Morgunblaðið - 21.05.1919, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐH)
SAUMASTOFAN.
Ávalt fjölþreytt úrval af
Alls konar
Fataefnum.
Komið fyrst í
VÖRUHÚSIÐ.
Sænsk timburhús,
tilbúin til uppsetningap, ©r nú hægt að útvega
Stærð húsanna er frá i—j herbergi og eldhús.
Verð irá 1500 til 14000 krónur „loco“ Reykjavík.
Uppdrættir og nánari upplýsingar hjá O. Johnson & Kaaber.
u GE YSIR
EXPORT-KAFFI
er bezt.
Aðalumboðsmenn:
0. Johnson & Eaaber.
Bifreiðin R. E. 48
fæst ávalt leigð i lengri og skemri
ferðir. — Sími 322.
Veggfúður
fjölbreyttasta úrval i landinu,
er i Kolasundi hjá
Daniel HaHdórssyni.
Niðursoðnir ávextir
Kex og kafflbrauð
marg. teg.
V átryggi ngar fjelðgi n
Skandinavia - Baltica - National
Hlutafje samtals 43 miilíónir króna.
íslands-deildin
Trolle & Rothe h.f., Reykjavík.
A11 s k o n a r sjó- og striðsvátryggingar á skipum og vörum
gegn lægstu iðgjöldum.
Ofannefnd fjelög hafa afhent Islandsbanka i Reykjavik til geymslu
hálfa millión krónur,
sem tryggingarfje fyrir skaðabótagreiðslum. Fljót og góð skaðabótagreiðsla.
Öll tjón verða gerð upp hjer á staðnum og fjelög þessi hafa varnarþing hjer.
BANKAMEÐMÆLI: Islandshanki.
SjóYátryggingarfélag íslands h.f.
Austurstræti 16 > Reykjavik
Pósthólf S74. Talsími 542
Símnefni: Insurance
ALL8E0NAE B J ð- OG STRIÐSVÁTRYGGIMG A,M,
Skrifstofutími 10—4 síðd.,
laugardögum 10—2 síðd.
Nýkomið í
verzlun
O. Amundasonar,
Simi 149. Laugav. 22 A
Ljósmyndir af Kötlugosinu
eru til sýnis í gluggum skrautgripaverslunar Halldórs Sigurðssonar
Ingólfshvoli og fist bæði innrammaðar og rammalausir.
VATRYGGINGAR.
BRUNATRYGGINGAB,
sjó- og stríðsvátryggingar.
0. Johnson & Kaaber.
TRONDHJEHMS
VÁTRYGGINGARFÉLAG, H.f.
Alls konar brunatryggingar.
Aðalaumboðsmaður
Carl Pinsen,
Skálbolti, Reykjavík.
Skrifstofut. 5V2—6x/2 sd. Tals. 331*
„SUN INSURANCE OFFICE“
Heimsins elzta og stærsta vátrygg-
ingarfélag. Tekúr að sér alls kenar
brunatryggingar.
Aðalumboðsmaður hér á landi:
Matthías Matthíasson,
Holti. Talsími 497.
GUNNAR EGILSON,
skipamiðlari,
Hafnarstræti 15 (uppi).
Skrifstofan opin kl. 10-4. Sími 608.
Sjó-, Stríðs-, Brunatryggingar.
Talsími heima 479.
DET KGL. OCTR.
brandassurance
Kaupmannahöfn
vátryggir: hús, húsgögn, alls konar
vöruforða 0. s. frv. gegn eldsvoða
fyrir lægsta iðgjald.
Heima kl. 8—12 f. h. og 2—4 e. h.
í Austurstr. 1 (búð L. Nielsen).
N. B. Nielsen.
Leyst úr læðing
iv Ástarsaga
eftir Curtis Yorke.
— 91
Hann hafði elzt þessa tíu mán-
uði, sem hann hafði verið áð heiman,
og var orðinn enn þá alvarlegri. Og
þó hafði för hans borið mjög góðan
árangur. Húsbændur hans höfðu skrif-
að honum heillaóskir og þakklæti fyrir
hve vel hann hafði farið með erindi
sitt. Og hamingjusöm framtíð virtist
blasa við honum.
Eigi að síður var hann þungbúinn og
áhyggjufullur á svipinn. Hann hafði
lítið saman við aðra farþega að sælda,
hvort heldur voru konur eða karlar.
Þar af leiðandi álitu flestir hann vera
þunglyndan, sérsinna mannhatara, serri
ekki væri vert að skifta sér af.
Hann var lengstum á gangi fram og
aftur um efra þilfarið, hvernig sem
veðrið var. Hann gekk álútur með
hendurnar fyrir aftan bak.
