Morgunblaðið - 23.03.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.03.1918, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Ennþá er Lifía búðiti nógi ' r fyrir alla, sem vilja kaupa nýjir og ódýrar vörur. — M klar birg3!r af r’lskonar vörum nýkomnar. Ódýr páskamatur. Ágætar Rjúpur verða'seldar fyrir páskana. Tekið á móti pöntunum hjá Jóni Hjarfarsyni & Co. Talsími^áO. Hafnarstræti 4. t Hans Andersen. í fyrramorgun andaðist hér i bæn- um Hans Andersen verzlunarmaður, rúmlega þritugur að aldri. Banamein hans var lungnatæring. Hans Andersen var góður dreng- ur. Hann var einn þeirra manna, sem fáskiftir eru, hann átti fáa vini, en enga óvini. En þeir fáu sem þektu hann, viitu hann og elskuðu sem góðan dreng, mann sem ekki vildi vamm sitt vita. Framúrskar- andi prúður i allri framkomu var hann, drenglyndur og heiðursmaður i hvivetna. Tungu-eignin. Svo sem menn muna keyti Dýra- verndunarfélagið eignina Tungú við Laugaveg til þess að koma þar á fót greiðastað fyrir ferðamenn og hesta þeiira. Nýlega var ráðsmanns- staðan auglýst laus og 80 manns sóttu um hana. Af öllum umsæk- endum hefir Óskar Gislason frá Miðdal verið kosinn. Dýraverndunarfélagið gerir ráð fyrir því, að geta hýst hesta ferða- manna, og einnig á þar að verða stofnun fyrir sjúkar skepnur, og ef til vill greiðastaður fyrir ferðamenn. Hér er um mjög þarflegt fyrir- tæki að ræða, sem vonandi er að Dýraverndunarfélagið beri fram til sigurs. Bæjarstjórnarfundur 21. þ. m. Skúlagata. Samkvæmt tillögu bygginganefnd- ar var samþ. að gatan, er liggur með sjónum austur frá Batteriinu, skyldi heita Skúlagata, eftir Skúla Magn- ússyni landfógeta. í sambandi við það sagði ólafur Friðriksson að sér fyndist rétt að láta þann hluta »Batterísins«, er enn væri eftir, standa til minningar um Jörund hunda'dagakonung og at- burði þá er gerðust í sambandi við hann, jafn vel þótt minningar þær gætu varla talist hugþekkar. Sig. Jónsson lét sömu ósk í ljós, en engin til- laga kom fram frá þeim að þessu sinni. Söluturninn stendur ennþá á Lækjartorgi í mestu ónáð bæjarstjórnarinnar. Eigandi hans, ['Einar Gunnarsson, hefir nú sótt um leyfi til að setja hann i hornið á garði Halldórs Daniels- sonar (gamla kirkjugarðinum) þar sem Kirkjustræti og Aðalstræti mæt- ast. Byggingarnefndin vildi synja leyfisins. [/ En^ 'um umsókn þessa urðu allmiklar umræður. Allir voru á móti þvi að turninn væri leyft að flytja á þennan stað. En Ólafur Friðriksson vildi gera þá miðlun, að E. G. væri leyft að hafa hann á Lækjartorgi, suður við hornið þar sem Kalkofnsvegur og Hverfisgata mætast, sem sótt hefði verið áður um að láta hann slanda. Sagði að margt annað gæti sært fegurðartil- finningu manna meira hér i bænum en að sjá Söluturninn þar. Benedikt Svemsson og bann komu svo fram með tillögu samhljóða þvi að veita eiganda turnsins leyfi til að láta hann standa á siðarnefndum stað. Borgarstjóri sagði bæjarstjórnina ekki geta gengið með það mál fram hjá byggingarnefnd, hvar turninn fengi að standa, benti á að honum væri heimill staður á Vitatorgi. Lára 1. Lárusdóttir srgði að sér fengi það undrunar að nokkur mað- ur skyldi vilja leyfa turninum, eins og bann væri, að standa við þá staði í bænum er fegurstir væru, sem í garði H. Daníelssonar eður á Lækjar- torgi, því að litill þrifnaður hefði fylgt honum til þessa og því síður fegurð. Nokkrir bentu á að turninn ætti ekki að verzla með annað en blöð, frlmerki póstspjöld c. s. frv., auk þess að menn hefðu þar aðgang að talsíma. Lauk þvl máli svo, að Ó. Fr. og B. Sv. tóku tillögu sína aftur og synjun byggingarnefndar var sam- þykt. VeiOiréttur i ElliDaánum I sumar var samkvæmt tillögu fast- eignanefndar veittur Sturlu kaupm. Jónssyni fyrir 5000 kr. 5 aðrir höfðu sent tilboð I veiðiréttinn; voru þau frá 4600 til 4800 kr., en S. J. hæst eða 5000 kr. Skilmálar fyrir veiðinni eru að öðru leyti sömu og síðast- liðið ár. Ól. Friðriksson sagði að meiri leiga mundi fást fyrir árnar ef bærinn byði þær þeim er óskuðu dag ogdag, því að margir hefðu áhuga til veiðiskapar, sem ef til