Morgunblaðið - 17.07.1918, Blaðsíða 1
5. argangr
Miðv.dag
17,
júlí 1918
MORGDNBLABIÐ
250.
jSlntoSað
Rítstjórnarsimi nr. 500
Ritstjón: Vilhjálmnr Finsen
ísafoldarprect iuiioja
Afgreiðslusimi nr. 500
NYJA BIO
Einstæðingurinn
eða
Muaaðaplausa stúlkan.
Sjónleikur í 4 þáttum, leikinn af Nordisk Films Co.
Aðalhlutverkin leika:
Johs. Ring. Henry Seemann. Gerda Christophersen
og hin alkunna leikkona
Clara Wieth.
Kærar þakkir fyrir sýnda samúð við fráfall Guðríðar Ingimagnsdóttur.
Frá barni hennar og manni hennar.
Alþýðuflokksfundur
verður haldinn í kvöld kl. 8V2 í Goodtemplarahúsinu.
Danski jafnaðarmannaroringinn
F. J. Borgbjerg
talar um
jafnaðarstefnuna.
Menn eru beðnir um að koma stundvíslega.
Stjórn Alþýðuflokksins.
■■■■■9 Gamla Bió buM^b
t Apsché-stúlkan
Fallegur og áhrifamikill sjón-
leikur í þrem þáttum, afar-
spennandi og sérlega vel leikin.
Aukamynd
Chaplin baðstaðinn
Sprenghlægileg mynd.
Erl. simfregnir
Kböfn. 13. júli.
Sjóliðsmaður drýgði um daginn
sjálfsmorð vegna óánægju með for-
ingja í sjóliðinu. Hann var jarðaður
i dag og í því tilefni safnaðist sam-
an á strætum Kiupmannahafnar
múgur og margmenni, til þess að
mótmæla herskyldu.
Khöfn, 15. júlí.
Henderson, verkmannaforinginn
enski, álitur að nú sé fært að halda
alþjóðafund jafnaðarmanna. Jafnað-
armenn Miðveldanna svara friðar-
ávarpi jafnaðarmanna bandaþjóðanna
vingjarnlega.
Frá Prag er símað að Czeckar
krefjist fullkomins fullveldis.
Frá Berlín er símað, að banda-
tnartnaherinn sæki fram suður á
bóginn frá Murmanströndinni og
hafi náð Koh á sitt vald.
»Algermauir* lýsa óánægju sinni
yfir ræðu Hertlings (um endurreisn
Belgiu) og vilja hafa »samvinnuf
við Belgiu í stjómmálum* og fjár-
málum.
Frá Moskva er símað að upp-
reistin í Petrograd hafi verið bæld
niður.
Czeckoslavonar hafa náð Kasan á
sitt vald.
Fulltrúaþingið rússneska hefir
ákveðið að koma á herskyldu.
Khöfn, 15. júli
Frá París er simað kl. 9 í kvöld
að Þjóðverjar hafi eftir ákafa stór-
skotahríð hafið áhlaup í morgun
milli Chateauthierry og Maindemas-
signes. — Bandamenn veita sókn-
inn viðnám á 80 kllómetra svæði.
Orustunni er enn haldið áfram.
Frá Berlin er simað að Frakkar
hafi gert útrás fyrir suðvestan Ypres.
Sendinefndin.
Það fer nú að líða að því að
danska sendinefndin hverfi héðan og
haldi heim á leið. Störfum hennar
er lokið að sinni, en heima í Dan-
mörku eiga allir nefndarmennirnir
þýðingarmiklum störfuWi að gegna,
sem þeir geta eigi verið frá lang-
vistum.
Um samningafrumvarpið, sem
nefndirnar hafa gert með sér, er
ekki kunnugt. Það verður eigi birt
fyr en Danir eru komnir heim og
þá samtímis i báðum ríkjum. Þá,
en ekki fyr, gefst blöðunum tæki-
færi til þess að ræða það.
En hvernig svo sem það frum-
varp er, verður að telja það lán mik-
ið fyrir báða má'saðilja, að Danir
skyldu senda menn þessa hingað.
Vegna þess, að þeir komu hingað,
hefir þeim hlotið að verða það ljóst
hversu ólíkar þjóðir Danir og ís-
lendingar eru að mörgu leyti. Og
hvernig sem alt er, þá hafa þeir þó
hlotið að finna það, að þeir eru hér
í framandi landi.
Þetta er einmitt heppilegt fyrir af-
drif sambandsmálsins, því að það er
ofur eðlilegt, að Danir, sem aldrei
hafa komið hingað, geri sér algerlega
villandi hugmyndir um íslenzku
þjóðina. Það er heldur eigi von á
öðru. En þótt viðdvöl þessara
manna hafi orðið stutt hér, þá ef-
umst vér eigi Um það, að þeir hafi
nú glöggari skilning á því hvers
vegna Islendingar þykjast réttbornir
til sjálfstæðis, heldur en þeir mnndu
hafa haft, ef sendinefnd hefði farið
héðan til Danmerkur. En einmitt
þetta: Þekkingarskortur Dana á Is-
landi og Islendingum yfirleitt, hefir
löngum orðið verri þrándur í götu
sjálfstæðismíls vors, heldur en ósann-
girni af Dana hálfu.
Það munu allir vona, að sam-
bandsdeilan verði jöfnuð fyr eða
siðar. Og samningatilraunir þær,
sem nú hafa fram farið, eru fyrsta
sporið í áttina til þess. En þegar
farið verður að byggja á þeim meg-
in grundvelli sem nú hefir lagður
verið, þá verður það auðveldara
vegna þess að dönsku nefndarmenn-
irnir komu til vor. Vér getum því
með góðum huga þakkað þeim fyr-
ir komuna.
Til Vífilsstaða fer bifreið fyrst um
sinn hvern þriðjn-, fimtu- ogsunnu-
dag kl. 11 frá Breiðabliki. Farseðlar
verða að kaupast þar.
Aukaferðir veujulega kl. 2.)
St. Einarsson. Gr. Slgurðsson.
Simi 127. Slmi 581.
Gott orgel
óskast til leigu.
Ritstj. vísar á.
Kaupirðu góðan hlut Smurningsolia: Cylinder- & Lager- og 0xulfeit| Hafnarstræti 18
mundu hvar þú fekst hann. erE áreiðanlega ódýrastar og beztar hjá Sigurjóni Simi 137.
hvöíd kí. 9 keppa Tram og Vaíur
!