Morgunblaðið - 31.08.1918, Side 1
Laugard.
31.
ágúst 1918
5. argangr
294.
Ritstjórna.rsimi nr. 500
IJr loftinu.
Berlín, 29. ágúst um kvöldið.
Suðaustan við Arras hafa síð-
degis i dag orðið nýjar orustur i
framfylkingum fyrir framan hinar
nýju stöðvar vorar austan við
Bapaume, Peronne og Noyon.
Fótgönguliðsorustur á Ailette-slétt-
unni.
Milli Ailette og Aisne hafa Frakk-
ar og Amerikumenn einkum gert
öflugar árásir, en þeitn hefir verið
algerlega hrundið og óvinirnir beðið
mikið manntjón.
Þegar hafa fleiri en 50 bryn-
vagnar verið skotnir sundur.
París, 29. ágúst.
Áköf stórskotahríð i alla nótt á
Somme-vigstöðvunum. Þrálát á-
hlaup Þjóðverja i Lorraine, hafa
ekki borið neinn árangur, en í Cham-
fpagne hafa Frakkar beygt herlínu
Þjóðverja á tveim stöðum og tekið
fanga.
Annars kyrt um nóttina.
París, 30. ágúst (í dag).
í gær hafa Frakkar haldið áfram
sókn í héraðinu umhverfis Canal
du Nord, sem þeir' hafa algerlega
á valdi sínu, nema i nánd við
Catigny og Sermais.
Frakkar hafa náð á sitt vald
Quesnoy-skógi norðaustur af d’Ecu-
villoy og Beaurains. Sunnar hafa
orðið blóðugir bardagar.
Frakkar halda Noyon þrátt fyiir
áköf áhlaup Þjóðverja og h-tlda
sókn áfram til Lisieres, sunnan
Happlincourt.
Frakkar hafa náð fótfestu á
^ente hæðunum suður af Siméon-
fjalli, fyrir ausan Noyon, teki1*
Langrimont og Morlimcourt, og
nokkur hundruð fanga.
Á milli Oise og Aisne hefir
Brökkum tekist að komast yfir
Ailette-sléttuna á mörgum stöðum
fyrir sunnan Champagne-hérað, þrátt
fyrir mótstöðu Þjóðverja.
Guny og Pont-Saint-Mard hafa
Frakkar á valdi sinu.
Annars ekkert markvert borið við.
Ritstjón: Vilhjáitnnr Finsen
Sæsíminn
og
Loítskeytastöðin.
Aldrei finnur maður eins vel til
þess, hvílík þægindi og nauðsyn það
er, að hafa hraðsbeytasamband við
átlönd, eins og þegar síminn bilar.
Notkun símans er orðin okkur svo
eðlíleg og hversdagsleg, að maður
hugsar lítið um nauðsynina meðan
alt er í góðu lagi. En þegar bilar,
þá kvarta allir sáran, og verður
mönnum ekki um aDnað skrafdrýgra
en »bölvaðan eæsfmann, sem hvað
eftir anoað er að bilai.
Vér skulnm ekki hér fara út í
það, hvort hefði verið hyggilegra að
selja Stóra norræna félaginu f hend-
ur hraðskeytasendingar milli íslands
og útlanda í fjöldamörg ár, eða að
íslendingar sjálfir eignuðust aflmiklar
loftskeytastöðvar, sem þeir sjálfir
réðu yfir að öllu leyti. Vér höfum
áður látið áKt vort í Ijós í því efui,
Og getum í þessu sambaudi bent á
hin óeðlilega háu sfmBkeytagjöld, sem
verið hafa milli íslands og útlanda.
Stóra norræna á uú símann, og
um það tjáir ekkj að tala. jþað get-
ur verið að ísleudiugar eiguist sím-
ann, þegar einkleyfistfmi félagsius er
úti. Betra er seint eu aldrei.
En það er annað, sem manni kem-
ur til hpgar, þegar slíkt slys ber að,
sem nú, að sæsfmiuu slitnar.
Vér höfum nú eignast loftskeyta
stöð, hina vönduðustu að öllum út-
búnaði, með öllum nýtízkutækjum á
sviði loftskeytanna. Frágangur allur
er þar svo prýðilegur, sem frekast
verður á kosið. En þing og stjórn
hefir gert höfuðsynd, að hafa stöðina
svo afilitla, að bún kemur ekbi að
neiuum verulegum notum, ef sæsím-
iun slituar. Vér erum að heita má
sambandslausir við útlönd, pó vér
höfum eignast loftskeytastöð með ný-
tízbuútbúnaði, af því að stöðin er of
afllítil. það eru nógar stöðvar er-
lendis, sem mundu geta og vilja taka
á móti skeytum héðau og senda þau
á ákvörðunarstað, og ef stöðin hérna
hefði verið bygð nógu aflmikil, mundi
engin ófriðarþjóðanna geta hindrað
OBS f að koma öllum okkar símskeyt-
um til útlanda.
J>að er að vísu svo, að Melastöðin
getur tekið á móti skeytum frá út-
löndum, og gerir það daglega. En því
er þannig varið, að móttöbuvélar
stöðvarinnar eru þær sömu, sem not-
aðar eru á öllum landsstöðvum af
sömu atærð eða stærri en Melastöð-
in. það vantar aðeins aflið. Einum
manni liggur hátt rómur, öðrum lágt.
Hinum fyrra tekst ebki að heyra mál
hins BÍðara, þé eá aftur heyri vel
kall hius rómsterka. |>að er eins
með Melastöðina. Hán heyrir skeyt-
in frá stórum stöðvum erlendis, af
því þær eru svo aflmiklar, ftð raf-
magnsbylgjurnar ná alla leið til ís-
lands.
