Morgunblaðið - 19.03.1919, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.03.1919, Blaðsíða 1
Miðv.dag 19, marz 1919 6. argangr 126. tölublað Ritstjórnarsími nr. 500 Ritstjóri: Vilhjilmtur Finstn í«alold»rpr«nt»mi8ís AffrtíSilwiaw a*. 6<NI Úr loftinu, London, 17. marz. Kolamálin brezku. Kolanefndin lýkur væntanlega Tannsókuum sínum í dag, og búist er við því, að bráðabirgðaskýrsla frá henni verði lögð fyrir ráðstefnu námamanna á föstudaginn. Matvælakaup Þjóðverja. Þjóðverjar eiga að aflienda Þjóð- bankanum í Belgíu 18 miljónir Sterlingspunda í gulli, til trygg- ingar greiðslu á matyælum þeim, sem þeir fá hjá bandamönnum. Það er talið, að skipastóll sá, sem Þjóðverjar eigi að afhenda banda- mönmtm, verði um 3% milj. smá- lesta að burðarmagni. Leigunni eftir þau skip, sem bandamenn UOta í sínar þarfir, verður varið til greiðslu á andvirði matvæla þeirra, sem Þjóðverjar fá. Fyrsta matvæla- sendingin, 300 þús. smál., á að inn- ást af Iiendi innan 20 daga. Af þeirri sendingu eiga Bretar að leggjafram 30 þús. smál. af svínakjöti, 50 þús. smál. af baun- um, 50 þús. smál. af hrísgrjónum, 10 þiís. smál. af ýmis konar feit- meti og 15 þús. smál. a£ kornvöru. Bandaríkin leggja fram 75 þús. smál. af kornvöru. Bretar láta af hendi því nær allar þær varabirgð- ir, sem þeir höfðu dregið að sér. Ástandið í Þýzkalandi. Noske landvarnaráðherra Þjóð- verja, skvrði frá því á þinginu í Weimar, að tekist hefði að brjóta uppreisnina í Berlín algerlega á bak aftur og að uppreisnarmenn væru flestir flúnir úr borginni. Nokkur þúsund manna höfðu fall- ið í bardögunum síðustu dagana og heiptin er mikil á báða bóga. í Berlín má nú heita kyrt orðið, en mjög óttast menn það, að uppreisn- in verði hafin á ný, samhliða alls- herjarverkfalli. Á fóSrum hafa bandamenn nú orðið um 83 milj. og 500 þús. manna í ýmsum LeikféÍQQ Heijhiavfhur. Skuggar leikrit i 4 báttum, eftir Pál Steingrímsson, verður loi&ið miðv.dagiun 19. marz kl. 8 síðdegis Aðgöogumiðar seldir i Iðnó i dag frá kl. 10 með venjulegu verði. löndum; 7% milj. í Belgíu, 20 milj. í Póllandi, 13 milj. Czecko-Slovaka, 13 milj. í Rúmeníu, 10 milj. í Ser- bíu og 20 milj. í Fhmlandi, Ar- meníu og öðrum löndum, og gerir Mr. Hoover ráð fyrir því, að til þess að fæða alt þetta fólk, þurfi 450 þús. smál. af matvælum á mán- uði, og til þess að.flytja þau mat- væli, þarf 900 þiis. smál. skipastól. Bonar Law í flugvél. Bonar Law ráðherra fór í flug- vél milli Parísár og Lundúna í gær. Hann fór frá París kl. 11% og lenti í London kl. 1.50. Kl. 10y2 í gærmorgun var hann á ráðstefnu með forsætisráðherranum í París, eu kl. 214 var hann í skrifstofu sinni í Dolingstræti í Lundúnum. London, 18. marz. Frá Tyrklandi. Fréttaritari „Times" í Konstan- tínópel segir að fjöldi manna úr sambands- og framsóknarflokkn- um hafi verið tekinn höndum og að sennilega verði eins farið að úti um landið. Auk fyrverandi stór- vezírs Said Halim og Musa Kiazim, hafa allir fyrverandi ráðherrar úr þessum flokki verið teknir hönd- um, nema Djavid Bey, sem fer huldu höfði. Kaupirðu góðan hlut, Iþi mundu hvar þú fékst hann Sigurjón Pétursson. Siberia. í gamla daga las maður í landa- f ræðinni, að Síbería væri stðrt land, klakinn færi sumstaðar ekki úr jörðinni árið um kring og yfirleitt var henni fátt til gildis talið. Þeg- ar svo bættist við sá vísdómur, að Síbería væri útlegðarstaður rúss- neskra afbrotamanna, varð hug- boðið um landið býsna ófýsilegt. Kaupirðu góðan hlut, þi mundu hvar þú fékst hann Sigurjón Pétursaon. Síbería hefir verið lokað land. Það er fyrst eftir að járnbrautin mikla var lögð frá Rússlaudi aust- ur til Vladivostok, að heimurinn f er að sjá, að Síbería hafi fleira að geyma en ís og