Morgunblaðið - 13.12.1918, Blaðsíða 1
Ritstjnrnarsimi nr. 500
RiMjóri: Vithjálmur F'nsen
ísaioldarprentstnsðja
Afgreiðsiusimi nr. 500
Öllum þeim, nær og fjær, sem bafa sýnt mér og börnum mínum
ástúð og hluttekningu við andlit og jarðarför konunnar rninnar sálugu
Guðrúnar Sigurðardóttar, votta eg aiúðarfyistu þakkir.
Reykjavík ir. des. 1918.
Jónstan Þorsteinsson.
að senda oss pantarur, sem allra f|'
fyrst á Kampav oi, Sitrón, Limon-
aði og Sódavatm, svo unt sé að
afgreiða þ-tr fyrir jólakvöld. 8 A N IT A 8.
Fullveldi Isiaiids.
Samfagnaðarskeyti frá Stórþingi
NorSmanna.
Alþingi barst í gær eftirfarandi
skeyti frá stórþingi Norðmanna:
„Stórþing Norðmanna færir ís-
Jenzku bróðurþjóðinni samfagnað-
arkveðju og sínar innilegustu
heillaóskir í tilefni af fengnu full-
veldi.
Mowinckel, forseti.
Tveiten, varaforseti.“
Porsetar Alþingis svöruðu aft-
ur með þessu skeyti:
„Stortinget,
Christiania.
Alþingi færir fyrir hönd ís-
leuzku þjóðarinnar Stórþinginu
norska hjartans þakklæti fyrir
heillaóskir og samfagnaðarkveðju
þess í tilefni af fenginni viður-
kenningu fyrir fullveldi íslands.
-Tób. Jóhannesson, forseti Sam-
einaðs þings. .
G. TTjörnson, forseti E. d.
M. Guðmundsson, forseti N. d.“
Þrátt. fyrir ítrekaðar áskoranir
blaðanna og eflaust margra ein-
staklinga líka hefi bæjarstjórnin
eigi enn þá ráðist í að kveikja á
götuljósunum á kvöldin. I sjálfri
höfuðborginni er fólki boðið það,
að fálma sig áfram í svo svörtu
myrkri að varla sér handa skil, og
einu ljósdeplarnir í jiví myrkrahafi
auglýsingaljós einstakra kaup-
manna.
Allir vita áð það eina, sem bæj-
arstjórmn, hefir sér til afsökiuiar
á því að kveikja ekki á götunum,
er kolaverðið. Og’ því neitar héldur
enginn, að það er afskaplegt, en
\ þó engu afskaplegra fyrir hæinn
en einstaklingana. Það er gífur-
leg t.að borga 1, kr. 88 aura fyrir
teningsmetirinn af ljósagasi. Bn
þó ætti það ekki síðnr að vera
kleift hænum en einstökum mönn-
um.
Hvað kostar það nú hæimi að
j kveikja á annari hvorri lukt þegar
I dimmast er? Því er auðvitað ekki
' fljótsvarað, en þó virðist mér mega
í'áða það með nokkurri nákvæmni
af gaseyðslunni í hitteðfyrra, því
að þá var var eyðslan takmörkuð
tojög — kveikt á rúmum helming
Ijóskeranna, og alls ekki kveikt
þegar tunglsljós var og létt loft.
Með sömu eyðslu og þá var mundi
götulýsingin hafa kostað núna í
desemhermánuði ca. 3800 kr., ef
götuljóskerið er reiknað á kr. 1.88,
en fyrir janúar ca. 3300 kr.
Þetta eru ekki smáræðis pening-
ar fljótt á litið: yfir 100 kr. á dag-.
Og það gerir uáttúrlega engiuu að
gamni Sínu, að fleygja út þessum
peningum, ef nauðsyn er ekki brýu
á því.
Eu nauðsynin er mikil. Engimi
neitar því í alvöru, að bær með 16
þúsund íbúum og mjög slæmurn
strætúm víðast hvar, geti verið al-
gjörlega Ijóslaus í svartasta
skammdegiim norður undir heim-
skautshaug. Enda eru dæmin
mörg, sem sanna það, að myrkrið
er bænum til stórtjóns. Menn sjá
ekki til að krækja fyrir verstu
hvörfin í götunum og vaða upp í
mjóalegg,, sumstaðar eru grjót-
hrúgur fast við götuna og annar-
staopr svo háar götubrúnir, að slys
getur hlotist- aí, að stíga frarn af
þeim í myrkri. Þá er ennfremur
miklu meiri hætta á þjófnaði, grip-
deildum og ofbeldisverkum þegar
dimt er á strætunum, en ella væri,
og þó eigi væri nema fyrir þá sök
eina, er það sjálfsagt að lýsa upp
göturnar eftir föngum, því að
nægilega kveður að hófabrögðun-
um samt í borginni. Götulýsing
mundi — þó eigi væri nema helm-
ingur venjulegrar lýsingar — stór-
um létta verk lögreglunnar, og
gpra fólki kleift að komast milli
húsá á kveldin.
Og' þó að hún sé dýr, þá er stór-
mikið efamál hvort hærinn ver
ekkj sumu fé sínu í meiri óþarfa.
