Morgunblaðið - 17.05.1918, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 17.05.1918, Qupperneq 4
4 MORGONBT.AÐIl) Arsfundur Búnaðarfélags Islands veröur haldÍDn í Iönaðarm.húsinu kl. 5 í dag. Reykjavík 17. maí 1918. Eggert Briem. Skrlfstofur vorar fluttar i Bankasfræfi 9. (Hiis Arna & Bjarna klæðskera), ___ ©S. éSuómunásson. Skrifstofuhúsgögn það er legubekkur ásamt nokkrum stólum, með ieðursetu, nýtt eða brúkað. Ennfremur tvöfalt, vandað skrilborð ásamt þar til heyrandi stól, óskast keypt nú þegar. Afgreiðslan vísar á. Sanitas getur afgreitt nokkuð uf gosdrykkjum ut um land. Sími 190. c7jórRjólaáur lystivagn i góáu sianéi\ ásamt tvennum aktýgjum, er til sölu. R. v. á. Trolle & Rothe h.f. Tjarnargata 33. — Reykjavík. Sjó- og stríðsvátryggingar Talsfmai: 235 & 429. Sjótjóns-erindrekstar og skipaflutniugar. Taisími 3. Prjónatuskur Og Vaðmálstuskur keyptar hæsta verði (hvor tegund fyrir sig) í Vöruhúsinii. enskt i dósum: Smoking Mixture nr. 1. Finest Navy Cut. Ameriskt í pökkum: Chevy Chase Mixture, Bohemiun Mixture. Osterlohs Mixture. Blue and Scharlet. Blue Bird Tóbakshúsið. Maðnr frá Saðnr-Ameríkn. Skáldsaga eftir Viktor Bridges. 14 Hið fyrsta sem eg gerði þá er eg var kominn inn í skrifstofu mlna, var það að fá mér vænan sopa af koníakki. Og eg hafði mikla þörf fyrir það. — Ef þessu heldur áfram í þrjár vikur, mælti eg við sjálfan mig, þá eru miklar líkur til þess að eg verði orðinn að drykkumanni. Áhrif vindlingsins fóru nú að gera vart við sig og eg varð rólegri. Enn- þá var eg þó lifandi og eigi undir eftirliti og það var það mesta, sem eg gat mælzt til. Eg varð þó að viðurkenna það, að Northcote hafði rétt að mæla þá er hann sagði að eigi mundi vera mik- il eftirspurn eftir stöðu bans, ef menn vissu alt sem var. Ef eg mátti taka atburðina þetta kvöld sem mælikvarða, þá voru eigi miklar likur til þess að eg slyppi lifandi á brott aftur. Og ef Mercia hefði verið karlmaður, þá mundi eg líklega eigi hafa komist lifandi undan að þessn sinni. Eiver var hún og hvað höfðu þau Northcote átt saman að sælda? f>að var engum efa undirorpið að þessi þorpari hafði myrt föður hennar, en hitt vissi eg alls eigi með hvaða hætti það haíði orðið. En það duld- ist mér eigi að Northcote hafði gert sig sekan í svívirðilegum glæp, fyrst ung stúlka gat fengið af sér að ráð- ast í slíkt stórræði að myrða hann. Hitt gat þó verið að hún væri verk- færi í höndum annara. Eg reyndi þó eigi að dylja það fyrir sjálfutn mér, að mig langaði mikið til þess að hitta stúlkuna aft- ur. Hið fagra andlit hennar stóð mér lifandi fyrir hugskotssjónum, og eg fann enn til hins sama gleðiyls, er eg hugsaði um hana, eins og þá er hún rétti mér höndina. f>egar hér var komið fann eg til þess að hugsanir mínar voru farnar að vera órakendar og að eg var orð- inn syfjaður. Eg gat eigi aunað en hlegið að sjálfum mér. Svo slökti eg Ijósið eg gekk inn í svefnherbergið. f>að var stórt, mikið stærra en