Morgunblaðið - 17.07.1918, Síða 2

Morgunblaðið - 17.07.1918, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Skrifstofa andbanningafélagsins, Ingólfstræti 21, opln hvern virkan dag kl. 4—7 síðd. Allir þeir sem vilja koma áfengis- málinu i viðunandi horf, án þess að hnekkja persónufrelsi manna og al- mennum mannréttindum, eru beðni að snúa sér þangað. LESIÐ! í dag og næstu daga verða seldav úrvalskartöflur Sími 544 i pakkhúsi DAOBOK 15020 íbúar voru i Reykjavík 1. janúar 1918. Af þeim voru 6777 kvenmenn og 8243 karlmenn. Fjölg- að hefír í höfuðstaðnum um 343 á síðastliðnu ári. B o t n i a ætti að geta komið hing- að á laugardaginn. H.f. Carl Höepfner. H afnbann bandamanna. Hinn 7. júni flytur »Politiken« eftirfarandi ritstjórnargrein: — Það var skýrt frá því hér í blaðinu í gær, að i Englandi eru miklar birgðir af kaffi, sem Danir hafa keypt, en Englendingar gert upptækar. En jafnframt eigum við hér að búa við kaffiskort, sem verð- ur tilfinanlegri með hverjum degi — allra helzt fyrir hina fátækari, sem tæplega geta verið án kaffi. Þetta er eitt dæmið um heimskulegar af- leiðingar hafnbannsins. Þessar afleiðingar koma hart niður á okkur, en þær koma lika hart niður á bandamönnum sjálfum, — Þetta höfum vér bent á hvað eftir annað og oss þykir því vænt um að sú skoðun er að ryðja sér til rúms, eigi að eins í Englandi — eins og grein »Daily News« ber glögglega vott um — heldur einnig i Frakklandi. Þetta er mjög þýð- ingarmikið, vegna þess að það hefir áður verið alment álit og eigi úr lausu lofti gripið, að kaldast andaði frá Frökkum í garð hlutleysinga, Er það að nokkru leyti því að kenna að Frakkar hafa aldrei haft jafn náin verzlunarsambönd við Norðurlönd eins og Bretar og einnig vegna þess að lengra er á milli og Frakk- ar þekkja minna til Norðurlanda yfir- leitt. — Nú kemur sú fregn frá París, að mörg frönsk blöð séu farin að athuga hið þýðingarmikla málefni, hvort hafnbannið sé nú eins gott fyrir bandamenn eins og það átti að vera — hvort það sé þeim eigi til meira tjóns en gagns, og hvort það sé nokkurt vit í því, að skeyta ekkert um markaðinn, en láta óvinunum hann einum eftir, það því fremur, sem tildrög ófriðarins voru að miklu leyti einmitt verzlunar og viðskifta- samkepnin. Nokkur frönsk blöð — og eigi þau lítilsigldari — eru nú farin að ihuga hvort það muni veit- ast létt að ófriðnum loknum, að ná markaði Norðurlanda undir banda- menn, þegar aðrar þjóðir hafa bolað þeim þar út, með tilstyrk hinnar ósanngjörnu viðskiftastefnu banda- manna sjálfra. Enginn getur enn um það sagt, hvernig viðskiftin muni verða að stríðinu loknu. Það getur verið, að vörur þær, sem menn höfðu áður talið nauðsynlegar, en hafa eigi get- að fengið í stríðinu, verði alger- lega útilokaðar að stríðinu loknu, vegna þess að alþýða hefir vanið sig á það að kaupa eftirlíkingarnar ann- arstaðar og láta sér þær lynda. A þessum tímum taka menn upp nýja lifnaðarháttu, og það er eigi hægt að segja það enn með neinni vissu um nokkra vöru, að hún verði jafn nauðsynleg eins og hún var fyrir striðið. Margt getur breyzt; nýjar uppgötvanir koma til sögunnar og ef það á nokkurs staðar við, að sá beri lægra hlut sem ekki er viðstadd- ur, þá á það við í verzlun og við- skiftum. Sá, sem ekki er við, bíður þar ætíð lægra hlut, en verst er það þó, ef hann á sjálfur sök á fjarveru sinni. Þá getur hann engum um kent á eftir, nema sjálfum sér. Vér höfum fengið úrklippu úr brezku kvikmynda-blaði þar sem bent er á það, að öll kvikmynda-verzlun Norðurlanda sé að færast til Þýzka- lands, vegna þess að bannaður er útflutningur á filmum og ljósmynd- um frá Englandi. Já, auðvitað, þannig hlaut að fara. Á öllum sviðum þröngva Bretar Norðurlöndum til þess að skifta við Þjóðverja, og er það þá nokkuð óeðlilegt, að Norð- urlönd venjist smám saman á það, að sækja líka til Þýzkalands þær vörur, sem þau geta þó enn fengið fyrir náð hjá bandamönnum ? Vér vonum, að þær raddir sem nú heyrast báðum megin við Ermar- sund verði æ öflugri og að þeim fjölgi stöðugt, þangað til þær hafa opnað augu alþýðu og yfirvalda. Því að 'þær tala máli skynseminnar og réttlætisins. Það er enginn efi á því, að bandamenn geta enn lengi valdið