Morgunblaðið - 10.04.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.04.1918, Blaðsíða 2
2 MORGTJNBLAÐIÐ Jóh. Jóhannesson með kr. 211.20. Til þingkostnaðar er og talin heið- ursgjöf, kr. 5000.00, handa Kletta- fjallaskáldinu. í hefti þessu, sem hér um ræðir, eru og birtir samningar forsetanna við prentsmiðjurnar um prentun fyrir þingið, og önnur fylgiskjöl. Prent- unarkostnaður nam kr. 58475.84, þar með talin laun yfirskoðunar manna landsreikninganna og próf- arkalestur. Nefndakostnaður hefir numið kr. 2527.05, viðhaldskostnað- ur á Kringlu kr. 1591.70, aðstoð og aukavinna kr. 1541.00. Dýrastur þingmaður er Þorleifur i Hólum. Hann hefir á báðum þingunum fengið kr. 2065.00 í þing- kaup og þingfararkostnað. Verzlunin GULLFOSS Nýkomnar Lundúnavörur: Borgarinnar vandaðasta og fullkomnasta úrval af léreftum úr hör og baðmull, borðdúkum, serviettum, ágætum handklæðum, og handklæðadreglum, hör- og tyllblúndum, bróderingum, pífum (hvítum og svörtum, smekk- legum að vanda), óvenjulega fallegum dömukrögum, vasaklútum teygjudöndum, að einlitu haldgóðu stúfa- sirtsi ógleymdu. — Gullfallega morgunkjólatau, drengjabuxur, og saumnálarnar viðurkendu mætti líka nefna, ásamt mörgu fleira, er hér yrði of langt upp að telja. — Sparið tíma og* peninga á meðan birgðir endast. JTlimid sítna 599. Kveldskemtun verður í Iðnaðarmannahúsinu miðvikudaginn ro. apríl kl. 9. SKEMTISKRÁ: Leikið: Valeur & Co. — Einsöngur — Danssýning. Aðgöngumiðar seldir í Iðnó í dag frá kl. 10—7e. m. og kosta beztu sæti kr. 1,50, alm. sæti kr. 1,00, standandi kr. 0,75, barnasæti o,50. Tlánar á göfuaugíýsingum. Sjúkrasamlag Reykavíkur heldur aðaltuud í Bárunni (niðri) miðvikudaginn 17. þ. m., kl. 9 síðdegis. Dagskrá samkvæmt Sjúkrasamlagslögunum. Lagabreytingar liggja fyrir fundinum. Reykjavík, 9. april 1918. Stjórnin. Ný fataefni. Blátt Cheviot (Yactklub) fl. tegundir. Buxnaefni o. fl, Nýkomið alt mjög ódýrt eftir gæðum. Guðm. Sigurðsson klœðskerl. Þingmálafundur í Vestmannaeyjum í fyrradag var haldinn þingmála- fundur í Vestmannaeyjum. Voru þar ýms mál tekin fyrir og nokkrar fundarsamþyktir gerðar. Skorað var á þingmann Eyjaskeggja að flytja frv. um siglingafána og styðja það mál af krafti á þinginu. Fundurinn lýsti vantrausti sinu á núverandi stjórn. Var sú tillaga sam- þykt með ofurlitlum meirihluta. Tillaga um skipun bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum samþ. Þess var krafist einum rómi, að skora á landsstjórnina að láta skip þau, sem hún hefir til umráða, koma við í Vestmannaeyjum i hverri ferð. Fundurinn skoraði á stjórnina að sjá um að björgunarbátur yrði smið- aður handa Vestmannáeyjum. Loks krafðist fundurinn betra síma- sambands við Reykjavíkur, einkum með því að lagður yrði annar þráð- ur milli Miðeyjar og Reykjavíkur, sem kæmi Vestmannaeyjum í betra samband við höfuðstaðinn. Fundurinn var fremur fjölmennur en þó voru margir menn á sjó. — Hann fór hið bezta fram og var örugur. DAGBOK Gangverð erlendrar myntar. Banksr Doll. U.S.A. & Canada 3,50 Fóithúa 8,60 Frankl franskur 62,00 61,00 Sænsk króna ... 109,00 110,00 Norsk króna 104,00 105,00 Sterllngspund 16,00 15,50 Mark ... _ ... 68.00 65,00 Holl. Florin 1,55 1.55 Austurr. króna... — — — - - - Hljómleikar. A föstudagskvöldið mun hr. P. Bernburg og hljóðfæra- flokkur hans hafa hljómleika í Gamla Bíó. Verða jafnframt sýndar kvik- myndir. Eins og allir vita, þeir er hljómlist unna, 'þá er hér um góða skemtun að Jræða eins og altaf á hljómleikum Bernburgs, þvf að það er líklega sá maðurinn er mesta rækt leggur við hljómlist og altaf er óþreyt- andl við það að sameina sem bezt þá krafta sem hér er á að skipa í þeim efnum. Fer það orð með réttu af Bernburg, að hann komi aldrei opin- berlega fram nema því að eins að hann og flokkur hans hafí upp á eitt- hvað gott að bjóða. Skákþinginu var lokið í fyrrakvöld. Fórþaðsvo að þeir Eggert Guðmundss. og Stefán Ólafsson sigruðu alla keppi- nautana, en er þeir tefldu saman fór svo að Eggert vann og er því skák- meistari íslands og heldur verðlauna- gripnum sem fyrir það er gefinn, en það er skákborð og tafl. Keppendur voru að þessu sinni átta. Pétur Zophoniasson tók ekki þátt f kappskákinni. '' »AUiance«, danska seglskipið verð- ur tekið á dráttarbrautina i kvöld til eftirlits og ýmsra smáviðgerða. Hörkufrost gerði hér i fyrrakvöld Bkyndilega. Frost um alt laud í gær- morgun, mest 16 stig á Grírasstöðum, 9,4 stig hér í bæ. Alþingi verður sett eftir hádegi í dag, líklega kl. 2. Fyrir þingsetn- ingu verður guðsþjónusta f dómkirkj- unni og prédikar þar sr. Eggert Pálsson á Breiðabólstað. B o t n i a. Samkvæmt símskeyti, sem Sameinaðafélaginu barst í gær- morgun frá Khöfn. á Botnia að leggja á stað þaðan næstk. sunnudag, 14. þ. m. áleiðis hingað. Lagarfoss ervæntanlegurhing- að í dag snemma. Skipið fer héðan væntanlega á föstudaginn áleiðis til Noregs með um 7000 tunnur af kjöti. Gildir sama regla um Lagarfoss sem önnur skip, sem flutt hafa kjöt til Noregs, að það má ekki taka póst né farþega. S»G e i r« fer í kvöld vestur tif Grundarfjarðar til þess að reyna að ná Svaninum út' Kvöldskemtun verður hald- in í Iðnó i kvöld, sama skemtun og haldin var hér fyrir skömmu. A- góðanum verður varið til þess að styrkja fátæka berklaveika stúlku sem uauðsynlega þarf að komast á heilBuhælið. Skemtunin þótti góð þegar hún síðast fór fram og er þess að vænta, að bæjarbúar fjölmenni þangað nú, eigi síst þar sem til- gangurinn er svo gúður. S t e r 1 i n g var á þórshöfn f gær og kemur væntanlega hingað í byrj- un næstu viku. Skipstjóri segir í símskeyti til Eim- Bkipafélagsins að hafís sé töluverður út af Sléttu. Ný uppfynding. Þegar skip eru kafskotin i vond- um veðrum á vetrum, og skipverjar verða að flýta sér í skipsbátana, ber það oft við að þeir eru fáklæddir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.