Morgunblaðið - 20.08.1918, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.08.1918, Blaðsíða 1
Bæjarstjórnin í Kaupmannahöfn heflr á ýmsa lund leitast við að bæta kjör hinna mörgu atvinnuleysingja í bænum og koma í veg fyrir það að þeir leggist i leti og ómensku. I þvi augnamiði hefir bæjarstjórnin látið hljómleika fram fara tvisvar í viku, þar Bem allir atvinnulausir menn eru boðnir og velkomnir. Góður hljóðfærasláttur og söngur hefir göfgandi áhrif á áheyrendur. í fyrstu voru þeir fáir sem sóttu skemtanir þessar, en aðsóknin er nú ákaflega mikil, svo mikil sem Cirkus-byggingin getur rúmað, því þar fara hljómleikarnir fram. Kostnaðurinn: Það er ekki lítill kostnaður í för með þessu. Leiga salsins kostar 800 kr. i hvert skifti, sólosöngvarar fá 500 kr. og hver maður í hljóðfærasveitinni 10 kr. En enginn sér eftir þvi fé sem þannig er varið. Erlendar simfregnir. (Frá trittaritsra Morgisabi.) Khöfn. 18. ágúst. Bmdamenn búast við því að Þjóð- verjar hefji bráðlega undanhald á ný. Þýzka blaðið Gertnania heldur því fram, að pó! ka málinu hafi ekki verið ráðið endanlega t;l lykta enn. í Helsingfors óttast menn að við- ureignin á Murmanströndinni leiði til nýrrar styrjaldar i Finnlandi. Her Bandaríkjanna er nú orðinn 2.600.000. Kolaskip kafskotin. Siðustu vikuna hafa borist fréttir af þvi, að kolaskip, á leið hingað hafi verið kafskotin á leið- inni. Eitt þessara skipa var farið á undan stóra kol'skipinu, sem nú liggar hér á höfninni. Voru skip- verjar þess komnir á land áður en hiit lét úr höfn og áttu skipstjórarnir tal saman. Sagði skipstjórinn á »Mayfieldf — svo hét skipið — frá Þvf að kafbátsforinginn hefði kraf- lst Þess af sér, að hann segði frá því hvenær þijú önnur skip, sem hann nefndi með nafni, ættu að fara á stað. Kvaðst hann vita um að þau ættu að flytja kol til Island og hafa skipun um það, að sökkva þsim. Nöfnin, sem kafbátsforinginn nefndi, voru öll rétt svo það er áreiðanlegt, að Þjóðverjar hafa haft njósnir um ferðir þeirra. En hvaðan? Skipin vr»ru öll norsk, svo það getur venð ni6snarar Þjóðve-ja í Noregi hafi tilkynt þeim ag skipin væru leigð i íslandsferðir. Hiiinig getur verið að tilkynningin hnfi komið frá Bret- landi. Eða þá — sem vitanlega er ólíklegast en þó hugsanlegt — að þeim hafi verið tilkynt það héðan Þessi sami kafbátur, sem sökti »Mayfield«, hefir að llkirdum náð öllum skipunum, sem hingað áttu að fara, nema þessu stóra selgskipi, sem hér l'ggur nú. Vátryggingargjald farmsitis og sk ps- ins kvað nema 20—22 °/0 vegna kafbátahættunnar. — " " 1 11 .......... Islenzkur flugmaður. Willtam S. Stephenson, að 175 Syndicate Str. hér i bæourr, innrit- aðist i iox. deiidina og fór með henni í janúar, árið 1916. Til Frakk- hnds var hann kominn 26. júlí sama ár, særðist i orustu milli 26. júlí og 4- ágúst 1916. Þegar hann greri sára sinna var hann í rúmt ár hern- nðarkennari á Engiandi. í fiugliðið sekk hann í rp'íl 1917, og fór til Frakklands 1 febrúar 1918. Hefir hann «ú fengið heiðursmerki fyrir Iratnútskarandi fimleika og hugrekki i fluglist, og var fyrsti íslendingur, sem það hiaut. Haig hershöfði flutti honnm sjálfur heillaóskir við þetta