Morgunblaðið - 14.05.1919, Síða 4

Morgunblaðið - 14.05.1919, Síða 4
4 / MOEGUNBLAÐIB A. Guðmundsson heildsöíuverzlun Bankastræti 9. Talsími 282. Pósthóli 132. Simnefni „VIDAR“. Með síðustu skipum frá Bretlandi hefir verzlnnin íengið feikna miklar vörubirgðir og skal hérmeð vakin athygli háttvirtra kaupmanna og kaupfélaga á neðantöldum vörum: Fiskilínur, 2, 23% og 4^2 lbs. Mc. Dougalls baðlyf TJllarballar, 7 lbs. Lóðarbelgir, 75” og 80” Stangasápa „VASHALL”, hið ágæta sápuduft, sem hrfeinsar alt Barkarlitur Kex, „Sno\vflake“ Kaffibrauð, fleiri tegundir Ljábrýni Strigapokar •Cigarettur: „3 Castles“, „Capstan“, „Gold Flake“ Karry - Pipar, steyttur Negull , Sinnep Taublámi Blaut sápa Handsápa Vasahnífar Hnífapör Skeiðar Reykjarpípur Tannburstar • Hárgreiður Krókapör Hattprjónar Skóreimar Tvinni, sv. og hv., 200 og 300 yds. Bómullartvinni, mislitur Heklugarn Bródergarn, rautt og blátt 'Tilbúinn fatnaður Regnkápur Vetrarfrakkar Telpukápur Regnslög fyrir telpur Peysur Nærfatnaður karla,kvenna,barna Lífstykki Sokkar Manchettskyrtur, hvítar. Voile Blúsur Silkislæður Blúndur í feikna úrvali Silki og Flauelsbönd Teygjubönd Ferðasjöl Léreft, hv., ein-, tví- og þríbreið Tvistatau Silki Kjólatau Cheviot blátt Stiifasirz, í miklu úrvali Handklæði Vasaklútar Flauel, ýmsir litir Náttk^ólar Flónel Lasting, sv. Shirting Sirz Cretonne Millipils Fataefni Rúmteppi Slifsi (karlm.) ' Flibbar, harðir og linir Ullartreflar Borðdúkar og Serviettur Axlabönd SKÓFATNAÐUR’, karla, kvenna og unglinga. Langstærstu birgðir af hinum ágæta enska skófatnaði. Veggfóður fjölbreyttasta úrval á landinn, er 1 Kolasundi hjá Daniel HaHdórssyni. Leyst úr læðing Ástarsa ga eftir Ourtis Yorke. ----- 84 Vegna þessarar minningar gat hann slaðist öll blíðuatlot Estellu. Hann stóð skyndilega upp. — Nú má eg víst ekki tefja yður lengur, mælti hann og hló. Eg hefi alveg gleymt því, hve margir menn eru mér gramir fyrir að hafa dregið yður út úr samkvteminu. — Og eg hefi alveg gleymt, að hér eru margar konur, sem þrá víst mjög að eiga tal við yður, svaraði hún glað- lega. Hlaupið þér nú og gætið að hvað konan yðar hefir fyrir stafni. Eg ætla að vera hérna dólítið lengur. Eg er hálf þreytt. — Má eg ekki færa yður glas af víni eða eitthvað‘1 spurði hann. — Þakka yður fyrir. Nei annars, eg ætla að koma niður. Þegar þau gengu gegn um salinn inn að stofunni, sem veitingarnar voru í, mættu þau Radmore lávarði. Hann var ekki sem vingjarnlegastur á svipinn. Af einhverri ókunnri óstæðu hafði hann orðið dauðhræddur um kon- una sína fyrir Cyrusi. Hann gat varla gert sér grein fyrir því sjálfur, hvers vegna það var. Honum var illa við alla Ameríkumenn. Og Cyrus var ekta /Ameríkumaður. En það voru líka ein- hverjar aðrar óstæður. . Á hinn bóginn hafði Cyrus heldur lítið álit á lávarðinum, og honum fanst það ilt að Estella með alla sína feg- urð skyldi lenda í greipunum á hon- um. — Eg hefi alstaðar verið að ieita að þér, mælti Radmore við konu sína. Eg þarf að kynna þig gamalli vinkonu hennar móður minnar. Hún ætlar rétt strax að fara. Estella brosti dauflega. — Elsku Hugh — það er eins og London sé full af eintómum gömlum \inum ýmsra skyldmenna þinna, sem allir muna eftir þér þegar þú varst barn, og skemta mér með sögum af þér