Morgunblaðið - 06.01.1919, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.01.1919, Blaðsíða 1
láandag 6 jan. 1919 H0R6DNBLADID 0. argan«(V 54 tölublað ísafoldarprentsmiðja AfgreiSslusími nr. 500 Ritstjómarsími nr. 500 Ritstjóri: Yilhjálmur Finsen Erl. simfregnir (Frá fréttaritara Morgunblaðsins) Khöfn, 3. jan. Bandamenn ósammála? Fyrsti sameiginlegi fundur bandamanna um friSarskilmálana ▼erSur haldinn í París 13. janúar. ÞaS er nú sýnt, aS ágreiningur nokkur er milli þeirra Wilsons for- seta og Clemenceau um alþjóSa- bandalagiS. Ef ekki næst sam- komulag, ætla Bandaríkin að byggja stærsta herskipaflota heimsins. Maximalistar í Riga. Her rússneskra Maximalista hef- ir tekið horgina Riga herskildi Yfirgangur Pólverja. Pólverjar eru að reyna að leggja umdir sig öll landamærahéruð Þýzkalands og Austurríkis og Ung- verjalands. L iHÉÉÉÍÉjÉÍÉíriM^. VinnuleysiS í Danmörku, 54000 atvinnuleysingjar fá styrk af opinberu fé í Danmörku, og þó kvarta atvinnuveitendur um verka- mannaeklu. PeningamarkaSurinn. 100 kr. sænskar ..... kr. 108.60 100 kr. norskar ........— 104.85 Sterlingspund ..........— 17.83 Ðollar ................ — 3.75 Forvextir Þjóðbankans danska -5i/2 %• CJr Dýrafirði ær Morgunhl. skrifaS um jóla- leytið: „Pestin er nú því nær útdauð hér og hefir einstaka sveitabæjum og þorpum til þessa tekist að ein- angra sig. T. d. hefir Keldudalur, Haukadalur og Meðaldalur alveg sloppið til þessa, og væri óskandi að einangrunin kæmi að tilætluð- um notum. Fór pestin hér geist um, sérstak- lega á Þingeyri, og var hér ilt útlit um tíma, ekki síst, er okkar ágæti héraðslæknir lagðist með þeim fyrstu. Varð hann talsvert þungt haldinn og lá rúmfastur nær hálf- an mánuð. Alls hafa dáið hér úr pestinni 5 manns. Þar á meðal Johs. Proppé kaupmaður, öuðni Bjarnason véla- smiður og Guðbrandur Guðbrands- son vélanemi, alt komungir mexm broddi lífsins, er mikil eftirsjá er að. Jóhannes Proppé var hinn mesti dugnaðar- og atorkumaður, drengur hinn bezti, er vafalaust hefði unnið héraði sínu og landi mikið gagn, ef enzt hefði aldur. Hann var að eins 30 ára og lætur eftir sig konu og son á fyrsta ári. Er hann öllum harmdauði og munu Dýrfirðingar lengi minnast hans, enda hafði hann alið aldur sinn þar frá fermingaraldri. — Guðni Bjarnason vélasmiður var fæddur og upp alinn á Þingeyri- Var hann hinn mesti hagleiks- og framtíðar- maður, en heilsuveill mun nann hafa verið síðustu árin. Var hann kvæntur og átti 2 börn, bæði korn- ung. — Guðbrandur Guðbrandsson var hér við vélsmíðanám og ætlaði að gerast vélstjóri á skipi. Hann var rúmlega tvítugur að aldri og einhleypur, og er hann harmdauði öldruðum föður. Frá Reykjavík var sendur hing- að stud. med. Kristmundur Guð- jónsson, til þess að gegna héraðinu í forföllum héraðslæknis, og einn- ig komu hingað nokkrar hjúkrun- arkonur, og á alt þetta fólk miklar þakkir skilið, lijúkrunarstúlkurn- ar af Þingeyringum, en Kristmund- ur læknir af öllum héraðslTúum. Hefir hann áunnið sér hylli hvers manns fyrir g'óða framkomu, ósér- plægni, skyldurækni og' lipurð, og ætti sannarlega skilið að fá sæmi- legt hérað að náminu loknu. Fylgja honum — og konu hans, er dvalið hefir hér með honum — beztu fram- tíðaróskir Dýrfirðinga. — Tíðarfar liefir verið hér framúr- skarandi milt og gott seinni part hausts og til þessa tíma, og skiftir um frá síðasta hausti og vetri.“ Matvælabírgðir Evrópu. í lok nóvembermánaðar fór Hoover matvælaráðgjafi Banda- ríkjanna til Evrópu til þess að taka ákvarðanir um vistaúthlutun til ríkjanna í Evrópu. Áður en hann lagði af stað lét hann frá sér fara ummæli þau, sem hér fara á eftir: —Af þeim 520miljónum manna, sem búa í Evrópu, eru það að eins íbúar Suður-Rússlands, Danmerk- ur og Ungverjalands, samtals 40 miljónir, sem hafa nægar vistir til næstu uppskeru þó ekkert sé flutt inn. Sumir þarfnast hjálpar samtund- is. Bandaríkin hafa aflögu 18—20 miljónir smálestir af matvöru. Ef vér spörum, er hægt að bjarga öllu við, ef hægt verður að fá flutning á þessum vistaforða þangað sem hans er þörf. Öll ríki á meginlandi