Morgunblaðið - 06.03.1918, Page 3

Morgunblaðið - 06.03.1918, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ lengd, og ekki sé bætt við þá orð- inu »skammi«. Mætti nefna Tryppa- dal, Skygnisdal og Djúpadal, er varla ná ioo föðmum á lengd. Ekki hefir Valur pó ennþá bætt við þá lýsingarorðinu »skammi«. (í Djúpa- dal át kongurinn ket og drakk brennivín, það horfði Valur á með vatn i munni.) Valur yrrist við að nefndir eru melar margir í Mosfellssveitinni. (Er eins gæti heitið Melasveit, og er furða að hann, svo nafnbreytinn fugl, skuli ekki hafa nefnt hana það fyrir löngu.) Það er eins og hann hafi Iofað að græða þá alla upp en svikist um það, svo stingur það hann að þeir eru nefndir. Ekki mun hann í hömrum orp- inn og skamt mun hann sjá, fyrst hann hefir áldrei séð mela þá, er þekja alt svæðið milli Varmár og Köldukvíslar fyrir vestan Helgafell, eða mela þá er liggja frá Reykja- kotstúninu, fram hjá Álafossi og niður undir bæinn Varmá, alt fram að Lágafelli; og ennþá mela er breiða sig út frá Kíifakoti og Lamb- haga annarsvegar og Úlfarfellshóla hinsvegar, alt norður að Hamrahlíð; og enn eru melaflæmi frá Korpúlfs- stöðum til útsuðurs fyrir ofan Eiði og Gufunes, er enda hjá Knútskoti. Ef Valur hefir aldrei séð alla þessa mela, er hljóta að skifta þúsuncfcnn dagslátta, þá sér hann skamt úr hreiðri sinu. Má vera að hann sjái ekki nema græna litinn; er það bezt fyrir rjúpuua, þvi hún er ýmist hvit eða módröfnótt. Þá gerir Valur sig breiðan út af því að Krummi nefnir Lambhagaá. Skal skýra það nokkru nánar. Neðst er áin kölluð Korpúlfsstaðaá, þá Lambhagaá og svo kend við flesta þá bæi er hjá henni standa. Hefir Krummi því eins góðar heimildir fyrir að kalla hana alla Lamhbagaá eða Korpúlfsstaðaá (þessi nöfn eru víða skjalleg og samningsbundin) eins og Valur að kalla hanaÚlfarsá; er þvi þetta útúrsnúningur hjá Val. Um Hafravatnsréttir er það að segja, að þar hefir fallið úr orðið »hjá«. Það mun Valur vita, og þó fálki Væri, að menn byggja ekki fjárrétt- if í vötnum. Þessi leiðrétting Vals er þvi hártogun. í grein Krumma átti að standa að Elliðakot væri fyrir neðati Árna- hrók, en misprentaðist fyrir norðan. ^á koma upptök Elliðaánna. Þar sýnir Valur allmikla fáfræði. Eins °g stendur í grein Krumma, þá eru uPptök þeirra rétt hjá Lögbergi og ^vergi annarsstaðar; er það marg shjallega sannað, bæði með dómum °g öðrum skilrikjum. Þaðan eru kallaðar Fossvallaár upp i Fóelluvötn er að segja þegar þær árrenna Sem ekki er nema i ísa og snjóa eysingum. Þær hafa engin föst upp heldur myndast af leýsingavatni leið sunnan úr Bláfjöllum, ofan Hengli og norðan úr Borgar- Úr ^ðiaheiði. Mará sprettur upp fyrir atúan Marárdal og rennur skamt ^ Ur fyrir Húsmúlahornið; þar Verfur hún ofan i jörðina, og er ómögulegt, hvorki fyrir Val né aðra, að fullyrða neitt um hvar hún kem- ur upp aftur. Hún getur komið upp í Selja- dalnum, við Selvatnið, i Klofning- unum, Gömlubotnum, Silungapolli eða Gvendarbrunni, og kanske Iika á engum þessum stað. Að kalla þetta upptök Elliðaánna, það gerir enginn nema Valur. Henglafjöll nefnir enginn, austan fjalls né vestan. Hengillinn er að- eins eitt fjall. Öll fjöll og hnúkar umhverfis hann hafa sín eigin nöfn; þau þekkir Krummi öll. Elliðaárheiði hefir aldrei heyrst nefnd, er Valur af fordild, og enginn veit af hverju, vill búa til úr Hellisheiði. Hellis- heiði ber að likum nafn sitt af hellum þeim og hraunglufiam, sem hún er krök af. Hún hefir ekkert vatnasarrrtband, svo sýnilegt sé, við Fóellnvötnin, hvað þá að Elliðaárn- ar hafi þar upptök sin. Máske að Valur vilji teigja Elliðavatnið austur að Heklu og kalla hana Elliðaheklu. Það eina, sem Valur finnur að með réttum rökum, er það að Geit háls er nefndar eftir að komið er inn i Seltjarnarneshrepp, og vill Krummi fúslega við það kannast að þar gætti nokkurrar ónákvæmni; ekki af þvi að Krummi vissi það ekki áður. Hann tók Geitháls með vegna þess að hann var i leiðinni frá Lögbergi að Hólmi. 