Morgunblaðið - 24.06.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.06.1918, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ flugferðir, en Bretar neyttu allra tækifæra með góðum árangri. 17. þ. m. vóru 25 óvinaflug- vélar á vesturvígstöðvunum ónýtt- ar, loftfar skotið niður og þrjár flugvélar neyddar til að lenda. Fimm brezkra flugvéla saknað. í þokuveðri 18. þ. m. ónýttu Bretar 15 þýzkar flugvélar, neyddu 5 til jarðar en mistu 8. Þetta eftirtektar verða dæmi um daglega viðureign. Á þrem dögum, 23. til 26. þ. m. vörpuðu flotaflugmenn nálægt 24 tonnum sprengiefna á varnavirki óvin- anna, þar á meðal hafnargarða í Zeebrugge og skipakvíarnar í Ostend og Briigge. 18. þ. m. er opinberlega tilkynt að samningur sé gerður milli bandamanna og Svía, er tryggja þeim flutning frá Svía hálfu á 400 þúsund smálestum. Gegn þessu fá Svíar ákveðnar nauð- synjavórur, sem þeir skuldbinda sig til að flytja ekki út aftur, né nokkuð af afurðum sínum. Opinberar skýrslur sýna að miklar óeyrðir og hálfgert verkfall hefir orðið, þegar brauðskamtur- inn var mínkaður um helming í Winarborg. Sildveiðin. Eitthvert hið erfiðasta umfangsefni útvegnum áhrærandi mun sildarút- gerðin á þessu ári verða, þar sem samningar bandamanna við ísland annars vegar og ástæður landsmanna hins vegar eru lítt samrýmanlegar. Til allrar hamingju er mál þetta falið útflutningsneíndinni til meðferðar og úrskurðar, sem að sjálfsögðu nýtur aðstoðar fulltrúa þeirra, sem frá helztu útgerðarmönnum landsins voru sendir hingað til að beita áhrifum sínum máli þessu til heillavænlegra úrslita. A þessu stigi málsins virðist því ekki rétt að efast um viðunandi úrslit málsins i höndum slikra manna. En þrátt fyrir mitt örugga traust til þeirra vil eg ekki fresta að minn- ast á, að einmitt nú mun vera hent- ugur tími til að opna síldarafurðum okkar nýja sölustaði, sem í framtíð- inni mundu koma okkur að góðu haldi. Fram að árinu 1914 voru það aðallega Svíar, Norðmenn og Danir sem keyptu sild vora, ýmist í um- boðssölu í löndum þessum eða hér á staðnum. Nú er það vitanlegt að allar þessar þjóðir framleiða nflkla sild, einkum tvær hinar fyrstu, og lágu því oft með miklar birgðir af veiði sinni þegar síid vor kom á markaðinn eða að minsta kosti þeg- ar farið var að bjóða hana og var því ekki að búast við að verð á okkar síld væri hátt þegar svo stóð á. Þegar stríðið skall á, eða haustið 1914, þegar flutniugur teptist tii Norðurlanda, var fyrst gerð tilraun til að selja síld til Ameríku. Mun sú tilraun hafa gefist miður vel hjá flestum og hddur borið tap en ágóða, eftir því verði sem þá var á sild hér, kom það einnig fram að tölu- vext þurfti að breyta til um verkun- armáta síldarinnar á ýmsan hátt. Var mest af þessari síld selt í um- boðssölu og að likindurn ekki gerðar frekari tilraunir til að ryðja henni braut á markaðinum. Sló þetta tölu- verðum óhug á menn að sinna þess- um markaði að neinum mun, enda þótt svipaðar tilraunir hsfi verið gerð- ar hvert ár síðan. En sjaldan fellur eik við fyrsta högg og svo mun verða hér. Síð- ast liðið haust er ársgömul síld send vestur og með henni ötull og síld- arfióður maður og eftir hans eigin sögn seiur hann hana fremur góðu verði, í það minsta eftir því sem vænta mátti af slíkri síld, og seinna er mér sagt að hún hafi þótt mæta- góð, ennfremur getur eriadreki Fiski- félags íslands í útlandinu þess, að síldarverð í Ameríku siðastliðið haust hafi komist upp í 35 dollara tunnan. Ótti sá sem flogið hefir hér fyrir, að í Ameriku sé að eins mjög tak- markaður fyrir síld, virðist á mjög litlum líkum bygður, þar sem öllum er vitanlegt, að í allri Norður-Ame- ríku er neytt mikils fiskjar og fiskur þar útbúinn til manneldis á mjög mismunandi máta. Alt þetta virðist því benda á, að einungis vanti að koma okkar góðu sild þar á markaðinn og svo útbúinni, að hún falli i þeirra smekk. Og til þessa er einmitt hentugur tími nú; engin samkepni frá öðrum þjóðum, matarekla alstaðar og beinar sam- göngur. En til þess að koma þessu i fram- kvæmd, svo að vel ætti að vera og ugglaust, þarf: Að senda ötulan síldarfróðan mann þangað vestur með sýnishorn af vorri sild, útbúna sem bezt eftir þeirra hæfi, sem mönnum er nú að mestu kunnugt um, — maun, sem ekki þætti lítilsvirðing að