Morgunblaðið - 29.03.1919, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.03.1919, Blaðsíða 1
29 marz 1919 MORGDNBLADID 6. árgangur 136 tölublað Ritstjórnarsími nr. 500 Ritstjóri: Vilhjálmur Pinsen ísafoldarprentsmiSja Afgreiðslusími nr. 500 Erl. símfregnir. (Frá fréttaritara Morgunblaðsins). Khöfn, 26. marz. ítalir ihafa tekið borgina Pressburg í Austurríki herskildi. Gagnbylting í vændum í Þýzkalandi. Prá Berlín er símað, að einveld- issinnar færist þar í aukana og halda fjölmenna fundi. Stjórnin hefir lýst því yfir, að hún sé við því búin að bæla niður þá hreyf- ingu. Lögreglan í Búdapest hefir verið leyst upp. FriSarsamningarnir. Prá París er símað, að bráða- birgðasamningar verði nú fullgerð- ir á laugardaginn. Fulltrúar Þjóð- verja eru væntanlegir innan briggja vikna. Sameinaðafélagið græddi 37% miljón króna síðasta ár. Hluthafar fengu 35% í arð en 11% milj. er ætluð til greiðslu á opinberum gjöldum. Ur loftinu. London, 28. marz. Friðarsamningamir. Það er sagt að fjögramannaráðið muni fullgera fyrsta uppkast frið- . arsamninganna í kvöld og muni síð- an íhuga þá lið fyrir lið. Wilson f orseti hef ir gefið út yfir. lýsingu og lætur þar í ljós undrun sína á því „áliti, sem virðist ríkj- andi meðal sumra, að það séu ráð- stefnur alþjóðasambands-nefndar- innar, sem tefji fyrir því að friðar- samningar sé fullgerðir", og lýsir yfir því, „að nefndarmennirnir séu sjalfir fullvissir um það, að þeir hafi aldrei á neinn hátt tafið fyrir f riðarsamninganefndinni''. Frá Bolzhewikkum, Af hemaðarhorfunum á hinum ýmsu vígstöðvum Rússa, er það að XaupirSn góoan hlut, . ; $fi mnndn hvar þú fékst hann, Sigurjón Péluraon. Verzlun H. S. Hanson Laugaveg29, er f 1 u 11 fyrst um siuu á HVERFISG0TU 50 segja, að að vestan og austan ýmist hörfa Bolzhewikkar undan, eða þá að þeim er haldið í skefjum. Að sunnan sækja þeir stöðugt fram í áttina til Odessa, en borgin er samt sem áður ekki í bráðri hættu. Hættulegasta framsókn þeirra er í Donets-héraði, þar sem þeir eiga í höggi við herarm Denikins herfor- ingja. Frá Ungverjalandi kom engar fregnir og vita menn því ekki hvað þar er að gerast. Rannsóknardóm á að setja í Þýzkalandi til þess að rannsaka sakargiftir þær, sem bornar eru á ýmsa menn í sambandi við stríðið, ef þeir menn æskja þess, Það er sagt, að Ludendorff hers- höfðingi hafi farið fram á það, að sakargiftir þær, sem á hann eru bornar, verði rannsakaðar á þeimau hátt. Frá Egyptalandi. Góðar fregnir komu frá Bgypta- landi í gær. Ráðstafanir þær, sem stjómin gerði, hafa borið árangur gagnvart þeim, sem stóðu fyrir ó- spektunum, en hinir gætnari mcðal upphlaupsmanna, hafa gefið út á- ^koranir um það, að menn skuli ekki grípa tn ofbeldisverka, heldur vera rólegir. Samgöngur hafa ver- ið teknar upP aftur vig Efra- Egyptaland. Fyrstu siglingar Þjóoverja. Fimm mjög stór gufuskip af hin- um afhenta kaupskipastól Þ.jóð- verja, eru komin til Cowes. Það eru skipin „Kaiserin Auguste Vikto- ria", „Graf Waldersee", „Cleve- land'', „Cap Pinisterre'' og „Patri- Kaupiríu góðan hlut, þ& mundu hvax þó fékst hann. Sigurjón Pétnmon. cia". Á þeim eru þýzkar skipshafn- ir og fá þær ekki að koma í land. Símskeyti til Reuters frá Ham- burg segir að alls muni 120 þýzk kaupför sigla til