Morgunblaðið - 04.01.1919, Page 1

Morgunblaðið - 04.01.1919, Page 1
6. argang* Laiiirardag 4 ían 1919 HORGDNBLáBID 52 tðlublaA Ritstjórnarsími nr. 500 tJ r loftinu London, 3. jan. Maximalista-hreyfingin í fý^kalandi Bandamenn taka í taumana. Samkvæmt símskeyti til „Poli- tiken“ í Kaupmannaliöfn liafa bandamenn sent Þjóðverjum alvar- lega aðvörun út af óspektum þeim, sem urðu í Berlín fyrir skemstu. Sem fulltrúi vopnakléssamninga- nefndarinnar liefir Pock marskálk- ur lýst yfir því, að ef Maximalist- ar í Þýzkalandi fái yfirköndina, muni bandamenn hætta öllum samningum þegar í stað og skoða bráðabirgðafriðinn sem upphafinn. Annað skeyti frá Berlín hermir það, að stjórnmálamenn og þing- flokkar reynir nú að gera alþýðu það Ijóst, að bandamenn muni koma með lier til Berlínar, ef Maxi- malistahættan sé ekki kveðin nið- ur. Þess vegna er þess krafist, að stjórnin grípi til hinna grimmileg- ustu ráða gegn Maximalista-hreyf- ingunni. Fooh friðarfulltrúi. Það er nú talið áreiðanlegt, að Foch marskálkur verði einn af friðarfulltrúum Frakka. Pólverjar stefna til Berlín Á fundi hermanna- og verka- mannaráðsins í Berlín var það til- kynt, og síðar liefir komið skeyti, sem staðfestir þá fregn, að rúmlega 30,000 Pólverjar stefni til Berlín ug hafi þegar tekið margar hinar stærri borgir í norðanverðu Þýzka- landi. Hersveitir Þjóðverja fara hvarvetna halloka fyrir þeim, en Noske hermálaráðherra hefir nú gefið fimtu herdeildinni skipun um það, að fara í móti Pólverjum. Stórbruni. Á nýár.sdag varð ógurlegur bruni í Spitalfield-kornvöruskál- um, og brunnu þar miklar birgðir matvæla. Er tjónið metið miljón Sterlingspunda. Morðin í Armeníu. „Petit Parisien“ flytur þá fregn frá Miklagarði, að rannsókn hafi farið fram út af morðunum í Ar- “leníu og hafi það þá komið í ljós, að li^ miljón manna liafi verið ^yrt og að þeir, sem aðallega beri abyrgðina á þessum grimdarverk- Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen um, séu þeir Enver Pascha, Talaat Pascha, Djemal Pascha og Liman von Sanders hershöfðingi. Helm- ingur allra Armena- hefir verið drepinn og hafa Þjóðverjar lagt á öll ráðin. Á meðal margra hræðilegra frá- sagna er saga um 2000 konur, sem lentu í höndum Kúrda. Er sagt, að Kúrdar hafi ausið á þær olíu og síðan kveikt í þeim, og er þær voru brunnar til ösku, hafi þeir látið öskuna í sáld, til þess að finna gimsteina þá, sem þeir héldu að konurnar hefðu gleypt. M. Paschitch, i'y.pverandi forsætisráðherra Serba, er farinn frá Belgrad áleiðis til París, og á hann að sitja friðar- ráðstefnuna sem aðalfulltrúi Yugo- Slava. Aðstoðarmaður hans verður Trumbics utanríkisráðherra Serba. Fjármálaráðherra Breta. Það er nú talið víst, að Mr. Au- stin Chamberlain muni verða f jár- málaráðherra Breta, en það em- bætti hafði hann áður á hendi í fyrri stjórn. Viðsjár með Tyrkjum og Búlgörum. Samkvæmt fregnum, sem komið hafa til Zúrich frá Saloniki, verður samkomulag Tyrkja og Búlgara verra með hverjum degi og oft hefir slegið í blóðuga bardaga milli þeirra. Er sagt, að í Adria- nópel hafi Tyrkir og' Búlgarar bar- ist ákaflega og enn fremur er sagt, að Tyrkir hafi vísað 20,000 Búlgur- um úr landi. Keisarinn veikur. „Deutsche Wochenzeitung“ seg- ir frá því, að fyrverandi Þýzka- landskeisari sé hættulega veikur af inflúenzu og samkvillum lienn- ar (complications). Er jafnvel bri- ist við því, að gera þurfi á hon- um holskurð og í því skyni er Dr. Foerster, einkalæknir hans, kom- inn frá Berlín og hefir ráðgast við prófessor Lanz við háskólann í Amsterdam. ísafoldarprentsmiðja Bæjarstjórnarfundur 