Alþýðublaðið - 13.05.1958, Blaðsíða 2
AlþýSublaðið
e
Þriðjudagur 13. maí 1958.
BREZKT
! LAN GFLUGMET
í
SVIFFLUGU.
ÍT.C.N. Goodhart heitir
jþessi maður, sem ný-
iega setti brezkt lang-
flugmet í sviffiugunni,
sem hann stendur hjá.
'Hún heitir ,'Skylark III.‘
-og fiaug harrn á henni
319 mílur á sex tímum
og tíu mínútum. Gamla
metið var 279 mílur. —
öoodhart er eini Bret-
inn, sem hlotið hefur al-
jþjóðlegu „C“ verðiaun-
.ín, en þau hlaut hann,
<er hann sigraði í 2ia-sæta kepnninni á heims meistaramótinu í .svifflugi í Fraitk anai iyoe
Hann fer til Póllands með ..Skvlark III.“ í jú ní til að taka þar þátt í heimsmeistaramótinu
-:erlaskrifstðfa Páls Arasonar efnir fi!
eri
Síðan Páll Arason hóf öræfaferðir smnarið 1944 hafa
vinsældir þeirra stöðugí farið vaxandi.
í SUMAR eínir Ferðaskrif-
etofa Páls Arasonar til 24 sum-
, rrleyfisferða um land allt og
-er ferðaáætlunin fjölbreyttari
cn nokkru sinni fyrr. Auk
fjöida ferða um by-ggðir og ó-
f'yggðir verður nú efnt til
T,nargra ferða, sem aðeinis taka
1—3 daga. Síðan Páll Arason
íióf öræfaferðir sumarið 194.4
liafa visældir þeirra farið sívnx
andi og eru útlendmgar ævin-
íéga með í þessum ferðum.
Ferðaskrifstofan hefur gefið
út bækling um sumarleyfisforð
irrar og mun hann einnig verða
gefinn út á ensku og þýzfcu.
Jriefur sá háttur verið hafður á
stðan 1954. Eins og fyrr segir,
eru ferðirnar að þessu sir.ni 24,
þar af er ein um leið, sem ekki
‘hefur áður verið farin með
sama sniði. í þessum ferðum e;-
h. omið til allra svslna landsins.
IIEFST UM HVÍTASUNNU
Sumaráætlunin hefst með 2Vá
ciags ferð um Snæfellsnes um
hvítasunnuna. Þá kemur 15
<laga hringferð um ísland. er
Tiefst 27. júní og 14 daga hring-
ferð hefst daginn eftir, svo og 5
c'aga ferð um Norður- og Aust-
virland. í júlímiánuði hefjasf 16
ferðir. Þær eru: 10 daga ferð
i. ;m Suðausturland, 7 daga ferð
um sömu slóðir, tvær 16 daga
hringferðir um landið, tvær 10
d.aga hringferðir. 8 daga ferðir
íim Suðausturland og Vestfirði,
1) daga og 12 daga hringferðir,
11 daga ferð um Öskju og
€pr,engisand, 11 öaga ferð uni
Dettifoss, Ásbvrgj og Sprengi-
sand. 8 daga Öskjuferð og önn-
ur 8 daga ferð yfir Sprengisand,
13 daga hringíerð um Sprengi-
sand, Öskju, Akureyri og Kjöl
eg að lokum 5 dagá Veiðivatna-
ferð. 22. ferðin er 9 daga ferð í
Kerlingarfjöll að Arnarfelli.
Um verzlunarmannahelgina
verða tvær 3 daga ferðir, önn-
iir um Kjöl, en hin á Þórsmörk.
Iioks hefst 9 daga ferð um
Fiallabaksveg 9. ágúst,
Páli Arason mun annast og
sCórna flestum sumarleyiisferð
ur.um og auk hans verða sögu-
fróðir menn með í ferðunum.
Morgunkaffi og tvær heitar
máltíðir, eru innifaldar í far-
gjaldinu, sem þykir mjog í hóf
stillt.
KN ATTSP YRNUFEL AGIÐ
,,Valur“ minnfist 47 ára ai'-
niælis síns í fyrradag, 11. maí,
Stjórn félagsins íók á móti gest
um í félagsheimilinu við Hlíð-
arenda og fjölmenntu Vals-
menn, yngri sem eldri.
í tilefni dagsins voru trjá-
plöntur gróðursettar á félags-
svæðinu og lögðu ýmsir félags-
menn fram fé til þeirra fraro-
kvæmda og gróðursettu plön.t-
ur. Einnig skoðuðu menn fram
kvæmdjr við hið glæsilega í-
þróttahús, seip. Valur er að
reisa á umráðasvæði sínu. Þú
kom út í fyrradag ValsblaSið,
24 síður að stærð, og er það
serit öllum félagsmönnum. Nan
ar verður sagt frá blaðinu á í-
þróttasíðunni á morgun.
