Morgunblaðið - 13.12.1918, Blaðsíða 2
Ræða Wilsons
er hann tilkynti þinginu
ófriðarlok.
t sameinuðu þiugi Bandaríkj-
anna las Wilson forseti sjálfur upp
vopnahlésskilmálana. Bn áður
flutti hann ræðu og- mælti þá með-
al annarsj
— Mannúð hinna sigursælu ríkis-
valdá hefir þegar komið í ljós á
mjög heppilegan hátt. Fulltrúar
þeirra í yfirherstjórnarráðinu í
Yersailles liafa einlmga gefið þjóð-
um Miðveldanna tryggingu fyrir
því, að bandamenn muni gera alt.
sem í þeirra vaJdi stendur, til þess
að birgja þær að lífsnauðsynjum
og létta af þeim sáru bágindum,
sem víða kveður svo ramt að, að
líf manna er í veði. Verða þegar
gerðar ráðstafanir til þess að koma
föstu skipulagi á þessá hjálpar-
starfsemi, á sama hátt og hagað
var hjálp þeirri, er Belgíu var
veitt.
Með því að nota hinn iðjulausa
skipastól sinn, ættu Miðríkin að
vera fær um að afstýra í bili ótt-
anum við enn verra ástand og gefa
hinum kúguðu þjóðum sínum rænu
og dug til þess, að leysa hin mildu
og vandasömu hlutverk til stjórn-
arfarsbóta, sem nú steðja að þeim
livaðanæfa. Sultur er ekki fram-
farameðal. Afleiðihgar hans eru
spilling og’ alls konar viðiijóðsleg
veikindi, sem spilla öllu þjóðskipu-
lagi og reglu. Með falli hinna
gömlu stjórna, sem iágu eins og
martröð á þjóðum Miðríkjanna,
hefir eigi að eins komið stjórnar-
íarsleg breyting í þeim löndum,
heldur stjórnbylting, sem enn hefir
eigi fengið á sig fast skipulag, en
er alt af að b^eytast, svo að hugs-
andi menn eru neyddir til þess að
spvrja sjálfa sig: Hvaða stjórnir
verða það, og hvernig verða þær
stjórnir, sem vér eigum við, þá er
til friðarsamninga kemur? Hvaða
framkvæmdavald munu þa;r hafa,
og hvaða tryggingu geta þær gef-
ið oss fyrir því, að þær ætli sér
að hlýða til fullnustu þeim al-
þjóðalÖgum, sem vér ætlum nú að
semja? Hér er ástæða til mikillar
áhyggju og ótta. Munu nokkrir
aðrir en vér vaka yfir því, að hald-
in séu þau loforð og fullnægt þeim
skyldum, sem friðarsamningarnir
ákveða?
Vér skulum vera hreinskilnir við
sjálfa oss og viðurkenna það, að
þessum spumingum er ekki hægt
að svara nú sem stendur. Bn vér
skulum eigi láta það á oss fá, þótt
vér fáum eigi fullnaðarsvar bráð-
lega. Vér verðum að vera þolin-
móðir og hjálpfúsir og um fram
alt verðum vér að vona hins bezta
og bera gott traust til þess, sem
er undirstaða að ölfu því, sem mi
er að gerast.
Frá Noregi.
Þingkosningarnar síðustu.
Eins og hermt hefir verið í
skeytum hér í blaðiuu, fóru hinar
r.ýju þingkosningar í Noregi þami-
ig, að hægrimenn og frjálslyndir
vinstrimenn vunnii mikinn sigur,
en stjórnarflokkurinn, verka-
mannaflokkurinn (det social-
radikale Venstreparti) og jafnað-
armenn urðn að-lúta í lægra haldi.
Ráðuneyti Gunnars Knudsens
liafði yfirgmvfandi méirihluta í
gamla stórþinginu (77 atkvæði af
123), en nú, eftir þessar nýju kosn-
ingar, stendur það á völtum fót-
um. Bn þó ei* enn eigi unt að segja
að það verði í minni hluta.
Það er lieldur eigi gott að segja
hvernig.á því stendur, að hægri-
mönnum hefir aukist svo mjög
fylgi. Þó getur maður gert sér
ljósar nokkrar ástæðurnar til þess.
Hið nýja „Landsmandsforbund“
hefir dregið mjög úr gengi stjórn-
arflokksins, því að formaður lians
hefir verið hiun ötulasti mótstöðu-
maður hinnar eiuhliða kröfu stór-
bændanna uin að lögleiða korntoll.
Þrátt fyrir það, þótt ráðuneyti
Gunnars Kuudsens verði ekki bor-
ið það á brýn, að það hafi borið
luigsmuni bæudastéttarinnar fyrir
borð, þá liefir það þó eigi viljað
verða við kröfum bænda í þessu
efni. Þvert á móti hefir forsætis-
ráðherra haldið því fram, að korn-
tollurinn mundi verða til þess að
brauð luekkaði í verði og kæmi því
illa niður á öllum fátæklingum, en
yrði landbúnaðinum þó eigi slíkur
styrkur, sem menn væntu. En
vinstrimenn hafa eigi allir orðið
sammála um þetta efni, og 1>ví er
enginn efi á því, að margir stór-
bændur úti uui landið hafa átt sinn
þátt í því hváðj hægrimönnum
jókst nú fylgi.
