Morgunblaðið - 17.07.1918, Side 3

Morgunblaðið - 17.07.1918, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ Mb. Drekinn fer vöötar á ísafjörð eftir einn eða tvo daga. Tekur flutning. Nic. Bjarnason JEðardúnn óskasf keypfur. Skriflegf tilboð sencfisf sem fyrst fil Jl.f. Carí Jlöepfner. Ben Lindsey dómari. Líklega kannast fáir lesenda vorra við nafn þessa manns, og er haun f>6 einn kunnasti dómari meðal ensku-mælandi þjóða. Hann á heima i boreinni Denver í Colorado fylki í Bandaríkjunum, og þar eru völd hans svo mikil, að hann er kallað- ur »riki í ríkinu<, og menn hugsa sér hann fremur sem »stofnun« heldur en einstakling. Hann hefir stofnað »barna-dóm- stólinn« í Denver, og við þann dóm- stól er nafn hans svo nátengt í hug- um samborgara hans, að þeir tala um þetta tvent eins og eitt og gera engan mun á dómaranum og dóm- stólnum við kosningarnar. Starf hans við þennan dómstól hefir gert hann heimsfrægan, og er þó ekki nema brot af því mikla þarfaverki, sem hann hefir unnið Bandaríkjun- um til heilla í öðrum efnum. Dóm- arastarfið varð að nokkru leyti til þess, að hann hóf opinberlega bar- áttu um öll Bandaríkin gegn »ósýni- legu stjórninni*, þ. e. sviksemi og leyniáhrifum fjárdráttarmanna, sem alls staðar reyna að koma fram áhrif- um sínum og yfirgangi við borgar- stjórnir, fylkjastjórnir og alrikisstjórn- ina. Lindsey dómari hefir sagt sögu þeirrar baráttu í bók, sem hann kallar »The Beastc, og bæði getur þýtt »Dýriðc eða »Mann-dýrið«. í þeirri bók eru líklega fleiri sakar- giftir bornar á nafngreinda menn eða þekkjanlega, i opinberum stöðum, heldur en í nokkurri annari bók, sem út hefir komið. Lindsey dómari stendur nú á fimtugu. Hann er af góðu bergi brotinn, en misti föður sinn ungur og átti erfitt uppdráttar úr þvi. Vann fyrir lágu kaupi og gekk í alt, þvoði gólf, seldi blöð og var i sendiferð- um. En svo greiddist úr fyrir hon- um, að hann fékk atvinnu á lög- mannsskrifstofu og þar las hann lög og tók próf. Hann hlaut dómarastöðu 1901 Og skömmu síðar átti hann að kveða Upp dóm yfir dreng, sem stolið hafði kolum. Honum rann það svo til rifja að þurfa að dæma drenginn eins og fullorðinn sakamann, að hann fór heim til hans, kynti sér heimilishagi þar og skoðaði siðan fangelsin, sem unglingar og börn sátu í, oft við hörmulegustu aðbúð. Og hann sannfærðist skjótt um, að þessi fangelsi voru betur til þess fallin að stæla upp i unglingunum óbóta-tilhneiging, heldur en til þess að bæta hugarfar þeirra. — Eftir þetta stofnaði hann barna-dómstól- inn, þegjandi og hljóðalaust, og væri efni í heila bók að lýsa þeim bless- Unarríku áhrifum, sem sú stefna hefir haft i för með sér. Réttarhöldin fengu á sig mannúð- iegri blæ, fangavistin var endurbætt, gæzlustofnunum var á komið, þar sem þessir litlu afbrotamenn fengu gott uppeldi um lengri eða skemri tínaa, félag var stofnað til að stemma stigu fyrir útbreiðslu glæpa, leik- vellir og böð stofnsett, o. s. frv., og dómarinn var sjálfur óþreytandi i að ávarpa kristileg félög, kvenfélög, líknarfélög og allan almenning, til að tala máli sínu. Hann barðist kappsamlega gegn vínsölustöðum og danzhöllum, þar sem ungir svein- ar og stúlkur spiltu heilsu sinni og skírlífi, og hann upprætti »hvítu þræla-SÖlunac, sem þá var í algleym- ingi i Denver. Kosningarétturinn í Prússíandi. Mynd þessi, sem tekin er úr þýzku skopblaði, sýnir von Heydebrand, fonugja íhaldsmanna og ötulasta mót- stöðumann endurbótanna á kosninga- lögunum. Hann kemur þarna þeys- andi á gæðing sínum með brut- stöngina reidda (en það er í raun- inni