins1.* — Það er þessi ást er hér um ræðir, — göfugasta ást milli manns og konu, sem auðið er að hugsa sér, sem er þungamiðjan í sögtmni. Þessi saga minnir mig á undur- fagurt kvæði eftir Zakarías Topelíus, hið fræga finska skáld. Það er um pilt sem hét Súlamit og stúlku sem hét Salami. Þau voru trúlofuð og þótti fjarska vænt hvoru um annað. Nokkur postuiias kaS- oi to-síoll fást í Listverzluninni Pósthússtræti 14. En þau höfðu gert eitthvert af- brot, svo guð hegndi þeim með því að meina þeim að búa saman. Hann setti þau sitt á hvora stjörnu, og var ákaflega langt í milli. En þau hugsuðu samt bæði jafnmikið hvort um annað fyrir þessu. Og þau voru altaf, hvort í sínu lagi, að hugsa um, hvernig þau ættu að kom- ast hvort til annars. Það var eitt "kvöld að Súlamit var frá í leiðindum. En þi kom honum í hug að taka hina fögru gimsteina út í himingeimnum — stjörnurnar — og byggja með þeim brú milli bú- staða þeirra Salamis. En einmitt sama kvöld, kom henni þetta ráð einnig í hug, og bæði byrjuðu svo á þessu brúar- smiði, án þess þó að vita hvort til annars. — Og þau héldu áfram að byggja brúna í þúsund ár, því vegur- urinn var svo langur. En þegar langt var liðið á þessi þúsund ár, fór djöfullinn til guðs og sagði honum af framferði Salamis og Súlamits, Honum mundi vera vissara að líta eftir þeim. — En djöfl- inum er altaf mótgerð í því, að nokkrum líði vel, og þess vegna vildi hann ekki láta þau Salami og Súlamit ná saman. En drottinn hló hjartanlega að máli djöfulsins og mælti: »Guð að- skilur aldrei þá, sem svona heilög ást tengir saman*. Þá sneri sá gamli sér undan og fór. En þegar brautin eða brúin var fullgerð, mættust þau Súlamit og Salami og féllust í faðma. Og þau hafa altaf staðið i faðmlögum á miðri brúnni síðan, en ljómandi stjarna birtist yfir höfðum þeirra til að vitna um ást þeirra og sakleysi. En þessi brú, segir Topelius, að sé Vetrar- brautin. Mér finst Gazka Axels og Vetrar' braut Topeliusar éiga töluvert skylt saraan. Sá er munurinn, að Topelius tal- ar um mátt ástarinnar í yfirnáttúr- legu æfintýii, en Axel heldur sér við veruleikann, og ræðir um þá ást er hlýtur að lifa út yfir gröf og dauða —það er að segja ef nokkuð megn- ar að gera það. H. Guðjónsson frá Laxnesi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.