Morgunblaðið - 14.01.1919, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.01.1919, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ Jiomið á úísöíuna f)já Sigurjóni, þar fáió þér áóýrashr vSrur tií verzíunarinnarf svo sem: Olíufct, þau beztu á landinu, Olíukápur, stórar og smáar, Trawldoppur, Trawlbuxur, Kakhi-Skyrtur, Gummistígvé!, K!o''ar, allar stærðir, Svuntur, Ermar, Sjóhattar. Önglar, Fiskburstar, Lóðarbeigir, Fiskihnífa allar stærðir og gerðir, Gufuskipalogg, Segl- skipilogg, Kossar allar stærðir, Blakkir, Blakkarskífur, Björpunarbelti, Segldúkur, Seglnálar, Seglhanzkar, Hamrar, Taogir, Kústar, Rústa- skðft, Stélsagarb’.öð, Stilsagarbogar, Þoknhorn stór og smá, Þjalir allar stærðir, Slökkviáhöld, þau beztu í bænum, Konpásar, Boujuluktir, Boujuluktarglös, Karbitluktarglös. Manilla, Biktoug, Linur, Lóðarstokkar, Mótorlampar þeir beztu sem hingað hafa komid. Mótorlampabtennatar, Primusar. Primusnálar, Vélapurkur, Primushausar. Vasahnífar allar stœrðir og gerðir, Fiskbnrstar. Vélaivistur Ice Hot ýlöskur, Allar vörur yndanfakningarliust varða sildðí mað 5—íO°\o afsíæfíi gegn greiðsíu við mófföku. Geriá haup gðar í ctag — svo þér rnissið ekki af þeim viídarkjörum sem eg t>ijó oííum minum við- skiftavinum. Sigurjón Pjefursson, Simi 137. Hafnarstræfi 18. Flugflskurinn, Skáldsaga úr heimsstyrjöldinni 1921. Eftir Övre Richter Frich. ---- 56 Féld laut niður. Bergljótu hafði eigi skjöplast. Ofurlítil grænleit skíma smaug inn á gólfdúkinn. Það var einna líkast ljósormi. Bergljót fleygði sér á kné og laut niður að skímunni. — Hér er gat á, mælti Mn. Eg get séð niður á götu. Það stendur ljósker hérna rétt hjá. — Sjáið þér nokkurt götuhorn? spurði Féld. Sjáið þér ekki einhverja nafnfjöl eða nafn? — Nei, svaraði hún. Húsið hérna stendur víst í miðri götu. Það e.r alls staðar myrkur, hvert sem litið er. Þetta er þröng og viðbjóðsleg gata .... Yið hljótum að vera í Whitachapel. — Whitechapel er stór, andvarpaði Féld. Það væri jafn erfitt að leita að manni þar eins og að saumnál í sátu. Sjáið þér ekki neitt annað ? — Það koma þrír menn gangandi eftir götunni hinum megin. Þeir eru tötralega til fara og skima í allar átt- ir. Nú staðnæmast þeir, og nú stefna þeir hingað þvert yfir götuna, eins og þeir ætli inn í húsið hérna .... Nú eru þeir horfnir ....! __En sjáið þér ekki eitthvert nafn- spjald, skranbúð, eða .... — Jú, mælti Bergljót eftir litla þögn. Það stendur pappaskilti í glugga hússins hinum megin við götuna. Það er mjög óglögt. Eg held að það sé búið til úr stöfum, sem kliptir hafa verið út úr blöðum. Þar stendur: ÞVOTTAHÚS ALICE KANOPTA/ ‘ Féld rauk í símann aftur.' — Þetta eru góðar upplýsingar, mælti hann. Lögreglan hlýtur að þekkja þvottakonu með svo einkenni- legu nafni. — Aliee Kanopta, grenjaði hann í símann. Þá var barið að dyrum. Svo var lykli stungið í skrána og hurðin opn- uð .... Þrír tötralegir menn komu inn úr dyrunum. Gasljósið varpaði dapur- legri skímu yfir andlit þeirra, sem voru náföl og svipljót. — Er nokkur hér ? var spart í hörð- um og höstum rómi. Og Féld heyrði það, að spentar voru tvær marghleypur. XXXV. Nógu snemma. Hár og þrekinn maður gekk inn í lierbergið. Hann var gráhærður og mikið skegg tók honum niður á bringu. Kn augun voru dökk og var sem brynni eldur úr þeim. Og hann starði á Onnu Speranski, sem lá náföl á gólfínu. — Hafið þér drepið hana? spurði hann án þess að líta á Féld og án þess að skeyta nokkru þótt Féld væri með sína marghleypuna í hvorri hendi. — Nei, svaraði Féld hvatlega. Asev flutti mig hingað bundinn og keflaðan. — Asev? — Já, Og hér getið þér séð band- járnin. Anna Speranski ætlaði að hjálpa mér, vegna vinar okkar beggja. En það átti ekki við Asev. Og það var hnífurinn hans, sem rænti hana lífi. Gamli maðurinn sneri sér hvatlega að Féld, sem stóð þar fyrir framan hann hár og þrekinn og bar höfuðið hátt. Félagar hans stóðu að bakí hon- um brúnaþungir og búnir til þess að ráðast á Norðmanninn. Þetta voru karlar, sem voru því vanir, að um- gangast dauðann og þeir höfðu fyrir löngu gleymt því að óttast marghleypu í óvinar hendL — Mér finst sem han» muni segja satt, mælti gamli maðurinn við sjálf- an sig og virti Féld fyrir sér frá hvirfli til ilja. — Hvaðan eruð þér? spurði hann svo alt í einu í höstum rómi. — Eg læt engan vaða ofan í mig, mælti Féld í sama tón. Það hefir eng- inn leyfi til þess að vera með yfir- heyrslur hér nema lögreglan. Öldungurinn hnyklaði brýrnar og hló. — Heyrið þér nú, maður minn, mælti hann og gekk alveg a® Féld. I þessu herbergi, sem þér eruð nú í, hefir tvisv- ar sinnum komið frjóangi sögulegra atburða. f Þessu herbergi býr hatur og hefnd. Og konan, sem liggur þama föl- ur nár, var átrúnaðargoð okkar. Hún var hinn refsandi endurgjaldsengill. Skilurðu það ? .... Það getur verið, að þú hafir ekki myrt Önnn Nikolaj- evna. En hún liggur þó lík fyrir fótum okkar. Hún hefir verið lögð knifi í bakið, eins og varnarlaus skepua Og blóð hennar hrópar á hefnd. Féld hopaði um eitt skref og sneri sér svo að Bergljótu. — Lofaðu gamla manninum að út- ausa reiði sinni, mælti hann á norsku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.