Morgunblaðið - 20.03.1919, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.03.1919, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ticar# V*SQ tatiS* *«a* 1111 i 1S1 \\ V i£. Heiðdai les framhalds-kafla úr nýsaminni skáltlsöga eftir sig í kvöld kl. 81/, í Bárunni Sagan gerist að mestu leyti í Reykjayík. Aðgöngumiðar kosta kr. i.oo og fást í Bókaverzl. Isafoldar og við innaanginn. Hrakspá völvnnar Eg stari’ á þig, völva! Mín stjörnuspá, mín stundatafla — er þá svona! Eg horfði til sólar, — mér tylti’ eg á tá, — en til hvers er þá að vona —? Er þetta satt, sem þú segir, — kona —? Mín framtíðarbraut er þá freðið hjarn; mitt fley má ei varast skerið; óskmögur guðanna, gleðinnar barn, get eg þá ekki verið! ------ Alt er þá brothætt — eins og glerið — —! Mig óraði fyrir því áður títt, en aldrei því vildi eg trúa. -----Mót guða-rökum víst gagnar lítt um „gigt“ að kvarta og iúa! •----Ei örlagafljótið er unt að brúa—! G. Ó. FELLS. BarnahæJið (Frá forstöðukonu barnahælisins, frk. Sigurborgu Jónsdóttur, höfum vér, fengið eftirfarandi skýrslu um starf barnahælisins. Hefir hún eigi orðið birt fyr, vegna rúmleysis í blaðinu. Aður höfum vér birt skýrslu hjúkrunar- og búumst vér við því, að lesendur fýsi eigi síður að kynnast starfi hæl- isins, sem vakti aðdáun allra, er það sáu. — Ritstj.) Bamahælið í barnaskólanum hætti að starfa 6. jan. s. 1. og hafði þá starfað 51 dág, eða frá 17. nóv. Tekin voru á hælið 52 börn, af þeim fóru 31 heilbrígð heim til foreldra simia, eitt var flutt á sjúkradeild barnaskólans, veikt af hálsbólgu, 18 voru tekin til fóst- urs af vandalausu fólki og tvö dóu: drengur, sem kom á hælið dauð- vona, með legusár, og lifði að eins sólarhring, og telpa, bróðurdóttir frú Onnu Asmundsdóttur, sem hún fékk húsnæði fyrir á hælinu og hjúkraði sjálf að öllu leyti, með aðstoð frú Stefaníu Guðmundsdótt- ur, sem eimiig annaðist önnur veik böm á stofunni með stakri ljúf- mensku og nákvæmni. Flest vom börnin 39 samtímis, og var þeim skift niður í 3 stofur. Á fyrstu stofu voru nýfædd börn og veik, 12 saman. Var allan tínlann lærð hjúkmnarkona á þeirri stofu, frk. Þnríðui' Jónsdóttir, og hjúkr- aði hún bömúnum með einstakri nákvæmni, skyldurækni og lipurð. I>á var leikstofan; þar voru 11 börn samari á aldrinum 4—8 ára, öll heilbrigð. Á vöggustof- u n n i voru 16 böru flest, á aldriu- um 1—3 ára. Hjúknmarnefndín liafði leyft mér að hafa 2 stúlkur og eina völcu- konu fvrir kaup. Þeir, sem vanir eru að fara með börn fara nærri um, hversu ófullnægjandi vinnu- kraftur þetta var,- en úr því rætt- ist fljótt og vel, því dætur embætt- ismanna. kaupmanna og annara efnamanna, nýstaðnar upp úr veik- inni, komu og buðu hjálp sína. 'Urðu þær svo margar, að hægt var að skifta verkum með þeim þannig, að tvær væru á hverri stofu frá kl. 9 á morgnana til kl. 3 og aðrar tvær frá kl. 3 til kl. 9 á keldin, alt þang- að til kt'eunaskólinn byrjaði kenslu aftur; þá urðu margar til að fara og þyngdi þá á þeim, sem eftir voru. Það væri æði órétt og ekki sannleikanum samkvæmt, að gera greinarmun á starfi þessara migu sjálfboðáliða, svo fórnfúsar, góðar og nákvæmar við börnin voru þær allar og hispurslausar, að hverju som þavr gengu. Þær, sem lengst unnu, voru: Þórhildur Helgason biskups, Rósa Einarsdóttir kaup- manns, Anjia Jóhannesdóttir bæj- arfógeta, Sigríður Briem yfirdóm- ara, Sigr. Blöndal læknis á Hvammstauga, Kristrún Jónsdótt- ir frá Kolfreyjustað, Guðr. Thor- steinsson læknis frá ísafirði og Ingibj. Johnson. Þessar voru allar á daginn, en á kvöldin komu konur og ma-ður frá ágætum heimilum og vöktu á nóttunni; fyrstar komu þær frú Fransisca Olsen og frú Sigr. Helgadóttir og vöktu nokkr- ar nætur í