Morgunblaðið - 05.05.1918, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.05.1918, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐlÐ S Kaupstelnan í Leipzig. »Aðgangur bannaður* stendur rit- að ósýnilegu letri yfir hliðum hins mikla þýzka ríkis og »Aðgangur bannaðurc hefir svarið jafnan verið i þýzka konsúlatinu að undanförnu, þegar einhver danskur þegn hefir viljað íá vegabréf þangað. hn í öndverðum marzminuði varð breyting á þessu. Dyrnar voru opn- aðar og Danir börðust um það að fá að komast með hraðlestinni til Berlin. Það var kaupstelnan i Leipzig, sem nú fór í hönd og það er víst óhætt að fullyrða að engum nor- rænum kaupmanni, sem rekur þar viðskifti, hefir verið neitað um vega- bréf. Það er bariat á mafgan annan hátt heldur en með vopnum, og það er ekkert leyndarmál, að i löndum bandaroanna er viðbúnaður til sam- kepri i þvi skyni að draga fram- vegis úr alheimsþýðingu kaupstefn- unnar í Leipzig. Það er þess vegna nauðsynlegt fyrir Leipzig að halda samböndum sinum við umheiminn að svo miklu leyti sem unt er, og sýna það, að þrátt fyrir sttið og blóðsúthellingar og hafnbann, verð- ur eigi hjá þvi komist að nota mark- aðinn þar. Auk þess sýnir þessi »sriðs- kaupstefna* gestunum hvernig Þjóð- verjar hafa með snild og dugnaði kunnað að hjálpa sér sjálfir og fram- leiða nýjar vörur, sem þráfaldlega bera vott um aðdáunarverða hug- vitssemi. Og þegar þannig var greitt fyrir kaupmönnum frá hlutlausum löndum til þess að komast á kaup- stefnuna í Leipzig, þá hefir ástæðan auðvitað verið sú meðfram, að sýna þeim hvað Þjóðvetjar hefðu komist langt í þvi að finna nýjar hrávörur. 40.000 gestir komu til kaupstefn- unnar i Leipzig 1916 — og var það hiö mesta fjölmenni sem þá hafði þekzt þar. En aðjþessu sinni komst gesta- talan upp í 75.000 og þar af leið- andi varðj svo mikið fjör i kaup- stefnunni að mönnum gleymdist al- gerlega strið."og dýrtíð. Það var eigi létt verk að útvega öllum þessum sæg húsaskjól, en það tókst þó ágætlega. í Leipzig eru ekki meira en'^ooo gestarúm í gisti- húsunum, og af þeim höfðu Leipzig- búar sjálfir 2000, því að margir kjósa nú að dvelja i gistihúsum til þess að losna við búsáhyggjurnar. Það varð því að útvega nær öllum að- komumönnum húsaskjól hjá »privat«- mönnum, og þess vegna var tæp- lega nokkurtj það heimili, meðal miðlungsstéttarinnar, að þar væru eigi leigð eitt eða,tvö herbergi handa aðkomumönnum. Það var líkt og þá er danskir fiskimenn leígja baðgest- um herbergi sin á sumrin og hýr- ast sjálfir i gripahúsum, ásamt kon- nm börnum, hænsum og svinum. Til þess að sjá ölium þessum að- komusæg fyiir hfsnauðsynjum, hafði borgin dregið að sér aukabirgðir, svo að veitingahúsin höfðu góðan og mikinn mat á boðstólum. Mörg hundruð þúsund ostrur höfðu kom- ið frá Hollandi, og voru seldar á veitingahúsunum á 2 mörk og 75 pfennige hverjar 10. Það var há- marksverð. Af kjöti voru slíkar gnægðir, að jafnvel á kjötlausu dög- unum höfðu flest veitingahús uxa- brjóst og Wienarschmitzel á mat- seðlum sínum. Yfirleitt virðis stór- um vera að rakna úr matvælaskort- inum i Þýzkalandi. Blöðin í Norð- ur-Þýzkalandi segja það í hálfgerðri gremju, að í Suður-Þýzkalandi, t. ,d. Bayern, lifi menn i allsnægtum. í Berlín verða ferðamenn líka varir við mikla breytingu til batnaðar frá þvi sem var i fyrra. Að visu ar mat- urinn á hinum fínni veitingahúsum eigi jafn fjölbreyttur og áður, þvi að siðan lögreglan lokaði »HilIer< og »Dressel* hafa einnig hinir stærri veitingamenn varast það eins og heitan eldinn, að gera daglegum gestum sínum hærra undir höfði en öðrum. En i öðrum veitingahúsum er nú alstaðar framretddur staðgóð- ur og ljúffengur matur