Morgunblaðið - 23.02.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.02.1918, Blaðsíða 2
2 Erl. símfregnir Frá fréttaritara isafoléar og Morgunbl. Tltj stjórnarbijííing í Hússtandi. Khöfn 19. febr. Fregnir hafa borist af því, að ný stjórnarbylting sé hafin í Rússlandi, andir forystn Tschernovs, og að uppreistarmenn hafi bolað Maximal- ista-stjórninni ur sessi. Trotzky og Lenin eru flúnir til Riga. Tiatedin dauður. Khöfn 19. febr. Frá Petrograd er simað að Kale- din hafi drýgt sjálfsmorð. Svíar á fttandseijjum. Khöfn 19. febr. Það er tilkynt að Sviar hafi sett herlið á land á Alandseyjum og ætli að hafa þar setulið framvegis. Orustur btjrjaðar i Hússtandi. Khöfn, ódagsett. í gær hófust aftur orustur á aust- urvígstöðvunum. Margar hersveitir eru komnar til Dvina og aðrar sækja fram í áttina til Kovel, til þess að hjálpa Ukraine-búum, sem berjast gegn Maximalistum. Alexjeff heldur með lið sitt í átt- ina til Petrograd. Sfjórnardeita í Engtandi. Khöfn, ódagsett. Burtför Robertsons yfirhershöfð- ingja úr herstjórcarráðinu virðist ætla að verða orsök mikillar deilu í Englandi. Menn búast jafnvei við stjórnarskiftum út úr þessu. Ttneijhslismátin í Trakk- tandi. Khöfn, ódagsett. Hneykslismálin i Frakklandi, sem komið hafa upp út úr Cailkux- málinu, grípa mjög um sig. í gær var Humbert þingmaður, ritstjóri stórblaðsins »Le JournaU, tekinn fastur og hneptur í varðhald. Er talið vist að hann sé eitthvað við- xiðinn Cailleaux-málið. MORGUNBLAÐTÐ Ukraine-fuldrúarnir tjandteknir. Khöfn, ódagsett. Frá Moskva kemur sú fregn, að Maximalistar hafi handtekið alla full- trúa Ukraine-stjórnarinnar, sem tóku þátt í friðarsamningunum i Brest- Litovsk. Sennilega er þetta skeyti sent frá Khöfn 19 febr. að morgni. Hússar undirskrifa friðarsamningana? Frá Central News fréttastofunni í London barst Þórði Sveinssyni, framkv.stj. Viðskiftafélagsins, eftirfar- andi símskeyti, dagsett i London 19. febr. kl. 4,49: Það er opinberlega tilkynt, að Rússar hafi gengið inn á að undir- skrifa samninga um sérfrið og að þeir hafi gengið að öllum friðarskil- málum Þjóðverja. Það er ekki gott að koma skeyti þessu heim við þær fregnir, sem borist hafa frá Khöfn um ástandið í Rússlandi, og prentaðar eru hér að ofan. Fregnirnar frá Khöfn herma, að orustur séu aftur hafnar á aust- urvígstöðvunum, en Londonar-skeyt- ið segir að Rússar hafi gengið að öllum skilyrðum Þjóðverja. Senni- lega eru bæði skeytin send sama dag og eina skýringin sú, að blöðin i Khöfn hafi eigi verið búin að fá fregn þessa, þegar fréttaritari vor sendi skeytið. Eftir Central News-skeytinu að dæma, á fullkominn friður nú að vera kominn á milli Rússa og Mið- ríkjanna. Símfregnir. Keflavík í gær. Afskaplega slæmt veður undan- farið. í morgun var þó logn og blíða og fóru 6 bátar héðan á fisk- veiðar. Þeir voru ekki komnir aftur kl. 4 í gær. Skipströnd í Vestmannaeyjum. Aðfaranótt miðvikudagsins var stormur mikill í Vestmannaeyjum. Margir vélbátar slitnuðu frá festum og rak þá á land í svoköfluðum Botni. Er þar sandur og því von um að bátarnir séu lítið skemdir. Danska seglskipið »Vore Fædres Minde*, sem lá á höfninni og af- fermdi salt, slitnaði einnig upp og rak á land. Enginn eða lítill leki er kominn að skipinu, og hyggja menn að því verði bjargað. Siðustu simfregnir Rúmenar semja frið. K.höfn 20. febr. Friðarsamningar