Morgunblaðið - 06.01.1919, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
„Þrátt fyrir það, að hið lága
gengi þýzkrar og austurrískrar
myutar á peningamarkaði hlut-
lausra ríkja bendi í þá átt, að ríkin
séu að verða gjaldþrota, þá má
eigi draga þá ályktun af því. Pen-
ingalindir Þjóðverja eru enn þá
afarmiklar, námarnir t. d. 250000
miljón punda virði. Og eigi má
gleyma því, að þýzkar eignir hafa
ekki orðið fyrir eyðileggingum af
völdum ófriðarins. Skaði sá, er
feandamenn hafa orðið fyrir, er
metinn 1500 miljónir sterlings-
punda, en herkostnaður þeirra nál.
15000 miljónir, og er það lágt
reiknað.
Það, sem Þjóðverjar eigi geta
borgað út í hönd, má láta þá borga
í vinnu og vörum. Fróðir menn á-
líta, að Þjóðverjar geti borgað
rentur af 5000 miljónum punda,
og ef nauðsyn krefur verða þeir að
veðsetja náma sína uns skuldin er
borguð.“
é >AOBOK___________|
Kveikmgatími á ljóskcmm hjóla og
bifreiða er kl. 4.
Hannesar Ámasonar fyrirlestrar.
Prófessor Sigurður Nordal byrjar aft-
ur fyrirlestra sína um einlyndi og
aaarglyndi í kvöld kl. 9 í Bárutnni.
Verður nú fyrirlestrunum að öllu for-
fallalausu haldið áfram á hverju
mánudagskvöldi, á sama stað og tíma,
tmz þeim er lokið.
Qnllfoss fer héðan í dag áleiðis til
Ifew York. í leiðinni kemur hann við
1 Vestmannaeyjum og flytur þangað
póst og farþega.
Tveir menn, af þeim sem œtiuðu
anstur með Sterling, voru kyrsettir
veigna þess að við læknisskoðun reynd-
ist vera í þeim hiti.
Þrettándinn er í dag — og þar með
er jólunum lokið. Hafa þau verið með
daufasta móti hér í bæ og mun þar
um valda hernaður inflúenzunnar fyrir
skemstu.
Nýja Bíó sýnir í kvöld undurfagra
mynd, sem heitir „Þar sem sorgirnar
gteymast“. — Þessi mynd var fyrst
á dagskrá, er kvikmyndahúsið tók til
starfa eftir inflúenzuna, en af skilj-
anlegum ástæðum mun fjöldi manna
eigi hafa fengið að sjá hana þá.
Seglskipið Noah kom hingað í gær
fré Cadix eftir 30 daga ferð. Skipið
ec hlaðið með salti.
Hitt og þetta.
12,800,000 Sterlingspunda virði í
gulli, sem Þjóðverjar höfðu fengið hjá
Kússum samkvæmt friðarsamningun-
Nýja Bió
Þar
| sem sorgirnar gleymast. n
Liómandi íalieg ástarsaga uDgs listamanns, í 4 þáttum, leikin
af Nordisk Films Co. — Aðalhlutverk leiki:
Bita Sz chetto, Anton de Verdier o. f 1.
Þar sem margir hafa óskað eftir að sjá þessa ágætu mynd aftur
verður hún sýnd í kvöld.
Aðgöngumiðar kosta: fyrstu sæti 1.00, önnur 0.80, barna 0.25.
Frá
m þvi í dag, 6. jan. til næstk. mánudags 13. jan. gegnir
Halldór Hansen læknir, læknisstörfum mínum.
Matthías Einarsson,
læknir.
Hjúkrunarkona
óskast til Hafnaifjarðar i hálfsmánaðar eða þriggja vikna tima
Bjarni Snæbjörnsson, lœRnír
heima;kl. 10—11 og 6—7. Simi 45,
Móforkútter
ij—20 smál. i góðu standi, óska<s keyptur. Ritstjóti vísar i.
llert Schram
te'kur að sér alt setn að seglsaum lýtur svo ódýrt sem auðið er
Vinnustotan á Vesturgötu 6. Sími 474
iim í Brest Litovsk, hafa þeir nú skil-
að bnndamiimiuni og er fé þetta geymt
í Frakklandsbanka þangað til því verð-
ur ráðstafað á friðarfundi.
—o—
Skógræktarfélagið norska hefir boð-
ið frönsku stjórninni að rækta 500
hektara land í Frakklandi og græða
þar út skóg, aðallega norska furu, sem
reynst hefir hentug til ræktunar í
Norður-Frakklandi.
Fargjöld hermanna. Bandaríkin liafa
ákveðið að greiða Bretum 10 Sterlings-
punda fargjald fyrir hvern ameríksk-
an hermann, sem fluttur er á brezk-
um skipum yfir Atlanzhaf.