Þennan morgun, sem um getur, var
hann truflaður á göngu sinni yið það
að lítií telpa, sem hafði sloppið frá
fóstru sinni, hljóp í veginn fyrir hann
•og sagði með einkennilegri barnsrödd:
— Hvers vegna ertu alt af einn?
Haiin hrökk upp úr hugsunum sínum
og horfði á barnið.
— Er það af því að þú viljir ekki
tala við fólk — eða vill það ekki tala
við þig? spurði litla telpan.
Hann tók nú fyrst eftir því að þetta
var lítil telpa; ándlitið var fölt'.og
tekið, en frítt. Hárið var svart og lítið
eitt hrokkið og augun gráleit. Hann
komst síðar að því, að hún var átta
ára gömul.
— Af hverju segir þú ekkei;t? hélt
hún áfram og varð óþolinmóð. Eg fer
^ið hplda að það sé sátt, sem hún fóstra
segir um þig.
— Hvað segir hún Um mig? spurði
hann, og mátti sjá brosdrætti í munn-
1 vikunum.
Hún lagði fingurinn á varir sér og
leit sem snöggvast um öxl sér, á gamla
konu í barnfóstrubúningi, sem benti
henni í ákafa að koma til sín.
— Eg kem strax! Barnið sagði þessi
orð mjög fullorðinslega og kinkaði
kolli um leið. — Eg ætla að tala við
þennan mánn. Eg kem til þín þegar eg
vil. — Síðan sneri liún sér aftur að
lionald og mælti:
— Má eg taka í handlegginn á þér?
Eg á bágt með að ganga, eins og þú
sérð, og eg er ekki eins og önnur börn.
Eg hefi alt af verið svona, og verð
víst alt af ^vona.
Hann rétti henni hendina og leiddi
hana að stól, sem stóð skamt frá á
bakborðssíðu, og settist sjálfur við hlið-
ina á henni. Hún horfði rannsóknar-
augum framan í hann.
— Fóstra er bjáni. Hún sagði, að
andlitið á þér væri eins og á manni,
sem hefði samvizkukvöl gamalla synda.
Hún sagði það ekki við mig, heldur
við eina þjónustustúlkuna. Hún hélt að
eg væri sofandi. En eg var vakandi og
heyrði það.
Þegar hann svaraði engu við þessu,
hélt hún áfram í fyrirlitningartón:
-— En eg vissi, að hún hafði rangt
fyrir sér. Hún les svo vitlausar bækur,
og þess vegna er hún svona heimsk.
Eg vil vera vinur þinn. Eg heiti Gen-
evra Baring. Eg fæddist í Washing-
ton, en pabbi og mamma voru ensk.
— Eru foreldrar þínir með þér hérna
á sljipinu ? spurði hann með áhuga.
— Nei, nei, svaraði hún. Þau dóu
fyrir nokkrum árum. Eg á heima hjá
Althen frænku minni. Hún er niðri,
hún er svo sjóveik. Eg hefi ekki verið
neitt sjóveib. Ert þú það ?
Ronald kannaðist við að svo hefði
verið.
— Svo? — Eg er viss um að það
er af því að þér líður eitthvað illa.
Hefir þú ekki áhyggjur út af ein-
hverju ?
— Eg skil ekki vel hvað þú meinar,
svaraði hann og talaði óafvitandi eins
og fullorðinn ætti í hut.
— Eg meina, að þú sért ekki algjör-
' lega hamingjusamur.
Hann gætti sín ekki og svaraði:
— Nei, eg er það víst ekki.
— Það þykir mér slæmt — mjög
slæmt, sagði litla telpan fljótt. Síðan
bætti hún við:
t— Mér þykir svo vænt um þig. E£
þú hefðir verið faðir minn, hefði okkur
liðið vel.
— Það er eg líka viss uin, svaraði
hann samþykkjandi.
— Líkast til hefir enginn átt þig
fyrir föður? vogaði hún að segja.
— Jú, svaraði hann eftir nokkra
þögn.
— Dó það? hélt hún áfram og rödd-
in lýsti geðshræringu.
Hann kinkaði kolli.
— Var það telpa, eins og eg? Nei,
eg meina ekki e i 11 s og eg. Falleg
telpa — ekki vansköpuð?
— Nei, það var drengur. — Hann
Iiélt niðri í sér andvarpi um leið og
hann sagði þetta. Hún rétti út hend-
ina og hann fann til einkennilegrar
ununar ,er mjóu fingurnir snertu hönd
hans.
— Er konan þín dáin líka ? hvísl-'
aði hún.
Hann titraði. >■