Morgunblaðið - 21.03.1919, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 21.03.1919, Qupperneq 1
Fðstudag 21. marz 1919 ■0R6DNBLABIÐ 6. argangr 128. tðlublað Eitstjómarsími nr. 500 Ritstjóri: Yillijálinnr Finscn ísafoláarprontaaiCja Af*r«l«alwígail 'sút. m t Guðmundur Guðmundsson skáld. \ Leikféíag Hegkjavtkur. Skuggar leikrit í 4 þáttnm, eftir Pál Steiugrfmsson, verður leifcið sunnudaginn 23. marz kl. 8 síðdegis Aðgöngumiðar seldir i Iðnó á laugardag frá kl. 4—7 með hækkuðu verði og á sunnudag frá kl. 10—12 og eftir 2 með venjulegu verði. Það varð skamt á milli sfeákl- anna okkar, Guðmundaima. Guð- mundúr Magnússon andáðist um miðjan nóvembermánuð, og nú er Guðmundur Guðmundjsson einnig dáinn. Varð hann, sem kunnugt er, mjög' veikur af infjiienéunni, en hjarnaði þó það við, að hann komst á fætur mn tíma. Fyrir nokkrum vikum lagðist hann rúmfastur á ný í hrjósthimnubólgu, sem nú hefir dregið hann til dauða. Guðmundur er fæddur í Hrólfs- staðahelli í Rangárvallasýslu 5. sept.. 1874, en þar hjuggu foreldr- ar hans. Bar snemma á miklum skýrleik hjá honmn og e^>'i var hitm gamall, er hann fór að setja saman vísur. Hneigðist hugur hans lítt að h'kainlegn vinriu, en þeim mun meira að bókunum. Hann las alt sem hann náði í, og hafði öll útispjót til að ná sór í bækur, eink- um skáldskaparlegs efnis. Séra Valdimar Briem á Stóra-Núpi var maður, sem Guðmundur hafoi mikl- ar mætur á, enda var hann eina skáldið um þær slóðir og í miklu áliti. Mun hann fyrstur liafa tekið eftir því, að goður efniviður var í Guðmundi og hvatt hanu til náms. Reyndar þurfti ekki að hvetja, — Guðmundur var staðráðinn í að kljúfa þrítugan hamarirm til þess að mentast og foreldrar hans styrktu hann eins og Util efni þeirra frekast leyfðn. Hann komst í lærða skólann og útskrifaðist þaðan. Arin áður en Guðmundur fór í skóla hafði hann orkt ýmislegt, og ekki minkaði það eftir að hann var farinn til Reykjavíkur. Hann varð alkunnur fyrir skáldskap sinn, eigi að eins meðal skólapilta, ' heldur einnig um land alt/. Viðnrnefnið „skólaskáld" könnuðust menn nú við um land alt og heima í átthög- oin hans eru þeir margir, sem enn þann dag í dag kalla hann Guð- muhd skólaskáld. Sambekkingar hans úr skóla bregða því við, hversu íslenzku-ritgerðirnar Iiáns hafi ver- ið liprar að orðfæri og efni, hann var „stílisti“ á óbundið mál flest- rim öðrum fremur, en iðkaði það e*8i mikið. Hitt varð hans hlutskifti að yrkja ljóð, og þar náði hann ineiri leikni og lipurð en allir sam- tíðarmenn hans. Vorið 1899 kom hið fyrsta ljóða- safn hans út. Misjafnir voru dóm- arnir um það, en þó yfirleitt frem- ur góðir. Einna skýrastnr og sann- astur mmi dómur Jóns Olafssonar í „Nýju Öldinni“ vera. Hann telur kvæðahálkinn „Hafsins hörn' ‘ vera einkennilega rómantiskt, svo ævin- týraíégt, að það minni á Hol- ger Drachmann, ,og „^igrúnu í Hvammi“ telur hann snildarvel kveðinn Jjóðabálk. Og emi fremur segir hann: ,,.... Maður finnur til þess, að ljóðin ern eins og söng- textar; maður finnur til þess, að þau muiidu fyrst njóta slii til fulls, ef þau væru sungin — sungin undir lögum, sem túlkuðu sömu tilfinn- ingarnar, sem fengið hafa orðhún- Íng hjá skáldinn.