Morgunblaðið - 03.01.1919, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 03.01.1919, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Smápeningar yðar endast (engsf ef þið kaupið i Vðruhúsinu! Trolle & Rothe h.f. Brnnatryggingar. Sjó- og striðsYátryggingar Talsimi: 235. Sjótjóns-erindrekstnr og skipaflntningar. Talsími 429. Glitotnar ABREIÐUR [eða gömul söðulklæði verða keypt háu verði. Ritstjóri vísar á. Geysir Export-Kaffi er bezt. Aðalumboðsmenn: 0. J0HNS0N & KAABER. tffiaupié fMorgunBL Flugfiskurinn, Skáidsaga úr heimeatyrjöldinni 1921 Eftir Övre Richter Frich. ---- 46 — Eg veit það, kelli mín. En Asev á sér líka marga vini hér í White- ehapel. Lofið mér inn, því að Anna Nikolajevna bíður mín. Kerlingin hló, en það var enginn keilingarhlátur, heldur ungrar stúlku. Asev hvesti á hana augun og roði kom fram í gult andlit hans. — Ertu þetta sjálf, Anna? mælti hann. Kerlingin rétti úr sér, strauk af sér þunna vaxgrímu og tók af sér hæru- kolluna. Og fyrir framan Asev stóð nú há og tíguleg kona, með tindrandi augu. Breytingin varð svo snögg, að Rúss- jnn stóð sem steini lostinn. — Kæri vinur, mælti hún og dró hann inn í herbergið. Fyrirgefðu þenn- an litla hrekk. Eg verð að fara eins varlega og framast er unt. Asev svaraði ekki þegar. Hin dökku augu hans voru orðin kolsvört af geðs- hræringu, sem hann gat ekki við ráðið. Allar flöskur samkvæmt áðurgefnum nótum, sem vér höfum lánað til vorra heiðruðu viðsk'.ftavina, verða sóttar næstu daga. SANITAS. Simi 190. Það tilkynmst hérmeð að jarðarför minnar kjartkæru konu. Jónínu Þórðardóttur, fer fram laugardaginn 4. janúar og hefst með húskveðju frá heimili okkar, Skólavörðustíg 29, kl. 11 f. h. Eyvindur Þorsteinsson. Drensur getur fengið atvinnu strax A v.á. Se n di 1 vantar nú þegar á landssímastöðina Gísli J. Olafson c2ezt aó auglýsa í tJItorgunBlaóinu Þau komu inn í bjart og snoturt herbergi, sem stakk mjög í stúf við annað útlit hússins. A veggjum héngn pálmagræn tjöld, á gólfinu, sem hall- aðist alla vega, var þykkur dúkur og stór lampi varpaði björtu ljósi um her- bergið. Úti í horni stóð ósélegt járn- rúm. Beint á móti því var skrifborð og á því óhemju ósköp af skjölum og ofan á þeim tvær silfurbúnar marg- hleypur. — Kæra vinkona, mælti Asev eftir langa þögn, þú verður að fyrirgefa að eg get eigi dulið gleði mína út af því að sjá þig. Þegar eg horfi á þig, veit eg að þú ert eina konan, sem eg hefi elskað. Það kom dálítill leiðindasvipur á leikmeyna fögru. En svo brosti hún. — Þú ert alt af líkur sjálfum þér, mælti hún með uppgerðarkæti. Þó veiztu sjálfur, að þú hefir aldrei mátt sjá kvenmann. Kvenfólkið hefir steypt þér í glötun áðnr. Hvers vegna getur þér aldrei skilist það, að jafnvel hinn sterkasti Samson er glataður þegar hann hallar sér í skaut Dalila? .... En eg er engin Dalila. Asev varð þungur á svip. — Eg vildi að þú værir Dalila, mælti hann lágt. Eg vildi fórna öllu fyrir þig, bæði völdum og auði. — Það er til annað, sem er rneira virði en fórn, mælti hún. Það ættir þú að