Morgunblaðið - 03.01.1919, Page 1

Morgunblaðið - 03.01.1919, Page 1
í’ðstudag tan. 1919 nORGDNBLADIO 6. argangf 51 tðlublaA Ritstjórnarsími nr. 500 Ritstjóri: Yilhjálmur Finsen ísafoldarprentsmiðja Afgreiðslusími nr. 500 HELGI ZOEGA & Símnefni: Zofigaco R eykjavik. Nýlendugötu 10. Ú t v e g a Kol, Salt, Veiðarfæri, Matvörur og CO. Liverpool. 15 Pitt Street. fleira. Kaupa islenzkar afurðir Erl. simfregnir (Frá fréttaritara Morgunblaðsíns) Sleðaferðir á götunum. Nýárssundið Það urðn að eins 5 memi til þess að keppa um nýársbikar „Grettis“ að þessu sinni, en því fleiri voru áhorfendurnir. Sundið fór fram kl. 1 e. h og varð fljótastur Erlingur Pálsson sundkennari. Er það í fimta skifti, sem hann vinnur Grettishikarinn, og er hann nú orðinn eign hans. Synti mann marka á milli á 34 sek., og er það styttri tími en seinast. í eitt skiftið hefir hann verið ör- lítið fljótari. Flýtir himia sund- mannanna var þessi: Jón Pálsson 44 sek. Pétur Arnason 44V6 sek. Guðl. Ó. Waage 52 sek. Þorgeir Halldórsson 52 sek. Sjávarhiti var 1 stig og lofthiti 2stig C. Að loknu sundinu hélt Bjarni Jónsson frá Vogi ræðu, sem þeir hafa notið góðs af, er næstir stóðu ræðumanni. En í utanverðri mann- þyrpingunni heyrðist ekki eitt ein- asta orð, vegna öskurs í drengjum þeim, sem fengnir höfðu verið til áð selja „Þrótt“ meðan á ræðmmi stóð. Er sú tilhögun íþróttamanna ídálítið einkennileg tegund af kurt- eisi gagnvart ræðumanni og áheyr- cndum og væri vel ef þeir, sem að fclaðinu standa, færu að breyta um ^iði hvað þetta snertir. Það er ekki til annars en að ergja fólk, að fá ræðuskörunga á mannamót, sem ekkert heyrist til fyrir ólátum götustráka. I minningu þess, að þetta var tí- unda nýárssundið sem fram hefir farið hér, söfnuðust ýmsir íþrótta- vinir saman í Iðnó að lokinni at- höfninni og drukku þar súkkulaði og kaffi. Héldu þar ræður Helgi Péturss dr., Guðm. Björnson land- læknir o. fl.------- Nýárssundin eru alls eigi með því fyrirkomulagi, sem kappsund eiga að vera. Tíminn er í flestum tilfellum óhentugur, og margir geta verið góðir sundmenn, þó eigi vilji þeir keppa í hverju veðri sem verið getur á nýársdag. Þátttak- an í kappsundinu er merkilega lít- il, miðað við þann áhuga, sem menn hafa — eða að minsta kosti höfðu fyrir nokkrum árum — á snnd- íþróttinni. Það liggur beinast við að kenna tímanum, sem valinn er, um þetta. Þó er annað, sem ef til vill hefir áhrif. Maðurinn, sem sundið hefir unnið þessi síðustu fimm ár, er kennari hinna. Þeir vita um dugn- að hanSjtreystast ekki að etja kappi við hann og sitja heima fyrir bragð- ið. Það er mjög sennilegt, að ef „sundkonungurinn' ‘ væri eigi þátt- takandi, mundi margur keppa, sem ekki vill vera til iitfyllingar ein- göngu. Khöfn, 30. des. Kosningar í Bretlandi. Lloyd George sigrar — Asquith fellur. Samsteypuflokkur Lloyd Geor- ges vann stórkostlegan sigur í kosningunum í Bretlandi og hefir náð að minsta kosti 200 atkvæða meirihluta. Asquith, Macdonald og Hender- son og fleiri gamlir menn náðu ekki kosningu. Frá Berlín er símað, að óháðu j af nað armennirnir Haase, Ditt- mann og Barth hafi gengið úr stjórninni. Meirihluta-jafnaðar- mennirnir hafa þannig öll völdin í sínum höndum. Ebert vill fá frjálslynda Suður- Þjóðverja til að takast á kendur embætti í ráðuneytinu. Brezk, frönsk og ameríksk her- skip eru komin hingað í kurteisis- heimsókn. Ekki er fyr komið föl á göturn- ar hérna í Reykjavík, en æskulýð- ur bæjarins leitar uppi sleða sína og leggur undir sig hvern halla og hverja brekku á öllum götum og strætum. A hverjum vetri á lögreglan í brösum við þessa smáu borgara. Sleðarnir eru teknir af þeim sum- um að minsta kosti — og settir í „steininn' ‘, þangað til þar er orð- ið svo fult, að fleiri sleðar komast eigi fyrir. Þá eru þeir aftur afhent- ir eigendunum — auðvitað með á- minningu um það, að þeir megi eigi nota þá. En slík áminning gleymist fljótt — því að hvað á að gera með sleðana, ef ekki má renna sér á þeim? Og meðan nokkur spýta er 1 til í bænum, mun eigi verða hörg- ull á krakkasleðum. Það var bent á það hér í blað- inu fyrir tveimur áruni, að bæriim yrði að sjá æskulýðnum fyrir sleða- brekltu. Var þá bent á það, að heppilegt mundi að gera slíka brekku austan í Skólavörðuholt- inu, sem þá var verið að rífa niður. Hefði það eigi kostað mikið, að gera þá slíka brekku þar, jafnvel mátt gera það bænum að kostn- aðarlausu, ef forsjá hefði verið með. En þessu var ekki sint og því fara allir krakkar með sleða sína

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.