Um það leyti, sem var verið að
ísafoldarpreatsmi Sja.
bollaleggja það, að koma hér upp
Ioftskeytalandstöð, þá var bent á það
í þessu blaði, að nauðsynlegt væri að
hafa stöðina svo aflmikla, að hún
gæti annast hraðsambaudið við út-
lönd, ef sæsíminn skyldi slitna. Sú
skoðun var og ríkjandi meðal margra
þingmanna, en því var þannig fyrir-
komið, að eftir að Stóra norræna,
sem vitanlega hafði enga löngun til
þess að fsland eignaðist sterka loft-
skeytastöð, hafði lofað því að reisa
jafDsterka stöð í Færeyjum, þá var
ákveðið að láta stöðinni nægja það
afi, sem þyrfti til þess, að geta ætfð
komið skeytum til Færeyja. þaðan
lofaði Stóra norræna svo að koma
skeytunum áfram loftleiðina til stöðva
erlendis, Bretlands eða Noregs. þetta
hefði auðvitað verið framkvæmanlegt,
þótt alger óþarfi hafi Virst vera að
hafa nokkra samvinuu við félagið
um þetta loftskeytasamband, sem ís-
Iendingar miklu betur og fljótar gátu
annast sjálfir. En auk þess ber að
geta þess, að stöðin í Færeyjum hefir
eigi enn verið reist, og eigi ósenni-
legt að þag dragist uobkuð enn að
hún komist upp. Að minsta kosti
verður hún ekki notuð í þetta sinn,
meðan sæsíminn er bilaður. —
f>etta loftsbeytamál íslendinga er
alt eitt stórt hneyksli. Aðrar þjóðir
brosa að ráðstöfunum þeim öllum, er
þing og símastjórn hafa gert f því
máli. En fyrir osb hafa skakkaföll-
in miklu alvarlegri hlið. það er
grátlegt til þess að vita, að þan mál
sknli vera í höndum þeirra manna,
sem skortir allra einföldustu þekb-
ingu á því sviði, því það er trúa
vor, að lítið sé farið eftir því, sem
loftskeytastöðvarstjórinn leggur til
málanna. það eru aðrir, sem ráðin
hafa lagt á, en þeir þekkja ebkert
til loftskeyta.
Bílamaðurinn Ford
þingmaður.
Það þykir tíðindum sæta í Ame-
rikn, að Henry Ford, hinn vell-
anðugi bifreiða-verksmiðjueigandi hef-
ir boðið sig fram til öidungaráðsins.
Það er sem sé fremur sjaldgæft að
miljónamæringur þykisc hafa tíma
til þess að sitja á þingi.
Ameríkst blað hefir átt viðtal við
Ford út af þessu og kvaðst hann
bjóða sig fram vegna eindreginnar
beiðni Wilsons forseta.
Fjölskylda Rússakeisara.
Benedikt páfi sendi rússnesku
stjórninni nýlega bréf, þar sem hann
krefst þess, að drotning Nikulásar
og börn þeirra sé látin af hendi við
sig. Bauðst hann til að greiða allan
kostnað við þessa ráðstöfun. Var
Afgreíðslusimi nr. 500
síðan tekið að semja um málið á
þeim grundvelli, að keisarafjölskyld-
an væri flutt til Spánar, en þeir
samningar virðast nú hafa strandað.
Sovjet-stjórnin rússneska hefir sett
það skilyrði, að fé það, sem keisara-
fjölskyldan á í enskum og frönsk-
um bönkum, verði fengið sér í
hendnr. Þeir virðast vera »blankir«,
Lenin og Trotzky. En þessari kröfn
hefir ekki fengist fnllnægt, og situr
því drotning og börn hennar enn
Rússlandi sem fangar Bolschevika.
Mikill reki
á Snæfellsnesi.
•
Sandi i gær.
Fréttaritari vor á Sandi símaði
oss í gær á þá leið, að mikið hefði
rekið af korki og korktöppum i
Staðarsveit og alla leið að Öndverða-
nesi. í Einarslóni væru hnéháar
hrannir af þessu.
í Beruvík hefði sömuleiðis rekið
ýmislegt brak úr skipi siðustu dag-
ana. Fyrir framan klettana má nú
sjá i reki allstór möstur, bómur og
fleira. Getur enginn vafi verið á
því, að skip hefir nýlega farist ein-
hversstaðar í nánd við Snæfellsnes.
Þessi reki mun að líkindum vera
úr danska seglskipinu »Afrika«, sem
yfirgefið var af skipverjum hér fyrir
sunnan og vestan Vestmanneeyjar.
Það var, svo sem menn muna, á
leið frá Portúgal til Sviþjóðar og
hafði einmitt mikið af korki með-
ferðis. Það mun vera úr þvi skipi
að nú rekur á Snæfellsnesi.
Skurður milli SYartahafsins
og Eystrasalts.
I miðjum þessnm mánuði var hald-
inn fundur í Königsberg meðal þýzkra
og rússneskra verkfræðinga frá
Ukraine til þess að ræða um fyrir-
hugaða skurðargerð milli Svartahafs-
ins og Eystrasalts. Varð árangur
fundarins sá, að ákveðið var að koma
fyrirtækinu í framkvæmd að ófriðn-
um loknum.
t
Skip'dtjón Norðmanna.
Síðan ófriðurinn hófst, hafa Norð-
roenn alls mist 793 skip, samtals
1,165,483 smálestir að stærð; á
skipum þessum hafa samtals farist
989 manns, en óvist enn um 19
manns, sem erutaldir »horfnir«, þegar
þessi skýrsla var gefin út.
\