Morgunblaðið - 13.03.1919, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.03.1919, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ kartöfluhýði o. s. frv. Víðast hvar er öllu þessu fleygt og verður eigi til annars en óþrifnaðar, sérstak- lega á sumrin, þegar það er látið rotna í öskutunnum og kössum að húsabaki. En alt er þetta peninga- virði, því að það má hagnýta til fóðurs handa svínum. Er óhætt að fullyrðji, að bæjarbúar fleygja þús- undum króna árlega þannig ver eu til einskis. Bezta ráðið til þess að hagnýta allan þennan úrgang væri það, ef nokkur heimili slægju sér saman, keyptu grís og fóðruðu hann með úrgangnum. Það mundi margborga sig, enda segja þeir það, sem þetta hafa reyrit. Hitt vita allir, að flesk- ið er herramannsmatur og eigi lítil búdrýgindi að geta aflað sér þess með sáralitlum kostnaði. Söttvarnir. Eíns og getið var um í blaðinu í. gær, var „Borg“ sett í sóttkví þegar hún kom hingað og fékk ekki að hafa samgöngur við land fyr en í gærkvöldi. Var það þá talið óhætt, vegna þess að þá var svo langur tími liðinn frá því er skipið fór frá Englandi, að óliugs- andi var talið, að um sótthættu gæti verið að ræða. Það er ekki nema gott, þegar röggsemi er sýnd í því, að reyna að vcrja landið drepsóttum. En þá þyrfti að haga sóttvörnunum nokk- uð á annan veg. íslenzkir botn- vörpungar sigla nú stöðugt til Eng- lands, en engum sóttvarnarráðstöf- unum er beitt við þá. Þrír þeirra eru nú nýkomnir úr utanför og hafa flutt farþega, en heilbrigðis- stjórnin hefir ekkert skift sér af þeim. Það má vera, að heilsufar í Bretlandi sé verra á austurströnd- inni heldur en vesturströndinni, og | iess vegna sé hafðar gætur á Borg en eigi á botnvörpungunum. Ilitt hefir þó frézt, að inflúenzan sé.nú mögnuð um alt Bretland og' jafn- vel fleiri drepsóttir hafi gert vart við sig þar. Vitum vér þó eigi, hvað hæft er í þessu, en eigi er fregnln ósennileg, því að drepsóttir sigla jafnan í kjölfar styrjalda. Það mætti ekki minna vera, en heilbrigðisstjórnin hérna reyndi að fylgjast sem bezt með því, hvtrnig heilsufar er í þeim hafnarborgum erlendum, sem víð eigum samgöng- ur við, svo að hún þurfi ekki að renna blint í sjóinn, eða kyrsetja skipin af handahófi. Þeim mun meiri ástæða er og til þessa, ef það er satt, að fleiri drepsóttir heldur en inflúenzan sé á ferðinni, því að hæglega gætu þær borist hingað, ef eigi eru hafðar nákvæmar gætur á samgöngunum við útlönd. Annað var og einkonnilegt við sóttkvíunina á Borg—að pósturinn, sem skipið kom með, var eigi flutt- ur í land fyr en í gærkvöldi. Við erum nú o’rðnir vanir því, að óregla alls konar sé á póstférðum, «n þetta er þó alveg- nýtt, að tefja póstinn í tvo daga hér úti á höfn, alveg að ástæðulausu. Heiíbrigðisstjórn verð- ur þó eigi kent um ]>etta, því að héraðslæknir gaf leyfi til þess að pósturinn væri fluttUr í land. En þegar bátur kom fram að skipi til þess að sækja póstinn, neitaði lög- reglan, sem send hafði verið um borð til eftirlits, að pósturinn væri afhentur, nema því að eins, að leyfi lögreglustjóra kæmi þar til. Og við þetta sat — þá var gefist u|)]> við það að ná í póstinn. Það mun nú lítill efi á því vera, að skipakomum fer að fjölga hing- að frá útlöndum. Þar á meðal munu sennilega koma hingað margir botuvörpungar, bæði frá Englandi og Frakklandi. Og svo koma hing- að kaupför frá Danmörk, Banda- ríkjunum, Spáni, ítalíu og Eng- iandi. Er því vonandi, að reynt sé sem fyrst að koma einhverju sam- ræmi í eftirlit og sóttvarnir, og að skipin verði eigi látin hafa ótak- markaðar samgöngur við lands- menn á fvrstii höfn, sem þau koma til, en vera síðan sett í sóttkví í næstu höfn — eins og' Borg nú — og sum látin eftirlitslaus. Mótorbáturinn Beginn, sem getið var um í fyrradag að laskast hefði í laug- ardagsveðrinu, er ekki eign Þorsteins J ónssonar kaupmanns, heldur kefir hann bátinn á leigu. En eigendur lians eru Guðm. Breiðfjörð & Co. ,,Lagarfoss“ er væntanlegur liingað á hverri stundu. Kolaskip bæjarstjórnar mun eigi enn farið frá