röð. Seinna buðust svo margar, að þrjár gátu vcrið sam- tímis og vöktu þriðju hverja nótt. Tvær ungar stúlkur vöktu einnig, Guðrún Skúladóttir og Guðrún Lárusdóttir. Allan nóvembermánuð streymdu umsóknir að hælinu, um vist handa börnum, eri öll rúm voru upptekin. Og þó að mörg barnanna værrúheil- brigð, þá áttu þau ekkert athvarf, ýmist niunaðarlaus eða foreldramir verk. En úr þessu rættist á þann hátt, áð margir góðir borgarar bæjarins tóku hörn til fósturs. Fyrst Jón Pálsson bankagjaldkeri, liann tók 2 systkilii, síra Villijálm- ur Briem tók 2 systur, en eitt barn tók eftirtalið fólk: Kaupm. Garð- ar Gíslason, O. G. Eyjólfsson, Helgi Hafberg, Ari Antonsson, Gunnþór- rlnn Halldórsdóttir, Carl Proppé, Guðr. Jónsdóttir, Tjarnargötu, Þ. Thoroddsen læknir, J. Jóhannesson bæjarfógeti, Jón Helgason biskup, Bjarni Bjarnason, Hverfisgötu. Þegar börnunum fór að batna, komu ný vandræði. Það’ voru eng- íji föt ti llianda þeim. Þá sendi Jensen-Bjerg í Vöruhúsinu 25 al- klæðuaði Jianda drengjum og svúlli- um. Morgunblaðið safnaði inn rúin- um 800 kr., sem varið var fyrir yfirhafnir, höfuðföt og skó. Ungfrú Rósa Bachmannog Guðr. Jónsdótt- ir saumakona gáfu 10 telpukjóla af mismunaudi stærðum, séra Bjami Jónsson heimsókti barua- hælið í fyrsta skifti sem harui kom út eftir veikina og gaf 50 kr. handa bömunum, tveir aðrir komu einnig íneð 50 krónur hvor og sögðust heita Jónar Jónssynir, en áreiðan- lega hét hvorugur Jón, og aðrir gáfu peuinga, nærföt og leikföng. Frú HóJmfríður Kriudsen útbýtti gjöfunum og inátaði fötiu á börnin; hún dró líka mikið að. Allmikið varð afgangs af fiitum og leik- föngum, og var útbýtt meðal fá- tækra barna, sem ekki gátu fengið aðgang að hælinu. Nýjia Bíó Kamaliafrúin Vegna afar-mikillar aðsóknar verður myndin sýnd erm i kvöld, en ekki oftar, vegna þess að hún verður scnd með Botaíu á morgun. Fernis ('Boiled Linseed Oil) Blackfernig og Tjara hjá Daaiel Halldórssyni, Um jól voru eftir á barnahælinu rúm 20 börn, öll heilbrigð að mestu, en mæðurnar ekki búnar að fá þá heilsu, að liægt væri að senda þau heim. Þá kom að því, að halda jól á hælinu og enn var rúm í hjarta Reykvíkinga til að gleðja smælingjftna. Frú Olsen í konfekt- húðinni gaf jólatré og ýmsir kaup- menn gáfu sælgæti í jólakörfur, þar á meðal Litla húðin konfekt og brjóstsykur svo rausnarlega, að hægt var að senda nokkra jóla- pakka heim til fátækra barna. Með- al þeirra, er komu í jólaheimsókn, voru dómkirkjuprestarnir báðir, séra Olafur fríkirkjudrestur, cand. Sigurbj. Á. Gíslason og M. Hansen skólastjóri. Tveir þeir síðastnefndu gáfu börnunum myndablöð og bæk- nr. Enginn bæjarfulltrúinn úr floklti verkamanna vissi eg til að kæmi á hæíið, nema Ágúst Jósefs- son, sem var ráðsmaður í skólan- um; aðrir bæjarfulltrúar komu oft og hjálpuðu með ráði og dáð. Ein kona kom nokkrum sinnum á hælíð og þá jafnan með lvroka- fullri háreysti og sjálfbirgings- skap, eri hreyfði aldrei hönd til hjálpar né vék góðu að nokkru barni, hvorki í orði eða atlæti; er liún thliu mjög vel efnuð, svo að vænta mátti að hún hefði látið eitt- hvað gott af sér lciða. Annars var öll samvinna með sjálfboðaliðinu hin ánægjulegasta og Ijúft að minnast hennar, þrátt fyrir marga mæðud^ga og nætur í dimmasta skammdeginu, sem geng- ið hefi ryíir Reykjavík. Og þótt eg viti, ef til vill öllum öðrum betur> að konur þær, eldri og yngri, seö1 önnuðust börniu nótt og dafb hvorki ætlast til né vilja þakklæU fyrir hjálp sína, get eg ekki stilt mig um að þakka þeim — þakka þeim öllum af heilum hug þano fórnandi kærleika, sem þær hata gefið mér kost á að sjá og reyJ111 Ritað á 1. Þorradag 1919. Sigurb. Jónsdóttii'-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.