eru nú hafuir milli lúmena og Miðríkjanna. Austurrík- ismenn búast eigi við miklum árangri af samningunum. Frá Þjóðverjum. K.höfn 20. febr. Þjóðverjar hafa tekið rússnesku borgirnar Dwinsk (Dílnaborg) og Luzk. Þýzka rikisþingið hefir verið sett aftur. „Times“ selt. K.höfn 20. febr. John Ellermann hefir keypt »Ti- mes* af Northcliff lávarði. Hinn nýi eigandi »Times« er einn með stærstu skipaeigendum í Eng- landi. Var það hann sem gekst fyrir þvi, að hin stærstu skipafélög þar i landi slógu sér saman í fyrra. Vélbátar skemmast Tveir af ísfirzku vélbátunum, sem lögðu á stað fyrir helgina áleiðis hingað, brotnuðu all-mjög af ofveðri og ósjó skömmu eftir að þeir voru komnir út úr ísafjarðardjúpi. Það voru bátarnir »Sverrir« og »Eggert Ólafsson*. Komust þeir þó inn til Dýrafjarðar og liggja þar nú í lama- sessi. Vélbátarnir »Gylfi« og »Freyja« eru nýkomnir hingað og höfðu hrept versta veður á leiðinni að vestan. Héðan fara ísfirzku bátarnir suður ngeð sjó undir eins þegar gefur. Bæjarstjórnarfundur 21. febrúar. Eftir að fundur var settur skýrði borgarstjóri frá úrslitum bæjarstjórnar- kosninganna og að kærufrestur væri fyrir nokkru útrunninn, og engin kæra komið fram, gætu því hinir nýkosnu bæjarfalltrúar tekið til starfa, nú á þessum fundi. Um leið kvaðst hann nota tækifærið til að segja þí velkomna. Var síðan gengið til dagskrár: r. Forseti endurkosinn: Sighvatur Bjarnason, með 15 atkv. 2. Varaforseti kosinn: Benedikt Sveinsson með 13 atkv. 3. Skrifarar voru endurkosnirt Sveinn Björnsson og Þorv. Þorvarðaison. 4. í fastar nefndir voru kosnir: Fjárhagsnefnd: Borgarstjóri sjálfkjörinD Sighv. Bjarnason 16 atkv. Jör. Brynjólfsson 16 atkv. Fastcignancfnd: Borgarstjóri sjálfkj. Ágúst Jósefsson 16 atkv. Sigurður Jónsson 15 atkv. Fátakranefnd: Borgarstjóri sjálfkjörinn Kristján V. Guðmundsson 16 atkv. Sigurður Jónsson 16 atkv. Lára Inga Lárusdóttir 16 atkv. O afur Friðriksson 15 atkv. Byqgingarnefnd: Borgarstjóri sjálfkjörinn Guðm. Asbjörnsson 9 atkv. Þorv. Þorvarðarson 9 atkv. Utan bæjarstjórnar: Kristinn Sigurðsson múrari. Sveinn Jónsson trésmiður. 1 heilbrigðisnefnd: Benedikt Sveinsson 9 atkv. Skattanefnd: Borgarstjóri sjálfkj. Jón Ólafsson 16 atkv. Þorv. Þorvarðarson 13 atkv. Til vara: Sveinn Björnsson. 1 yfirskattanefnd. Tillaga bæjarstjórnar að landstjórn- in skipi þá nefnd svo: Halldór Dtníelsson yfirdómara. Eirik Briem prófessor. Pálma Pálsson yfirkennara. Til vara: Guðm. Guðmundss. frá Vegam, í verðlagsskrárnefnd: Eirík Briem prófessor. í stjórn Fiskimannasjóðsins Jón Ólafsson 15 atkv. í leikvallarnefnd: Borgarstjóri sjálfkj. Bríet Bjarnhéðinsdóitir 15 atkv.- Lára Inga Lárusdóttir 9 atkv. í rafmagnsnefnd: Borgarstjón sjálfkj. Jón Þorláksson 17 atkv. Sveinn Björnsson 14 atkv. Þorv. Þorvarðarson 14 atkv. Jör. Brynjólfsson 10 atkv. Dýrtíðarnefnd: Borgarstjóri sjálfkj. Ólafur Friðriksson 16 atkv. Sighv. Bjarnason 12 atkv. Lára Inga Lárusdóttir 10 atkv- Jón Baldvinsson 9 atkv. Áður hefir þessi nefnd verið sW uð að eins 3 mönnum. í stjórn Idamótagarðstns ^ var kosinn Ágúst lósefsson atkv. í stað Tryggva sál. sonar, er áður hafði verið I st* . í st2t' hans, en enginn skipaður 1 hans fyrri. j. Kosnir voru I nefnd fi semja frumvarp til reglfl8 um lokunartíma sölnbdð*' Guðm. Asbjörnsson 12 at^v'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.