Morgunblaðið - 24.06.1918, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.06.1918, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ um sðlu og úlflutning áuil. V (Tilkynning nr. 3 frá Útflutningsnefndinni). 1. gr. Öllnm framleiðendum og öðrum er hafa með höndum ull sem fram- leidd er á árinu 1918 og eigi verður höfð til notunar í landinu sjálfu, er skylt að bjóða hana til kaups fulltrúa Bandamanna hjer í Reykjavik, jafnskjótt og ullin er útbúin til útflutnings. Annast útflutningsnefndin fram- kvæmdir á þessu, samkvæmt auglýsingu stjórnarráðsins, dags. 4. þ. m. og ennfremur reglugjörð, dags. ir. þ. m. Samkvæmt samningum við 2. gr. Bandamenn ber að afhenda ullina til sölu á þessum höfnum: Reykjavik, Seyðisfirði og Akureyri. En fulltrúi Bandamanna hefir fallist á við nefndina, að kaupa ullina og veita henni móttöku einnig á þessum höfnum: Stykkishólmi, ísafirði, Blönduósi, Sauðárkrók, Húsavík, Reyðarfirði, Borðeyri, Hólmavík, Hvammstanga, Þórshöfn, Vopnafirði, Vestmannaeyjum. Þó mega seljendur sem eiga ull á þessum viðbótarhöfnum búast við því, að hafa allan kostnað og ábyrgð á geymslu hennar þar og eldsvoða- tryggingu, án nokkurs endurgjalds, þangað til varan kemst um borð. Svo greiða þeir og þann farmgjaldsmismun, sem verða kann við það, að taka ullina á þessum aukahöfnum. 3- gr* Útflutningsnefndin sinnir frumboðum frá kaupmönnum, er kaupa inn ull til þess að selja hana út í heildsölu, svo og frá fjelögum, sem hún viðurkennir. Hagkvæmast er, að framboð frá kaupmönnum og fje- lögnm komi jafnskjótt og ullin er tilbúin til útflutnings, og um vor- ulíiaa, allar tegundir, komi tilboðin eigi síðar en 15. ágúst. 5- gr- öll ull skal metin og skilin í flokka (sjá 4. gr.) af fyinum skipuðu ullarmatsmönnum. Staðfesta þeir með vottorði sinu, að þeir hafi ná- kvæmlega rannsakað ullina og metið hana i hina tilgreinda flokka. Þeir skulu og votta um rjetta vigt á ullicni, að umbúðum þeim meðtöldum, sem hún flytst í til útlanda, hvern sekk um sig, með áframhaldandi rað' tölu og flokksmerki, er ritað sje í vigtarskrána. Smærri brot úr kíló en 7é klló má eigi taka til greina. Loks skulu þeir og athuga og votta um rjetta merking á ullarsekkjunum, samkvæmt reglum um flokkun og merking ullar frá 10. jú!í 1916, þó með þeirri viðbót að IV. flokkur greinist í undirflokka a. og b. er merkist IV. a. oglV. b. Að öðru leyti visast til erindisbrjefs yfirullarmatsmanna frá 25.-febr. 1916. 6. gr. Fulltrúi Iíandamanna áskilur sjer hæfilegan frest, til þess sjerstaklega að gera athugun á ullinni á útflutningsstað, áður en hann gerir kaup á henni. Kaupi hann ullina, mega líða 30 dagar frá því kaup gerðust þangað til borgun fer fram, eða 30 dagar frá því vottorð matsmanna og vigtarskýrslur í tvennu lagi hafa borist fulltrúanum. Nú er vörunni skip- að út áður en 30 dagar eru liðnir, og greiðist verðið þá um leið og farmskrá, matsvottorð og vigtarskýrslur eru komnar i hendur fulltrúans, eða umboðsmanns hans. í báðum tilfellum getur útflutningsnefndin ekki greitt andvirðið tii seljanda nema faktúrur sjeu komnar hénní í hendur. 7- gr. Skylt er seljanda að flytja ullina um borð og greiða toll og önnur gjöld er á leggjast, kaupanda að kostnaðarlausu. Hann skal og hafa ull- ina i hreinum og sterkum strigasekkjum (venjulegum ullarböllum). 8. gr. Þangað til útskipun ullarinnar fer frain á útflutningshöfn, hvílir sú skylda á seljanda, að geyma hana óskemda í góðu húsi, og vátrygðafyr- ir eldsvoða, en kaupandi endurgreiðir á aoalhöfnunum, sbr. 2. gr., geymslu- kostnað og vátryggingargjald, hlutfallslega fyrir þann tíma, sem varan þannig geymist fram yfir 30 daga frá því kaup gerðust. Geymslukostn- aður reiknast samkvæmt venju, eða eftir samkomulagi. Kröfur um end- urgreiðslur á ofannefndum gjöldum skulu sendar útflutningsnefndinni tafarlaust, þá er varan er komin um borð. Beykjavík, 20. júní 1918. cT/ior clensen cPátur cJonsson. p. t. Jormaður. (3 cfienjaminsson. UPPBOfi! 4- gr- Samkvæmt nefndum samningi er flokkun og verð ullarinnar þannig: I. Öll hvít vorull, blæfalleg, vel þvegin og vel þur kr. 4,00 pr. kilo II. Öll önnur hvít vorull, vel þvegin og vel þur . — 3,69 — — III. Öll svört ull, vel þvegin og vel þur...............— 4,00 — — IV. ÖIl mislit vorull, svo og svört og hvít vorull, sem eigi telst til framantaldra flokka: a. þur og hrein.......................................— 2,93 — — b. þur, en fitu og ruslkend .......................— 2,51 — — V. Hvít haustull, óþvegin en þur, laus við haus- ull, fætlinga, blóðskorpur og öll annarleg efni . — 2,88 — — VI. Mislit haustull, óþvegin o. s. frv., sbr. V. fl. . — 2,51 — — Verð þetta er háð þeim skilyrðum, sem hjer fara á eftir. Mil aí allsioiar Maállii yerðnr selt á nppboði, þriðjudaginn 25. jonL ll 1 síðd. Svo sem: Tjöld af ýmsum stærðum og gerðum, Hnakkap, Kvensöðlar enskir og íslenzkir af ýmsum gerðum, Beizli, Klifsöðlar, KoffoiPt, Þverbakstöskur, Þófa— undirdekk, Gjarðir, Ferða-rúmstæðl, Ferða- stólar, Kjúlkar á skemtikerru, vagnstengur og margt fleira. I ■ Uppboðið fer fram á hafnarbakkanum hjá vörugeymsluhúsi h.f. Kol & Salt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.