Morgunblaðið - 13.05.1918, Page 2

Morgunblaðið - 13.05.1918, Page 2
2 MORG-UNBLAÐIÐ ið fullsmíðuð skip sem bera 320.280 »brutto«-smálestir. Öll skipasmið Bandaríkjanna 1915 nam 650.919 smál., árið 1916 541.552 smál., ár- ið 1917 1.163.474 smál. Ef smið- inni miðar svo vel áfram eins og þessa þrjá fyrstu mánuði ársins, þá smíða Bandaríkin á þessu ári stærri skipastól heldur en nokkru sinni áðnr. Dr. Macnamara sagði i ræðu, sem hann flutti i Bristol 7. maí, að stöð- ugt fjölgaði þeim kafbátum, sem sökt væri, og stöðugt fækkaði þeim kaup- förum sem sökt væri. »Berliner Tageblatt* hefir flutt grein þar sem segirsvo: »Vér meig- um ekki treysta því að sigra Breta með kafbátunum nii um langa hríð*. Feitmetisskortur og smjörllkisgerð. Einna tilfinnanlegustu vandræðin, sem orðið hafa vegna samgöngu- teppunnar, er feitmetisskorturinn. Það eru engar ýkjur, að fjöldi fólks hér i bænum Og i kauptúnum víðs- vegar um landið hefir beinlínis liðið vegna vöntunar á viðbiti seinustu árin. Enda er það engin furða, því fyrir stríðið var flutt inn mörgum sinnum meira smjörlíki, en útflutt smjör. Nú hefir innflutningursmjör- likis minkað stórum vegna ófriðar- ins og mjög erfitt að fá gott smjör- liki. Hins vegar hefir útflutningur verið bannaður á innlendu smjöri, en vegna óhagstæðrar tíðar, hefir framleiðslan tvö seinustu árin verið miklu minni en að undanförnu. Af- leiðingarnar lýsa sér í megnum smjörskorti og uppskrúfuðu verði. Allir þekkja mjólkurvandræðin hér í bænum, og þegar feitmetisskortur bæt st þar á ofan, sjá allir hvilik vandræði geta af þessu stafað. Heilsa fjölda fólks er i veði. Menn fárast yfir smjörverðinu og það ekki að ástæðulausu. En skort- urinn er svo mikill, að stundum fæst ekki smjör, hvað miklir pen- ingar sem i boði eru. Smjörskort- urinn er svo megn, að óhlutvandir menn hafa orðið til þess að kaupa smjör til þess að okra á þvi. Dæmi eru til þess, eftir því sem oss hefir verið sagt frá, að menn hafi selt smjör hér í bænum á síðastliðnum vetri alt að 75 aurum dýrara en það hafði verið keypt austur í sveitum. Vitum vér eigi fullar sönnur á þessu, en megum þó fullyrða að fótur sé fyrir. Er þetta óneitanlega ríflega i lagt fyrir flutningskostnaði og ómaks- launum. En því miður er sumum kaupsýslumönnum hætt við því, að nota neyð annara sjálfum sér til hagsbóta, þó að hið alvarlega ástand i landinu ætti fremur að letja menn en hvetja í þeirri grein. Sveitirnar hafa fram að þessu ekki sparað við sig feitmeti og er óhætt að fullyrða, að það sé þar brúkað i óhófi. Því það er dagsanna að sveitafólkið er ofalið á feitmeti, — notar það miklu meira en heilsu- fræðingar nútímans telja þarflegt. En engir lagabókstafir duga til að breyta þessari venju. Eina ráðið er að koma á reglulegum smjörmarkaði og láta bændur geta selt smjörið á viss- um slóðum við veginn i hverri viku. Samgönguleysið — einkum yfir vetr- artimann — á einna mestan þátt i því, hve ódrjúglega bændur fara með smérið. Margir þeirra framleiða svo litið, að þeim þykir ekki taka að gera sér ferð með það til Reykja- víkur, og brúa það þvi sjálfir. Rjómabúin eru áþreifanlegt dæmi þess, að bændur geta sparað smjör, ef þeim er séð fyrir góðum mark- aði. Áður en þau komust á stofn, seldu margir þeir bændur ekkert smjör, sem siðan hafa lagt rjóma- búum til allan sinn rjóma yfir starfs- tima þeirra, án þess að kaupa smjör- líki eða annað i staðinn lyrir einn einasta eyrir. Óbrigðulasta ráðið til