Framhald af 1. sítJu. -
Ef einstæðir foreldrar eða
aðrir einstaklingar halda heim
ili og framfæra þar skylduó-
maga sína, mega þeir draga i'rá
skattskyldum tekjum uphæð,
sem nemur hálfum persónufrá-
drættþ hjóna og þriðjungi af
persónufrádrætti ómaga á heim
ilinu,
3. Á eftir 4. gr. komi tvær
r.ýjar greinar, er verði 5. og 6.
gr., þannig:
A. (5. gr.)
a. Á eftir orðiimum „enda á-
byigjast bæði skattgreiðsiu“ í
1. málsgr. 11. gr. laganna koini:
| og undirriti bæði skattframtal-
ið.
b. Aftan við sömii grein lag-
anua komi:
Nú aflar kona skattskyldra
tekna með vinnu sinni utan fyr
irtækis, er hjónin — annað-
livort eða bæði — eða ófjárráða
bórn þeirra eiga eða reka, að
verulegu leyti, og hagfelldara
er fyrir hjónin, að þær tekjur
séu sérstaklega skattlagðar, en
í'ð frádrátturinn, sem j-Iiður
10. gr. heimilar, gildi um þær,
og geta þá hjónin krafizt þess,
að skattgjald þeirra verði lagt
á skv. 6. gr. I.a. Sé það gcrt,
skiptist sameiginlegur ómaga-
frádráttur til helminga milli
lijónanna. Annar frádráttuL- en
persónuleg gjöld konunnar og
persónufrádráttur telst við út-
ífikinginn hjá eiginmannimim.
B. (6. gr.) í stað orðanna
,,Fyrir hjón kr. 12 000,00 (6 þús.
fyrir hvort)“ í 12. gr. Iaganna
komi: Fyrir hión kr. 13 000,00
, (kr. 6500,00 fyrir hvort).
4. Við 12. gr. Aftau við i.
málsgr. bætist: Ákvæði 2. efn-
i ismálsgr. í b-lið 4. gr. kemur þó
fyrst til framkvæmda árið Í959
við álagningu á tekjur ársins
1958.
Skófenn sótty í vetur 119 neinendyr.
Alls sóttu skólann í vetur 119
nemcndur; 46 í 1. bekk, 29 í 2.
bekk, 29 í rafmagnsdeild vél-
stjóra og 15 í rafmagnsdeild raf
virkja. Yngri deild rafvirkja
starfaði ekki á þessum vetri.
Var það vegna þess að aðeins
i rfáir (4) gáfu sig fram til náms
í þá deild sl. baust.
. N'ámstiihögun hefur í vetui'
verið með líkum hætti og endra
nær. Þó var hafizt handa um
nýjung, það er kennslu í oiíu-
greiningu, sera f'ram fór' í .'arui-
sóknastofu skólans. Von er á
tækjum til viðbótar í rann-
sóknastofuna, sem Skeljungur
h.f. ætlar að gefa skólanum.
Kennsla í meðferð ketilvatns
er nú komin í fastar skorður og
sama er að segja um reykgrein
ingu. Árangur af þessaii
kennslu er nú farinn að sýna
sig. Efnafræði var tekin upp í
vetur í rafmagnsdeild vélstjóra.
Það voru 2 stundir vikulega,
Vatnshemillinn var tekinn í
r. otkun í vetur.
Aðaltækið, sem ætlunin er
að kaupa í sumar, er til að prcfa
eldsneytisdælur og eldsneytis-
loka og lagfæra. Þetta er all-
mikið tæki og dýrt. Það kostar
um £ 900.
Nemendur, sem brautskráð-
ust 1937. færðu skólanum í vet
ur indikatortæív mjög vandað.
Undir próf gengu að bessu
s. nni 73 nemendur: 15 rafvirkj-
ar, 29 vélstjórar í rafmagns-
cleild og 29 vélstjórar undir vél
stjórapróf.
RAFVIRKJAR
Af rafvirkj um hlutu 3 1. á-
gætiseinkunn, beir Jón Sturla
Ásmundsson (7,30), Ólafur S.
Björnsson (7,13) og Baidur
Geirsson (7,00) en 8 er gefið
hæst. 7 rafvirkjar hlutu 1. eink
unn. Þetta er nijög góður ár-
angur.
1ÉLSTJÓRAR
f RAFMAGNSOEILD
Af þeim 29 vélstjóriim, sem
undir þetta próf gengu hlutu 5-
1. ágætiseinkunn, þeir: Arin-
björn Kristjánsson (7,48),
Sveinn Scheving (7,45), Elarald
ur Ágústsson (7,43), Sigurður
O. Jónsson (7,29) og Jóhannes
G. Jóhannesson (7,00). 1. ein'k-
unn hlutu 7.
V ÉLSTJÓR'AR M
MEÐ VÉLSTJÓRAPRÓF
Af 29 nemenáum. sem undir
þetta próf gengu, hlutu 10 1.
