Morgunblaðið - 23.02.1918, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 23.02.1918, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 Fluttur með lækningastofu mína á Hótel ísland, 2. loft Herbergi 25. Gengið inn frá Aðalstræti. Sími 394. Til viðtals ki. 10—1 og 2—s al a daga. Suém. <&dfursson, massagelæknir. Sveinn Björnsson 6 atkv. Jón Olafsson j atkv. ó. Kastað hlutkesti um hverjir skyldu ganga lir bæjarstjórn af þeim 7 nýkosnu bæjarfull- trúum er kosnir voru í stað Thor Jensens og Magnúsar Helgasonar, er beiðst höfðu lausnar úr bæjarstjórn. Hlut- kesti féllu þannig: Eftir 2 ár skyldi ganga úr bæjarstjórn: Ólafur Friðriksson og eftir 4 ár Lára Inga Lárus- dóttir. Bæjarverk fræðin^sstarfið. Samþykt vnr samkvæmt tillögu borgarstjóra, að fela Þórarni Krist- jánssyni að gegna áfram bæjarverk- fræðingsstarfinu með aðstoð Einars Erlendssonar trésmiðs, og skulu þeir skifta með sér eftir samkomulagi launum þeim er bæjarverkfræðingi eru ætluð. Einnig skal fela Einari Erlendssyni byggingarfulltrúastarfið er þörf þykir, sökum þess að núver- andi byggingarfulltrúi hefir lengi verið veikur. Þórarinn Kristjánsson tekur við hafnarstjórastöðunni 1. marz næst- komandi. Nýtt dýrtíðarlán. (Fyrri umræða). Samkvæmt dýr- tíðarnefndaigerð frá 15. þ. m., skýrði borgarstjóri frá því að landsstjórnin mundi sennilega fáanleg til að lána bænum til bráðabirgða, en þó um óákveðinn tíma, alt að 250 þús. kr. til þess að halda áfram vinnu við höfnina, gegn sVa % vöxtum. Sam- þykt var að taka því tilboði. Seðlaúthlutunin. Borgarstjóri las upp bréf frá stjórn- arráðinu, dags. I4. þ. m., um fyrir- skipun um vörubirgða upptalningu og seðla úthlutun. Samkvæmt því átti vörubirgðaskrá að vera fyrst samin, og seðla úthlutun síðar fram að fara, eftir þörfum. En sökum naums tima sagði borgarstjóri að því hafi verið breytt og seðlar útgefnir fyrst yfir tvo næstu mánuði. Vörutalnings skýrsl- ur svo afhentar um leið og verði safnað saman 28. þ. m. Síðan verði unnið úr þeim og þá fyrst tekið til lit til vörubirgða hjá mönnum, er seðla úthlutun fari fram næst, fyrir tnaí og júní. vAðrar dýrtiðarráðstajanir. Borgarstj. skýrði meðal annars frá Því, að dýrtíðarnefnd hafi falið sér að grenslast eftir því hjá stjórnarráð- inu hvaða ráðstafanir landstjórnin hefði gjört út af ályktun bæjarstjórn- ftritrnar frá 12 f. m. um ráðstafanir r'l að tryggja sjávarútveginn. Las hann jafnframt upp bréf frá stjórnar- r^ðinu (Sigurði Jónssyni) þar sem ráðherra segist hafa sent fyrirspurn ^ Englands um hvers verðs megi Vajúta á fiskafurðum íslenzkum þar * ár, en svar væri ókomið enn. Sveinn Björnsson sagði að fyrir- fpnrnir bæjarstjórnar til stjómarráðsr viðvíkjandi þessu atriði, hefðu verið fleiri en hér væri svarað, og væri óskandi að fá upplýsingtr eður svör frá stjórnarráðinu einnig þeim viðvikjandi. 1 bjarqráðanejnd voru kosin: Klemenz Jónsson með 12 atkv. og frú Ragnh. Péturs dóttir með 8 atkv. Landsspítalalóðin. Borgarstjóri skýrði frá þvi, að af- hending hafi enn ekki fram farið á lóð undir landsspitalann til stjórnar- ráðsins, eða lóðaskiftin er bærinn færi þar fram á. Stjórnarráðið vildi ekki viðurkenna eignarrétt bæjarins á norðurhluta Arnarhólslóðarinnar, austan Ingólfsstrætis og norðan Lind- argötu. Vildi að mat færi fram á báðum lóðunum, þeirri er uridir lands- spítalann á að fara og þeim hluta Arnarhólslóðar er bærinn óskar að fá, og mismunur verðsins verði greidd- ur með skuldabréfum. Fjárhagsnefnd áliti rétt að ganga að þessu, þó ekki væri svo er í fyrstu hafi verið ætlað. Jón Þorláksson sagði að sér findist litið tillit tekið til kröíu bæjarins við þessi lóðaskifti. Arnarhólslóðin gæti orðið bænum dýr með þessu móti, þar eð afarilt væri að vinna þá lóð til þess að gera hana nothæfa og gæti svo farið að hún yrði bænum dýrari en aðrar lóðir væru nú metn- ar á hafnaruppfyllingunni. Kristján Guðmundsson vildi láta flýta þessu máli til þess að menn fengju atvinnu viðað vinna áfram að landsspítalanum og þá að Arnarhóls- lóðinni fyrir bæinn. Það gæti mun- að meira fyrir bæinn að menn fengju atvinnu, er þess þyrftu, en dálítill verðmunur á lóðum er skift væri á. Sveinn Björnsson sagði að það væri engum efa undirorpið að bær- inn hefði upphaflega átt alt Arnar- hólstúnið, eins og það væri augljóst nú að hann ætti það ekki, en lands- stjórnin hefði eignast