í borgunum hefir |>að aftur ver-
ið bannstefna stjórnarinnar, sem
hefir dregið úr fylginu. Enda hef-
ir stjórnin komið misviturlega
fram í því máli. Einu sinni var
jafnvel sett bann við því að selja
áfengi eftir lyfseðli frá lækni. Það
bann vakti almenna gremju og
stjórniu varð að afnema það. Enn-
fremur hefir stjómin eigi alt af
sýnt næga fyrirhyggju í bjargráða-
málunum. Vegna almennrar ó-
ánægju varð Gunnar Knudsen —
þrátt fyrir það þótt hann liefði
meiri hluta stórþingsins að baki
sér — að láta matvælaráðherrann,
Oddmund Vik. segja af sér.
Það er að vísu ekki undarlegt,
þótt sama stjórnin geti eigi setið
í fjögur erfið ófriðarár, án þess
að lienni verði fundið sitthvað til
foráttu og óánægju verði með ráð-
stafanir hennar, sem oft verða
þjóðimii til byrði, án þess þó að
almenningur fái séð hvea' nauð-
syu lá á bak við.
Hægrimönnum hefir því aukist
fylgi jafnt og þétt, einkum vegna
]>ess, að jafnaðarmenn stóðu
sundraðir og jafnvel andvígir hver
öðrum. X Bergen er það jafnvel
furðulegt, hvað hægrimönnum hef-
ir aukist fylgi. Forseti stórþings-
ins, Mowinckel skipaeigandi, fékk
þar eigi nema 1177 atkvæði, en
hægrimaður var kosinn til þings
með 4000 atkvæðum. Eitt af því,
sein varð Mowinckel að'falli, var
það, að hann var því fylgjandi, að
tekin væru upp hin gömlu nor-
rænu staðanöfn í Noregi og að t. d.
Bergen fengi aftur nafnið Björg-
vin. En gegn nafnab|reytingunni
eru fjölda margir Norðmenn æfir
og telja sérfróðir menn, að Krist-
janía mundi liíða óbætanlegt tjón
við það, ef henni yrði nú gefið
aftur gamla nafnið Osló, eins og
sumir vilja.
Lagarfoss kom hingað í fyrri-
nótt. Hafði komið við í Vestmanna-
cyjum. Þaðan kom með skipinu
Jón Benediktsson stud. med., er
sendur var þangað til aðstoðar
héraðslækni, meðan spanska veik-
in var þar á ferðinni. Öegir Jón
að veikin hafi tekið mcnn ólíka
geist þar eins og hér, og 25 mönn-
um varð hún þar að bana.
Sterling' fór frá Akureyri í
fyrrinótt. Var þess vandlega gætt,
að hafa engin mök við skipverja.
Itanghermi er það sem stóð í
blaðinu í gær, að Páil Jónsson
væri settur sýslumaður í Árnes-
sýslu. Þorsteinn Þorsteinsson er
settur þar, en hefir eigi enn þá
tekið við embættinu, vegna veik-
inda — afleiðinga inflúensunnar.
Hvít jörð var hér í gærmorgun,
og þykir það nú tíðindum sæta,
því að stöðug blíðviðri og þíðviðri
hafa verið í haust og vetur. Er
sama tíð um land alt og mun nær
éins dæmi að norðanlands skuli
haldast auð jiirð fram undir jól.
Mikið af tólg kom hingað með
Lagarfo.ssi. Er það vonandi að
eigi verði annar eins feitmetis-
skortur í bænum í vetur eins og í
fyrra.
Vínland heitir nýtt íslenzkt botn-
vörpuskip, sem smíðað hefir verið
í Hollandi. Er Jón Jóhannsson
skipst jóri uú ytra að sækja ]iað og
var kominn til Hollands fyrir æði
löngu. Má því búast við að skipið
komi hingað bráðlega.
Jarðarför Guðmundar Magnús-
sonar rithöfundar mun fara fram
á morgun. — 1 gær fór fram jarð-
arför Karls Magnússonar bókbind-
ara, sem lézt í Kaupmannahöfu.
H9333BHÞ Nýja B'Ó ««wmmam
Óvænf gæfz
Æfintýr ungrar stúlku. Ljóm-
andi faliegur sjónl. i 2 þáttum,
leikinn af hinu ágæta
Vitagraph-félagi.
IVIáttur ástarinnar.
Saga af ást uags manns og stúlku
og hörku föðursins — en eins
og ávalt — ástin sigrar.
Alúðarþökk fyrir nuðsýnda hlut-
tekningu við fráfall og jarðarför,
Þóriinnsr Stefánsdóttur, frá Fiatey.
Fyrir hönd fjarstaddra ættingja og »
vina.
Messíma Guðmundsdóttir.
Eiuar SveinbjörnssoD.
Hér með votta eg mitt bezta
þakklæti fyrir sýuda hjálp og hlut-
tekniugu við fráfall foreldra minnat
Gests Péturssonar og Ólafar Signrð-
ardóttur frá Akranesi.
Ingveidur Gestsdóttir.
Stúlka
óskast nú þegar til nýárs eðs
lengur Afgr. vísar á.
rp »'s • \ «
Tn jolaona
verður
Chocolade selt ódýit í verziun,
Odds Gaðmundssonar,
Hvertisgötu 71.
Skrifborð til sölu. A. v. á.
Sögur herlæknisius í gyltu skÍDn-
bandt, fást i Bókabúðmni, Lgv. 13...
Ungliug vantar tii þess að gæta
barna. Uppl. á Laugavegi 42.
fyrsía flckks bifreiðar
ávalt til leigu.
*t. Einarsson. Gr. Sigurðsson.
Slmi 127. Simi 581.
c7laupié ÆorgunSL