slá sjálfur upp tunnu, ef með þyrfti, og taka sildina upp úr tunnunni, skera hana í sundur og því um líkt. í fáum orðum sagt, mann, sem bæði hefði vit og vilja til að koma sildarmark- aði vorum i jafn gott horf og Þor- steini Guðmundssyni lánaðist að koma saltfisksmarkaði vorum á Spáni. þegar hann var sendur þangað. Man eg svo langt, að misjafnir voru dómar manna um þá sendiför, en árangurinn þekkja allir nú, og grunur minn er sá, að engu minni nauðsyn sé nú að senda mann vest- ur en þá að senda til Spánar, og sé maðurinn heppilega valinn, sem eg vorkenni ekki útgerðarmönnum að gera, mun hann engu minni sigur- för fara. Nú vill svo vel til, að vonandi kemur Guilfoss bráðum hingað, og fer að vonum vestur aftur; hefir hann kælirúm, sem geyma mætti síldina í vestur, og koma henni þar til geymslu í íshúsi. Ekki er heldur hægt að segja, að ekki megi fá góða síld nú, þar sem reknetaskipin telja síldina, sem þeir veiða, mjög góða, svo að minsta kcsti væri hægt að fá nóg í sýnis- horn af góðri sild. Auk þess mun ekki iangt að bíða þess, að síld fari að veiðast fyrir vestan. Að öllu þessu athuguðu eru það vinsamlegust tilmæli min til binnar háttvirtu útflutningsnefndar og henn- ar meðráðamanna, að þeir taki þetta mál til íhugunar og beiti sér fyrir að hrinda þessu máli áfram á sem heillavænlegastan hátt, og það sem fyrst, meðan tækifæri er og þörfin knýr. Þorst. Júl. Svcinsson. Kafbátahernaðurinn. Ummæli Sir Eric Geddes. Franska blaðið »Petit Parisien* birtir i þessum mánuði eftirfarandi ummæli eftir Sir Erik Geddes flota- ráðherra Breta: — Það er nú sannað, að siðan i janúarmánuði höfum vér sökt fleiri kafbátum heldur en Þjóðverjar hafa getað smíðað. Að meðaltali höfum vér ráðist á 70 kafbáta á viku. Og vér teljum eigi aðra kafbáta sokna, heldur en þá, sem vér höfum vissu fyrir að vér höfum ónýtt, annað- hvort með því að vér höfum hand- tekið skipverja sjálfa eða séð rekald úr kafbátunum. En flestir þeir kaf- bátar, sem ráðist er á, þurfa mikill- ar viðgerðar, og það er augljóst að árangurinn af mörgum árásum vorum eru ókunnur. Um hervirki þau, er Betar hafa gert í Ostende og Zeebríigge mælti Geddes: — Vér höfum gert óvinunum miklu meira tjón þar, heldur en vér álitum i fyistu. Höfnin í Ostende er svo skemd, að óvinirnir hafa ekki getað notað hana siðan, hvorki fyrir kafbáta né tundurspilla. Þau skip, sem voru í höfninni i Brugge þegar árásin var ger, liggja þar enn, en flugvélar gera daglega árásir á þau og hafnirnar. Amerikskir flngmenn i Frakklandi. •% Fréttantari »Times« í Frakklandi ritar svo um viðbúnað Ameriku- manna í Frakklandi: — Það mun vekja eigi litla undr- un á vígstöðvuuum þegar ameríksku flugmennirnir koma til sögunnar. Bandaríkin hafa þegar komið á fót ! asaa . 1 — griðarstórum flugvélasmiðjum f Frakklandi, mörgum flugskólum og flugsvæðum, og hafa þar þegar fjölda flugmanna, sem munu vera fremri flestum öðrum i sinni ment. Fréttaritarinn lýsir einni flugvéla- verksmiðjunni sero hann skoðaði, og nær hún yfir svæði, sem er 6 mílur á lengd en i1/^ míla breidd. Síðustu símfregnir. Khöfn, 22. júni síðd. Orolando áiítur að ítalir hafi sigr- að í orustunni hjá Piave. Austurrikistnenn segjast hafa tekið 3100 fanga og vera komnir i 10 kilometra fjarlægð frá Venedig. DAGBOK I Gangverð erlendrar myntar. Bankar Doll. U.S.A. &Canada 3,35 Fósthú*’ 3,60 Franki franskur 59,00 62.00 Sænsk króna ... 112,00 110.00 Norsk króna „ 103,00 103,00 Sterlingspund ... 15,50 1570 Mark ... _ ... 65 00 67,00 floll. Florin 1,55 I gœr byrjuðu skemtiferðir upp í Mosfellssveit. Enda var það fyrsti dagurinn sem heita má hlýr hafi ver- ið á sumrinu. Meðal farþega á Botniu voru þeir tveir aendimenn Færeyinga, sem hór urðu eftir á dögunum. Árangur hefir þvl miður enginn orðið enn af erind- inu hingað. Það stendur á útflutnings- leyfi bandamanna á vörum til Færeyja. En loforð fyrir rúmi í skipum vorum hafa þeir fengið. Kol & Salt. Þar eru að verða forstjóraskifti um næstu mánaðmót. Ól. Briem lætur af þeirri stöðu, en við tekur Böðvar Kristjánsson adjunkt. En hann hættir vitanlega kennarastörf- um um lelð. Botnia fór hóðan kl. 3 í gær. Háskólarektor fyrir næsta háskóla- ár hefir verið kjörinn, Einar professor ArnorsBon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.