£ gætiseinkunn, þeir: Eiríkur J.
Kristj'ánsson (7,59), Gunnar
Ölason (7,59), Deifiir K. Guð-
mundsson (7,59), Gústav F.
Nilsson (7,54), Aage Petersen
(7.30), Gunnlaugur Helgasoji
(7 25), Guðmundu.r V. Sigur-
jénsson (7.13), Hiörleifur B.
Guðmundsson (7,11). Eriingur
Biörnsson (7.00) og Hlvnur Jóh.
Ingimarsson (7.00). 13 nemend-
ur hlutu 1. einkunn.
Bólsfurgerðin A. Jónsson h.f.
flutt í Skipholt 19
Viðskiptavinir fá að greiða Siýsgögn
með jöfnurn afbargynuni á 12 mán.
BÓLSTURGERÐin I. Jóns-
son h.f. hefur nýlega flutt í
nýtt húsnæði í Skipholti 19, en
hún var áður í Brautarholti 22.
í hinu nýja húsnæði, sem er hið
vistlegasta, er húsgagnverzlun-
in á neðstu hæð, en á efstu hæð
inni eru trésmíða- og bólstur-
wrkstæði.'
Bólsturgerðin framleiðir alís
k>ns stoppuð húsgögn. Ein-
giingu er notað vandaðasta hrá
efhi og ÖII vinna er framkvæmd
af æfðum fagmönnum.
Jafnframt að hafa sem vand-
aðasta framleiðsiu á boðstólum
hefur Bólsturgerðin leitast við
að veita viðskiptavinum sínum
sem fullkomnasta þjónustu á
allan hátt. Nú eru t. d. boðin
eir.stök og hagkvæm greiðslu-
kjör, þar sem víðskiptavinii’nir
fá að greiða húsgögn með jöfn-
um afbcrgunum í allt að 12
mánuði.
Bólsturgeröin I. Jónsson h.f,
vár flutt til Reykjavíkur árið
1946, en var áður starfrækt á
Akureyri. Umsetning var ekki
mikil á fyrstu árunum, en jókst
brátt og afköstin urðu meiri ár
fu éri en var þá bundin of
þröngu húsmæði.
Bygging sú, er nú hefur ver»
ið tekin í notkur?., er 320 fer-
rnetrar á f jórum hæðum. Á mi8
hæðunum verður hið nýja veit
mgahú? Röðull.
Starfslið Bólsturgerðarinnar
1. Jónsson h.f. er 15 marms. Yf
irsmiður er Helgi Sigurðsson,
en verkstjóri á bólsturverkstæé
inu er Kristján Sigurðsson.
Forstjóri fyrdrtækisihs er
Ingimar Jónsson.
Dagskráin í dag:
19.30 Tónleikar; Óperettulög
(plötur).
20.30 Daglegt mál (Árni Böðv-
arsson kand. mag),
20.35 Erindi: Bretar og stór-
veldapólitíkin í upphafi 19.
aldar, II (Bergsteinn Jónsson
kand. mag).
21 Tónleikar.
21.30 Útvarpssagan: „Sólon ís-
ylandus“ eftir Davíð Stefáns-
, son frá Fagraskógi, XXX
(Þorsteinn Ö. Stephensen).
2Í2.10 íþróttir (Sig. Sigurðsson).
,2'Í.30 „Þriðjudagsþátturinn.“ —
■ Jónas Jónasson og Haukur
Morthens hafa umsjónina með
höndum.
Dagskráin á morgun:
12.50—14 „Við vinnuna“: Tón-
leikar af plötum.
19.30 Tónleikar: Óperulög.
20.30 Lestur fornrita: Hænsa-
Þóris saga, I (Guðni Jónsso.n
prófessor) .
2,0.55 Tónleikar.
21.10 Eríndi: Draumur og veru-
leiki (Bergsveinn Skúlason).
21.35 Tónieikar (plötur).
21.45 Upplestur; Hugrún les
frumort kvæði.
22.10 Erindi: Hirðing æðarvarpa
og æðardúns (Ólafur Sigurðs-
son bóndi á Hellulandi).
22.35 íslenzku dægurlögin: Mai-
þáttur SKT.
HEIMS
SÝNINGUNNI,
Allar þjóðir. sem
á heimssýnimgunni
Brússel, draga þai
saman það, sem helzt
telst merkilegt í fram
leiðslu o. fl. Hér sjást
tvær svissheskar stúlk-
ur í þjóðbúningum
sitja hjá „módeli“ af
Zeta (Zero Energy
Thermonuclear Ass-
embly), sem þegar er
fræg orðin um
heim, sem eitt mesta
framlag Breta
beizlunar á afli'
íkjarna-núningj.’. Yona
brezkir vísindamenn,
að þeir getj með tímanum og með notkun Zetu breytt höfunum í óþrjótandi orkulind.