okkur hinum mestu vandræð- um og þrengingum á ýmsum svið- um, en þeir hljóta lika að hafa tjón af því sjálfir. Til frekari skýringar á þessari grein, skulum vér hér birta útdrátt úr greinum franskra blaða um þetta efni. »Lyon Republicain* segir frá því í grein hinn 9. apríl að frönsk tízku- firmu sem ætluðu að halda sýningu i Kaupmannahöfn á vörum slnum, hafi hætt við það vegna þess að þau hafi álitið að það mundi eigi borga sig. En rétt á eftir hafi tizku-firmu frá Vínarborg haft þar sýningu og grætt á því of fjár. Og blaðið bend- ir á það, að i dönskum blöðum hafi alþýðu þá verið bent á ýms firmu i Vín, sem hægt væri að leita til meðan viðskiftin við Frakkland væru stöðvuð. Og að síðustu bendir blaðið á það, að það sé eigi einung- is í Kaupmannahöfn, heldur um öll Norðurlönd að austurriksk tízku- firmu hafi náð markaðnum frá hin- um frönsku.j »Le Petit Bleu* ræðir einnig þetta mál sama dag. Segir blaðið, að ef Frakkar ætli eigi að láta sér það lynda, að verða undir i verzlunar- viðskiftunum eftir stríðið og láta Þjóðverja bola sér út, þá sé nauð- synlegt fyrir þá að hugsa alvarlega um viðskiftin við hinar fáu hlut- lausu þjóðir. Og blaðið hvetur ftanska konsúla í hlutlausum löndum til þess að styðja að því með ráðum og dáð, að þar aukist verzlun við Frakka. Hinn 3. maí flytur »Echo de Commerce« stutta grein,sem heitir: »Viðskiftastríðið við Þýzkaland og Austurríki«. Þar er sagt frá þýzk- um verzlunarerindreka, sem fór til Norðurlanda árið 1915 og fékk þar vörupantanir fyrir 30.000 franka upp- hæð. Sami maður fór einnig til Norðurlanda árið 1917, en þá fékk hann pantanir er námu 600.000 frönkum. Blaðið segir, að það sé Frökkum í sjálfsvald sett hvort þeir vilji ná undir sig hinum mikla mark- aði á Norðurlöndum, en þá verði þem að taka upp aðia verzlunar- aðferð heldur en þá, sem nú er beitt. Rottur. Vér höfum orðið þess varir, að unglingar hafa gert sér það til gam- ans á kvöldin, að skjóta rottur milli geymsluhúsanna á uppfyllingunni. Þegar umferð rénar á kvöldin, ganga þær þar ljósum logum, og þó er ef til vill meira af þeim annars staðar í bænum. Þær eru og í mjög mörg- um íbúðarhúsum bæjarins, einkum hinum eldri. Vér höfum áður vakið máls á þeim miklu skemdum, sem þessi dýr valda, og i öðru lagi stafar sýkingarhætta af þeim. Þær geta borið margs konar sjúkdóma út um bæinn. Það virðist ekki vanþörf á þvi, enn einu sinni, að hvetja bæjarstjórn til að hefjast handa gegn þessum skaðræðis-dýrum. Það er margreynt, að þeim má útrýma, ef gengið er að því með dugnaði. F á 1 k i n n. Reyrsb hefir að Islands Falk muni eiga að fara héð- an á fímtudagskvöldið með dönsku sendimennina. Samninga er dú verið að ljúba við. |>eir verða sennilega ekki birtir fyr en sendinefndin kem- ur til Kaupmannahafnar og þá sama dag i dönskum og ísienzkum blöðum. Maðurinn danski, sem lög- reglan 4ók i fyrradag, hefír játað að hanu hafí tekið rauðvínskút og whiskflösku um borð, en hann neitar þvi, að hann hafí brotið innsigli lög- reglunnar. |> ó r ð u r Kakali fór héðan i gærkvöldi til Sands, Olafsvfkur og Vestfjarða. AlþýðuflokkBfundur verð- ur í kvöld 1 Good-Templarahúsinu. |>ar flytur hr. Borgbjerg erindi um jafnaðarstefnuna. Knattspyrnukappleikur- i n n milli »FramB« og »VaIs« sem freBtað var i fyrrakvöld vegna for- falla, verður nú í kvöld kl. 9. N a j a d e n kom eigi með saltfarm hingað, eins og sagt var i blaðinu í gær, heldur með timburfarm til Nio. Bjarnason. Lagarfoss er [farinn frá New York — mun hafa lagt á stað fyrradag eða daginn þar áður. Willimoes er nú að taka olfu- farm í New York og má þá búast við að við heimtum hann bráðum heim, enda er mál til þess komið. S t e r 1 i n g kemst sennilega til Akureyrar i dag — var á Blönduósi í fyrrakvöld. A timely advice. To my venerable friend, the most reverend Arthur Gook, the baptist. Angels are treading in from far flinging the gates all ajar, please in the heavens have a look, holy man, brother Arthur Gook. Hell, fire and brimstone, bless Your believe a little otherwise! [eyes,, Dont care about a spoffy spook, spit on the Devil, Arthur Gook. j Brotherly greeting Inqimundur* J

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.