Og- aldrei eru þetta nú nema tæpir
25 aurar á mánuði fyrir hvern
hæjarbúa. Er ósennilegt. að óþæg-
indi þau, sem af myrkrinu leiða,
séu hverjum einasta bæjarhúa
margra 25 aura virði á mánuði?
Yér vonum fastlega að hæjar-
stjórnin hugleiði þetta mál með
þeim árangri, að bærinn verði orð-
inn bjartur á kvöldin fyrir jóliií.
ur loftiniL
London, 12. des.
Bandamenn í Þýzkalandi.
Brezkt riddaralið er komið til
Bonn og lieíir tekið þar brúna yf-
ir Rín. Er þetta framvarðalið her-
sveita þeirra, sem þarna eiga að
setjast að.
Hersveitir handamanna munu
koma til Cohlenz og fara yfir Rín
13. desember. Sem stendur er bæði
þýzkt og amerískt herlið í borg-
inni og hefir Jinr alt farið fram
með hinni íúestu reglu. Ihúar
horgarinnar hafa sýnt Bandaríkj-
mönnum fulla kurteisi og ame-
ríksk þjóðlög voi-u leikin á mörg-
um veitingaliúsum.
Vopnahléð.
Þjóðverjar tilkynna, að fulltrú-
ar þeir, sem eiga að semja um
framlenging vopnahlésins, séu
farnir frá Berlín áleiðis til Treves.
Forlög keisarans.
Porsætisráðherra Hollendinga
heíir lýst yfir því að keisaranum
verði eigi neitað um rétt (til ]>ess
að dvelja í Hollandi). Hann bætti
því við, að liollenska stjórnin
mundi íremur hafa kosið að hann
liefði aldrei þangað komið, en það
yrði að telja víst, að liann dveldi
þar að eins um stundarsakir. Og
engin þjóð hefði gert neinar at-
hugasemdir við dvöl hans þár.
Pregn frá Wageningen hermir
það, að þýzku keisarafjölskyld-
unni muni fyrirhugaður bústaður
framvegis í Belmont-höll á Wag-
enische Berg. Er höllin eign g-reifa-
frúar von Puckler og- hýr hún þar
sjálf.
Nýlendur Þjóðverja.
Opinherlega liefir verið gefin út
\,hvít bók“ um „Bréfaviðskifti við-
víkjandi óskum íbúanna í þýzku
nýlendunum um Nu'amtíðarstjórn
þeirra. Sézt á þeirn, að það er uær
| samhljóða ósk þeirra að vera fram-
I
vegis midir yfirstjórn Breta, enda
þótt þeim væri eigi gefin nein lof-
orð um það, að Bretar yrðu þar
áfram og allir, sem létu álit sitt í
ljós, ættu það á hættu að þeim yrði
greipilega hefnt fyrir það. í Suð-
vestur-Afríku sézt álit íhúanna af
eftirfarandi ummælum eins af
helztu höfðingjunum þar: „Ef
Bretar vilja ekki taka við mér, þá
ætla eg að biðja einhvern brezka
liðsforingjann að skjóta mig held-
ur en skilja mig eftir.“ TJm það
að Þjóðverjar tækju við nýlend-
unum aftur sagði annar að það
væri sama sem „bráður bani okk-
ar allra og að allar eigur okkar
verði gerðar upptækar“.
Ibúarnir kvarta sérstaklega um
grimd Þjóðverja og hvað þeir séu
djarftækir til stúlkna og kvenna.
Hermál D ma.
Á fundi í danska þjóðþinginu
hinn 29. október lýsti Zahle for-
sætisráðherra yfir því, að konung-
ur væri fús til þess að afsala sér
því valdi, sem honum er veitt í
grundvallarlögunum til þess að
segja öðrúm þjóðum stríð á hend-
ur og semja frið.
11. Skiiagrein
yfir gjafir 0g áheit til húsbygg-
ingarsjóðs Dýravemdunar-
íelags íslands.
Magnús Hallsson, Holtum, Mýr-
um kr. 6.80; N. N. 5.00; Jóhann
Jónsson, Glóru 2.00; Áheit (Jón-
ína Jónsdóttir) 5.00; Áheit 2.00;
Safnað af Ágxist Helgasyui, Birt-
ingaholti 49.00; Safnað af Árna
Ögmundssyni, Miklaholti 28.50;
Safnað í samskotakassa á „Bot-
níu“ 60.03; Safnað í samskota-
kassa við Ölfusárbrú 1.13; Ónefnd-
ur Skaftfellingur 5.60; Sigríðnr
Sigurðardóttir, Borg, Seyðisfirði
1.50; ■ Eggert Tryggvas.on, Kot-
hvammi 1.00; Hannes Magnússon,
Stóru-Sandvík 5.00; Sigr. Kr. Jó-
hannsdóttir s. st. 2.00; Ungmenna-
f<51. Drengur, Kjós 40.00; Sigurjón
Jónsson og kona hans, Hreiðri
10.00; Magnús Ólafs, Eyjum, Kjós
5.00; Áheit 2.00. — Áður auglýst
kr. 4041.50. — Samtals kr. 4273.06.
Reykjavík, 4. des. 1918.
Samúel Ólafsson
(gjaldk. nefndarinnar).