Morgunblaðið - 05.05.1918, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.05.1918, Blaðsíða 3
5. mai 179 tbl. MOKGUNBLAÐIÐ Forspil heimsstyrjaldaiimiar. Ur skjölum rússnesku utanríkis- stjórnarinnar. Landvinningafyrirætlanir Rússa. Rússneska skáldið Maxim Gorki hefir eigi alls fyrir löngu birt í blaði sinu »Nowaja Shisnjc grein sem hann nefnir »Undirbúningur heims- styrjaldarínnar*. Er sú grein út- dráttur úr ýmsum skjölum, sem fund- íst hafa í skjslasafni rússneska utan- rikisráðuneytisins. Meðal annars er þannig frá skýrt: Hinn 21 febrúar 1914 — eða fimm mánuðum áður en striðið hófst — ■var i Petrograd haldinn leynifundur til þess að ræða um það að Rússar legðu undir sig Miklagarð og Hellu- sund. Það var þá þegar búist við f>ví að þetta mundi leiða til Norður- álfuófriðar og hlutdeild Serbiu, Búlg- aríu, Grikklands, Rúmeniu og annara rikja i ófriðnum var ákveðin fyrir fram. Gerðabók leynifundarins var lögð fyrir Nikulás keisara til stað- festingar og hann reit þar undir með eigin hendi: »Eg viðurkenni að ðllu leyti ákvarðanir fundarinsc. Þessar ákvarðanir fundarins eru því ekki draumórar einhverra em- bættismanna, heldur eru þær ákveðin stefnuskrá rússnesku stjórnarinnar. Á fundi þessum, er nér um getur, sátu þeir Sassonov,, utanrikisráðherra, Crigorovitch flotaráðherra, Shilniski herstjórnarráðsformaður og Giers, hinn þáverandi sendiherra Rússa i Miklagarði, ásamt háttsettum her- og flota- foringjum. Þegar fundurinn hófst, skýrði utan- likisráðherrann frá því að hann hefði 1 nóvembermánuði lagt fyrir keisar- ann álit frá stjórninni til yfirlits og yfirvegunar. í áliti þessu var það tekið fram, að i sambandi við breytta heimspólitik mætti búast við þvi þá bráð lega að þeir atburðir gerðust er breyttu alþjóðanotkun Hellusunds. Það væri þess vegna nauðsynlegt að gera þeg- ar ráðstafanir til þess, að tryggja Rússum heppilegra lausn á þessu tnáli. Utanrikisráðherrann kvaðst eigi bú- ast við þvi, að þjóðadeilur mundu risa þá bráðlega en kvaðst þó á hinn tbóginn alls eigi geta ábyrgst að eigi yrði bráðlega breyting í suðaustur- hluta álfunnar. Rússland gæti ekki þolað það að nokkurt annað ríki næði valdi á sundunum inn í Svarta- haf og þess vegna væri nauðsynlegt að taka ákvarðanir um það að Rúss- ,ar næðu þeim sem allra fyrst £ sjtt vald. Hann kvaðst búast við að bæði 'Grikkland og Búlgaría mundu rísa öndverð gegn þvi að Rússar tækju sundin og þess væri tæplega að vænta, að Serbia gæti veitt Rússum lið, þvi að Rússar mundu aldrei geta náð sundunum nema með því að hleypa upp Norðurálfuófriði og þá yrðu Serbar nauðbeygðir til þess að ieggja fram alla krafta sina gegn Austurriki-Ungverjalandi. Eigi kvaðst hann heldur búast við þvi að Rú- menar mundu viija veita Rússum lið i ófriði gegn Austurríki, en á hinn bóginn taldi hann það óliklegt, að Þjóðverjar og Austurríkismenn mundu senda herlið suður til sund- anna. Formaður herstjórnarráðsins sagði að Rússar mundu alls eigi geta lagt undir sig Miklagarð og sundin án þess að af þvi hlytist Norðurálfu- styrjöld. Giers sendiherra kvað það nauð- synlegt að ákveða fyrirfram hve mik- ið herlið þyrfti til þess að ná borg- inni og sundunum og þar með slá þvi föstu, að eigi mætti