Englandi. „Botnía“ fór frá Þórshöfn kl. 5 í gærdag. „Ceysir*‘ kom loks hingað í gær frá Vestfjörðum. V.b. ,,Leó“ fór héðan í gær véstur til Patreksfjarðar. ,,Borg‘ ‘ mun hafa mikið af vörum hingað, aðallega stykkjavörur. Þó höf- um vér heyrt að allmikið af kartöfl- um sé með skipinu og að þær verði mun ódýrari en danskar kartöflur, sem hingað hafa fluzt að undanförnu. Grímudanzleik, hinn fyrsta á þessum vetri, ætlar Verzlunarmannafélag' Beykjavíkur að halda annan laugar- dag. Brauðverð hefir nú verið lækkað að nokkrum mun hjá bökurum þessa bæj- ar. Mun það stafa af lækkun kola- verðsins. ■n» Nýja Bíó <«■■■ ,Hands up‘! Ljómandi fallegur ástarsjónleiky í 4 þáttum, ~ ý. teikinn af hinu heimsfræga Triangle-félagi. Aðalhlutv. leikur hinn alþekti sem einnig hefir samið leikinn. í hússtjórnard. Kvennaskólans getur i sttilka komist að, nú þegar SÖkum foifalla annarar. Ingibjörg H. Bjarnason,. tffiomið með augíýsingar QAflBOK p Leikhúsið. Á morgun verður sýndur leikurinn „Nei“ eftir Heiberg, og á undan leikur Bernburg-á fiðlu. Verður þetta í seinasta skif'ti, sem bæjarmönn- um gefst kostur á að heyra til hans, því að hann er nú á förum héðan. Þetta verður ef til vi! í eina skiftið, sem „Nei“ verður leikið hér í vctur. Mannskaði. í ofviðrinu á laugardag- iun tók út mann af „Snorra goða“ , sem þá var á leið frá Selvogsbanka til Vestmannaeyja. Maðurinn liét Eyjólf- ur Þorbjörnsson og var úr Hafnar- firði. Guðfræðiskandidat Freysteinn Gunn- arsson flytur prófprédikun sína í dóm- kirkjunni á morgun (föstudag), kl. 5 síðdegis. Látinn er hér í bænum Páll Hall- þórsson trésmiður, faðir Þörvaldar lækuis og frú Þórunnar, konu Þor- steins Gíslasonar ritstjóra, Hann var rúmlega hálfníræður að aldri. „Þórður kakali“ var úti í mikla veðrinu á laugardaginn. Átti skamt eft- ir til Vestmannaeyja þegar veðrið brast á og varð að snúa við og hleypa undan í náttmyrkrinu. Komst hann heilu og’ höldnu fyrir Reykjanes um morguninn, eftir volk mikið og krapp- an danz. Dánarfregn. Pétur Þorsteinsson, prestur að Eydölum, er nýlátinn, eftir nokkurra mánaða vanheilsu. „Willemoes“ mun nú vera í þann veginn að leggja á stað frá Austfjörð- nm áleiðis til Miðjarðarhafsins með fiskfarm fyrir Geo. Copland stórkauj)- mann. Gengi erlendra vixla 11. marz 1910. K a u p m a n n a h ö t' n: Sterlingspund kr Dollar — Þýzk mörk (100 ) — Sænskar krónur (100) — Norskar krónur (100) — L o n d o n: Danskai' krónur kr. 19.28 Dollarar (100 pd. sterl.) — 476.41 Svar. í Morgunblaðinn 12. marz er greinarstúfur frá einum lesanda blaðsins, út af gyein eftir mig við- víkjandi ísl. rithöfundum. Eru þau orð mín, að margir emhættismenn þjóðarinnar hafi hver um sig eins Umaníegaí mikil laun og allir listamenn, skáld og rithöfundar til samans, gerð að umtalscfni. Með orðinu „embættis- menn“ meinti eg fleiri starfsmenn en þá, sem landstjórnin skipar. í ]>ví liggur misskilningurinn. Margir opinberir starfsmenn hafa ldOOO krónur cða næstum svo mik- ið yfir árið. Má þar til nefna fram- kVæmdastjóra, skipstjóra og ýmsa fésýslumenn. Fulþyrt hefir verið, að sýslumaður Eyjafjarðarsýslu hafi sum árin liaft 12—14000 krón- ur. Háskólakennari einn fékk hér einnig í fyrra 5000 kr. styrk til að kvnna sér verzlunarsögu lands- ins, auk launa sinna, sem eru víst 4—5000 kr. Hefir hann að líkind- um innunnið sér eitthvað auk þessa, svo að laun hans hafa nálgast 13000 yfir árið. Sagt er að sumir fossastjórnarmenn hafi 12000 á árí og auðvitað eitthvað þar að aúki. Staða og embætti virðist mér þýða alveg það sama. Og heill hópur af skipstjórum, kaupmönnum og öðr- um fésýslumönnum hafa ltj^OO á ári og nokkrir jafnvel 13 x 13 þús. og meira. Það þarf því ekki að eyða fleiri orðum um, að eg hefi ekki farið með rangt mál. Karl hvíti. / 18.28 3.84 38.35 108.35 104.30 JTtunid að skila bögglum og munum á bazar Y.-D. Hvítabandsins til Kristlnar Símonarson Vallar- //«#*/#* /?#♦/). stræti 4 og Gunnfriðar Rögnvaldsdóttur Grettisgötu 19B /*/* ** rV|/v#M#V#

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.