fyrir skap- legt verð. Eins og fyr er sagt, komu 75.000 gestir til kaupstefnunnar í Leipzig í vetur, og þar sem allur þessi mikli skari, ásamt jafnmörgum borgarbú- um, safnaðist saman i þeim hluta borgarinnar, þar sem kaupstefnan er háð, má nærri geta að þar hafi verið þröng á þingi. A öllum hús- um blöktu fán&r og vimplar, en á götunum varð tæplega þverfótað fyrir mannmergð frá því snemma á morgnana. Engir aðrir en þeir, sem komið hafa til kaupstefnunnar, geta gert sér hugmynd um borg- árbraginn þessa dagana. Þó varþar nú enn meira um að vera, heldur en endrarnær, vegna þess að gestir voru miklu fleiri en nokkru sinni áður. Menn höfðu hér hugann bundinn við friðsamleg störf, en til þess að minna á stríðið, voru flug- vélar, með járnkrossum á vængjun- um, stöðugt á sveimi yfir höfðum kaupmannanna, og á torginu stóð brynreið (»tankc), sem Þjóðverjar höfðu tekið af Bretum.... ógeðs- leg sláttuvél frá ökrum dauðans. . . Slíku aðstreymi sem nú, hefir kaupstefnan aldrei áður átt að fagna, og enda þótt hálfu fleiri firmu hefðu nú sýningu á vörum sínum þar, heldur en á fyrstu »stríðskaup- stefnunnic, þá var það auðvitað nær ógerningur að verða við hinni stór- kostlegu eftirspurn. Þess gerðust dæmi, að firmu fengu nú á einum degi þrisvar sinnum meiri pantanir, heldur en þau höfðu á fyrri kaup- stefnum fengið á heilli viku. Og enda þótt þau hafi 6 mánaða af- greiðslufrest, þá munu þau þó verða í vandræðum með afgreiðsluna. Það væri óðs mans æði að ætla að telja upp hinar margbreyttu vör- ur, sem hafðir eru til sýnis á kaup- stefnunni í Leipzig, enda á það eigi að vera efni þessarar greinar. Þvi skal að eins minst á nokkrar af þeim »Ersatz«-vörum, sem þar voru á boðstólum. Fyrst og fremst ber þá að geta þess, hve pappír er notaður til margs. Menn hafa sjálfsagt tekið eftir þvl, að síðustu árin hafa Þjóðverjar hirt og hagnýtt alt það, sem pappír nefn- ist, og þeir sem hafa farið til Þyzka- lands, munu minnast þess, að þá er þeir komu til landamæranna, var tekinn úr farangri þeirra allur um- búðapapplr. Engin biéfögn mátti fara til spillis. A kaupstefnunni i Leipzig sá maður til hvers pappirinn hafði ver* ið notaður. Hattagerðarfirma nokk- urs hafði þar til sýnis Ijómandi fal- lega stráhatta — úr pappír. Annað firma hafði á boðstólum ágætar skó- reimar, sem ekki var hægt að þekkja í sundur frá venjulegum skóreimum, en þær voru líka úr pappir. Og stigvélin, sem sama firma selur, eru úr pappa. Þar gat maður gengið á milli sýningarbúða með allskonar varningi: skrautlegum kventöskum, vasaveskjum, hálslini, legghlífum, baktöskum, seglgarni, leik-knöttum og skósólum, sem alt bar einkunn- arorð þjóðarinnar: »Halte durch ...« en sameiginlegt með öllu var það, að það var gert úr pappír. Fyrir vefiðnaðinn hefir pappírinn einnig haft ákaflega mikla þýðingu. Þarna fékk maður að sjá ljómandi gluggatjöld, langdúka á borð, eld- hús-borða og dúka úr pappir og svo auðvitað kjóla, svuntur og barna- föt með alls konar litum og vefnaði. Þessar vefnaðarvörur má þvo, þótt þær séu úr pappír, og það er tæp- lega unt að sjá mun á þeim og bómullarvörum. Eins og pappfiinn er notaður til þess að gera úr honum óteljandi leður- og vefnaðarvörur, svo eru og óteljandi eftirlíkingar á gúmmi til þess að bæta úr þeim skorti, sem á því er. Reyktóbak er búið til úr ýmsum jurtum. Sápa er bú.n til úr pimpsteinsblöndu. Ágætt cg bragðgott te er búið til úr jarðar- berja-, hindberja- og brómberja- blöðum. Reglulegt te kostar nú sem sé 80 mörk hvert kiló, sé þá hægt að fá það. Er það þvi mesta óhóf að neyta slíkrar vöru og geta það eigi aðrir en verkamenn í hergagna- smiðjum. Þeir eru nú auðmenn Þýzkalands. Duglegur verkamaður í hergagnasmiðju getur unnið sér inn 1000 mörk á mánuði og þessi skyndilega velmeigun hefir gert þá að »gulasch-greifumc. Þeir er-u altaf í dýrustu sætum leikhúsanna, og þeir kaupa hinar dýrustu óhófsvörur, sem hægt er að fá i búðunum. Kaffi er framleitt á efnafræðis- Jegan hátt, en spyrji maður fram- leiðandann hvernig hann fari að þvi, þá svarar hann brosandi: »Þetta er hið nafntogaða Lohengrin-kaffi I Nie sollst du mich befragen.