Englands. Heimfararleyfi. Svo sem kunnugt er hafa all- margir Þjóðverjar verið ófriðar- teptir slðustu árin hér á landi. En nú hafa þeir fengið leyfi til þess að fara heim til sín óhindi'aðir af Bretum. Br þó leyfið því skilyrði bundið, að þeir fari yfir Norður- lönd. Má því búast við því, að margir þeirra noti sér þetta leyfi undir eins og fyrsta skipsferð fell- ur héðan. Sæluhús. Hver hugsandi maður, sem snemma dags á leið niður á bakka Reykjavíkurhafnar, sér þá oft í verstu veðrum, kulda og regni fjölda verkamanna hýma undir pakkhúsveggjum, bíðandi eftir tækifæri tií þess að fá einhverja vinnu. Sá hinn sami hlýtur að finna það, að hér er ekki alt eins og vera skyldi, þar sem menn standa þarna oft tímunum saman, skjálfandi og rennvotir, og allir vita, að slíkt er heilsuspillandi fyr- ir þá, er þessu sæta, auk óþægínda og leiðinda, sem ekki fer sem bezt með skap og sansa. Eg vil því benda á og vekja at- hygli maima á því, hversu nauðsyn- legt það væri, að skvli eða nokkurs konar sæluhiísi fyrir þessa menn yrði sem fyrst komið upp. Slik hús eru víða erlendis;sem veita þeim mönnum, sem líkt stendur á fyrir KsupirCu góðan hlut, þ# mnndn hvar þú fékat hann, Sigurjdn Pétnnson. sem hér, skjól og þægindi eftir föngum. Hér þyrfti ekki að vera um neitt stórhýsi að ræða, heldur að eins skúrbyggingu einhvers stað- ar nálægt höfninni, en sú bygging þyrfti á vetrum að vera vel upphit- uð og um þrifnað og góða hirðingu yrði að sjá, og með talsíma í ofaná- lag gæti þetta orðið nokkurs kon- ar miðstöð verkamanna og til mik- illar nytsemdar bæði fyrir þá, sem og líka fyrir vinnuveitendur. Rvík, 27. marz 1919. Baldvin Björnsson. Grein þessa bað hr. Baldvin Björnsson mig fyrir til birtingar í „Ægi", en mér lízt það vel á hana, að hún verðskuldi að. komast í víð- lesið blað höfuðstaðarins og bið því Morgunblaðið að flytja hana, en vil þó leyfa mér að bæta fáeinum at- hugasemdum við. Þurfa ekki litlu börnin eða fá- klædd gamalmenni, sem send eru neð mat eða kaffisopa til fyrir- vinnunnar, einnig skjól meðan þau bíða eftir því að matarins sé neytt eða finna ekki þann, er leitað er að. Það eru harðir kostir að verða að borða frosixm mat við stranga vinnu, en harðara er það þó að sjá börnin gagndrepa eða hálfnakin bíða meðan maturinn er borðaður og vita þau eiga langt heim. Máltíð, sem þannig er neytt, getur varla komið að notum. Við höfnina munu björgunartæki ókomin. Er verið að bíða eftir slysi fyrir það kæruleysi? Hér, eins og annars staðar, mun það þó sann- ast, að það er of seint að byrgja brunninn, þegar barnið er dottið ofan í. 28. marz 1919. Sv. Egilson. Grundvallarlög þjoðabandalagsins. Eins og menn geta séð á útdrætti þeim, sem birtist hér í blaðinu í gær úr lögum „alþjóðasambandsins", þá ætla bandamenn sér að vera nokkurs konar lögregla í heiminum framvegis. Alþjóðasambandið, sem svo oft hefir verið talað um, er í raunmni ekki annað en bandamenn — eða stórveldin, seni börðust gegn Þýzkalandi. ^. . Mönnum mun því forvitni á að vita, hvað Þjóðverjar segja um þessi boðorð, og höfum vér þá fyr- ir oss hina miklu ræðu, er Brock- dorf-Rantzau greifi og ntanríkis- S.arpirð« góSan hlut, þft mundu hvar þú fékst hann* Signrjón Pétnrsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.