heykvisl, tákn landbúnaðarins og junkaranna — og skaftið er svart og hvítt og það táknar þjóðliti Prússa) og ætlar Heydebrand að vega að »Wahlrecht« (kosningaréttinum), sem teiknarinn hugsar sér sem brun- andi hraðlest, sem enginn mannleg- ur máttur fær stöðvað. Og neðan við myndina hefir teiknarinn ritað þessi orð: »Hann lendir áreiðan- lega undir hjólunumc. Verzlun Þjöðverja eftir ófriðinn. Þjóðverjum er orðið mikið áhyggju- efni, hvernig fara muni um verzlun þeirra og viðskifti út um heim, þegar ófriðnum lýkur. I Weser Zeitung var grein um þetta efni i fyrra mánuði. Blaðið segir fróðlegt að lesa það nú, sem þýzk blöð fluttu um ófriðinn í ágúst og sept- ember 1914, eftir mönnum úr öll- um stéttum og flokkum. Það dylj- ist engum við þann lestur, að Þjóð- verjar hafi hvorki efnalega né and- lega verið færir um að eiga ófrið við England. Þar segir enn frem- ur svo: »Þá var um það rætt, hvort Eng- land myndi geta komið upp nægi- lega öflugum landher og hvort þeir myndu hætta til sjóorustu. Vér vorum svo ákafamiklir um hermálin ein, að þeir voru fáir, sem reyndu að draga athygli að alþjóðalögum öðrum en lögum um sjóhernað. Aldrei var orð ritað um fjárhagshorf- urnar. Vér sáum ekki, að hvassasta vopn Englands i ófriðnum gegn oss — sem erum þess mestu keppinaut- ar — er það, sem nú er á allavör- um um þvert og endilangt Þýzka- land, sem sé: »svörtu listarnirc, við- skiftahömlur og ógilding á einkarétt- indumc. Blaðið segir, að Þjóðverjar hafi réttilega verið stoltir af sigurvinning* um sinum i upphafi ófriðarins, og þá ekki gætt annars. En á meðan hafi Englendingar unnið að því öll- um árum, að ráða verzlun nndan Þjóðverjum í hlutlausum löndum, og meira að segja verið andvigir hlutleysingjum, sem skift höfðu við Þjóðverja eða selt þýzkan varning. Á þeim vigvelli gátu þeir barist án þess að herskylda væri lögleidd. Þar áttu þeir þaulæfðum mönnum á að skipa. I verzlun og viðskiftum vqru Bretar öllu kunuugir. Þar var þeim vís sá sigur, sem ekki yrði að engu gerður af óvinum þeirra. »Og þann sigur hefir England unnið. Það verður daglega að koma Þjóðverjum í skilning um það, þangað til allar rangar hugmyndir í því efni eru upprættar að fullu og öllu«. Hitt segir blaðið, að Englandi hafi ekki tekist að sigra Þýzkaland með aðflutningsbanni, en iðnaður þess verði áratugi að jafna sig. En þó getur blaðið þess, að öfl- ugt samsteypnfélag sé þegar stofnað i Þýzkalandi til þess að efla iðnað landsins og siglingar að ófriðnum loknum. V* íæst nokkuð at hin- um alkunna: Mentol- og Malt- brjóstsykri i smá dósum í Tóbaksbúsinu. Selst með nokkrum aí- slætti i stærri kaupum Tóbakshúsið. ^ €%apaé ^ Tapast hefir silfurbúinn baukur frá Spítalastíg að Kol & Salt. Skil- ist gegn fundarlaunum að Spitalastíg 2 B niðri. Cigarettu-veski úr silfri hefir týnst á Hafnarfjarðarveginum. Skilist til Morgunblaðsins gegn fundarlaunum. Frá mér hefir horfið ljósbrúnn stormjakki og vindlaveski úr hömr- uðu silfri með ágröfnum stöfunum H. D. Að líkindum hefir veskið verið i jakkavasanum. Eg vil borga hverjum þeim sem færir mér aftur þessa hluti, eða gefur mér upplýsingar um hvar þeir eru niðurkomnir, há ómakslaun Debell Tjarnargötu 33. 2 hestar eru i óskilum hjá lögreglunni. Annar blágrár dökkur á f?x og tagl. Mark: blaðstýft og biti framan hægra og biti framan vinstra. Hinn er rauður. Mark: heilrifað hægra, gagnbituð undir stýft vinstra. ^ *&inna ^ Fot eru tekin til pressingar fyrir lágt verð í Bárunni (bakhúsið). cThaupié <Æorcjun6L

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.