Evrópu hafa stórum fækkað kvikfénaði og vantar því kjöt og einkum feitmeti Þessi lönd hafa uppskeru síðasta árs, sem endist 2 mánuði og þaðan af meira, ef skömtuninni heldur á- fram. Yfir 200 miljónir manna búa nú við óreiðu í öllum þjóðfélags- málum. Þar eru samgöngur og fjármál í megnustu óreiðu, og bændurnir eru hættir að senda þáð sem þeir hafa afgangs, frá sér áf hræðslu við að það missist alger- lega. Þess vegna er borgarlýður- inn í þessum löndum í svelti. Bændurnir í Evrópu eru vanir að birgja sig að vistum til eins árs í senn til þess að vera við öllu bún- ir. Vandamálið er því það, að sjá fyrir borgunum þangað til atvinnu- végirnir komast í samt lag Borg- irnar eru miðstöðvar skrílræðis- hreyfinganna. Það hafa þegar ver- ið gerðar ráðstafanir til þess að Frakkar, Bretar og ítalir fái vistir og er þar með séð fyrir 135 miljón- um manna. Næsta verkefnið er það, að lina á hafnbanninu eins og mögulegt er, svo að hlutlausu ríkin, sem nú eru í vistaþröng geti séð þegnum sínum fyrir mat pg þar með af- stýrt útbreiðslu Bolzhewismans. íbúar þessara landa ern 40 mil- jónir. Þá er önnur þrautin sú að sjá þeirn 50 miljónum manna, sem byggja Norður-Rússland fyrir vistum. Mikill hluti þessa lands er algerlega samgöngulaus, vegna þess að samgöngutækin eru óbrúk- andi, og stjórnarástandið gerir það algerlega ókleift að veita mörgum miljónum af þjóðinni nokkra björg í vetur. Aðstaða óvinaþjóðanna bakar oss mikla erfiðleika, Vér verðum að slaka á hafnbanninu, sem hald- ið verður áfram meðan vopnahléið stendur, — slaka það mikið á því að miðveldin geti dregið að sér það sem er allra nauðsynlegast, svo að stjórnarfyrirkomulagið geti kom- ist í lag. Ef ekki verður unt að upp- ræta óstjórnarstefnuna og koma fastri stjórn á laggirnar í Þýzka- landi og Austurríki, verður engan aðila við að semja um frið, og enginn til að greiða Frakklandi og Belgíu skaðabætur fyrir öll spellvirkin. Réttlætið krefst þess, að á laggirnar komist stjórn, sem getur afplánað þann órétt, sem framinn hefir verið, en þetta getur ekki orðið, ef Bolzhewisminn nær útbreiðslu. Sulturinn er fylgifisk- ur ÓBtjórnarinnar. ta fefí noMra lærlinga í piano tíma nú þegar, þó ekki byrjendur. Jðn Jlorðmcmn. Eiðaskólinn Svo er sagt, að Tímaflokkurhm sæki það fast að koma þar að presti sem skólastjóra. — Hvað mikils sá flokkur má sín í kenslu- málaráðaneytinu veit eg ekki, en hins vegar eru stéttir landsins ekki óvanar því að réttur þeirra sé borinn fyrir borð þegar um veitingar er að ræða, og þar með teknar frá þeim allar þær hvatir til að keppa áfram hver í sinni grein. — Þetta á alls ekki að þol- ast nema þegar svo er ástatt að al- óhæfir menn keppa gegn utan- stéttarmönnum. Búast má við iB- um kur meðal kennara ef nú verð- ur brugðið út af réttri reglu. Þeir mimdu ekki þola að svo ilt for- dæmi væri látið viðgangast. Er ekki minst á þetta af vantrausti á kenslumálastjórninni, heldur til þess að liún hafi styrk af því að vita, að kennarastéttin er vakandi og vill gæta réttar síns bæði nú og framvegis. Kennari. Skaðabætur. Það lítur út fyrir að Bretar og bandamenn þeirra séu í nokkrum vafa um, hve háar skaðabætur þeir eigi að láta Þjóðverja borga. Það er oftast nær viðkvæðið, að þeir skul látnir borga eins mikið og þeir séu færir um, en hitt hafa Bretar eigi enn þá getað reiknað út, hvað mikið þeir séu færir um. Frakkar borguðu Þjóðverj- um 5 miljarða franka 1871, án þess að þjóðin tæki það nærri sér, og Þjóðverjar iðruðust þess síðar, að þeir höfðu ekki heimtað meira. Erfitt mun það reynast f jármála- fræðingum bandamanna að ákveða skaðabæturnar þannig, að Þjóð- verjum veitist hvorki of létt né of þungt að borga. Það er enn þá óséð, hvernig hagur Þýzkalands verður í framtíðinni, hvort ný blómaöld hefst þar eftir nokkur ár, eða hvort þjóðin kemst í kör. Þrátt fyrir þessa óvissu eru ensk blöð þegar farin að ræða um upphæð skaðabótanna og nefna ákveðnar tölur. Meðal annars kemst fjár- málaritstjóri blaðsins „Daily Chro- nicle“ svo að orði um þetta:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.