kvika frá þeirri fyrirætlan og eigi senda það herlið neitt annað. Njemitz flotaforingi, sem var full- trúi flotaráðsins, sagði að Rússland mætti til með það að leggja undir sig Miklagarð og sundin jafnskjótt sem ófriður vær hafinn vestur á við. Var þá rætt um það hvernig ætti að koma herliði á land í Tyrklandi og sagði Sassonov að það væri æski- legt, að landgönguherinn — sem átti að kalla saman á 3—4 dögum — væri þegar í stað sendur til Sæ- viðarsunds með skipum svo að hann jrrði kominn þangað eigi síðar en 4—5 eftir að herör væri upp skorin. Var svo rætt um allan þann við- búnað og undirbúning er til þess þyrfti að koma fyrirætlaninni í fram- kvæmd sem allra fyrst og var stjórn- inni falið að sjá um ailan undirbún- inginn. Sérstaklega var það ákveð- ið að flotastjórnin skyldi þegar i stað finna einhver ráð til þess, að landgönguherinn væri kominn f ákvörðunarstað eigi síðar en 4—5 dögum eftir að herskipun kæmi. Fundurinn ákvað að Rússar skyldu hafa a.lan viðbúnað til þess að ná sundunun sem fyrst á sitt vald. Keisarinn félst algerlega á þessar ákvarðanir og viðbúnaður var þegar hafinn til þess að koma þeim i fram- kvæmd. »Novaja Shisnjc bætir við: Tæki- færið til þess að ráðast i ófrið og ná sundunum gafst bráðlega. Rúss- land hafði þegar frá öndverðu ætlað að koma ófriðnum þannig á stað að spana Serba upp á móti Austurrikis- mönnum og siðan koma fram sem verndari Serbiu. Þetta gerðu Rússar, en það var eigi viljaleysi að kenna að þeim tókst eigi að ná Miklagarði og sundunum. Friðarsamningar Rúmena. Bráðlega verða nú friðarsamning- ar Rúmena og Miðrikjanna staðfest- ir. Þeir Köhlmann og Burian hafa verið suður i Bnkarest undanfarna daga til þess að leggja smiðshöggið á. Menn vita því enn eigi með neinni vissu hvernig friðarsamning- arnir eru, en skömmu áður en Czernin sagði af sér, skýrði hann frá ýmsu viðvikjandi samningunum og skal hér skýrt frá þvi helzta. Landamæri Rúmeniu og Austur- rikis-Ungverjalands verða »Iagfærð«, eins og fyr er frá skýrt. Til þess að tryggja siglingar á Duná og »járnhliðiðc — þannig að Austur- rikismenn missi eigi vald á ánni þar i skarðinu þótt til ófriðar dragi — eiga landamærin framvegis að vera um hæðirnar hjá Turnu-Leverin. Hjá Szurduk-skarðinu færast landa- mærin snður til Lainic til þess að tryggja kolanámumar hjá Petroseny. í þessum miklu kolanámum voru graf- in 9 milj. metercentner af kolum síð- asta friðarárið. Hjá Nagyszeben og Fogoras færast landamærin 15—18 kilómetra inn í Rúmeniu og hjá öllum helztu fjallaskörðunum, svo sem Predeal, Bodza, Gyimes, Bahas og Tölgyes færast landamærin svo langt inn í Rúmeniu sem nauðsyn krefnr, að áliti Austurrikismanna. Hyrnan, sem skagar inn i Austur- riki sunnan við Bukowina, fellur undir Austurríki frá línu sem dregin er suðnr frá Kimpolung að Töl- gyes-skarðinu. Austan við Czerno- witz færast landamærin nokkuð inn i Rúmeniu, til þess að tryggja höfuð- borg Bukowina betur en áður gegn óvina-árásum. Sú hlið friðatsamningsins, er að viðskiftalifinu snýr, er að eins áfram- hald af friðarsamningunum við Ukraine. Czernin skýrði frá því, að til þessa hefði litið fluzt til Mið- rikjanna frá Ukraine, vegna sam- gönguerfiðleika. En með friðinum