Morgunblaðið - 14.01.1919, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.01.1919, Blaðsíða 1
»rið.i" jan 1919 ¦0R6ONBLABID 0.. arpangr 62 feðJ iblaft Ritstjórharsími nr. 500 Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen ísafoldarprentsmiðja Afgreiðslusími nr. 500 Frá Isafirði Bæjarstjórnarkosning fór hér fram 8. þ. m. Tveir listar komu fram. A-listi (verkamenn): Sigurður Þorsteinsson múrari, Jón- as Tómasson söngstjóri, Magnús Jónsson múrari. B.-listi (vinstri- menn) : Sigurður Kristjánsson kennari, Ólafur Davíðsson verzlun- arstjóri, Halldór Bjarnason útgerð- armaður. Kosningin fór þannig, að B-list- inn fékk 140 atkv. og kom að Sig. Kristjáussyni og Ólafi Davíðssyni, en A-listinn 79 atkvæði og kom að Sig. Þorsteinssyni múrara. Hægrimenn, fylgismenn sýslu- manns, höíðu engan lista. Jafn kapplítil og fásótt bæjar- Stjórnarkosning hefir eigi farið hér fram síðastliðin 10—20 ár. Ðáinn er nýlega Árni Arnason' kaupmað- ur í Bolungarvík, merkur maður og vel látinn. Hefir staðið fyrir Ásgeirs verzlun í Bolungarvík um fjölda ára. ¦P A „Philip", seglskipið sem strandaði á Garðskaga um daginn, verður boðið upp á ]augardaginn kemur, ef gott vevður veður. Brauðin lækka. Alþýðubrauðgerðin hefir nú lœkkað verð á bruuðum hjá sér, og ncmur su lækkun 8 aurum á hverju heilu rúg- ega n0rmalbrauði. Mun þetta stafa af lækkuðu kolaverði og því sennilegt, að aðrir bakarar lækki brauðverð hjá sér líka. Kauphækkun. Múraraféagið hefir á- kveðið aS lágmarkskaup félagsmanna skuli vera kr. 1.25 4 klukkustund frá síðustu helgi, en 2 kr. á klukkustund í eftirvinnu og helgidagavinnu Útsöm mikla hefir netjaverzlun Sig- urjóns Péturssonar þessa dagana, á ollum þeim vörum, sem verzlunin hef- ir á boðstolum. Mokafli er nú daglega í veiðistöðv- unum suður með ejó. f fyrradag hlóð hver bátur í Garðinum og aumir fengu svo mikinn afla, að þeir höfðu alJmikið á seil. Árnessýsla. Þar er nú seitur sýslu- maður á eigin ábyrgð Magnús Gísla- Son eand. jur. frá Fáskrúðsfirði. Er * Mótorkútter Ca. 24 smálestir, með góðri vél, er til sölu fyrir mjög lágt verð, ef samið er nú þegar. R. v. á. Útsala á léreítucn, tv-isttrvuum, Morgunkjóla efnum, Alpaca, Al— klæði rifstsuum, flannelettum og SÍlkÍDÚtum. Verzlun Ingibjargar Johnson, Fundur verður haldinn í Kaupmannafélagi ISeykjavíkur fimtu- daginn 16. þessa mán. kl. 8 siðd. í Iðno uppi Skorað á félagsmenn að mæta. STfÓRNIN. JarSarför konu minnar, Helgu sál. Pétursdóttur, á fram að fara föstudaginn 17. jau. frá Dómkirkjunn., og hefst frá heimili hennar, Bergstaðastræti 33, kl. 11% f. h. \ Arni Eiríksson. Frá og með þriðjudegi 14. þ. m. kosta rúgbrauð og normalbrauð frá'Alþýðubranð- gerðinni, sem hér segir: Vi rúg- og normalbtauð kr. 1.80 Va--------— — 0.90 Reykjavik 12. jan. 1918. Sffórn cAlþýéu6ratíé£&réarinnar, Málarar sem kynnu að vilja taka að sér að mála kenslustofur og ganga í Baraaskólahúsinu nú þegar og leggja til efni, sendi tilboö eSa gefi sig fram á skrifstofu borgarstjóra í dag (þriðjudag 14. janúar). hann farinn héðan suður í sýsluna til óheilbrigða fyrirkomulagi, sem þar á þess að taka við embættinu. Síðan hefir yerið nú um hríð. Bogi Brynjólfsson fór, hefir leikið --------- nokkur efi á því, hver væri yfirvald Látin er á Vífilsstaðahæli frá Þór- Árnesinga, og er það meir en von, að unn Ottesen, kona Ólafs Ottesens frá sýslubuar séu orðnir langþreyttir á því Vestmannaeyjum. Hún var dóttir síra Páls Stephensens á Holti í Önundar- firði — og eigi nema rúmlega tvítug að aldri. Frá Austur-Afriku. Bins og kunnugt er, höfðu banda- menn eim eigi borið sigur af hólmi í viðureigninni við Þjóðverja í Austur-Afríku, þá er vopnahló var samið. Mun hin frækilega vörn Þjóðverja þa'r uppi meðan lönd eru bygð, og er það alveg ótrúlegt, að þeir skyldu geta varist ofurefli ó- vinaliðs í rúm f jögur ár, umkringd- ir á alla vegu og einangraðir. Nýlega er komin skýrsla frá yf- irforingja Breta þar syðra, Van De- venter, um það, hvernig hernaður- inn hefir gengið. Er skýrsla sú dag- sett 30. september í Dar-es-Salaam. Hefst skýrslan í nóvember 1917, þá er von Lettow Vorbeck, yfirhers- höfðingi Þjóðverja, komst Undan bandamannahernum inn í nýlendu Portúgals.Hafði hann þá eigi meira herlið en 320 hvíta menn og 2000 Askara. Fallbyssur hafði hann tvær og 30—35 vélbyssur. Af þessu liði misti hann svo 140 hvíta menn fallna og hertekna og 1100 Askara fallna og hertekna fram til 3]. á- gúst 1918. Þegar Þjóðverjar fóru yíir Bov- uma-ána, skorti þá bæði skotfæri og matvæii, og dauðþreyttir ^oru þeir eftir sífelda bardaga og eltinga- leik. En 25. nóvember uáðu þeir þorpinu Ngomano í nýlendu Portú- gals og tóku þar mikið herfang í riflum, skotfærum og matvælum, og litlu seinna náðu þeir öðrum stöðvum Portúgalsmanna og tóku mikið herfang til viðbótar Nú barst leikurinn sem sagt inn á niilli áiuia Bovuma og Zambesi, en það land er álíka stórt eins og Frakkland og að mestu leyti al- gerlega órannsakað. Eru þar skóg- ar miklir og sóttist Bretum því seint eftirförin. Auk þess voru íbú- amir þar hinir fjandsamlegustu í garð Portúgalsmanna. Greiddu þeir því götu Þjóðverja, en gerðu Bretum flest það ilt, er þeir máttu vegna þess að þeir vissu, að Bretar voru bandamenn Portúgalsmanna. Var það því oft, þá er Bretar ætl- uðu sér að umkringja Þjóðverja, að innlendir fylgdarmenn sögðu þeim skakt til vegar, og sluppu Þjóðverjar þá jafnan xit v'ir hringn- um. Alt þetta ár höfðu Þjóðverjar eigi önnur vopn og skotfæri en þau, sem þeir náðu herfangi, en þarna vörðust þeir í skóginum og áttu stöðugt í höggi við bandamenn, þótt þeir létu þá aldrei fá fanga- staðar á sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.