Morgunblaðið - 16.03.1919, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.03.1919, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 1 og fjárþröng Sió'nleikur i 3 þáitatn. (Dania Biofilm, Gyidendahl), leikinn af ágætum dðnskum leik- urum. Aðalhlutv. leikur HHmar Clausen, Emelie Otterdahl, Alfr. Mölier og V. Rtngheim. sæti: Einar Arnórsson prófessor, þm. Árnesinga, Magnús Guðmnnds- son skrifstofustjóri, þáverandi sýslumaður, þm. Skagf., Pétur Otte- sen, þm. Borgf., Einar Jónsson, þm. Rangæinga, og Einar Árnason, þm. Eyfirðinga. Gaf nefndin aliítarlegt álit og tekur þar meðal aunars fram, að í frumvarpi þyí, sem fyrir liggi, sé kjarninn sá sami og í til- lögum launanefndar, er eg gat um hér á undan. „Það er með öðrum orðum stefnau um hallkvæmi að- greiningar umboðs- og dómsvalds," segir nefndin, og vitnar svo í í)rð launanefndar, „að það sé alis staðar viðurkent, að dómsvald og umboðs- vald eigi að vera aðskilið1 ‘, og seg- \Y, ,,að stefna ])essi sé rétt‘% en að torveldleikar myndu verða á að framkvæma skiftingu þessara tveggja greina ríkisvaldsins hér á landi, nema í Revkjavík. „Hér (í Eeykjavík) er siík skifting mjög vel framkvæmanleg að öllu leyti,“ segir nefndin, og eftir að liafa rök- stutt álit sitt um þetta og sýnt fram á nauðsyn þess, að hlutaðeigandi embættismaður hefði einnig nokk- urt eftirlit með innheimtunum, kemst nefndin svo að orði: „En það eru önnur stiirf, scm bæjarfógetinn (forni) yerður að taka drjúgan þátt í. Það er lögreglristjórnin, eft- irlit mcð því, að lögunum sé fylgt. Henni fylgja ýms miður róleg störf °g óhentug manni, sem jafnmikil dómarastörf verður að hafa með höndum og bæjarfógetinn í Reykja- vík.“ Eftir að nefndin svo hefir lagt það til. að lögreglustjórnin og tollstjórnin séu lögð undir sama embættismanninn, eins og launa- nefndin einnig hafði stungið upp á, mælir nefndin eindregið með, að frumvarpið nái fram að ganga með þeirri breytingu, að annað embætt- ið verði dómaraembætti og lieyri því til meðal annars uppboðs-, skifta- og fógetagjörðir, en undir liitt embættið sé lögð lögreglu- stjórn í bænum, öll aðalinnhéimta á tekjum landsjóðs, skipaafgreiðsla o. fl. Telur nefndin svo upp þau mál, er fylgja ættu hvoru embætt- inu fyrir sig, og vísast þar um til nefndarálitsins í skjalaparti þing- tíðindanna, bls. 382, þingskj. 176. Efri deild vísaði málinu einnig til allsherjarnefndar, en hana skip- uðu Magnús Torfason bæjarfógeti, þm. lsf,; Hannes Hafstein banka- HAFRAMJ0L á 90 aura kg. eöa 36,45 pokiuu, \erður selt þessa viku i LIVERPOOL Það hefir verið rannsakað að þettr er bezta haframjölið i bænum; hefir verzlunin flutt það inn sjálf og er það geymt á ágætum stað. Allir nota haframjöl meirá eða minna. Giípið þvi tækifærið, — sem stendur að eins þessa viko, — og kaupið bezta og ódýrasta hafra' mjölið í landinu, sem fæst að eins i Liverpool. JTIqö s.s. Boínia kom stórt úrval af Blómlaukum, Begoniur, Oadioles, Þis. Blómsturtræ & Matjurtafræ fieiri teg. — Bósastðnglar. TTlarie Tíansen, Sími 587. Bankastræti 14. Frá kl. 1—4. Skemfun f Til ágóða íyrir Samverjann, heldur barnastúkaa »ÆSKAN« skemtun sunnudaginn 16 maiz kl. 4 e. m. i G.-T.-húsinu. Tjöíbretjit skemtiskrá! Aðgöngumið.ir íást í GoodtemplarahiSsinu i dag fri kl. 2—4 Og kosta 1 kr. fyrir fullorðna, og 50 au. fyrir börn. Skemtunin byrjar stundvíslega kl. 4. Tlúkomið: Lampaglös io’rt , Kveikir’” Primus-munnstykki, Primus-lyklar, Primus-pakningar, Primus-ristar. JOHS. HANSENS ENKE. stjóri, landskj. þm., og séra Krist- inn Daníelsson, þm. Gullbr.- og Kjósarsýslu. Kemst nefndin meðal annars svo að orði í áliti sínu: „Aðalatriðið í þessu máli virðist nefndinni vera stofnun sérstakrar tollgæzlu í Reykjavík, sem land- stjórninni er í frumvarpinu falið að gera allar nánari fyrirskipanir um. Það er og mikilsvert, að lögreglu- eftirlitinu ]>ar sé sem fyrst Immdið í betra lag og má vænta, að að- skilnaður lögreglustjóraembættis- ins frá hinum. eiginiegu dómara- störfum, sem frumvarpið fer fram á, sé spor í þá átt. ITn hitt geta verið skiftar skoðanir, hvort, að hin sérstöku undirdómarastörf í Reykjavík séu út af fyrir sig ovðin svo umfangsmikil, að þegar sé á- stæða til að hafa sérstakan em- bættismann til þeirra starfa.