'Enda ekki nema um 30 faðma frá hreppamót- um. Loks segir Valur að Hvarfið sé I norður eða landnorður frá Vatns- enda. Þar er honum enginn kunn- ugur samdóma. Hvarfið er á milli Vatnsenda og Breiðholts, en Breið- holt er sem næst vestri frá Vatns- enda. Krummi biður Val að virða vel, þó að hann hafi snúið flestum leiðrétt- ingum hans I villu. Hyggur að svo skyldir fuglar muni þekkjast og það að góðu. Kveður hann því með beztu óskum um gott vor og liðan. Krummi. 1 pacbok j Gangverð erlendrar myntar. Bankar Doll. U.S.A. & Canada 3,50 Fósthúi 8,60 Frankl franskur 62,00 60,00 Sænsk króna ... 109,00 110,00 Norsk króna ... 104,00 106,60 Sterllngspund ... 16,00 16,00 Mark ... 68 00 ... Holl. Florin ... ••• ... 1.37 Austurr. króna... Hjálparstarfsemi Bandalags k v e n n a. Viðtalstíml mlðvlkud. og föstud. kl. 2—4 á lesstofu kvenna, Aðalstræti 8. Föstagnðsþjónusta í dómkirkjunni i kvöld kl. 6: sfra Fr. Friðriksson. I Avexti selur Jén frá Vaðnesi. Þilskipin, sem stunda eiga fisk- veiðar hóðan í vor, eru nú á förum í fyrstu ferðina. Skautafélagið ætlar að efna til dansleiks á laugardaginn. f>eir sem ætla að taka þátt i dansleiknum ættu að skrifa sig á listann sem fyrst, því annars er ekki að vita nema hætta verði við dansleikinn. Kristján Linnet sýslumaður í Borg- arnesi dvelur hér i bænurn þessa dagana. John Storm verður enn sýnd í Nýja Bió í kvöld, og verður það lik- lega i síðasta sinn, sem mönnum gefst kostur á að sjá hana. Skip, sem ekki er hægt að sökkva. Maður er nefndur Hudson Maxim og er Bandaríkjaþegn. Hann þykist hafa fundið það upp að útbúa skip þannig að þau geti eigi sokkið, enda þótt þau séu skotin tundurskeyti. Um miðjan janúarmánuð kvaddi viðskiftanefnd þingsins hann á sinn fund og lét hann skýra sér frá hug- mynd sinni. í ræðu sinni mælti hann þá meðal annars: — Tjónið, sem óvinirnir valda oss með þvi að kafskjóta skip vor, nemur til jafnaðar 6000 dollurum á minútu hverri. Ef vér gætum kom- ið skipum vorum yfir hafið án þess að hægt væri að sökkva þeim, þá væri mikið unnið. Og við getum það. — Siðan mintist hann á það, að Goet- hals herforingi, Capps flotaforingi og aðrir ráðandi menn i flotamáluro, hefðu ekkert viljað sinna uppgötvun sinni. En hann ivaðst hafa skýrt Thomas A. Edison frá uppgötvun- inni og hann hefði sagt að hún mundi heppileg og framkvæmanleg. Uppgötvunin byggist á því, að hafa byrðing skipanna tvöfaldan úr stáli og milli byrðinganna bólka, fylta með vatni. Þegar tundurskeyti kem- ur á skipið molar það fyrst ytri byrð- inginn. Sprengingin lemur svo vatns- hóikunum við innri byrðinginn og rofna þeir og eyða i þá einu vetfangi ölfcim þeim hita, sem af sprenging- unni hefir komið og eins gasi. — Viðskiftanefndin er nú að ihuga hugmyndina og má vera að tilraunir verði gerðar með það að smíða skip eftir fyrirsögn Maxims. SPIL x fást í Tóbakshúsinu Laugavegi 12. Simi 700. Frystir aittir ágæt fiskisæl beita = er til sölu = Upplýsingar ■4® í síma 594 SPiL selur Jón frá Vaðnesi. Barniaus hjón sem viija taka barn til eignar eða uppfósturs, geta fengið erfnilegan dreng 3l/2 árs nú þegar. Upplýsingar á afgreiðslu blaðsins. $ tXaupsfiapur $ Brúkuð prjónavél óskast til kaups* Markús Þorsteinsson, Frakkast. 9. ^ £eiga Góð íbúð í Hafnarfirði til Ieigu frá 14. maí, þrjár stofur og eldhús á neðri hæð. Semjið við Jón Jóns- son Brekkugerði hafnarfirði. Ágat Spil íást í verzlun Geirs Zoéga. Kartðflur gaddaðar, sem ekki hafa þiðnað, verða seldar 1 smásölu meðan birgðir endast á 16 aura pundið. Reynslan sýnir að frosnar kartðflur geymast óskemdar ef þær þiðna ekki fyr en þær eru notaðar. Simi 259. H.f. „Isbjöminn" ?iJ Skothúsveg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.