vill væru útilokaðir frá honum með þessu móti, eins gæti bærinn þá haft eftir- lit með að hirðuleysi ætti sér ekki stað þar. Eins mætti auka laxveið- ina með ýmsu móti ef alúð væri lögð við það. Hafnarvaröar8tö0una á sjó var samþ. að veita Oddi Jóns- syni hafnsögumanni. Jón Olafsson sagðist geta lýst ánægju sinni yíir því hverjum hafi venð veitt staðan. En sér þætti em- bættum fjölga við höfnina, þar sem þau væru orðin 4, og eigi hefði verið nauðsyn á að skipa I þetta embætti, ef þeir sem áður hefðu hlotið stöður við höfnina, hefðu ver- ið færir til að gegna þessu starfi, Höfnin hefði vart þær tekjur ennþá, að teljast mætti fært að hafa svo dýra umsjón með henni. Gjaldskrá fyrir höfnina væri ekki gengin I gildi enn þá, vantaði samþ. stjórnarráðs- ins. Og benda vildi hann hafnar- nefnd á það, að athuga ástæðurnar áður en fleiri embætti væru veitt við höfnina, eins og t. d. að skipa sérstakan hafnatverkfræðing, sem jafnvel mætti búast við þar, en samkvæmt skipunaibréfi núverandi hafnarstjóra væri honum falið að gegna þeirri stöðu fyrst um sinn. Bor^arstj. sagði ástæðulaust að ótt- ast það, að sérstakt hafnarverkfræð- ingsembætti yrði stofnað, eður fleiri embætti við höfoina núna fyrst um sinn. Hann kvaðst vonast eftir að stjórn- arráðið myndi nú næstu daga samþ. hafnargjaldskrána, hún væri nú bú- in að ganga aftur og fram, á milli Pílatusar og Heródesar, eða frá stjórn- arráðinu til Krabbe verkfr. og sín aftur og aftur. Ben. Sv. sagði það ánægjulegt, að nú loks mundu bæjarmenn ánægðir með það, hvernig hér hafði skipast með hafnarvarðarembættið, því að óánægjan hefði verið næg fyrir, yfir þvi hverjir hefðu verið settir I hafn- arembættin, og það svo, að þvi væri fleygt að skip, er kcstaði margar miljónir króna, hefði strandað hér' fyrir þekkingarleysi hafnarstjórnar (Sv. Bj.: Og togarar seldir). Það mætti fremur kallast bygt I lausu lofti. Með strand þetta væri öðru máli að gegna, þar sem talsverðar ástæður hefðu verið færðar fyrir þvf að þar hefði betur mátt takast. Eins kvaðst hann vilja benda á, að einhvern góðan mann þyrfti að fá I stað Odds Jóussonar fyrir hafn- sögumann. Einnig mundi æskilegt að eftir 2—3 ár yrðu reglur þær, er nú hefðu gerðar verið fyrir notk- unhafnarinnar, aðrir endurskoðað, og þá borið undir skipstjóra og sjó- menn, ef þeim þætti eitthvað at- hugavert, þvl að mikilsvarðandi væri að gera þá ánægða. Borgarstjóri sagði það og æskilegt, og mundi gert verða, því að ýmislegt gæti fram komið, sem breytinga þyrfti, er reynsla væri komin, enda hefði reglugerð sú, er hefði verið gerð, verið borin undir skipstjóra- félagin »AIdan« til umsagnar. Þorv. Þorvarðarson vildi láta kalla hinn nýja hafnarvörð hafnarfógeta eða hafnarformann. Briet Bjarnhéðinsdótir vildi láta kalla hann hafnarfógeta. Nafnið fó- geti væri gamalt og gæti ekki fallið neinum illa. 01. Fr. vildi það ekki; sagði fáa geta nefnt það rétt; við að nefna það kæmi kökkur I háls margra, svo að I úttali yrði það »fóiti*. Vildi látr nefna hann hafnarformann. Jón Þorláksson hallaðist aðjjþvl að kalla hann hafnarfógeta; sagði rangt að láta tvo menn hafa sama nafn, þann er undir eftirliti hafnarstjóra hefði það eitt á hendi að gæta hafn- artækjanna I landi og hinn, er hefði umsjón með skipum á höfninni^. auk þess sem það væri miklu á- byrgðarmeira starf. Engin tillaga kom þó fram fri þessum fulltrúum um nafnið, því að þeir munu ætlast til að hafnaruefnd geri síðar aðgreiningu á þessum samnefndu embættum við höfnina. NiOurfærsla á útsvörum. Samþykt að færa niður útsvör á á þessum tveim mönnum fyrir árið 1917: Einari Einarssyni Hverfis- götu 72, , úr 250 kr. I 50 kr. og Alexrnder Jóhannessyni Klapparstíg 1 c, úr 350 kr. I 150 kr. Frh. Bandaríkin og Búlgaria. FriOsllt í vændum. Frönsk blöð herma það alveg ný- lega, að Stephen Panareiefl, sendi- herra Búlgara I Washington, hafi tekið sér ferð á hendur til Florida, F.n þessi för hans sett I samband við það, að Bandaríkin muni bráð- lega segja Búlgurum strið á henduiv

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.