að bæta úr smjöreklunni hér í bænum er áreið- anlega þetta: Bæjarstjórnin iæmi sér í samband við áreiðanlegan mann i hverri sveit, sem kaupi smér af bændum, flutt á næstu stöð við þjóðveginn, á vissum degi hverri viku. Hún haldi uppi reglubundnum ferðum og flytji smérið á sinn kostn- að til Reykjavíkur. Það skal sann- ast, að með þessu móti kæmi miklu meira smér úr sveitunum, því að þetta fyrirkomulag mundi kenna sparnað betur en nokkuð annað. Verðið yrði líka áreiðanlega lægra með þessu móti, því að smábænd- um verða ferðalög ávalt dýr, og margir kunna að meta það hagræði að geta selt vörur sínar heima. Smjörlikisnotkunin er orðin svo mikil i landinu, að furðulegt má heita, að áhugasamir menn sk Ji ekki hafa orðið til þess að koma hér á smjörlíkisgerð. Mun hafnleysið austanfjalls eiga þar sinn þátt, því naumast er viðlit að koma á fót smjörlikisverksmiðju annarstaðar en þar, vegna þess hve mikla mjólk þarf til þess iðnaðar. Sú mótbára, að hér skorti hráefni til þessa er einskis verð, því vér ættum alveg eins að geta fengið hingað »kopra« (kókosaldini), sem nú eru nær ein- göngu notuð til smjörlikisgerðar, frá Indlandi, eins og Danir og Hollend- ingar, sem nær eingöngu nota hrá- efni þaðan. En þar sem smjörlikis- notkunin er orðin svo mikil í land- inu, væri hér um merkilega iðnað- argrein að ræða, sem vér hingað til höfum látið Dani fleyta rjómann af fyrir okkur. Oð ýms innlend fitu- efni, sem hingað til hafa að litlum notum komið yrðu þá peninga virði. Ófriðurinn mikli hefir kent smá- þjóðunum hlutlausu, sem liggja nær heljarhramminum en við, að bjarg- ast af eigin ramleik betur en áður. Nýar iðngreinir, áður óþektar hafa risið upp. Ýms efni sem áður þóttu einskisnýt, hagnýta menn nú á marg- an hátt. Og samstarf hverrar þjóðá arheildar hefir tekið undraverðum breytingum og framförum. Nú er langt liðið á fjórða ár ó- friðarins. En samt höfum vér lært svo einstaklega lítið. Ófriðarástand- ið hefir ekki orðið okkur skóli enn þá. A honum að Ijúka svo, að vér séum, eina hvíta þjóðin í heimín- um, sem ekkert höfum lært? A öllum sviðum biða verkefni, sem þjóðinni er lifsnauðsyn að ráða fram úr. ■Sigi ----- —o— 1 Vísi, föstudaginn 10. mai, birt- ist grein með þessari yfirskrift, og er hún þannig i eðli sinu, að henni má ekki vera með öllu ósvarað. — Ástæðan til svarsins er ekki sú, að þar sé nein nýlunda á ferðinni. Nei. Þar kveður að venju við sama tón, þennan alkunna ósanninda og rang- færslutón, sem allir nema Vísir sjálf- ur finna að hverju heiðvirðu blaði er ósamboðinn. Greinin er í flestum höfuðdrátt- um illgirnisleg árás á landsstjórn- ina fyrir stofnun atvinnufyrirtækis, sem bjargaði mörgum manni frá sveitinni og jafnvel hungurdauða. En það er ekki af þeirri ástæðu, að þessi fáu orð koma til svais, heldur hinu, að þar kennir svo áþreifanlegra, vísvitandi ósanninda, jafnvel þó að það geti ekki talist svaravert. Vísir segir meðal annars »að jafn- vel ekki nauðsynlegustu verkfæri hafi verið til þegar vinnan byrjaði*. Sé Visir jafn kokvlður og oft lítur út fyrir, er alhægt að reka þessa frásögn hans öfuga ofan í hann aft- ur. Satt var það, að verkfæralítið var þegar vinnan var ráðgerð í Öskjuhlið, en frá þeim tíma og til þess dags er vinnan byrjaði, voru útveguð nóg verkfæri handa þeim mönnum er fyrstir byrjuðu, og vinnu- kvíarnar voru aldrei færðar út, fyr en næg verkfæri voru til handa þeim er við bættust. Þetta er hægt að sanna með vitnisburði