tækifæri. Mr. Stephenson er 21 áis að aldti, fæddur í Winnipeg; eru foreldrar hans þau hjónin Vigfús Stephenson Og Kristfn kona hans. (»Voröldc, Winnipeg). Vörur frá Ameriku. Það eru fleiri en íslendingar sem eiga við erfiðleika að stríða með að fá útflutnigsleyfi á nauðsynjavörum frl Ameriku, þrátt fyrir alla veizlun- arsamninga, sem bandamenn hafa gert við hlutleysingja. Frá Noregi kemur sú fregn, að yfirvöldin i Washington hafi neitað Norðmönnum um útflutningsleyfi á miklum birgðum af kaffi, sem þeir höfðu keypt þar og ennfremur tölu- verðu af nýlenduvörum, sem Norð- menn vanhagaði mjög um. Það er ekki langt siðan Norðmenn gerðu viðskíftasamning vtð Banda- ríkin og samkvæmt honum áttu Norðmenn að fá töluvert af nauð- synjum að vestan. Eu nú liggja skip þeirra aðgerðalaus í New York og bíða eftir úrlausninni. Varnir í Kristjanín, Á fundi fyrir luktum dyrum í Stórþinginu norska var samþykt með 82 : 24 atkvæðum að veita 1.300.000 kr. á auka fjárlögnnum til þess að auka hervarnir við Kristjaníufjörð. En áður á sömu fjárlögum höfðu verið veittar i1/^ miljón kr. í sama augnamiðí. .. — ■ —i ,Columbia‘, skip Acstur-Asíufélagsins, ka fskotið. Austur-Asiofélagið danska hefir orð- ið fyrir því óhappi að missa eitt af stærstu og beztu skipum félagsins, »Columbia«. Þýzkur kaf bátur komst í færi við það, er það var á siglingu skamt frá Port Said. Skaut hann á það þremur skotum, sprenging varð í vélarúminu og skipið sökk á nokkr- um mínútum. Skipverjar, 38 talsins, komust alíir heilu og höldnu í land, nema þriðji vélameistari, sem menn hyg8Ía að farist hafi við sprenging- una. »Columbia« var bygð árið 1915 og fermdi 10 þús. smálestir dw. Það var 425 feta langt og hið vand- aðasta að smíði og útbúnaði öllum. AusturAsíufélagið hefir komist furðsnlega hjá kafbátahernaðinum. Þegar undantekin eru t?ö smáskip, sem sigidu milli Danmerkur og Eng- lands, hefir félagið ekkert skip mist fyr en »Columbia«. Skip félagsins hin stóru hafa öll verið i siglingum utan hættusvæðisins og hefir félagið því grætt óhemju fé áhættulitið. Það á nú eftir 12 stór mótorskip auk tveggja minni, en tjón bíður félagið við missir »Columbia«, sem nemur mörgum miljónum króna. Spænska veikin. Hún hefir gengið afskaplega mik- ið í Kaupmannahöfn, nokkur þúsund manns lagst á degi hverjum undan- farið þó að töluverðar ráðstafanir hafi verið gerðar til þess að stemma stigu fyrir útbreiðslu veikinnar. — Læknarnir hafa verið að revtia að finnna sóttkveikjuna. — í Breslau býr læknir sá, dr. Pfeiffer, sem fann influenzu-sóttkveikjunaáriði892. í tnörgum tilfellum spænsku veik- inuar hefir hann fundið sóttkveikjur, sem nákvæmlega eru sama eðlis og inflúenzu-sóttkveikjan, en aftur í öðr- um tilfellum hefir hann ekkert fundið. — Danski læknirinn Thorwald Madsen, forstjóri serum-stofnunarinn- ar, hefir aftur á móti komist að þeirri niðurstöðu, að spænska veikin sé nákvæmlega sama og inflúenza, og að hér sé því alls ekki um nýj- an sjúkdótr, að ræða. — Politiken segir, aÖ hér eftir sé það einkamál hvers sjúklings, hvort hann viiji heldur þjást af spænskri veiki eða inflúenzu!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.