« Alls kon- ar ilmvötn eru líka á boðstólum og anga þau engu miður en hin fræg- ustu frönsku ilmvötn og þó hafa framleiðendurnir orðið að fara á mis við þau frumefni, sem áður voru álitin nauðsynleg. Orðið »Parfumeri« er nú bannfært i Þýzka- landi. Nú heitir það »Dufteic. Menn hafa gengið svj langt i því að út- rýma erlendum orðum úr málinu að nú stendur jafnvel eigi lengur »Boeuf gardiniérec á matseðlunum, heldur »Biefsteck mit Pflanzen- Still-Leben.« Maður hlýtur að veita þvi skjót- lega eftirtekt hve stórkostleg fram- för hefir orðið i smekkvísi Þjóð- verja. Aður virtist listfengi þeirra eigi ná lengra en það, að hafa mynd- ir af Bismarck og gamla keisaran- um á öllum sköpuðum hlutum. Nú geta þeir þó hugsað sér aðrar fyrirmyndir og mörg firmu hafa gert mikið til þess að bæta smekkvisina. Enginn maður, hversu gagnrýninn sem hann er, gæti t. d. haft nokk- uð út á að setja þýzkar postulíns- vörur, sem nú eru framleiddar og • skreyttar af ágætum listamönnum. Mikil framför er að þvi hve stálið er nú mikið notað i stað ann- ara málma. Menn hafa fundið upp nýjar aðferðir til þess að gera stálið þannig úr garði að úr því meigi gera alls konar muni, er áður voru gerðir úr kopar, messing, nikkel eða silfri. Enda þótt kaupstefnan sýndi það ljóslega, að Þjóðverjar hafa meist- aralega kunnað að hjálpa sér sjálfir á þessum erfiðu timum, og þótt á- kaflega mikið væri selt á kaupstefn- unni, þá væri það þó heimskulegt að neita þvi, að kaupstefnan hefði eigi borið þess merki að þar vant- aði mörg lönd, sem áður hafa haft þar sölusýningu og gert þar kaup. Hér vantaði Bandaríkin, Frakkland, Englaud, Belgiu, (Ítalíu og Rúss- land. Ætli þess verði eigi langt að biða að þessi lönd taki aftur þátt i Leipzig-kaupstefnunni?« spurði eg einn af forstjórunum. »Ætli þjóð- arhatrið lifi ekki i mörg ár að strið- inu loknu? Og ætli það grói eigi seint svo um heilt með þjóðunum að verzlunarsambönd komist á afturfc »Nei, alls ekki,« svaraði hann. »Meðal kaupmannastéttanna i hinum ýmsu ófriðarlöndum vex stöðugt löngunin til þess að sýna það á- þreifanlega, að þeim sé deilumál stjórnanna óviðkomandi og að þau sambönd, sem áður voru gerð með virðingu og trausti af beggja hálfu, hafi eigi haggast, þrátt fyrir stríðið. Undir eins og friðaiklukkan hljóm- ar, munu hinir gömlu viðskiftamenn í Leipzig-kaupstefnunni streyma þang- aftur — og þeim mun tekið opn- um örmum. Eg get sagt yður sögu um kaupmann í Leipzig, sem hafði áunnið sér vináttu brezks kaupmanns með margra ára verzl- unarviðskiftum. Ófriðurinn breytd eigi vináttu þeirra á neinn hátt, heldur varð löngun þeirra til að hittast þvert á móti svo sterk, að þeir mæltu sér mót i Sviss. Á á- kveðnum degi gekk Þjóðverjinn inn í veit ngasalmn, þar sem Englend- ingurinn beið hans. Englendingur- inn reis á fætur og í spaugi gerði haun sig líklegan til þess að ráða á Þjóðverjann, til þess að sýna þjóð- ernishug sinn. Þjóðverjinn lét ekki sitt eftir liggja og steytti að hon- um hnefana. En skyndilega hættu þeir þessum leik og féllust i faðma, hlæjandi og grátandi. En hinir gestirnir störðu með undrun á þenn- an skyndilega friðsamning milli Englands og Þýzkalands.«

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.