Morgunblaðið - 31.12.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.12.1918, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ úr því þagnargildi, sem það hefir verið í. Bn því verður tæplega haldið frani, að útlendingar sem stunda hér atvinnu, geti gert kröfu til þess, að allir þeir, scm saman við þá eiga að sælda, mæli á þeirra tungu. Það væri ókurteisi að kref.j- ast þess. Og of mikil kurteisi að verða við þeirri krófu. Vwargjafir. Síðastliðið aðfangadagskvöld jóla er mér af einum heimilisvin mínum tilkynt, að menn séa komnir, er vilji við mig tala. Bið eg þá inn að ganga, og þekki, að þar eru komnir 5 mikilsvirtir vinir minir og nágrannar. Flyt.ja þeir mér, í- nafni nokkurra sveitunga minna ög fjarstaddra vina, ávarpsskjal og afhenda mér fögur ljóð; stafaði af hvorutveggja vinarylur. Enn fremur afhentu þeir mér að gjöf forkumiarfagra blekbyttu, áletr- aða virðin garorð um til mín frá gef- endum, og í henni og með henni fylgdu 1200 krónur í gulli. Þessi hjartfólgnu vináttun'.erki og hina höfðinglegu gjöf þakka eg hér með öllum viðkomendum af heilum huga, og bið konimg kærleikans að meta framkomu hinna háttvirtu vina við mig, sem vöggugjöf til sín, því orð hans standa stöðug: Það sem þér gerðuð við eimi af mínum minstu bræðrmn, það hafið þér mér gert. Eg jötuna hef fundið, 111111 uppbú- in er, og í henni frelsarimi býr, og kærleikans geislar þar mæta mér óg mér verður andblærinn hlýr. í Austurlönd var oft erfið slóð, þó að henni skjótt mig bar, í vinahjörtunum vaggan stóð, eg veiti' honum lotning þar. Hinum háttvirtu velgjörðavin- um mínum árna eg gleðilegs árs og gifturíkrar framtíðar. Hunnuhvoli í Keflavík, 27. des. 1918. Ágúst Jónsson, Herskylda og hern- aðarskaðabætur. Ummæli Lloyd Georges. £ loftskeytum hefir verið getið um ræðu, sem Lloyd George for- sætisráðherra flutti í Bristol hinu 11. desember. Sú ræða er birt í heilu lagi í „Times“ daginn eftir, og má glögt á henni sjá, hvílíkur ræðusnill ingur forsætisráðherrann er. Að vísu er ræðan flutt sem kosningaræða og hefir því minna gildi annars staðar en í Englandi. Þó eru nokkrir kaflar úr henni þess virði, að þeim sé á loft hald- ið, vegna þess að þar talar hanu fyrir mumi stjórnar sinnar um þau mál, sem nú eru efst á baugi í heim- inum. Herskylda. — Eg hefi komið hingað, mælti Lloyd George, til þess að ræða við yður um nokkur mál, se/n öllum kjósendum í konungsríkinu hljóta að vera áhugamál. Það er tá fyrst að minnast á herskylduna Bæði hér og annars staðar hefir verið reynt að hræða kjósendur með því, að stjórnin ætli sér að hafa öflugan fastaher í landinu framvegis. Þetta er ekki rétt Her- skyldu var komið hér á vit af nauð- syn. Þegar þeirri nauðsyn verður eigi lengur við borið, þá falla lögin um sig sjálf og engin ástæða er til þess að endurnýja þau. En það er eigi undir því komið, hvaða skoð- anir eg læt hér í ljós í kvöld, hvort bér viljið hafa herskyldn í ein- hverri mynd framvegis. Þ ;ð er ein- göngu komið undir friðai’skilmál- unum. Hvað var það, sem neyddi oss til þess að lögleiða h rskyldu? Það var hinn mikli ófriður, sem hervöld meginlandsins höföa flækt oss inn í. Það voru hiuir miklu fastaherir meginlandsins, sem steyptu heiminum í stríð. Það verð- ur eigi hjá því komist, að þessir miklu herir, sem þykjast vera ó- sigrandi, freisti fóringj:i.,na til þess að beita þeim og r iyna ham- ingju sína. Þjóðvci’jar þóttust sannfærðir um það, að engimi gæti staðist hinn ósigrandi her þeirra. Sú skoðun magnaðist þangað til hún varð óviðráðanleg. Og ef þér viljið fá varanlegan frið, ef þér viljið koma í veg fyrir það, að ógnir þessa ófriðar verði endur- teknar, þá verðið þér að afnema föstu skylduherina á meginlandi Evrópu. Þegar ófriðurnin hófst geri eg ráð fyrir að Þjóðv°rjar hafi haft fimm miljón manna her Austur- ríkismenn höfðu 3 eða 4 miljónir manna undir vopnum, Rússar 6 miljónir, Tyrkir tvær miljónir