vita. í Rússlandi er ekki til annar eins hæfileikamaður og þu. Ell samt ertu ástsjúkur eins og skólapilt- ur. Rússinn beit á vörina. Svo fleygði Iiann sér í stól og skellihló. — Það er gamla sagan, mælti hann. Þú ert Diana og eg er Aktæon. En það er hart að svo fögur kona sem þú ert skuli vera svona kaldlynd. Það er að eins eitt, sem á allan hug þinn, og það eru glæpir. Fyrir þá fórnar þú öllu nema hreinleika þínum .... Og vertu ekki reið, Anna Nikolajevna .... Þú veizt að þetta er satt. Þú ert ekki nema 26 ára gömul .... þú ert fegursti dutlungur skaparans — þú ert eíns og myndir Murillos af Maríu mey. Og hvað ertu svo ? .... Þú ert gömul í anda, þú hatar okkur mennina, þú hef- ir í frammi alla klæki kvenbreddanna. Hendur þínar eru ataðar í blóði, hinar fögru, hvítu hendur, sem aldrei hafa verið lagðar um háls á neinum karl- manni .... Hún stökk á fætur. Og þá fyrst kom það fullkomlega í ljós, hve fögur hún var. Augu henn- ar voru stór og tindrandi. Þau höfðu þennan einkennilega grásvarta lit, sem títt er um Litlu-Rússa og hún var bæði tíguleg og vel vaxin. Dökkbrúnt hár - 6 Yátryggingar Trondhjems Yáíryggiiigarféli^ L Ailsk. brunatrygglngar Aðalamboðsmaður Carl Flitven, Skólavðrðustíg 25 Skriístofut. sVs—^Visd. Tals %\s Síunnar Cgilson, skipamiðlari, Hafnarstræíi 15 (uppi) Skrifstofan opin kl. 10—4. Slmi 60I Sjé-, Stríðs-, 3runatrygg!ns&r, Talslmi heima 479. Det Uí octr, Brandassnrtasi Kaupmannahöfn vátryggir: hús, húsgðgn, alis- kdnar TÖruforða o.s.frv g«gt eldsvoða fyrir lægsta iðgjald. Heima kl. 8—12 f. h. og 2—8 e.b, 1 Austurstr, 1 (Búð L. Nielsen). N. B, Nictlsen. >SUN INSURANCE OFFIGE« Heimsins elzta cg stærsta vátrygi - ingarfélag. Tekur að sér sliskös.; r brunatryggicgar. Aðlumboðsmaður hér á landi Matthías Matthiasson, Holti, Tslslmi 49*'' Ærunafrgggingar, sjó- og striðsvátiyggingar. O. Joþnson & Tiaaðar. hennar var greitt mður með vöngun- um og fól til hálfs hin litlu og bognu eyru — hið eina glæpamerki, sem á henni var. Þannig var hún Anna Nikolajevna Speranski, hin ókunna blóðsuga í myrkviði alheims-glæpafé- lagsins — hin hættulegasta af öllum. — Hvað viltu ? spurði hún. Kosni- jeff sagði að þú þarfnaðist hjálpar minnar. Þess vegna hlýtur þú að vera í einhverjum kroggum. Hefir stríðið kollvarpað starfsemi vorri ? — Já, svaraði Asev og laut nær henni. Eg kem frá orustnstöðvunum. Það var með herkjum, að eg komst yfir Norðursjó. Þar flutu mannabúk- ar sem þéttast. Aldrei hefi eg fyr séS slíka sjón. Það var dásamleg orusta, en svo kom þoka og skildi flotana. Hvorugur sigraði. Það var eins og tvö villidýr skreiddust hálfdauð hvort frá öðru, til þess að draga sviðann úr ó- lífissárum sínum .... En hvað kom mér það við? Mér stendur alveg á sama hvort hundurinn etur svínið eða svínið hundinn. Eg hugsa ekki um ann- að heldur en að hefna fyrir þá hrak- för, sem Rússar fóru. Hið ójarðaða lík Besukhovs hrópar á hefnd ... Og Garschin .... Hann þagnaði, því að Anna Niko-* lajevna varð náföl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.