glæpamenn. Síbería er nú að verða framtíðarland, það landið, sem mest munar um á Ev- rópumarkaðiuum eftir nokkra ára- tugi. Árið 1891 var þyrjað í Vladivo- stok á lagningu Síberíubrautarinn- ar og 10 árum síðar var hím full- gerð og kostaði 1000 miljón rúbl- ur. Og samfara brautinni komu margvísleg'ar framfarir í landinu. Menn beittust aðallega fyrir því, að afnema innflutning afbrota- manna til Síberíu og að reyna að fá bændur til að flytja þangað. í síðustu 20 ár hafa engir glæpamenn verið sendir til Síberíu, heldur að eins pólitískir' fangar og hefir það eigi orðið til tjóns. Arin áður en járnbrautiu var lögð, fluttust að meðaltali 25 Jmsund manns til Sí- beríu, en sú tala hefir hækkað stór- kostlega síðan. Fyrsta árið eftir að brautin var fullgerð, fluttu 200 þíts. nianns inn og eftir ófriðinn milli Japaua og Rússa enn fleiri. Mestur varð innflutningurinn árin 1908 og 1909, sem sé yfir 700 þús. manns hvort árið. Skömmu síðar fengu rússneskir bændur heima fyrir rétt- arbót, og dró þá aftur úr innflutn- ingi. Árin fyrir stríðið var hann að meðaltali 360 þús. manns. Innflytj- endur fengu hagkvæm lán til bygg- inga og áhaldakaupa, sem skiftu tugum miljóna rúbla á ári, og á áruniim 1909—13 var þeim úthlut- að álíka miklu landi og því, sem byggilegt telst á íslandi. Flestir hafa sezt að í Vestur-Síberíu, milli Jenissei og Úralfjalla, enda eru landkostir beztir þar. Telst svo til, að tuttugasti hluti þessa landsvæðis sé bygður, en samt var flutt út það- an fyrir stríðið 200 þúsund smá- lestir af korni, 100 þús. smál. af smjöri og 10 þús. smál. af kjöti. Hvað mun þá, ef landið kemst alt í ræktf KaupirSu góðan hlut, þá mundu hvar þú fékst hann, Sigurjón Pétursson. Síðan járnbrautin kom hafa 5 miljónir manna flutt inn í Síberíu, og mun íbviatalan nú vera nálægt 13 miljónum. En Síbería er á stærð við hálfa aðra Evrópu, 12 miljón ferkílómetrar. Og þó að eigi væri meira talið byggilegt af þessu mikla flæmi en svo sem þriðjung- ur, þá gæti samt lO.sinnum fleira fólk lifað í Síberíu en nú er þar. Rússnesku bændurnir, sem ann- ars þykja vanafastir menn, hafa verið hinir framgjörnustu, er þeir voru seztir að í Síberíu, og margs konar nýjungar í landbrinaði hafa breiðst út á ótrúlega skömmum tíma. T. d. voru fluttar inn í landið nýtízku landbúnaðarvélar fyrir 50 miljónir rúbla, árið 1913. Voru þær mestmegnis frá Ameríku, en nú mun vera farið að smíða vélarnar heima fyrir, því hvorki vantar kol né stál. Smjörframleiðslan hefir vakið athygli alþjóðar á Síberíu, öllu öðru fremur. Síbei'ía verður áreið- anlega mesta smjörlandið í Evrópu, er fram líða stundir. Undraverðar breytingar hafa orðið þar á þessu sviði. Fyrir 20 árum trúðu rúss- nesku bændurnir því, að fjandinn sjálfur sæti urrandi inuan í hverri skilvindu. En nú selja þeir smjör, sem getur kept við hvaða smjör sem er á heimsmarkaðinum. Og osta gera þeir eigi síðri en aðrar þjóðir. Þegar járnbrautin var opn- uð, voru tæplega 100 rjómabú í Sí- beríu. Nú eru þau nærri fimm þris- und. Þá virðast einnig horfur á, að að Síbería geti kept á kjötmarkaði Vestur-Evrópu, þó að eigi kveði mjög að kjötframleiðslunni enn. Það er öllum öðrum fremur stjórnmálamaðurinn Witte greifi, sem á heiðurinn af framförum Sí- beríu. Þrátt fyrir alt, á keisara- stjórnin gamla þó heiðurinn af því, að hafa komið fótunum undir fram- farirnar í Síberíu. Herskip ÞjóRverja. Hvað á að verða um þau? Brezka stjórnin hefir látið Reu- ter birta eftirfarandi álit viðvíkj- andi herskipunum, sem tekin voru af Þjóðverjum: 1. Enda þótt nægur vinnukraft- ur væri til, sem ekki er nú sem Kaupirðu góðan hlut, þi mundu hvar þú fékst hann. Sigurjðn Pétursson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.