2. þ. mán. Rafmagnsstöðvarlánið. Skýrt var frá, að samkvæmt kröfu lánveitanda rafmagnsstöðv- arlánsins hafi stjórnarráðið f. li. landsjóðs gengið inn á að ganga í ábyrgð fyrir láninu. Vörugeymsluhús var samþykt að leyfa Sigurjóni Péturssyni kaupmanni að byggja á uppfyllin gunni fyrir sunnan Tryggvagötu, undan Bryggjuhúsi Duusverzlunar. En borgarstjóri lét. þess getið, að hann mundi leggja á móti því, að stjórnarráðið ieyfi þessa byggingu, því til þess yrði leyfisbeiðnin að ganga, sökum brunahættu þeirrar, er hann áliti að stafaði af timburbyggingum á sviði undan miðbænum, sunnan- vert við Tryggvagötu. Dýrtíðaruppbót til starfsmanna bæjarins var ,sam- þykt að greiða eftir sömu reglum og starfsmönnum landsjóðs hefði verið borguð hún fyrir síðastliðið tíl’. Beiðni synjað. Lesið var bréf frá Sveini Jóns- syni trésmið til bæjarstjórnarinn- ar, þar sem hann beiðist lausnar úr byggingarnefnd, af ógreindum ástæðum. — Felt var að verða við beiðni hans, með 6 atkv. gegn 3. Bæ j arverkf ræðingsstarf ið. Lesið var bréf frá Hirti Þorsteins- syni, þar sem hann tilkymiir að hann segi starfinu lausu frá 1. apr. næstk. Lögreglusamþyktin nýja. Til annarar umræðu var frum- varp til lögreglusamþyktar fyrir bæimi. Eftir alllangar umræður var það samþykt með talsverðum breytingum. Nefndir kosnar. í nefnd til að semja ellistéi'ktar- sjóðsskrá fyrir 1919 voru kosnir: Afgreiðslusími nr. 500 Sigurður Jónsson, Kristján V. Guð- mundsson og Jón Olafsson. í nefnd til að semja alþingis- kjörskrá voru kosnir: Sveinn Björnsson, Jón Þorláksson og Þorv. Þorvarðsson. Lyfjabúðarmálið. Jón Þorláksson skýrði frá störf- um nefndar þeirrar, er kosin var til að leita upplýsinga viðvíkjandi einkaleyfi Apoteks Reykjavíkur og gera tillögur um fjölgun lyfja- búða í bænum. — Samkvæmt þeim xxpplýsingum, er nefndin hafði fengi, sagði hann, að lyfsöluleyfi Apoteks Reykjavíkur væri ekki því til fyrirstöðu, að fleiri lyfja- búðir væru reistar í bæuum, enda mundi þegar vera komnar umsókn- ir til stjórnarráðsins í þá átt. — Tillaga var samþykt þess efnis, að bæjarstjórnin beitti sér fyrir að hafa áhrif í þá átt, að stjórnarráð- ið veitti sem fyrst leyfi til þess að f jölga iyfjabúðum í bænum, og að liin fyrsta þeirra verði reist vest- anvert við Frakkastíg í austur- bænum. Að því búnu var fundi slitið. Björgunarbátur Vestmannaeyja. Með síðustu ferð „Botníu“ kom hr. lyfsali Sigurður Sigurðsson úr utanför sinni og erindrekstri fyrir Björgunarfélag Yestmannaeyja. Enn er ósamið um bátsmíðina og kaupin, enda hefir vopnahlé það, sem styrjaldarþjóðirnar hafa sett með sér, síður en greitt fyrir skipa- smíðum, verðlag alt á hverfanda hveli, breytilegt svo að segja frá degi til dags, verkföll á skipa- smíðastöðvunum, m. m. Þrátt íyrir þetta hefir för lierra S. S. borið mikinn árangur á ýmsan hátt. og er nú lagður hinn ákjósanlegasti grundvöllur undir fyrirtækið, og eins þótt hinkrað væri við með endanlega samninga um bátkaup- in, þar til viðskiftalífið kemst í eitthvert stöðugra og betra horf en nix er um að ræða. Eg hef nú átt kost á að kynna mér til lilítar öll gögn þau, sem hr. S. S. hefir heim að færa, svo sem aðalteikningar, sundurliðaðar teikningar, specifi- cationir, samningaform mjög ítar- legt, sundurliðaðar og mjög fróð- legar skýringar lútandi að bát- smíðinni, og vil eg sérstaklega taka það fram, að þessar síðastnefndu skýringar — ritaðar proforma til hr. útgerðarstjóra E. Xielsens — munu á sínum tíma verða bæðí Björgunarfélagi Vestmaunaeyja ogr Salt í stærri og tninni kaupum hjá H.f. Garl Höepfner Simi 21

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.