skrifstofuherbergið og í einn horninu var stór rekkja með himni yfir. Eg rannsakaði herbergið vandlega og gekk úr skugga um að þar værn engir óboðnir gestir. Svo læsti eg vandlega báðum hurðum. Síðan hátt aði eg og fór í silki-náttserk North- cote’s, sem Milford hafði lagt á rúm- ið. En áður en eg gekk til sængur, gekk eg fram að glugganum og gægð- ist út á milli gluggatjaldanna. Um leið sá eg einhvern mann koma út úr skugga trjánna gegnt húsinu og hraða sér niður eftir götunni. Bvo gekk eg til hvilu og slökti ljósið. — Skyldi þetta hafa verið herra Guarez? mælti eg við sjálfan mig. Fáum mínútum seinna var eg steinsofnaðnr. V. k a p i t ul i f>agar þess er gætt hve mikið eg hafði drukkið af koniakkinu um kvöldið, þá leið mér furðanlega vel er eg vaknaði morguninn eftir. Hið fyrsta Bem sá þegar eg opnaði aug- un, var himininn yfir rekkjunni. Fyrst í etað horfði eg á hann með undrun og braut heilann um það hvernig á því gæti staðið, að þessi himinn væri þarna. En skyndilega rifjaðist upp fyrir mér alt sem gerst hafði kvöldinu áður og að eg lá í rúmi Northcote’s. jOg um leið varð eg þess var, að einhver barði að dyr- um. Eg stökk á fætnr, tók á mig ilskó og opnaði hurðina. Eg bjóst við því að hitta Milford, en í þess stað var þarna komin ljómandi falleg stúlka í bómullarkjól og með hvíta í§L Vátryggmgar clírunatrijggingar, sjó- og stríðsvátiyggingar. O. Jofjnson & Haaber. Det kgt. octr. Braudassurauce, Kaupmannahöfn vátryggii: hús, húsgögu, alls- konar vöruforða o.s.frv. gegn eldsvoða fyiir lægsti iðgjald. Heima kl. 8—12 f. h. og 2—8 e.h. í Austurstr. 1 (Búð L. Nielsen). - N. B. Nielsen. Sunnar Cgiíson, skipamiðlari, Hafnarstræti 15 (uppi) Skrifstofan opin kl. 10—4. Sími 608 Sjó-, Striðs-, Brunatryggingar. Talsími heima 479. Trondhjems Yátryggiagarfélag h.f. AUsk. brunatryggingar. Aðalumboðsmaður Carl Flnsen, Skólavörðustíg 25. Skrifstofut. j1/^—ó'/jjsd. Tals. 331 >SUN INSURANCE OFFICE« Heimsins elzta og stærsta vátrygg- ingarfélag. Tekur að sér allskonar brunatryggingar. Aðalumboðsmaður hér á landi Matthías Matthiasson, Holti. Talsfma 497. léreftshúfa á höfði. Hún kom með bakka og var á hooum te og nokknr bróf. — f>ér megið gjarna koma inn, mælti eg er eg sá að hún hikaði. Svo hristi eg ilskóna af fótum mér og fleygði mér aftur upp í rúmið. Hún setti bakkann á borð, sem stóð rétt hjá rúminu. — Eg kem með teið í dag, mælti hún, vegna þess að Milford er lasinn. — Svo! mælti eg. |>að þykir mer leiðinlegt að heyra. Hvað gengur að honum? Hann var þó frískur í gærkvöldi. Hún hristi höfuðið. — Eg veit það ekki. En hann er mjög veikur. — Hefir hann miklar þjáningar? spurði eg. — Já, hann hefir ógurlegar kvalir. — |>á er bezt að þér gerið þeg- ar boð eftir lækni, mælti eg og helti te f bolla handa mér. J>etta voru slæmar fréttir. Mér gazt lítt að þvi að missa nú eina manninn, sem Northcote hafði sagt að eg mætti treysta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.