verkmanna úr Öskjuhlið, sem areiðanlega eru margir svo merkir menn, að þeir jafnvel gætu mælt sig við ritstjóra Vísis í þvi efni. Ennfremur talar hann um »fyrir- komulag* vinnunnar sem vitavert. Það út af fyrir sig er persónuleg árás á einn mann, árás sem fáir heiðvirðir ritsljórar að opinberum blöðum mundu leyfa sér án allra skýringa og sannana. — Sumir menn lita svo á, að hverri aðdrótt- un eigi og þurfi að fylgja full sönn- un, ef aðferðin eigi að geta heittð drengileg. En í þessu efni hefir Vís'r slæma aðstöðu, þvi að jafnvel þótt einhver sem að honum stendur hefði komið á fyrnefndan vinnustað, hefði áreiðanlega skort vinnuvit tij að dæma um hvort unnið var hag- anlega eða óhaganlega, vel eða illa. Visir getui þess sem einhvers goðasvars, að Sig. Stefánsson hafi valið atvinnubótarvinnu stjórnarinn- ar þetta virðulega nafn. Eg fyrir mitt leyti finn ekkert spámannlegt við nafnið, fyrst og fremst af því að að eios tæpur nelmingur af dýr- tíðarvinnu stjórnarinnar var fram- kvæmdar í Öskjuhlið, hitt á alt öðr- um og fjarlægum stöðum, (veit Visir það ekki, eða þykir honum sá garð- urinn full hár til áhlaups, af þvi að landsverkfræðingurinn hafði þar yfir- umsjón); en eigi að siður segir maðurinn margt spaklega, þó fæst af hans spakmælum spái reykviskri alþýðu birtu eða yl i framtíðinni. Vísir vill láta líta svo út, sem e'n af höfuðástæðum hans til þessara að- finslu sé umhyggjusemi fyrir verka- mönnum þeim, sem þessa vinnu stunduðu, og urðu að sætta sig við þessi köldu »grjótfaðmlög« sem hann svo nefnir, og sem honum finst svo frábærlega vel sagt. Undanfarna vet-< ur hefir ætíð verið unnið að grjót- vinnu hér umhverfis bæinn næstum í hvaða veðri sem verið hefir, en ekki hefir það eg til veit komið eitt orð í Vísi um það, að slíkt væri óhæfileg meðferð á verkamönnum. — Við hafnargerð Reyjavíkur hefir sömuleiðis marga undanfarna vetur verið unnið næstum hvern einasta dag, hvernig sem veður hafa verið, og ekkert verið athugað. Eg hefi heyrt Vísi hrópa á vægð fyrir verka- manna hönd, eða heimtað þá senda heim, og krafist peninga handa þeim fyrir ekki neitt, til að kat.pi fyrir helstu lífsnauðsynjar. Nei I umhyggjusemi fyiir velliðan verkamanna er það ekki sem hér er á ferðinni, enda væri það dálítið ný- stárlegt úr þessari átt. Þess er eg lika fullviss, að bæðfc Vísir og jafnvel fleiri, hefðu látið ófriðlega og það að vonum, hefði hans ráðum verið fylgt i því að borga mönnum 100 kr. á mánuðir fyrir alls ekki neitt, og engin vinna verið framkvæmd og ekkert komið1 i staðinn, það er þvi kenning sem haldið er fram nú, af því henni var ekki fylgt sem betur fór. Langt er frá að mér þyki þessi öskjuhlíðarvinnuniðurstaða glæsileg eða góð, en þar sem hægt er að sanna að eftirtekja vinnunnar nemur 40 þús. krónum, eftir mati bæfs manns, þá er ekki hægt að segja, að ekkert hafi komið i staðinn, eða í það minsta eru slík ummæli ósann- indakend. En satt er það, að þessi eftirtekja er svo langt of lítil við það sem hún hefði þurft að vera til þess að þetta væri gróðafyriræki, en það var víst aldrei álitið það af neinum, heldur bjargráð í næstum lifsnauð- syn. Hún er svo sem ekkert nýmæli þessi árás Visis á bjargráðafyrirtæki þan sem stofnuð eru til handa al- þýðu þessa bæjar, en vafalaust við- urkennir hanníþó tilverurétt og jafn- vel nytsemi verkamannastéttarinuar yfirleitt, svo hann vill væntanlega^

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.