frá því þú varst í vöggu. Heldur . þú að það séu nú margir eftir ? Þeir eru eins og sandkorn á sjávarströndu. Radmore, sem alt af var ,jafn skot- inn í konunni sinni, glápti á hana með aðdáunarsvip. Cyrus hafði hneigt sig og horfið burt — svo að hjónin voru alein í bili. — Drottinn minn! — en hvað þú ert guðdómleg í kvöld! mælti hann í hálf- um hljóðum. Engin kona um endilanga Lundúnaborg kemst þangað með tærn- ar, sem þú hefir hælana. — Við skulum ekki fara að leika neina elsken'dur núna., svaraði hún hálf ergileg. — Eg segi þér það satt, Hugh, að þrátt fyrir bláa blóðið, Sem í þér er um marga ættliði, þá ertu eitthvað svo hversdagslegur- stundum. Kom þú nú og kyntu mig þessari hundrað og fimtíu ára gömlu vinkonu hennar mömmu þinnar. Hún man eflaust til að hafa sóð þig í vöggu og þegar verið var að hafa bleiuskifti á þér, eða eitt- hvað þvílíkt. Og svo vi.ldi eg nlega biðja þig um að útvega mér einhverja hressingu. Herra Barnes var að bjóða mér glas af víni áður en þú komst og skildir okkur. — Mér þætti vænt um að þú værir ekki svona kumpánaleg við þann mann, mælti hann gramur. Þú veizt vel að mér er lítið uin hann. Eg held að þú gerir þetta með yfirlögðu ráði. Þau gengu nú inn í gegn um eitt af móttökuherbergjunum og Esteíla var ánægð vfir því, hvað margir horfðu á hana. — Elsku maðurinn minn, þarftu að fá staðfestingu lægri stéttanna á því, að hjónaband okkar sé ófarsælt? hvísl- aði hún og var mikið niðri fyrir. Ef pkki, þá vertu ekki svona súr á svip- inn. Þú ert alveg eins og villudýr. Er þetta vinkona hennar mömmu þinnar — kerlingin, sem situr þarna og er að gefa þér merki með blævængnum sín- um og brosir eins og rolla? En sá forn- gripur, drottinn minn. Þú mátt ekki skilja mig eftir eina hjá henni, þá kemst eg ekki lifandi burt héðan. Stundu seinna voru þau Kathleen og Cvrus komin á heimleið. — ’Veiztu hvað eg er að liugsa um, góða mín ? mælti hann. Eg held að það væri eins gott að það bæri minna á Estellu og hennar líkum í samkvæmis- lífinu við Berkerley Square. Hún er ^ekki af því tæginu, að eg óski þAs að hún kynnist þér. Kathleen hugsaði sig um dálitla stund áður en hún svaraöi. Síðan s]iurði hún: — Sást þú það ekki fyr en í kvöld"? , — Það skiftir engu hvernig eða hve- •nær eg komst að því, svaraði hann ó- kveðirin. Þú þarft auðvitað ekki að sýna henni ókurteisi, en láta hana svo afskiftalausa sém þér er unt. — Þú þarft ekki að hafa neinar á- hyggjur út af því. Þú veizt, að eg hefi alt af hatað liana. En mér fanst hún einstaklega geðsleg í kvöld. Eanst þér það ekki líka? — Jú, svaraði hann stutt. Síðan bætti hann við: — En þú varst þó miklu yndislegri. — O, Cyrus, vertu ekki að þessu bulli, muldraði hún og brosti. En mér þykir mi vænt um að heyra þig segja það, samt sem áður. Þegar þau skömmu síðar voru komin inn í bókastofuna heima hjá sér, mæltí Kathleen hugsandi: — A eg að segja þér — eg er alls ekki viss um að hún sé hamingjusöm. — Hver ? Ilvernig? Hvað? — Eg á við frú Radmore. Skilurðu — eg hefi einhvern veginn áhyggjur út af henni. — Þess þarftu ekki. Hún hefir alt, sem hún þarf með, og meira til. — Nei, liún hefir það ekki. Og það hafa víst fóir. — Hefir þú það, grænklædda álfa- mærin mín ?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.