Morgunblaðið - 15.08.1918, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.08.1918, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ (strandterðaskip landssjóðs) fer héðan í strandierð vestnr og norðnr kringnm land mánndag þann 19. ágúst. Vörur afhendist þannig í dag: til Vestmannaeyja, Djúpavogs, Reyðarfjarðar, Seyðis- fjarðar, Vopnafjarðar, Bakkafjarðar og Húsavíkur. Á morgun fðstudag: til Akureyrar, Siglufjarðar, Skagastrandar, Blönduós, Hvammstanga, Borðeyrar og Hólmavikur. Á laugardag: til Isafjarðar, Dýrafjarðar, Bildudals, Stykkishólms og Sands. H.f. Eimskipafélag Islands. Trolle & Rothe h.f. Tjarnargaíta 33. — Reykjavík. Sjó- og striðsYátryggingar Talsimi: 235. Sjótjóas-erindrekstur og skipaflntningar. Talsíml 429. Gliiofnaí abreiður eða gömul söðulklæði, verða keypt háu verðí. R. v. á. Geysir Export-kaffi er bezt. Aðalumboðsmenn: O. JOHNSON & KAABEB. Maður M Snðnr Amerfbi. Skáldsaga eftir Viktor Bridges 84 . — Eg hygg að hann hafi verið farinn að renna grun í hvernigkomið var, mælti hún. Síðan Coata sá okkur saman í Fark Lanö um kvöld- ið hefir Guarez grunað það að þú legðir hug á mig. Eann ætlaði að hafa mig fyrir-------já, hvað skul- um við segja — agn. Eg átti að að ginna þig til iThe Hollies* og þegar þangað var komið ----------- |>að fór hrollur um hana. — |>að fór nú öðruvísi en til var ætlast, mælti eg og hló. En hvern- ig komst hann að þvi að fundi okk- ar bar saman? — Frændi yðar gerði honum boð um það. — Maurice! hrópaði eg. En hann vissi ekkert um fund okkar. En svo kom mér Bkyndilega nokk- uð til hugar. — Frú Baradell hefir sjálfsagt sagt honum frá því. — Frú Baradell? endurtók Mercia og leit á mig. Er það fagra konan sem elskar þig? Mér hnykti mig. — Hver hefir sagt yður frá því? — f>að hefir enginn sagt mér frá þvf, en eg sá það f augum hennar meðan þið töluðust við. — Sástu það? mælti eg undrandi, Svo þagði eg um hríð, því að eg var forvíða á því hve lítið eg hafði þekt kvenfólkið áður. f— Mér þætti gaman að vita hvers vegna Maurice lá svo mjög á því að komast til Lundúna, mælti eg svo. Eg er viss um það að eitthvað flt er í éfni. — Til Lundúna? endurtók Mer- cia. Er frændi þinn fariun tilLund- úna ? Eg skýrði henni nú 1 fáum orðum frá slmskeytinu og burtför Maurice. — Ef skeytið hefir verið mér við- víkjandi, mælti eg, þá get eg ekki ímyndað mér að það hafi verið frá neiuum öðrum en Costa. Hún hristi höfuðið. — |>að getur eigi verið frá Costa. Hann hefði fyrst og fremst skýrt Guarez frá því, ef það hefði verið nokkuð þýðingarmikið. Sennilegra er að símskeytið hafi verið frá San- gatte. — Sangatte! hrópaði eg. Hvern- ig í dauðanum ætti Sangatte að vera að skifta sér af þessu máli. Mercia virtist á báðum áttum. — Eg veit það ekki, en eg hygg að frændi þinn hafi sagt honum írá einhverju. peir voru að tala um hann í gærkvöldi. |>eir......... — Haltu áfram, Mercia, mælti eg er hún hikaði við Eg fann að hún þrýsti hönd minni fastara. — Eg held að hann hafi heitið því að hjáipa þeim ef hann fengi mig fyrir konu. Og það er víst þesB vegna að Guarez vildi eigi íeyfa Roj- as að drepa mig. Mér blöskraði svo þessi fúlmensku að eg gat lengi engu orði npp kom- ið, I sama bili þeytti Billy bifreið— arhornið og yfirgnæfði þytur þess blótsyrði það, sem mér varð á að hreyta úr mér, — Ef þessu er þannig farið, mælti eg, þá er bezt að eg tali við San- gatte. Svo varð þögn nokkra hríð. — Mercia, mælti eg, hvers vegna kallarðu þig Bosen? Eg býst við því að Tregattock viti af hvaða ætt- um þú ert. Hann þóttist þekkja mig á daDzleiknum sem Prado. Hún hristi höfuðið. — Nei, hann voit ekki að eg er Mercia Solano. Hann var vinur föður míns þegar hann var í San Lucft, en þá var eg enn lítil telpa. Seinna, þegar eg fór til Eng- lands, skrifuðu vinir mínir meðmæla- bréf með mér til Tregattock og frú- in bauð mér að setjast að hjá þeim. — Eu hvers vegna duldir þú þau nafns þíns? spurði eg. — Eg vildi eigi að morðingi föður cTLrunafryggingar, sjó- og stríðsváttyggingar. O. Jofjmon & Haabor. Det kgt, octr. Brsndassnrance Kaupmannahöfn vátryggir: hús, húsgfðgrn. alls- konar vöruforða o.s.frv. gegn eldsvoða fyrir lægsta iðgjald. Heima kl. 8—12 f. h. og 2—8 e.h. í Austnrstr. 1 (Búð L. Nielsen). N. B. Nieisert. S.unnar Sgilson, skipamiðlari, Hafnarstræti 15 (uppi) Skrifstofan opin kl. 10—4. Sími 608 Sjó-, Síríös-, Brunaírygglngar. Talsími heima 479. TrondJijems Yátryggingarfélag U Ailsk. brunatryggiugar. Aðalnmboðsmaður C«ri Ficsen, Skólavörðustíg 25. Skrifstofut. 51/*—ó'/jsd. Tals, 331 >SUN INSURANCE OFFICE< Heimsins elzta og stærsta vátrygg- ingarfélag.% Tekur ?.ð sér allskonar brunatryggingar. Aðalumboðsmaður hér i landi Matthías Matthíasson, Holti. Talslmi 497 mfns fengu neitt um það að vita að eg væri í Englandi. sraraði Mer- cia. Svo sneri hún sér að mér og mælti ™0ð ákefð: •— Ó, eg hafi treyst þér og treysti þér enn í blindni. En segðu mér — segðu mór í guðs nafni hver þú ert — þú sem ert svo líkur Prado, að jafnvel Guarez villiat á ykkur. Eg vildi hafa gefið mikið til þess að meiga svara henni í einlægni, en loforð það sem eg hafði gefið Prado var eins og múrveggur í millum okk- ar. Eg vissi það vel, að hversu sterk sem ást hennar á mér væri, þá tnuDdi hún þó aldrei jafnstark beiptinni og hefnigiminni á hendur þeim manni, sem myrti föður henn- ar. En hversu mikill þorpari sem Prado var, þá hafði eg þó gefið honum drengskaparorð mitt um það að þegja um leyndarmál hans í þrjár vikur. — |>ú verður að vera þolinmóð enn um hríð, Mercia, mælti eg. Guð veit það, að eg vildí fúslega segja þér frá öllu sem er, ef eg mætti það, en eg hefi gefið drengskapar- orð mitt um það að þegja og það verð eg að efna. |>að leið nokkur stund áður eá hún svaraði. Að lokum hvlslaði húfl að mér: — ]?ú skalt ráða. Eg skal aftftí treysta þér, altaf — af því eg elska þig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.