Morgunblaðið - 22.12.1918, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
E P L I
og
APPBLSINUR
íást í
LIVERPOOL
Lifur
gamla og nýja, kaupir hæsta verði
Agúst Guðjónsson,
íisktorginu.
Það vita aiiir hvir húa er!
Tóbaks-«sælgætisverzlunin
í Hótel Iiland. ^
— Stefnið þangað — borgar sig —
Þar er úrval af:
*2/inólumf QigarQÍium og Scoígœti
Góðarvörur! G r e i ð v i ð s k i f t i!
C. Ryden.
n ASPARGESn
3 teg. — Fást í
$ LIRPOOL. $
Tiíktjtmmg
A m o r g u n (Þorláksmessú) verður búðin o p i n til m i ð n æ 11 i s.
En á aðfangadag verða engar vörur sendar heim.
Verzí. Liverpool.
Vátryggið eigar yðar.
The British Dominions General Insurance Company, Ltd.,
tekur sérstaklega að sér vátrygging á
innbúum, vörum og öðru lausafé. — Iðgjöld hvergi lægri.
Simi 681. Aðalumboðsmaður
GARÐAR GÍSLASON.
2. flokks gráðaostur
(isl. Roquefort)
er seldur með miklum afslætti i
Gróðrarstöðinni sími 72.
Frá landssimastððinni
Þeír sem ætla að senda heillaóskaskeyti á jólunum, eru góðfúslega
beðnir að afhenda þau á stöðinni sem fvist, helst ekki seinna en á þor-
láksmessukvöld, og sktifa efst á skeytið »Aðfangadagskvöld«. Verða skeyt-
in þá borin út um bæinn i aðfangadagskvöld.
Símstjórinn í Reykjavík, 2í. des. 1918.
Gisfi J- Ofafson.
i. 0. G T.
Stúkan Bming'in nr. 14
heldur minviixigaratliöfn látinna félaga í G.-T.-húsinu
sunnudaginn 22. desember kl. 3 siðd.
Meðlimir stúkuunar beðnir að fjölmenna.
Aðrir templarar veikomnii meðan húsiúm leyfir.
Mætið Ktunclvíslegre.
Aiúðar þakkir til allra þeirra sem á eipn eða annan hátt sýndu okk-
ur samúð og hluttckniugu við fráfall og jarðarför, Magnúsar sál. Hall-
dórssonar.
Hafnarfirði 20. des. 1918.
Steinann Emarsdóttir. Halldóra Magnúsdóttir.
•....23S;
Efiiflikingar.
Út af greininrii um tóbakseftir-
líkingar, sem fyrir nokkru stóS í
Morgunblaðinu, hefi eg náð tali a£
herra Sören Kampmann viðvíkj-
andi hiimi umræddu spumingu um
eftirlíkingar.
Eg hitti herra Kampmann í hinni
suotru búð hans, sem blasir við aug-
anu hreinleg og mjallhvít, og hann
tekur á móti mér með brosi, sem
er engu minna ljómandi en búðin
sjálf.
— Eitirlíkingar, segir herra
Kampmann. Jú, nú er öld eftirlík-
inganna. Það er nú naumast sá
hlutur til, sem ekki er gerð eftir-
líking af, og nú á stríðstímunum
hafa menn neyðst til að-brúka þær
í staðinn fyrir það „gamla góða“,
sem vér ekki gátum fengið vegna
ástandsins í heiminum.
Stimdum hafa þessar eftirlíking-
ar verið fólki til hæfis, en þrá-
sinnis hafa slingir kaupsýslumenn
notað sér augnabliksvandræði
fólks til að setja á markaðinn vör-
ur, sem enginn mundi vilja nýta
undir venjulegum kringumstæð-
um, vegna þess hve lítilfjörlegar
j>ær eru. T. d. vindlarnir mínir.
Það er öllum kiumugt, að á vindla-
markaðinn hafa komið léleg og
jafnvel skaðleg hráefni í staðirm
fyrir blcssað tóbakið, sem maður
getur ekki án verið. Með gyllingum
liefir tekist að fá fólk til þess að
kaupa þessar eftirlíkingar, en þeir
sem kunna að meta tóbak, þrá
samt sem áður síðustu leifar hins;
ekta tóbaks.
Eg sé greinilega, að herra Kamp-
mann lætur sér umhugað um tóbak.
Meðan á samræf unni stóð tók hann
öskju með þeim „beztu“, býður
mér vindil og segir nm leið: '
— Hérna er svolítið af þeim góðu
gömlu!
Eg spyr hann um aðrar eftirlík-
ingar og hann svarar:
— Það yrði of langt mái að telja
þær upp, og eftirlíkingar eru ekki
allar skemtilegar; en verst er þó
með fæðutegundirnar, sem sum-
part hafa ekki nærri þau næring-
arefni, sem vera ber, og sumpart
eru hreinar eftirlíkingar. T. d.
Chocolade, sem eins og kunnugt er
er búið til rir kakaóbaunum, hefir
oft verið á boðstólum af mjög lé-
legri tegund. Þess eru mörg dæmi.
að í staðinn fyrir að taka hýðið —*-
sem er gjörsamlega næringarefna-
laust—af baununum, hefir það ver-
ið látið fylgja með. Það er augljóst
að þetta verður til þess að draga úr
næringargildinu. Einnig- eru dæmi
til þess,að raenn hafa notað íChoko-
lade ódýrari og næringarminní
efni, og minkar köfnunarefnið auð-
vitað að sama skapi.
í stuttu máli: Næringargildi
fæðútegundanna rénar. Það er því
augljósfc að vörurnar, sem til voru
áður en hráefnaskorturinn byrj-
aði, eru miklu verðmætari en þess-
ar' stríðsvörur. —
— Að hve miklu leyti getur
framleiðendunum nú .tekist að
koma þessum vörum á markaðinn?
spyr eg.
— Það er eingöngu undir lög-
gjöfinni komið, svarar herra Kamp-
mann, en í sumnra löndum er þann-
ig farið að, að vörurnar eru búnar
til undir o])inberu eftirliti. Þ. e.
a. s.: Efnarannsóknastofa ríkisins
tekur sýnishorri af vörunni og
rannsakar næringargildi hennar,
og er verðið miðað við það. Eftir-
líkingamar sjálfar eru einnig
rannsakaðar og ákvæði sett um,
hvernig megi auglýsa þær. Þetta
bakar auðvitað ríkinu nokkra fyr-
irhöfn, en þörf þjóðarinnar er
skylda ríkisstjórnarinnar. —
Eg j>akka herra Kampmann fyrir
þessar stríðsverzlunar-upplýsingar
og kveð. ---------
A þessum tímum, þegar spar-
semi situr við háborðið, getur mað-
ur ekki annað en hugsað úm þetta.
ltáðið er það, að telja ekki að eins
peningana, seni maður borgar,
heldur cinnig að aðgæta, hver var-
an er, sem maður fær fyrir pen-
ingana.
Súkknlaðið kostar kr. 8.80 pund-
ið hjá Sören Kampmann. En það
er svo margfalt betra og næringar-
meira en annarstaðar, að það marg-
borgar sig að kaupa það hjá
honum.
Pseudonym.
(Augl.)