og Búlgaría eina miljón. Það væri óðs manns æði, ef vér féllumst á |>að á friðarfundinum, að þessar þjóðir skuli hafa leyfi til þess framvegis, að skapa miljónaheri gegn nágrönnum sínum Ef við gerum það, þá segi eg yður að frið- arfundurinn er til skammar og sví- virðu. Og fari einhver t’l friðar- ráðstefnunnar og haldi þ ið að eigi sé hægt að kveða niður herskyld- una á meginlandinu, þá segi eg að sá hinn sami sé ekki hæfur til þess að vera fulltrúi á friðarráð- stefnunni. Ef Þjóðverjum verður bannað að hafa 5 miljón manna her. Austur- ríkismönnum 4 miljóna her. Tyrk- landi 2 miljóna her og Búlgörum miljónarher, þá ætti ekki að vera nein ástæða til þess fyrir aðrar þjóðir að hafa mil.jónaheri. Þeir eru að eins til byrðaraaka Þeir eyða fé frá iðnaðinum einmitt þeg- Kartöflur og- Laukur fast hjá 01. Amundasyni. L mgaveg 22 A Sími 149 Nýja B ó Kýtt prógr am á nýársdag. cfiezi có avglijsa í cfflorcjurSlaóinu. IVl ee dvel e',erdis (2—1 tnanuð) ^egnir herralækri' AtCJail ir Stefán Jónsson Stý,imannastig 6, lieima kl. 4—5 siðd , lækmngasto fum minum. Konrnð R. Konr&ðsson. Fluseldar oiwsa. ■ ■ j fá;t I verz'. GRETTIR Vátryggið cignr yóar. The British Dominions General Insurance Company, Ltd., tekur sérstaklega að sér vátrygging á innbúum, vörum og öðru lausafé. — Iðgjöld hvergi lægri. Sími 681. Aðalumboðsmaður GARÐAR GÍSLASON. ar landið þarf á öllu sínu að halda í viðskiftum. Brezki flotinn. Það er stór munur á her, sem dreginn er saman til sóknar, og þeim her, sem ætlaður er til varn- ar. Þýzka hernum var ætlað að ráðast á aðra, en brezki heriun var að eins til varnar. Yér vornm eig'i undir það búnir að hefja árásar- stríð og vér höfðum engin tæki til þess. — (Þegar hér var komið gall einhver fram í og spurði hvað hann segði þá um brezka flotann.) Það er eigi hægt að fara með flotann til Berlín og í því liggur mismun- urinn. Með stórum landher er hægt að troða niður borgir og bæi ná- grannanna. Þjóðverjar hefðu eigi getað brotist inn í Belgíu með flota sinn og þeir hefðu eigi getað lagt norðurhluta Frakklands í auðn með honum. Þess vegna er flotinn að eins til varnar, en eigi til árása. Og þess vegna ætlum vér eigi að leggja hann niður. Öldum saman höfum vér varið brezka eyríkið fyrir innrás og vér viljum eigi eiga neitt í hættunni framvegis. Skaðabætur. Nú kem eg að öðru atriði ræðu minnar, en það er nm skaðabæturn- ar. Hver á að borga brúsaun? Hjá öllum siðuðum þjóðum er það lög- ■"■enja, að sá sem tapar máli verður að greiða kostnaðinn. Það er eigi gert í hefndarskyni, heldur er rétt- læti í því fólgið. Það þýðir það, að dómstólITnn hefir komist að raim um, að annar málsaðilji hafi farið með rangt mál. Nú vonum vér það, að í fram- tíðinni verði sömu réttarreglur gildandi í þjóðamálum sem einstak- liuga — hiim sami mælikvarði 4 það hvað rétt er eða rangt. Ef svo er gert, þá verður eigi hjá þv£ komist að sú þjóðin, sem hefir rangt fyrir sér, verði að greiða. kostnað við málsreksturiun. Það er önnur ástæða en þessi til þess að Þjóðverjar borgi brúsanu. Stríðið hefir kostað þá minna held- ur oss. Vér urðuin að koma oss upp miljóuaher. Vér urðum að lialda úti gríðarstórum flota, þvf í raun réttri höfum vér haft vörslu, allra liafa. Ilermenn vorir bafa hærra kaup og það er betur séð fyr- ir skyldmennum þeirra heldur eflt er í Þýzlcalandi. Og þess vegna er, stríðskostnaður vor einnig mikið meiri heldur en stríðskostnaður Þjóðverja. Kostnaður vor hygg eg. muni vera 8000 miljónir Sterlings- punda, en Þjóðverja 6—7000 mil- jónir. Það er óverjandi, að sá sem hefir rangt fyrir sér og tapar, skulí borga minna heldur en hinn, sem hefir rétt fyrir sér og vinnur —1 og það því fremur sem skuldir vorar eiga að skiftast niður á 45 miljónir íbúa, en þeirra niður & 70 miljónir íbúa. Nú kem eg að því, hvers vegn® eg hefi haldið því fram, að Þjóð-1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.