við Rúmena opnast siglingaleiðir eftir Duná og suður i Svartahaf, svo að nú er hægt að flytja Svarta- hafs-rúginn og hveitið með skipum frá Odessa og alla leið til Wien. Auk þess verður Rúmenia annað aðal-forðabúr Miðrikjanna. Czernin skýrði frá þvi, að Austnrrikismenn gætu fengið þaðan 70.000 smálestir af mais af uppskerunni i fyrra. En alt það, sem Rúmeaar hafa afgangs af uppskerunni 1 sumar, á að skift- ast jafnt milli Þjóðverja og Austur- rikismanna, og er búist við að 400.000 smálestir af korni, belg- ávðxtum og fóðurefnum komi i hvors hlut. Með friðarsamningunum hefir Austurríki einnig trygt sér kvifé á fæti frá Rúmeniu, 300.000 sauði og 100.000 svin. í viðskiftj- samningi er Austurriki og Rúmenía gerðu með sér árið 1909, var það bannað að flytja lifandi kvikfé til Austurrikis, en nú hefir hin knýj- andi matvælaþörf i landinu orðið að ganga fyrir hagsmunum stórbænd- anna. Um steinoliulindirnar i Rúmeniu sagði Czernin ekki annað en það, að Austurrikismenn hefðu að fullu gætt hagsmuna sinna á þvi sviði. i ■ 3 Hinn 7. aprll var liðið eitt ár sið- an Bandaríkin sögðu Þjóðverjum stríð á hendur og var þá útgefin tilkynn- ing um það hvað Bandaríkin hefðu gert á árinu. Útgjöldin, að undanteknum lánum til bandamanna, námu 12.067.278. 679 dollurum. I hernum voru 9524 liðsforingar og 202.510 liðsmenn fyrir ári, en nú eru i honum 123. 801 liðsforingi og 1.528.924 liðs- menn. Samþykt fjárframlög til her- málaráðuneytisins nema 7.467.771, 756 dollurum og auk þess hefirráðu- neytið fengið úr rikissjóði 3.006.761. 907 dollara á tímabilinu frá 15. júní til 9. marz. í flotaliðinu eru nú 31.000 liðsfor- ingjar og 330.000 sjóliðar en í fyrra voru þar 4792 liðsforingjar og 77.946 sjóliðar. í skrifstofum flotans og flotastöðvum vinna 425.000 menn. Útgjöld flotans árið sem leið voru 1.881.000.800 dollarar en til hans hafa verið veittir 4.333.171.664 doll- arar. 28 dögum eftir friðslitin voru ameríkskir tundurspillar komnir til brezkra hafna til þess að hjálpa til við strandvarnir. 88 dögum eftir friðslitin gekk fyrsta herliðsending Bandarikjanna á land i franskri höfn, og 99 dögum siðar fékk Bandarikja- herinn »eldskirnina« á vesturvlgstððv- unurn. 1 janúarmánuði fékk hann ákveðið svæði að verja í Frakklandi. Bandarikin hafa keypt 23 miljónir af handsprengjum, 750.000 »Rekylc- byssur, 2 50.000 marghleypur, 23 milj. stóira sprengikúlna, 472.246.000 pd. af sprengiefni, 240.000 vélbyssur og 2.484.000 riffla. Tæpum þrem vikum eftir að her- skyldulðgin gengu i gildi, höfðu 10 miljónir manna gefið sig fram til herþjónustu. A árinu hefir sjúkrahúsum hersins fjölgað úr 7 f 63 og sængum úr 5000 i 58.400. Með viðgerð á þýzkum skipum, sem skipshafnimar höfðusjilfarskemt, hefir amerikski her- og kaup-skipa- stóllinn aukist um 700.000 smálestir. A árinu fékk flotamálaráðuneytið 60.000 bréf frá hugvitsmönnum um ráð til þess að afstýra kafbátahætt- unni. Þýzk-brezk iðnsamsteypa. Menn mun reka minni til þess, að frá því var skýrt i skeytum hér f blaðinu að ráðagerð væri frammi nm það, að koma á samningi milli Breta og Þjóðverja I iðnaði. Fyrst og fremst mun mönnnm þetta minnisstætt, vegna þess að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.