Morgunblaðið - 30.03.1919, Síða 1
Sunnudag
30
marz 1919
6. árgangur
137
tölublað
■■ ...... - .............
Ritstjórnarsími nr. 500
Utan af landi.
Stórbruni á Seyðisfirði
Seyðisfirði, í gær.
í fyrrinótt kom upp eldur á Seyð-
isfirði og brunnu þar þrjú hús,
læknisbúsið og hinar svo kölluðu
Nýjabúð og Nielsenslnið. 1 læknis-
húsinu, brann alt innbú, en vörum
bjargað að mestu úr búðunum.
Um tíma var ekki annað sýnna
en öll Aldan mundi brenna. Var á
snarpur norðanvindur og bríð.
Jarðarfðr
Guðmundar Guðmundssonar
skálds.
Hfin fór fram í gær að viðstöddu
meira fjölmenni en dæmi eru til,
og sýndi það bezt live víða hami
átti ítök í fólki, að svo margir urðu
til þess að fylgja sögvaranum góða
til hinstu hvíldar.
Á heimili hins látna flutti séra
Ólafur Ólafsson húskveðju, en
bekkjarbræður hans, E. Claessen,
Jón Proppé, Árni Pálsson, Ólafur
D. Daníelsson, Einav Gunnarsson
og S. Á. Gíslason háru hann að
samkomuhúsi guðspekinga. Pór þar
fram stutt kveðjuathöfn. Prú Aðal-
björg Sigurðardóttir talaði nokkur
prýðisfalleg orð eftir hinn látna
formann félagsins, en Einar Viðar
söng kvæði það eftir Bigurjón Jons-
son, er birtist í Morgunbl. fyrir
nokkrum dögum. Guðspekingar
báru kistuna inn í húsið og út úr
því, þeir L. Kaaber, Jón J- Aðils,
Jón Áshjörnsson, Halldór Ilansen,
Jón Árnason og Þork. Þorláksson.
Iíistan var hvítmaluð og festur a
hana silfnrskjöldur með nafni Cuð-
mundar heitins. Hún var alþakin
krönsum og einuig var á henni silf-
urharpa frá Stórstúku íslands.
Inn í dómkirkjuna háru kistuna
skáldin Indriði Einarsson, Einar H.
Kvaran, Þorsteinn Gíslason, Bjarni
frá Vogi, Hannes Blöndal og Árni
Thorsteinsson. Flutti séra Bjarni
Jónsson ræðuna, en áður en ldstan
var borin út söng karlakór, uudir
st.jórn Sigfúsar Einarssonar, ljóð
er Þorst. Gíslason liafði orkt, en
Sigfús samið lag við. Sama kór
söng einnig við gröfina og heima.
'Út úr kirkjunni báru cmbættis-
ísafoldarprentsmiðja
Afgreiðslusími nr. 500
Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen
Leikfélaci H ijkjavíkur.
Nei
Og
Hrekkjabrögð Scapins
leik:n i kvöld og á morgun — Aðgöngumigar seldir i Iðnó.
menn stórstúku íslands kistuna, en
samsýslungar Guðmundar heitins,
þeir A. J. Johnson, Halldór Sig-
mðsson úrsm., Eyjólfur Eiríksson,
Jón Ólafsson, Bogi Ólafsson og
Brynj. Björnsson tannlæknir inn í
kirkjugarðinn. Höfðu þejr heiðst
þess, að Rangæingar mættu votta
Guðmundi heitnum hugarþel sitt
með því að sjá um útförina.
1 norðvesturhorni nýja kirkju-
garðsins er upþmúruð gröf, alþak-
in blómum og krönsum. Þar hvílir
Gnðmundur Guðmundsson. En
blómin visna fljótt. í þeirra stað
á a,ð koma bautasteinn, er standist
tímans tönn jafn vel og ljóð skálds-
ins munu gera, og samboðinn þeim.
Bæjarpósturínn.
Verið er að koma nýju skipulagi
á útburð bréfa í hænum. Er bænum
skift í fjögur umdæmi og verða því
framvegis 4 póstar í bænum, en
hingað til mun sami maðurinn hafa
séð um úthurð allra bréfa í hæinn.
Það er eitt atriði bæjarpósti.mum
viðvíkjaudi, sem rétt væri að vekja
máls á nú. Það er það, að póstarnir
eiga að hafa einkennisbúninga.
Bærinn er orðimi stór og það kem-
ur sér oft vel að geta þekt póst-
ana. Onnur lönd hafa einkennis-
búniuga handa póstunum og það er
miklu nauðsynlegra að þeir séu ein-
kennisbúnir, heldur en embættis-
mennirnir. Þar ag auki er útgang-
urinn á bæjarpóstunum sumum svo
slæmur nú, og Póststjórninni ósam-
hoðinn, að fyrir þá sök eina væri
næg ástæða til þess að klæða þá
fyrir opinhert fé.
Þess vegna skal þeirri tillögu
beint til póstmálastjornarinnar, að
bæjarpóstunum verði hið fyrsta
fenginn smekklegnr einkennisbún-
ingur og er eigi síður ástæða til
þess að fara fram á þetta, er burð-
argjöldin hafa nýlega verið hækk-
uð um helming.
Messur í dag:
í dómkirkjunni kl. 11 f. h., síra Frið-
rik Friðriksson.
I fríkirkjunni í Hafnarfirði kl- 2
síðd., síra Ól. Ólafsson.