“ Efri deild gerði þá eina efnisbreytingu á frumvarpi neðri deildar, að kon- ungur skyldi veita bæði embættin. Var það síðan, með áorðnum breyt- ingum, samþykt í einu liljóði í neðri deild og afgreitt sem lög frá al- þingi. Var svo með bráðabirgðar- reglugerð 30. marz f. á. málefnum skift milli embættanna, og var að mestu farið eftir því, sein allsherj- arnefnd neðri deildar lagði til þar um og getið er hér að framan. Af þessu, sem nú hefir sagt verið, býst eg við, að flestum verði ljóst, að þau ummæli í áður um getinni grein Morgunblaðsins, „að skifting embættisins hafi verið gerð af -handahófi", liafi við engin rök að styðjast, þar sem hún, eins og sýnt liefir verið hér að framan, fer fram • í samræmi við tillögur launauefnd- arinnar og allsherjarnefnda beggja deilda alþingis, en í þeiin nefndum áttvi sæti, auk ýmsra ágætra al- þýðumanna, sumir af lærðustu og reyndustu lögfræðingum landsins, þar á meðal bæði þáverandi og fyr- verandi bæjarfógeti Reykjavíkur, sem báðir liöfðu gegnt embættinu í mörg ár, og því verið öllum hnút- um kunnugastir um þetta mál. Af því, sem að framan er sagt, er það enn fremur ljóst, að engum, sem um þessi mál liafa fjallað, virð- ist hafa komið til hugar að skifta sjálfu dómarastarfinu í Reykjavík, þvert á móti má ráða það af ýmsu, t. d. af ummælum allsberjnrnefnd- ar efri deildar, að nokkur efi liafi leikið á því, hvort starf það, er dómaranum væri ætlað, ef lög’- reglumálin væru frá skiliu, væri svo mikið, að full þörf væri á að hafa sérstakan mann til þess. Og fyrverandi bæjarfógeti, Jón Magn- ússon, er jafnvel á þeirri skoðun, að embættið, eins og það var, hafi ekki verið ofvaxið einum manni, sbr. það, sem tilfært er hér á und- an úr þingræðu hans. Það er því á fullum misskilningi bygt hjá greinarhöfundi, að lög- gjafarvaldið hafi ætlað sér að gera tilraun í þá átt, að skifta persónu- störfunum á tvo menn, þannig, að jafnt starf kæmi á hvorn þeirra; það gat auðvitað aldrei verið til- gangurinn, heldur að embættiinu yrði skift eftir málefnum, og var þá ekki nema sjálfsagt, að þau störfin væru látin fylgjast að, er betur eiga saman. Og það er ljóst, að flest störf þau, sem nú heyra undir lögreglustjóráembættið, eru þannig vaxin, að þau samrýmast illa dómarastarfinu. Þó að embætt- inu þannig, að sjálfsögðu, va>ri skift eftir málefnum, þá er auð- vitað, að nijög’ miklu persónulegu starfi hefir verið létt af dómarau- um, þar sem, eins og allir vita, er nokkur afskifti liafa liaft af stjórn lögreglumála, að þau taka upp mjög mikinn tíma, og mikill hluti dags fer mjög oft í slíkan mála- reksthr og til að hafa stjórn á hon- um, og ekki nóg með það, heldur verður lögreglustjórinn alt af að vera til taks, livort heldur er á nótt eða degi, ef álitið er að að- stoðar hans þurfi eða fyrirskipana hans að leita. Dómarastarfið er aft- ur á móti fremur rólegt starf. H011- um er að miklu leyti í sjálfsvald sett, hvernig hann raðar niður störfum sínum, og hér í Reykjavík, þar sem bæjarfógetinn hefir full- trúa tii að framkvæma flest þau störf, er nokkurt ónæði fylgir, svo sem lögtak, uppskriftir, fógeta- gerðir og upphoð, getur varla leik- ið efi á því, að svo sé. Fæ eg varla skilið, að nokkur óhlutdrægur mað- ur geti litið öðruvísi á, en að starf dómarans eftir skiftingu embættis- ins, að öllu samanlögðu, sé miklu umfangsminna og rólegra en áður, og að öllum jafnaði næðissamara en lögreglustjórastarfið. Það er eins og greinarhöfundi finnist undarlegt, að alt fyrirkomu- lag lögreglunnar skuli ekki vera orðið gerbreytt þessa fáu mánuði, sem lögreglustjóraembættið hefir verið til, og talar um, að agaleysið hafi verið hið sama í hænum og áður, og sýnist tilgangurinn með þessu varla geta verið annar en sá, að kasta rýrð á lögreglu og stjóm lögreglu bæjarins, í augum ókunn- ugra. En að ummæli þessi séu al-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.