Flugpóstur. Margar þjóðir eru nú að
liugsa um að koma á hjá sér flugpóst-
ferðum, þar á meðal Ástralíumenn. En
Webster, yfirdóstmeistari þar, er van-
trúaður á það að fyrirætlanir þessar
hafi tilætlaðan árangur.
Siðasti keisarinn
Vilhjálmur Þýzkalandskeisari —
fyrverandi, er víst bezt að segja —
og Wilson forseti eru jafngamlir.
Samt er það svo, að með Vilhlálmi
lýkur einum þætti mannkyssög-
unnar, en annar hefst með Wilson.
Það er sennilegt, að Vilhjálmur
hljóti nafnið „síðasti keisarinn“ í
sögu komandi ára. Og mimurinn á
honum og hinum keisaranum,
Nikulási Rússazar, er mikill. Niku-
lás er lítilsverð persóna á mikils-
verðum stað, og er talandi vitni á
móti keimingunni um þjóðhöfð-
ingjana af guðs náð, en um Vil-
hjálna hafa miljónir manna trúað
því, og ekki að ástæðulausu, að
iiann væri maðurinn, sem æðri ráð-
stöfim hefði kjörið til þess, að
stofna heimsveldi. Eflaust hefir
hann trúað þessu sjálfur, en mein-
ið er að tímarnir hafa vegið hann
og fundið hann léttvægan.
Það er efamál, hvort nokkur hef-
ir þekt keisarann nógu vel til þess
að geta lagt dóm á hann. Undan-
farin ár hefir fjöldi rita nm hann
verið gefinn út, en þau eru ensk
eða amerísk, og þá veit maður fyr-
irfram, að höfundarnir hafa ekki
samúð með keisaranum, sem —
ekki sízt í augum almúgans — er
orðinn ímynd alls þess, sem verst
er á jarðríki.
Vilhjálmur var kominn undir
þrítugt, er hann settist að völdum.
Það hafði lítið borið á honum til
þess tíma, vegna vinsælda föður
hans, og menn vissu harla lítið um
hami, en hann hafði fljótt lag á að
gera sig kunnan. Hann „tók fólk
með tromfi“.
Þegar Kielarskurðurinn var
vígður og foringjaskipið með keis-
arann á stjómpalli lagði inn í
skurðinn, mælti enskur dáti, scm
horfði á þetta fullur af hrifningu,
þessi orð: — „Þetta gengur næst
því guðdómlega, af öllu því sem
eg hefi séð.“ Háttstandaudi for-
ingi, sem heyrði þessi barnalegu
ummæli, var um kvöldið í veizlu
á „Hohenzollern“ og spurði vin
sinn, hvort hann héldi að keisar-
anum þætti gaman að heyra þetta.
— „Reyndu það,“ svaraði vinur-
inn, „annaðhvort styggist hann við,
eða þá að hann hlær að því.“ For-
inginn reyndi það. Keisarinn gerði
hvorki að styggjast né hlæja. Hon-
um fanst þetta svo sjálfsagt.
Öimur saga ber líka vott um,
hvernig keisarinn hafi litið á sjálf-
an sig. Einu sinni er Cecil Rhodes,
stjórnmálamaðurinn frægi, heim-
sótti keisarann, áttu þeir tal sam-
an um járnbrautina milli Kairo og
Capetown.—„E g vil,“ mælti Ce-
eil Rhodes .... en þá tók keisarinn
fram í fyrir honum og sagði: „Vit-
ið þór, að það eru að eins tveir
menn í heimi, sem hafa rétt til að
segja ,eg vil‘, eins og þér sögðuð
það núna .... og að eg er annar
maðurinn?“ — „Þá hlýt ég að vera
hinn,“ svaraði Bretinn rólega. Er.
annars var það víst Rússakeisar-
inn, sem Vilhjálmur átti við!
Allir, sem þektu keisarann, eru
sammála um það, að það sé ávalt
einhver óþreyja í honum, eins og
títt er um menn, sem vilja meira
en þeir orka. Hann skapar sér
skoðun á öllum hlutum, og af því
að enginn leyfði sér að hafa aðra
skoðun, þar sem hann heyrði til,
þá ímyndaði hann sér að sín skoð-
un væri sú eina rétta. Hann hefir
málað, orkt og gert tónsmiðar,
stýrt orustum (við heræfingar),
gert uppdrætti að skipum og haft
áhrif á löggjöfina. Hann hafði
mörg einkenni afburðamanna og
eiginleika, en „útþynt" voru þam,
svo að framkvæmdir hans urðu
Tiðvaningslegar.