þá miklu eign eingöngu fyrir hefð, en ekkert gjald. Ætti því landsstjórnin að vera liðleg i kröfum, er bærinn þarfnaðist litils hluta þeirrar eignar er svo væri ástatt með. Vildi láta mat fram fara svo sem til stæði og það lagt fyrir bæjarstjórn til samþyktar áður út- kljáð væri. Ólafur Friðriksson vildi fela borg- arstjóra og fjárhagsnefnd að gera út um þetta mál til þess að flýta fyrir því. — Síðan var samþykt tillaga frá borg- arstjóra og Sveini Björnssyni um að fjárhagsnefnd og borgarstjóri gerðu samninga um lóðaskiftin eftir mati, er siðar væri borið undir bæjarstjónr til samþyktar. j DACBOK f| Gangverð erlendrar inyntar. Ðankar Doll. U.S.A.&Canada 3,50 Pósthúa 3,60 Frankl franskur 59,00 60,00 Sænsk króna ... 112,00 110,00 Norsk króna ... 107,00 106,50 Sterllngspund ... 15,70 16,00 Mark . 67 00 ... Holl. .Florin ... ... 1.37 Austurr. króna... ... .. Hjálparstarfsemi Bandalags k v em n a. VifStalstími miðvikud. og föstud. kl. 2—4 á lesstofu kvenna, ASalstræti 8. Veðrið í gær: 0 stig kl 6 að morgni. 0 á h'ádegi. Harða veturiun sama dag: 1 stiga hiti um nóttina, 5 stiga hiti á hád. Sunuanátt. Rigning. Þjóðvísnakvöidlð. Það var troð- fult hús í Bárunni, svo sem við mátti búast. Ákaft klappað fyrir söngfólkiau sem margt varð að syngja sum lögin aftur. Leitt að eigi skuli vera hægt að endurtaka þessa ákemt- un. Einn fóstbræðra Viggó Björnsson bankaritari, fer hóðan með Lagarfossi til Isafjarðar og mun ætla að dvelja þar framvegis. En miklu færri komust inn 1 Bár- una í fyrrakvöld, en vildu. Borg mun vera um það leyti að fara frá Englandi áleiðis hingað. Skip- ið hefir mikið af vörum meðferðis til kaupmanna Botnvörpungar kváðu nú daglega vera margir við veiðar i landhelgi hór við Suðurnes. Sagði oss mikilmetinn maður að sunnan, sem kom i fyrra- dag, að brezkur botnvorpungur hefði verið við veiðar alveg upp í lands- steinunum, nær b*ern dag síðan ájól- um. Er það mjög svo bagalegt að varðskipið skuli eigi vera hór við land, því skip þessi gera afskaplega mikið tjón fiskiveiðum landsmanna. Landsíminn komst aftur í lag í gærdag klukkan um 1. Messað á morgun í fríkirkjunni í R.vik kl. 2 síðd. sr, Ól. Ól. Messað á morgun í dómkirkjunni kl. 11 f. h. sr. Bj. Jónsson og kl. 5 8Íðd. sr. Joh. Þork. Snjókerlingu meiri háttar gerðu nemendur Mentaskólans í gser á skólablettinum. Geysir Export-kaffi er bezt. Aðalumboðsmenn: 0. J0HNS0N & KAABER. Skrifstoía andbanningafélagsins, Ingólfstræti 21, opin hvern virkan dag kl. 4—7 síðd. Allir þeir sem vilja koma áfengis- málinu i viðunandi horf, án þess að hnekkja persónufrelsi manna og al- mennum mannréttindum, eru beðnir að snúa sér þangað. Sími 544. Góðir félagar færðu oss í gær 45- kr. handa Samverjanum. Kærar þakk- ir. Hver verður næstur? Samverjann vantar peninga. Eigandaskifti eru nýorðin af dag- blaöinu Vísir. Hefir Jakob Möller, sem verið hefir ritstjóri blaðsins undanfar- in ár, keypt það, og rekur það á eig- in ábyrgð að öllu leyti. Kvenréttindafélagið. Það er í kvöld, sem skemtun felagsius fer fram. Ætlar jungfrú Gunnþ. Halldórsdóttir að syngja þar glænyjar gamanvísur, afarfyndnar að sögn, þá verður karla- kór, upplestur og loks dans á eftir. Seðlaúthlutunin. í dag verður út- hlutað seðlum til þeirra sem búa f: Lindargötu, Lækjargötu, Miðstræti, Mjóstræti, Myrargötu, Njálsgötu, Norð- urstíg, Nýlendugötu, Óðinsgötu, Póst- hússtræti, Rauðarárstíg, Ránargötu, Sauðagerði. Gullfoss er kominn til New York. Villemoes liggur nú á Seyðisfirði og fer þaðan brálega áleiðis hlngað. Tveir botnvörpungar komu hingað í gær frá Englandi. Er annar brezkur en hinn belgfskur frá Ostende. Höfðu þeir verið 9 daga á leiðinni og hrept versta veður í hafi Brotnaði ýmislegt á skipunum, sem gert verður við hór. Hollendinqar seldu nýlega Þjóðverj- um sooo hesta, alla gamla og út- slitna dráttarhesta. Þjóðverjar ætla að slátra þeim og líklega búa til pylsur úr kjötinu. Sviar hafa nýlega gert samning við Þjóðverja um kaup i 8o þús. smá- lestum af járnbrautarteinum, til nýrra brauta I Svíþjóð. jo starstu útflutningsverzlunarhús- in 1 Hamborg hafa sent ríkiskanzlar- anum mótmælaskjal, þar sem farið er hörðum orðum um atferli Lux- burgs greifa i Argentinu. Talið vlst að framferði hans þar i landi muni mjög spilla verzlunarhorfum Þjóðverja i Argentinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.