“ — Og einmitt þett.a varð einkenni skáldskapar hans all.a tíð. Það voru fyrst og fremst 1 j ó ð, sem hann orkti, og enginn kunni betur en hann að yrkja texta, sem féllu samau við tónsmíðina. Og þegar tónsmiðir hafa viljað velja sér kvæði til að semja lög við, Hafa þeir hvergi gresjað jafn auðugan garð og hjá Guðmvuidi Guðmundssyni. Hann var söngsins skáld og' honum hlýtur að hafa verið einkar létt um að yrkja. Hverg'i í öllum hans mikla kveðskap kennir þess, að skáldið Iiafi átt bágt með að fullnægja kröf- mn hraglistarinnar, og gekk hanu þó eigi á snið við erfiðari háttu. Hanri lék sér að því að kveða dýrt, °8' húningurinn var alt af jafn smldarlegur og orðfærið jafn Jjóst. Hann var ekki einn af þeim, sem kveða svo þunglega og eru svo myrkir í máli, að fólk kallar þá spekinga, af því að það skilur þá ekki. Öunur ljóðasöfn Guðmlindar eru: „Strengleikar“, „Gígjan“, „Friður á jörðu“ (bókin, sem Þórhallur heitinn biskup sagði um, að höf- undurinn verðskuldaði friðarverð- laun Nobels fyrir), „Ljósaskifti“ o. fl. í hitteðfyrra kom út nýtt safn af ljóðmælum Guðmundar í vand- aðri útgáfu. Hann hafði þá nm margra ára skeið verið uppáhald allra Ijóðelskandi manna og náð þeirri viðurkenningu, að vera tal- iön mesta Ijóðskáld landsins, að minsta kosti hvað búning snerti. Fyrir utan allar þessar Ijóðabækur, orkti liann feiknin öll af erfiljóð- um, og Hiun tvímælalaust meira liggja eftir hann af ljóðmælum en nokkurn íslending annan. Hagnr Guðmundar var alia tíð fremur erfiður, eins og títt er um skáld á þessu landi. Það verður ■ enginn feitur á því að yrkja, og flestir verða að stunda önnnr störf jöfnum höndura, þó þau séu þeim ógeðfeld, til að hafa til hnífs og skeiðar. Lengst af átti Guðmúndur heima liér í Reykjavík og stundaði skrifstofustörf, kenslu og anuað þess háttar. Hann dvaldi nokkur ár á ísafirði, var þar fyrst skrifari hjá hæjarfógeta, en síðar gerðist hann umsjónarmaður með bóka- safninu þar og var jafnframt kenn- ari. Síðustu árin dvaldi hann hér í bænum og stundaði blaðamensku jafnframt ritstörfunum; var hann ritstjóri „Frétta“ síðastliðið ^r. Á stúdentsárum sinum var Guð- mundur efamaður mikill í trúmál- um, og marga hildi muu liann hafa liáð við sjálfan sig um það um æf- ina, hvað væri sannleikur í þeim efnum. En á síðari árum var hann koinhin að fastri niðurstöðu. Kenn- ingar guðspekinga féllu honum vel í geð og hann varð einu áhugasam- asti maðurinn í félagsskap þeirra hér á landi. Hann var mjög' áhnga- samur um bindindismál síðari ár æfi sinnar og- var í stjórn Good- Templarareglunnar frá 3913, þar af stórtemplar árin 1915—14. Kvæntur var liann Olínu Þor- steinsdóttur frá ísafirði, Eignuð- ust þau hjón 3 dætur, Hjördísi, Steingerði og Droplaugu, sem all- ar eru á æskuskeiði. Var heimilislíf Guðmundar eins og Ijóð hans — fegurra heldur en flestra. Erl. simfregnir. (Frá fréttaritara Morgunblaðsins). Khöfn, 19. marz. Danska stjórnin. Zahle-stjómin tekur við aftur hreytt. Á föstudagirm verður fund- ur í ríkisþinginu og er búist við því, að vinstrimenn og íhaldsmexm muni enn halda áfram baráttu gegn stjórninni. Munch hermálaráðherra og Neer- gaard eiga að vera fulltrúar Dana í nefnd þeirri, sem á að koma fram fyrir hönd hlutleysingja, þá er farið verður að stofna alþjóða- handalagið. Friður um mánaðamótin. Frá London er símað, að Þjóð- verjum muni birtir friðarskilmál- amir um 29. þessa mánaðar. Úr loftinu. London, 20. marz. Friðarskilyrðin. Brezkir fréttaritarar í París seg-ja, að meðal friðarskilyrða þeirra, sem Þjóðverjum verða sett, séu þau, að þýzki herinn sé lagður niður. Þjóðverjar hafi ekki leyfi til þess að hafa meira en 100,000 menn undir vopnum, og strangar gætur verði hafðar á því, að tak- markaður verði herbúnaður þeirra og hergagnaframleíðsla. Ráðstaf- anir verða líka gerðar til þess, að X&upirðu góðan hlut, i Iþá mundu hvar þú fékst hann, Sigurjón Pétursson. Kaupirðu góðan Mut, þá mundu hvar þú fékst Sigurjön Pétursson. Kaupirðu góðan hkit, þá mundu hvar þú fékst hann, Sigurjdn Pétursson. Kaupirðu góðaa htut, þá mundu hsrar þú fékst Sigurjón PStnrssoo.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.