í þjóðkirkjunni í Hafnarfirði bí. 12,
síra Arni Björnsson.
Biskupinn flytur hið fjórða og síð-
asta erindi sitt í dómkirkjunni i dag
kl. 5. Efni þess er: „Hvað er kristin-
dómur f ‘
„Botnía“ kom til Kaupmannahafn-
ar þ. 28. þ. mán.
M.b. „Faxi“ kom í fyrrínótt frá
Þorlákshöfn og Eyrarbakka. Hafði
meðferðis mikið af vírbundno heyi frá
Eyrarbakka.
„Ýmir“ er nýkominn af fiskveiðum
með ágætan afla (79 tnnnur lifrar).
Enskur botnvörpungur kom inn í
fyrrakvöld með brotið spil.
Viðsjá.
Ból og* jörð
Það er margsannað, að loftslag hér
á jörðunni hefir verið miklum breyt-
ingum undirorpið. Fyrir 10—20000 ár-
um var allur norðurliluti og nokkuð
af Mið-Evrópu þakið ís. En lengra fram
í aldir var svo milt loftslag á Spitz-
bergen að það var líkast því sem ná
er í norðurhluta Ítalíu. Þá óx þar
pálmaskógur og þar spruttu valhnet-
ur, Þessi dæmi sýna það ljóst, hve
stórkostlegum breytingum loftslagið
hefir tekið og allar líkur eru til þess
að aðrar eins breytingar mnni verða
í framtíðinni.
En a£ hverju stafa svo þessar breyt-
ingar? Verður þeirra vart nú á dög-
nm f Margar getgátur hafa komið fram
um það. Sumir hafa haldið fram, að
hafstraumar mundu valda breytingun-
um, aðrir álíta að þær stafi af því,
að heimskautin flytjist til, enn aðrir
að jarðskorpan skriki til o. s, frv. All-
ar þessar getgátur eru nú taldar rang-
ar. Vísindamenn halda því fram, að
ástæðurnar til loftlagsbreytinganna sé
að leita utan við jörðina, í sjálfri
hitalind jarðarinuar, sólinni.
En þá kemur spurningin um það,
hvort geislun sólarinnar sé breytingum
undirorpiu. Og því svara vísindamenn-
irnir játandi. Á yfirborði sólar verða
stórkostlegar breytingar, en þær hafa
aftur áhrif á loftslag jarðarinnar.
Hafa ameríksku vísindamennifnir
Langley og Abbots auðgað vísindin
mikið á þessu sviði hin síðari árin.
Af breytingunum á yfirborði sólar-
innar eru sólblettirnir merkastir. Stærð
þeirra er mismunandi, sumir eru 100
sinnum stærri heldur en yfirborð jarð-
arinnar, en menn hafa þó tekið eftir
sólblettum, sem eru 2—300 sinnunx
stærri en yfirborð jarðar. En auk sól-
blettanna verða ýmsar aðrar breyting-
ar á yfirborði sólar, til dæmis hinir svo
nefndu sólkyndlar (protuberans) og
sólgígir (solpore). Sólkyndlarnir eru
ógurleg gos, að meðaltali 36,000 km.
há, en stundum alt að 500,000 kíló-
metra há, og goshraðinn er frá 400—-
900 kílómetrar á sekúndu hverri.
En verður nú þessarar breytinga vart
hér á jörðunni'? Já — sólblettirnir
standa í nánu sambandi við segulafl
jarðar og norðurljósin. Þetta sézt
glögt á því, að misvísun áttavita stend-
ur í nánu sambandi við aldur sólblett-
anna, þ. e. a. s. þau 11,2 ár, sem sól-
blettirnir eru að vaxa og þverra aftur.
En það er ekki að eins rafgeislun sól-
arinnar, sem hefir áhrif á jörðunní,
heldur einnig ljósgeisluu og hitageisl-
un hennar.
Það getur hvert barnið skilið, að
hitageislun hennar hafi áhrif á lofts-
lag jarðarinnar. Norsku vísindamenn-
irnir Friðþjófur Nansen og Helland-
Hansen hafa um mörg ár verið að
rannsaka þetta og rannsóknir þeirra
hafa sannað ]?að, að náið samband er
milli meðalhita jarðarinnar á ári og
hins, hvað sólblettirnir eru stórir.
Þegar sólblettirnir stækka eykst
hitageislun sóiarinnar, en þrátt, fvrir
það kólnar loftslagið á jörðunni sam-
tímis. Menn hefir stórfurðað á þessu,
og ekki skilið slíkt undur. En það er
vegna þess, að þeir hafa gleymt hreyf-
ingunni í gufulivolfi jarðarinnar og
hinu, að það eru ekki nema 12% af
sólarhitanum, seyi komast í gegn um
gufuhvolfið. Hitabreytingar valda
vindum í gufuhvolfinu og þess vegna
er það, að aukin hitageislun sólar verð-
Einlitt KADETTATAU og
MORGUNK J ÓLATAU.
H. P. Dnus. A-deid.
Svart ALPACCA og
GARDÍNUTAU.
H. P. Duns. A-deid.
BORÐDÚKAR og SERVIETTUR.
KVEN-NÆRFATNAÐUR.
H. P. Duus. A-deid.
Stórt úrval af Blúndum, svörtum
og hvítum, mjóum og breiðum.
H. P. Duus. A-deild.